Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 19 Borgardómur: Steindór ekki með gild leyfi til leiguaksturs SVO SEM skýrt var frá í Mbl. féll dómur í Borgardómi Reykjavíkur í máli Bifreiöastöóvar Steindórs á hendur samgönguráðherra f.h. sam- gönguráðuneytins og úthlutunar- manna atvinnuleyfa í Reykjavik. Krafa Steindórs um viöurkenningu réttarins á því, aö í gildi séu 45 at- vinnuleyfi leigubifreiöastjóra, sem gefin voru út á Bifreiðastöð Stein- dórs þann 25. maí 1956, var ekki Keflavík: Keflavík, 22. júlí. RÉTT um 15 mínútum fyrir miö- nætti í gærkvöldi var slökkviliðið kallað að höfninni, þar sem eldur var laus í mb. Ilappasælum KE 94. En það er 60 tonna eikarbátur, smíðaður 1955. Logaði þá mikill eld- ur miðskips, og áttu slökkviliösmenn bágt með að hemja eldinn, enda hvasst og slæm skilyrði til slökkvi- starfa. Happasæll var fyrir skömmu dæmdur til eyðileggingar af Ur- eldingarsjóði. Öll tæki og vélin höfðu verið tekin úr honum, og stóð til að brenna hann einhvern næstu daga. Eigendur Happasæls eru Rúnar og Sigurður Hall- Hveragerði: Innbrot á skrif- stofu hreppsins Hveragerði, 22. júlí. í FYRRINÓTT var brotizt inn á skrifstofu Hveragerðishrepps. Engar skemmdir voru unnar, en mikið rótað til, að því er virtist í leit að peningum. Einskis er sakn- að enn sem komið er. Lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn máls- ins. — Fréttaritari. Slykkishólmur: Fjórir bátar á skelveiðum SKELVEIÐI er nú hafín fyrir nokkru og eru 4 bátar sem stunda eins og er. Um næstu mánaðamót verður svo frí i viku eða meira en upp úr miðj- um ágúst er gert ráð fyrir að flestir bátar verði komnir á skel, sem hana stunda. Skelin er sem fyrr unnin hjá Sig. Ágústssyni hf. og Rækjunesi hf. Fréttaritari Þjónustubif- reiðir FÍB um helgina DAGANA 24. og 25. júlí, það er laug- ardag og sunnudag, verða vegaþjón- ustubifreiðir FÍB sem hér segir: Vegaþjónustubifreið FIB 1, Þrastarlundur og Þingvellir. Vegaþjónustubifreið FÍB 2, Víði- gerði, Víðidal, V-Hún. Vegaþjón- ustubifreið FÍB 3, Gaitalæk og Þjórsárdal. Vegaþjónustubifreið FÍB 5 Borgarfirði. Vegaþjónustu- bifreið FIB 6, Vaglaskógur og austur um. Vegaþjónustubifreið FÍB 7 frá Höfn í Hornafirði að Skaftafelli. Vegaþjónustubifreið FÍB 8, Vík í Mýrdal og nágrenni. tekin til greina. Fallist var á kröfu samgöngu- ráðherra f.h. samgönguráðuneyt- isins og úthlutunarmanna at- vinnuleyfa þess efnis, að Bifreiða- stöð Steindór hafi engin gild leyfi til leiguaksturs. Málið var dómtekið 1. júlí síð- astliðinn og krafðist Bifreiðastöð Steindórs „að fá viðurkenningu réttarins fyrir því að í gildi séu 45 grímssynir. En þeir hafa nýlega keypt gamla Drang frá Akureyri í stað Happasæls. Ekki kvaðst tals- maður slökkviliðsins þora að greina frá eldsupptökum að svo stöddu. Einar F. Ingólfsson atvinnuleyfi leigubifreiðastjóra, sem gefin voru út á Bifreiðastöð Steindórs þann 25. maí 1956 með stoð í 3. gr. reglugerðar nr. 13/1956“. Ráðuneytið og úthlutun- armenn atvinnuleyfa mótmæltu kröfu Steindórs og höfðuðu gagn- sök í málinu; að viðurkennt yrði að Steindór hefði engin gild atvinnu- leyfi. Forsaga málsins er, að Steindór heitinn Einarsson fékk 45 atvinnuleyfi árið 1956 og voru leyfin gefin út á nafn Bifreiða- stöðvar Steindórs, sem var í einkaeigu