Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 5 Flaggskip sovéska rannsóknarflotans í Reykjavíkurhöfn Sovéska rannsóknaskipið „Aka- dcmik Mstislav Keldysh“ er í Reykjavíkurhöfn. Sovétmennirnir, sem eru í rannsóknarleiðangri á Norður-Atlantshafi, eru í Reykjavík til að hvíla áhöfnina og til að vísindamennirnir geti hitt íslenska starfsbræður sína. Sovétmennirnir eru við rannsóknir á suðurenda Reykjaneshryggjar, um 500 mílur frá landi. Þeir gera jarðfræðilegar, jarðeðlisfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir þarna, í framhaldi af fyrri rannsóknum, á sprungum sem liggja mörg þúsund kílómetra á hafsbotninum. Doktor Alexej Kuznetsov, sem er leiðangursstjóri í þessum leið- angri, sagði að þessar rannsóknir væru afar mikilvægar fyrir kenn- ingar á sviði jarðeðlis- og jarð- fræði og ættu eftir að leiða mikið nýtt í ljós varðandi sprungusvæð- in á hafsbotninum. „Akademik Mstislav Keldysh" er flaggskip sovéska rannsókna- flotans. Það var smíðað í Finn- landi sérstaklega til rannsóknar- starfa og var tekið í notkun á síð- asta ári. Það er 550 tonn og 122 metrar á lengd. Skipið er búið 5.840 hestafla vélum, getur siglt 16 mílur á klukkustund og siglt 20.000 mílur án þess að taka elds- neyti eða vatn. 130 manna áhöfn er um borð í skipinu, helmingur þeirra vinnur við rannsóknarstörf. Skipið er búið fullkomnum rann- sóknartækjum. Meðal þeirra er köfunartækið „Paisis“ sem notað er til að taka sýni á allt að 2.000 metra dýpi og í köfunartækinu eru kvikmynda- og ljósmyndavélar. Vökvaspil gerir mögulegt að gera rannsóknir á hvaða dýpi sem er. Tölvukerfi er í skipinu. Sterk móð- urtölva er tengd við minni tölvur í rannsóknarstofunum, sem eru 15 alls, og vinnur úr þeim upplýsing- um sem berast frá þeim og sjálf- virkum tækjum. Siglingatæki skipsins, sem eru af nýrri tegund, eru tengd gervihnattakerfi. Ferð forsetans til Bandaríkjanna menningarkynningarinnar í áðurnefndum þremur borgum. Þá mun forseti fara til Seattle 18. september og loks hafa stutta viðstöðu í Chicago 21. september á heimleið. Húsgagnasmið- ir sömdu í gær SAMNINGAR tókust með Sveinafélagi húsgagnasmiAa og viAsemjendum þeirra í gærmorgun. HúsgagnasmiAir fí greidd laun samkvcmt samningi þeim er Meist- arasamband byggingarmanna og Samband byggingarmanna gerAu meA sér á dögun- um, en hann er til þriggja ára. Ekki var undirritaður samningur að- ila, heldur skrifuðu aðilar undir sér- staka bókun, þar sem vinnuveitendur lýsa því yfir, að þeir muni greiða laun samkvæmt framangreindum samningi Meistarasambands byggingarmanna og Sambands byggingarmanna. Verkfalli húsgagnasmiða var því aflýst. FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, verður í Bandaríkjunum dag- ana 4.-22. september nk. í tilefni af Norrænu menningarkynningunni „Scandinavia today“. í upphafi ferðarinnar verður forsetinn opinber gestur Banda- ríkjaforseta í Washington D.C. Mun forseti íslands heimsækja Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Hvíta húsið 8. september. Forset- amir munu hittast fyrir hádegið, en síðan býður forseti Bandaríkj- anna til hádegisverðar til heiðurs forseta íslands og öðrum þjóð- höfðingjum Norðurlanda eða full- trúum þeirra sem verða staddir í Washington vegna setningar Norrænu menningarkynningar- innar þar síðdegis þennan dag. Forseti íslands fer til Minnea- polis 10. september og New York 12. september. Mun forseti m.a. flytja ræður af hálfu þjóðhöfð- ingja Norðurlanda við upphaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðisins: 5 sækja um stöðu forstjóra UMSÓKNARFRESTTUR um stöðu framkvæmdastjóra heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkursvæðisins, það er Reykjavíkur og Seltjarnarness, er nú runninn út. Umsækjendur voru 5. Þeir, sem sótt hafa um stöðuna, eru Guðmundur H. Einarsson, heilbrigðisfulltrúi, Högni Hans- son, framkvæmdastjóri heilbrigð- iséftírL'ts Landskrona í Svíþjóð, Kormákur SigurðsSón, deildarful!- trúi í heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur, Oddur R. Bjarnason, heil- brigðisráðunautur, og Brynjólfur Sandholt, héraðsdýralæknir Reykjavíkur. Þessari stöðu gegnir nú Þórhall- ur ríálmÓrSSC" í!?nn tekur nú við deildarstjórastöðu hjá Hollustu- vernd ríkisins, en auk þess hefur hann náð þeim starfsaldri hjá Reykjavíkurborg, að hann getur farið á eftirlaun. Edda Jónsdótt- ir sýnir Edda Jónsdóttir, myndlistar- kona, heldur um þessar mundir sýningu á 22 teikningum í sýn- ingarsal í Le Chambon í Mið- Frakklandi. Edda Jónsdóttir fékk boð um að sýna í þessum sýn- í París ingarsal á sl. ári. í þessu hér- aði Frakklands búa Parísarbú- ar í sumarhúsum sínum. Mikil aðsókn hefur verið að sýning- unni og nokkrar myndir hafa selzt. Edda Jónsdóttir hefur fengið boð um að sýna myndir sínar í sýningarsal í París. Edda Jónsdóttir Árni Garðar Árni Garðar í Þrastarlundi ÁRNI Garðar hefur opnað mál- verkasýningu í Þrastalundi við Sog. Á sýningunni eru olíumál- verk, vatnslita- og pastelmyndir. Þetta er önnur einkasýning Árna Garðars í Þrastalundi, en hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Allar myndirn- ar eru til sölu. Sýningin stend- ur yfir til næstu mánaðamóta. INNLENT Nýja saumavélin, sem gerir alla saumavirmu auðveldari en áður: NECCHI NECCHI filLTAfl saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga. Með NECCHI SIL7JIO saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna. NECCHI SIL7JKJ saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir- komulag genr allar stilhngar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast. NECCHI SlLTJKl saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem nast fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafrtvel mjög þykk efni á litlum hraða. NECCHI SILTJITl saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því sérlega létt í meðferð og flutningi. Nákvamt eftirltt við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi NECCHI saumavéla. NECCHI SILTJIO saumavélum fylgtr nákvcemur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald. Verð kr. 4.980. Greiðsluskilmálar. Einkaumboð á íslandi: FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 ÞARFTU AÐ KAUPA? gmhffyj ætlarðu að sELJA? t'l AKILVSIR l .M AI.I.T I.AND ÞKCAR *KVK.I.YSIR I MORGINBI.ADIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.