Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982
Nær 20 prósent fækk-
un áhorfenda
Fa'kkun áhorfenda ad 1. deildar
leikjum í knattspyrnu og orsakir
hennar hafa verið til umræðu
manna á meðal að undanfornu.
Sýni.st sitt hverjum, en Mbl. ræddi
við Friðjón Friðjónsson gjaldkera
KSI og innti hann eftir stöðu máls-
ins.
„Eg tók saman meðaláhorf-
endatölu fyrstu 9 umferðanna í
sumar og bar saman við hlið-
stæða tölu frá síðasta ári. I fyrra
komu á þessa 45 leiki 40.0051
áhorfandi, en hliðstæð tala frá
þessu sumri er 33.700 manns.
Það nemur 18,9 prósent fækkun
að meðaltali. Og mér sýnist að
síðan hafi enn dregið úr aðsókn-
inni þó svo að ég hafi ekki tölur
þar um,“ sagði Friðjón.
Fn hvaða skýringar gefa menn á
þessu?
„Ég held að þetta sé fyrst og
fremst vegua HM-keppninar í
knattspyrnu. Það sést að því ég
tel best á því, að í sumar komu
5543 áhorfendur á fyrstu um-
ferðina, en 5373 í fyrra. Á ieiki í
2. umferðinni komu í sumar 4983
áhorfendur á móti 3925 í fyrra.
Á þriðju umferðina komu í
sumar 4351, en 3460 í fyrra. En
svo kemur fjórða umferðin um
mánaðamót mai og júní. Þá
komu í fyrra 5113 manns, en í
sumar aöeins 2903,“ sagði Frið-
jón.
En eins og Friðjón benti á,
virðist áhorfendum einnig hafa
fækkað eftir að HM lauk og aðr-
ar skýringar hljóta þá að taka
við. Hefur verið rætt manna á
milli um verð aðgöngumiða,
gæði knattspyrnunnar og svo
fram vegis.
— KK-
Það gerist nú æ sjaldgæfara að sjá áhorfendastæði Laugardalsvallar þéttsetin eins og á þessari mynd. Fram
kemur í spjallinu við Friðjón Friðjónsson, galdkera KSÍ, að fækkun áhorfenda á fyrstu umferðum 1. deildar í
sumar hafl verið næstum 20%.
Hvað er góð knattspyrna?
HKIMSÓKN enska stórliðsins Manchester Utd. og gömlu „súper-stjörnunn-
ar“ George Best, var mikill hvalreki íslenskum knattspyrnuunncndum. Það
er ekki oft sem við fáum að sjá lið í allra fremstu röð leika hér á landi.
Ég hef bæði heyrt og lesið að ýmsum hafi þótt leikur Man. Iltd. gegn
gestgjöfunum frá Hliðarenda daufur og lítt skemmtilegur. Því er ég aiger-
lega ósammála, en virði að sjálfsögðu skoðanir þeirra sem segja annað. Mér
fannst leikurinn góður af „semester-leik“ að vera og Bretarnir sýna snilld-
artakta, einkum miðvallarspilararnir fjórir svo og Best. Þá var frammistaða
Valsmanna þeim til sóma, þrátt fyrir stórt tap. Takk fyrir skemmtunina.
Hvað er góð knattspyrna?
Það að vallargestir hafi mis-
jafnar skoðanir á e-m leik er svo
sem engin nýlunda. Ef áhugamenn
um knattspyrnu yrðu spurðir að
því hvernig knattspyrnu þeir vildu
sjá, myndu víst flestir svara: góða
knattspyrnu. En hvað er góð
knattspyrna? Er það e.t.v. bar-
áttuleikur tveggja jafngóðra liða,
þar sem ekkert er gefið eftir og
mikil spenna ríkir, eða kannski
frábær leikur annars liðsins, sem
oft orsakast af slakri frammistöðu
andstæðinganna. Nú, sumir hafa
mest gaman af að horfa á ein-
staklingsframtak örfárra manna
meðan aðrir meta mest góða sam-
vinnu liösmanna þar sem allt
gengur eins og vel smurð vél.
