Morgunblaðið - 11.08.1982, Side 9

Morgunblaðið - 11.08.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 37 „Að líkna þeim sem lifa“ TIL AÐ leggja hönd á plóginn með öllum þeim, sem vinna að mann- úðarmálum, hafa sjöunda-dags að- ventistar hjálpar- og líknarstarf með höndum um allan heim. Þátt- ur þeirra hér á landi er árleg söfn- un en í fvrra söfnuðust kr. 694.950.22,-. Veittu þessar gjafir kærkomna hjálp allslausu og líð- andi fólki. Enn sem fyrr verður gengið um með kynningarbæklinginn Kristileg menning sem varpar ljósi á þörfina og tilganginn. Þar gefur m.a. að líta íslending, Eric Guðmundsson Júlíusson, að starfi meðal holdsveikra. Söfnunin hefst um miðjan þennan mánuð. (KrótUlilkynning.) Ráðstefnu um öldrun lokið í Vínarborg RÁÐSTEFNU Sameinuðu þjóð- anna um málefni aldraðra lauk í Vinarborg sl. föstudag. Alls tóku um 120 þjóðir þátt í ráðstefnunni og þar að auki áttu tugir samtaka fulltrúa, þannig að þátttakendur voru alls um 900. Af Islands hálfu sátu á ráð- stefnu þessari Svavar Gestsson, heilbrigðisráðherra, Páll Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri, Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, Pétur Sig- urðsson, alþingismaður, Sigurð- ur H. Guðmundsson, sóknar- prestur og Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur. Gert var ráð fyrir að allar þjóðir legðu fram greinargerð um málefni aldraðra hjá sér, og af íslands hálfu var slík skýrsla gerð á vegum undirbúnings- nefndarinnar. Þetta er rit ráðu- neytisins nr. 1/1982 og nefnist „Aging in Iceland", Icelandic National Report for the World Assembly on Aging, Vienna 1982. Svavar Gestsson flutti ræðu á fundi 29. júlí. Hann gerði í stuttu máli grein fyrir stöðu mála hér á landi í málefnum aldraðra og hvað áunnist hefði síðustu áratugi. Hann gerði einnig grein fyrir fyrirhugaðri lagasetningu um málefni aldr- aðra á þessu hausti og hvað í því frumvarpi felst. Síðan lagði hann áherslú á fjögur megin- atriði sem hann vildi að tekið væri mið af þegar fjallað væri um málefni aldraðra, að því er segir í frétt frá heilbrigðisráðu- neytinu: 1. Réttur einstaklingsins til að lifa eðlilegu lífi, þó til þess þurfi hjálp af ýmsu tagi. 2. Réttur einstaklingsins til sjálfsákvörðunar, þannig að ráð séu ekki tekin af fólki aldurs vegna. 3. Réttur einstaklingsins til áhrifa og þátttöku um eigin málefni og þjóðfélagsins í heild. 4. Endurskoðun ríkjandi stefnu um hvenær fólk hættir starfi. I þessu sambandi ræddi hann um of einhliða reglur, sem víða væru um starfslok, þrátt fyrir löngun aldraðra og getu til starfa. Stykkishólmur: Sex sækja um stöðu kaup- félagsstjóra Sty kkishólmi, 1. ágúst. Kauprélagsstjóraskipti við Kaup- fólag Stykkishólms verða nú 1. sept nk. Arnar G. Pálsson, sem hér hefir starfað um hríð, hefir sagt upp störf- um oj» var auglýst eftir kaupfélags- stjóra fyrir nokkru og hafa 6 manns sótl um stöðuna. Kaupfélagsstjór- askipti hafa verið tíð hér og kaupfé- laginu ekki haldist vel á forstjórum sínum, enda hafa þar á undanfórn- um árum verið minnkandi umsvif. Rætt hefir verið um að skipta um húsnæði og byggja annað ný- tískulegra, enda gamla húsið bæði erfitt og dýrt í rekstri, sérstaklega með hitunarkostnað. Hvað úr þessum áformum verður er ekki vitað. Kaupfélagið hefir undanfar- in ár veitt mörgum atvinnu og bú- ið að starfa hér í rúm 60 ár. Fréttaritari. Hver er Bergström? kaupmannahófn. AP. HVER er Kurt Bergström og hvers vegna vill hann að heimur- inn muni Danmörku í október 1943? Þetta er helzta umræðu- efni Kaupmannahafnarbúa í dag, föstudag. Málavextir eru allir hinir sérstæðustu, en skulu raktir stuttlega: Þann 6. ágúst birtist í Int. Herald Tribune, sem er gefið út í París, heilsíðu- mynd af Kristjáni X heitnum Danakonungi, og texti myndar- innar var einfaldlega: „Danmörk 1943. Munið þið ekki eftir því.“ Gunnar nokkur Hömann, lögfræðingur í Kaupmannahöfn, segist vera fulltrúi Bergströms sem augýsinguna setti, og hann talaði í gátum þegar blaðamenn þyrptust til skrifstofu hans að leita skýringa á málinu. Það má taka fram í leiðinni, að fyrir auglýsinguna voru greiddir 20 þúsund dollarar. Hömann sagð- ist ekki hafa heimild til að greina frá hvar skjólstæðingur sinn væri, hver hann væri, hvar hann væri staddur, né heldur af hvaða þjóðerni hann væri. Hann gaf það þó í skyn, að auglýsingin kynni að vísa til fjöldaundan- komu danskra Gyðinga árið 1943. Danskir blaðamenn brutu ákaft heilann um það hvort auglýsingin væri einhvers konar ákall um alþjóðlega hjálp til handa Palestínumönnum, sem væru innikróaðir í Beirút. „Þið munið hvað gerðist 23. október 1943,“ sagði Hömann. „Ég held að þá hafi einhver hjálpað dönskum Gyðingum ... það sak- ar ekki að minna á það.“ Þegar málið var rifjað upp af snöfur- legum dönskum rannsóknar- blaðamönnum, kom upp úr dúrn- um, að þann dag komst allveru- legur fjöldi danskra Gyðinga yf- ir til Svíþjóðar og barg þannig lífi sínu. Bladió sem þu vaknar vió! lMofinnooi* 1 imilorl Til sölu, Wagoneer Limited árg. 1981 mjög glæsilegur bíl 1. Ekinn að mestu erlendis. Upplýsingar í síma 45491 á skrif- stofutíma. Prentar hún peninga? Nei, en getur sparaó stórfe! U-BÍX100 15 Ijósrit á mínútu, á venjulegan pappír, þitt eigið bréfsefni eða glærur. SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 aml 20560

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.