hans. Steindór Einars- son féll frá árið 1966 og lýsti sam- gönguráðuneytið því yfir þann 12. maí 1967, að leyfin mættu færast yfir á nafn Bifreiðastöðvar Steindórs sf., en yfirfærslan var bundin þeim skilyrðum, að leyfin væru gefin út á nöfn barna Steindórs. í nóvember 1973 úthlut- uðu úthlutunarmenn atvinnuleyfa fimm börnum Steindórs atvinnu- leyfum, níu hverju, alls 45 leyfum. Á síðastliðnu ári seldu börn Steindórs 34 mönnum, sem flestir höfðu starfað við leiguakstur, stöðina og gekk kaupsamningur- inn í gildi 1. janúar síðastliðinn. Uthlutunarmenn atvinnuleyfa töidu þessa sölu ólögmæta og aft- urkölluðu leyfin sem gefin voru út 1973. Hinir nýju eigendur Stein- dórs vildu ekki sætta sig við þetta. Þeir töldu að leyfin sem gefin voru út 1973 hefðu aldrei öðlast gildi enda hafi skilyrðunum þá verið mótmælt og að leyfin frá 1956 væru í fullu gildi. Ráðuneytið taldi, að jafnvel þó dómurinn úrskurðaði að leyfin frá 1973 væru ógild, þá væru leyfin frá 1956 úr gildi fallin, þar sem erfingjar Steindórs hefðu hætt rekstri stöðvarinnar og selt hana, en í lögum um leigubifreiðir sé ætlast til, að atvinnuleyfi gangi ekki kaupum og sölum. I áliti dómsins segir m.a. að telja verði, að löggjafinn hafi ætl- ast til, að atvinnuréttindi til leigu- bifreiðaraksturs ættu að vera persónubundin. Við andlát Stein- dórs Einarssonar 1966 hafi því átt að afhenda leyfin Bifreiðastjóra- félaginu Frama, þar sem þau voru þá niður fallin. í framhaldi af því hefði það verið vilji ráðuneytisins, að ný leyfi til afkomenda Stein- dórs yrðu gefin út og þau bundin við persónu þeirra. Þann 7. nóv- ember 1973 voru gefin út leyfi til fimm barna Steindórs. Úthlutun var gerð með heimild í reglugerð nr. 214/1972, sem sett var með heimild í lögum nr. 36/1970 og beri að skilja ákvæði þeirra laga á sama hátt og laga 25/1955; það er að atvinnuleyfi skuli vera per- sónubundin atvinnuréttindi, sem ekki gangi kaupum og sölum. Þyki því ljóst, að atvinnuleyfi til Bifreiðastöðvar Steindórs s.f. áttu að vera leyfi til eigenda hennar, barna Steindórs heitins. Úthlut- unarnefnd atvinnuleyfa hafi farið að lögum þegar leyfin voru afturk- ölluð þann 7. janúar síðastliðinn, þar sem stöðin hefði verið seld. Hrafn Bragason, borgardómari, kvað upp dóm þennan. Lögmaður Steindórs var Viðar Már Matt- híasson, hdl. en lögmaður ráðu- neytisins og úthlutunarmanna at- vinnuleyfa Jón Þorsteinsson, hrl. Leiðrétting í frásögn af Landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum, mis- ritaðist nafn eins keppanda, er varð 3. í keppni unglinga 13 til 15 ára. Rétt nafn er Rósa María Waagfjord, og er hún og lesendur Morgunblaðsins beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Nýstirni hefur fegrunarferil sinn meðLux. Nærmyndirreynamjögáútlitleikaraogstjarna vké t f á framabraut eins og Michelle Pfeiffer fer eftir frægustu fyrirmyndum heims og velur Lux til að vernda húðina. Það er vegna þess að Lux freyðir svo vel, hreinsar með mýkt og gerir húðina slétta og mildilega. Mjög mun sjást til Michelle Pfeiffer og með henni birtist enn eitt fagurt andlit leikkonu, sem byrjar og endar daginn með Lux. LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS. einstakt að gæðum. Happasæll brann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.