Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Deluvina; Bandaríkjamaðurinn Jeff Fenhold, sem varð þekktur á 7. áratugnum fyrir leik sinn í Jesus Christ Superstar á Broad- way, og hinn ungi Frakki Michel. Báðir nutu gjafmildi Gala á síðustu æviárum hennar. Jeff fékk send mörg málverk úr einkasafni Dalíhjónanna og sveitasetur að gjöf á Long Island í New York-fylki. Eiginkona Dalí sýndi Michel einnig þakklæti sitt. í Púbol- kastala í el Ampurdán í Catal- una-héraði, gjöf frá Dali til konu sinnar, var Michel gestur Gala í ófá skipti. Myndin er sýnir Michel og Gala tók Marc Lacroix sumarið 1978 í einum af mörgum sölum Púbolkastala. Meðan Gala bjó með einhverj- um af sínum ungu elskhugum mátti Salvador Dalí aðeins heimsækja kastalann að degi til. Margar vikur sváfu hjónin ekki saman. Hún svaf í Púbol og hann í Port Lligat. Þessar kringum- stæður leiddu til þess að listmál- arinn leið sáran dapurleika, enda þótt hann væri ófær um að láta í ljós tilfinningar sínar. Hann óttaðist stöðugt að einn dag yfirgæfi Gala hann fyrir fullt og allt. Við þessar hugsanir örvilnaðist hann enn meira. Salvador Dalí getur núna dvalið næturlangt í kastalanum í Ampurdán. Gala getur ekki lengur komið í veg fyrir það. Hjartaslag dró hana til bana á uppstigningardag. Listamaðurinn ver dag og nótt löngum stundum við gröf konu sinnar og bíður eftir að augu hans hallist aftur fyrir fullt og allt og hann geti sameinast henni í hinu lífinu. ÁSTIR GALA Krá Holgu Jónsdótlur. rrólUriUra Mbl. í Burgos. Hún var öldruð þegar hún kvaddi þennan heim, 90 ára, en tii 89 ára aldurs var lífsgleði hennar og þróttur með ólíkind- um. Hún var lágvaxin, mjög grönn, húðin viðkvæm og allar hreyfingar fíngerðar. Hún neytti varla matar og drakk eingöngu vatn. Meira að segja hafnaði hún alltaf rósakampavíni því, sem eiginmaður hennar bauð gestum þeirra í Port Lligat. Nafn hennar var Helena Del- uvina Diakonoff, enda þótt allir kölluðu hana Gala. Hún sleit samvistum við fyrsta mann sinn, skáldið Paul Eluard, 1929. Þau áttu saman eina dóttur, Cecile. Fvrirsa la hjá eiginmanni sínum, Salvador Dalf. völdum. Hinn takmarkaði hæfi- leiki listmálarans til ástarat- hafna, gáfur hans og hin blinda ást, sem Dalí bar til Gala, neyddu hann til þess að sam- þykkja að eiginkona hans hefði ástarsambönd við unga og glæsi- lega karlmenn. Tveir karlmenn höfðu lang- varandi sambönd við Helenu Eftir skilnaðinn tók hún saman við Salvador Dalí. Sambúðin við listmálarann, sem varð síðar eiginmaður henn- ar, var ætíð súrrealísk. Við hlið Gala leið Dalí yndis- legustu og verstu stundir lífs síns. Hún blés listamanninum í brjóst við vinnu hans og á sama tíma þjáðist hann af hennar Gala hlýðir á Michel leika i flygilinn f Púbol-kasUla. Guðrún Svava sýnir í Eden Um helgina var opnuð i Eden i Hveragerði sýning á nokkrum verka Guðrúnar Svövu Svavarsdéttur i Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru teikningar, vatnslitamyndir og mál- verk. Guðrún Svava stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og Stroganov-akademiuna í Moskvu. Á undanrórnum árum hefur hún hald- ið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, auk þess sem hún hefur unnið sem leikmynda- teiknari við öll atvinnuleikhúsin í Reykjavík. Georg Ormsson Keflavík 60 ára Sextugur er í dag vinur minn Georg Ormsson, vélvirki, íshús- stíg 3, Keflavík. Hann er fæddur í Reykjavík 11. ágúst 1922 og voru foreldrar hans merkishjónin frú Helga Kristmundsdóttir frá Vest- mannaeyjum og Ormur Ormsson, einn af stofnendum fyrirtækisins Bræðurnir Ormsson, sem allir kannast við. Georg stundaði nám hjá vél- smiðjunni Héðni og vann við það fyrirtæki um árabil þar til hann fluttist búferlum til Keflavíkur og setti þar á stofn bifreiðaviðgerð- arverkstæði ásamt svila sínum Adolfi Sveinssyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum siðan. Árið 1948 kvæntist Georg Ág- ústu Randrup og hafa þau eignast 6 börn, en þau eru Ormur, vélvirki, Ólafur, er stundar sjómennsku, Emil, slökkviliðsmaður á Kefla- víkurflugvelli, Sigríður, húsfrú, Agnes, húsfrú, Ingvar Georg, nemi, og auk þess einn kjörsonur, Örn Georgsson, sem er sjómaður. Er þetta myndarlegur barnahóp- ur, sem er foreldrum sínum til sóma og gleði. Og svo eru það öll blessuð barnabörnin, sem eru afa sínum og ömmu sólargeislar á efri árum. Undanfarin tvö ár hefur Georg starfað við Keflavíkurradíó og er þar réttur maður á réttum stað, vegna þekkingar hans á vélum og sjómennsku almennt. Það var mikið gæfuspor þegar Georg gekk að eiga frú Ágústu Randrup, þá mætu konu og hafa þau átt miklu barnaláni að fagna. Fyrir þetta ber að þakka forsjón- inni. Þetta eru svona í stuttu máli helstu æviatriði vinar míns Georgs Ormssonar, en ég kynntist honum vel, þegar ég og fjölskylda mín fluttum til Keflavíkur árið 1956. Hafa úr því orðið löng og náin kynni, sem aldrei hefur fallið skuggi á. Georg hefur verið og er maður greiðvikinn og hjálpsamur og mun ég ávallt minnast þess með þakklæti, er hann með blóð- gjöf veitti mér ómetanlega hjálp í alvarlegum veikindum mínum fyrir mörgum árum. Slíku gleymir maður ekki strax. Georg Ormsson er enn tápmikill og dugandi starfsmaður, sem leys- ir störf sín af hendi með dugnaði og atorkusemi, eins og hann hefur alla tíð gert. Georg er traustur maður og vinur vina sinna. Hann er fylginn sér og fastur fyrir í skoðunum og hefur ávallt verið og er ákveðinn sjálfstæðismaður, stöðugt reiðubúinn til að vinna fyrir flokk sinn, þegar á hefur þurft að halda. Þjóðin á aldrei of marga trausta hugsjónamenn. Ég er þakklátur fyrir þá góðu vináttu, sem ég og mínir hafa not- ið um langt skeið af hálfu Georgs og fjölskyldu hans. Ég vona að hann eigi eftir að lifa mörg ham- ingjurík ár með sinni ágætu eig- inkonu. frú Ágústu, og afkomend- um, og vil að lokum óska honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þessi merku tíma- mót í lífi hans. Sverrir Matthíasson Hvalveiðum ber að hætta í eitt skipti fyrir öll — segir m.a. í yfirlýsingu frá Skuld, félagi áhugamanna um hvalvernd „ÞAU gleðilegu tíðindi hafa nú orðið, að alþjóðahvalveiðiráðið hefir samþykkt bann við hvalveið- um frá árinu 1986 að telja,“ segir í upphafi yfirlýsingar frá SKULD, félagi áhugamanna um hvalvernd, en undir hana rita Edda Bjarna- dóttir, Skúli Magnússon, Dag- bjartur Stigsson og Hrafnhildur Ágústsdóttir. Minnt er á, að sam- þykkt þessi hafi verið gerð vegna almenningsálitsins í heiminum. „Hvalurinn er stærsta dýr jarð- ar, eitt hið sérstæðasta, einna gáf- aðastur allra tegunda, með hið fullkomnasta taugakerfi og heila- bú, sem vísindin þekkja. Hvalur- inn er eign heimsins. Álltént lítur heimurinn sjálfur svo á. Enginn hlustar á þrugl íslenzkra forráða- manna um einhverja sérstaka „ís- lenzka stofna", segir m.a. í álykt- uninni. . „I tvígang hafa íslendingar misst af strætisvagninum í sam- bandi við hvalinn: 1. 1974 þegar þeir þverskölluð- ust við að framfylgja sinni eigin samþykkt á Umhverfismálaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna það sama ár um friðun hvalsins. 2. Fyrir tveimur árum, þegar þeim stóð til boða fjárhagsleg og tæknileg aðstoð við að koma á fót nýjum atvinnuvegi í stað hval- vinnslunnar. Vonandi hættir ráðuneytið nú loksins að berja höfðinu við stein- inn. Vonandi halda þeir nú ekki áfram að spilla með öllu orðstír íslendinga. Vonandi ætla þeir sér ekki að eyðileggja allan erlendan markað fyrir íslenzkar afurðir. íslenzk stjórnvöld ættu þegar í stað að birta yfirlýsingu þess efnis að þau muni hlíta samþykkt al- þjóðahvalveiðiráðsins í einu og öllu. Hætta öllum hvalveiðum í eitt skipti fyrir öll og veiðum á búrhval helzt þegar í stað. Vert er að vekja athygli al- mennings á því, að nú þegar eru íslendingar auglýstir í helztu stór- blöðum heims, sem hinir örgustu meinvaldar hvalsins ásamt Japön- um og Rússum.“ í lok ályktunarinnar segir svo: Því ólánsfólki sem haft hefir viðurværi sitt af hvalveiðum send- um við okkar beztu óskir. Vonum að það finni sem skjótast hollari og ánægjulegri störf við sitt hæfi. Islandi óskum við þess, að það geti um alla ævi státað af sem mestri gengd þessarar virtu skepnu í höfunum umhverfis land- ið. Þýskur ljós- myndari ákær- ir Svíakonung Vonricrs, Bolgíu, 6. ágúst. AP. VESTlIR-þýskur Ijósmyndari hcfur lagt fram kæru á hendur Sviakonungi, þess eðlis að hann hafi eyðilagt myndavél hans meðan á hirðmyndatökum stóð síðastliðinn miðvikudag. Talsmaður lögreglunnar í bænum, sem kæran var borin fram í, sagði að Heinz Schmith og fleiri ljósmyndarar hafi ver- ið að taka myndir af konungin- um þar sem hann var í leyfi á heimili mágs síns í nálægum bæ. Þegar myndatökunni var lokið neitaði Schmith að yfir- gefa staðinn og hélt áfram að taka myndir. Konungur sló þá í reiði sinni vélina úr höndum hans og ljósmyndarinn var leiddur á braut. Vélinni var síðan skilað til lögreglunnar en Schmith, sem var á samningi hjá þýska blað- inu Bild Zeitung, segir hana hafa eyðilagst við hnjaskið. Ekki liggur ljóst fyrir hvern- ig þetta mál verður leyst, en það er í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.