Það er sem sé ákaflega einstakl-
ingshundið hvað mönnum finnst
vera góð knattspyrna, smekksatr-
iði eins og svo margt annað. En
ekki fara allir á völlinn til að sjá
vel spilaðan leik. Þeir sem eru
tengdir ákveðnum félögum, sem
leikmenn, stjórnarmenn eða bara
eldheitir stuðningsmenn fara
fyrst og fremst á völlinn til að sjá,
sitt lið vinna. Ef það gerist í
skemmtilegum leik og vel leiknum
er það auðvitað enn ánægjulegra,
en sigurinn er aðalatriðið. Þessi
hugsunarháttur er ríkjandi meðal
forráðamanna flestra hérlendra
félaga og er það skiljanlegt að
vissu marki. Menn mega þó ekki
gleyma hinum almenna áhorf-
anda, sem mætir á völlinn hvernig
sem viðrar og jafnvel án tillits til
þess hvaða félög leiða saman
hesta sína. Hann gerir kröfur til
að sjá góða leiki og þær kröfur
verður að uppfylla, bæði vegna
þess að áhorfendur fjármagna að
töluverðu leyti starfsemi knatt-
spyrnufélaganna og vegna þess að
án áhorfenda leggst knattspyrnan
niður í núverandi mynd þ.e.a.s.
deildakeppnin því það munu alltaf
finnast strákar á öllum aldri sem
hafa ánægju af því að elta leður-
tuðru út um allar trissur. Þjálfar-
ar og aðrir forystumenn verða að
gera sér grein fyrir skyldum sín-
um við áhorfendur áður en við
lendum í sporum nágrannaþjóða
okkar, þar sem fækkun áhorfenda
á knattspyrnuleikjum er orðið
stórt vandamál og mikið áhyggju-
efni áhugamönnum um vöxt og
viðgang knattspyrnunnar.
Betri aðstæður stuðla aö
skemmtilegri knattspyrnu
Ég hef áður minnst á það í þess-
um þáttum mínum hversu nauð-
synlegt það sé að sem flest félög
hafi æfinga- og keppnisaðstöðu á
grasi og þar sem góð vísa er sjald-
an of oft kveðin langar mig til að
ítreka þessa kröfu allra knatt-
spyrnuunnenda: Fleiri grasvelli, því
betri aðstæður stuðla að betri
knattspyrnu.
Þetta er staðreynd sem ekki
verður á móti mælt, né heldur því
að lélegar aðstæður (vallar eða
veðurs) koma lakari liðunum til
góða. Það er erfitt fyrir velspil-
andi lið sem æfir og leikur að stað-
aldri á stórum og góðum grasvelli
að sýna sitt bezta á litlum malar-
velli sem er annaðhvort grjótharð-
ur eða eins og sandkassi. M.a.
vegna þessa hafa oft átt sér stað
óvænt úrslit í bikarkeppni þegar 1.
deildarlið í betri „kassanum" hafa
sótt heim miðlungs 2. eða 3. deild-
arlið. Á móti má segja að ósann-
gjarnt sé að krefjast þess að lið
sem æfa og leika að staðaldri við
þessar lélegu aðstæður leiki knatt-
spyrnu í hæsta gæðaflokki, „a la
Brasilía".
Hitt er aftur grátlegt, þegar lið
með góða knattspyrnumenn sem
æfa við bestu aðstæður sem völ er
á hérlendis, leggja áherzlu á nei-
kvæðari hliðar knattspyrnunnar,
varnarleik, hörku og kýlingar
fram völlinn í þeirri von að and-
stæðingunum verði á mistök sem
hægt sé að notfæra sér.
Og það sem verra er, svona
knattspyrna virðist bera árangur
hér á landi, í öllum deildum. A.m.k.
hefur það verið svo frá því að ég
fór að fylgjast með íslenskir
knattspyrnu fyrir alvöru, að þau
lið sem skemmtilegust hafa verið
fyrir áhorfendur hafa sjaldnar
borið sigur úr býtum, en önnur
sem hafa verið sterkari, ákveðnari
og e.t.v. í betri líkamlegri þjálfun.
Það er sorglegt til þess að vita
að þeir þjálfarar sem leggja
áherzlu á að kenna leikmönnum
sínum e-ð, gera þá að betri
knattspyrnumönnum, skuli ekki
ná betri árangri og vera betur
metnir en þeir sem hugsa um það
eitt að vinna næsta leik, sama
hvernig. Sem dæmi um þjálfara af
fyrri gerðinni er hinn júgóslav-
neski Islendingur Mile, sem þjálf-
ar 2. deildarlið Njarðvíkinga. Einn
úr þeirra hópi tjáði undirrituðum
að leikmenn UMFN hefðu lært
meira á einu ári hjá Mile en á
öllum ferlinum fram að komu
þessa ágæta þjálfara til félagsins.
Ekki hefur UMFN þó gengið neitt
sérstaklega í 2. deildarkeppni
sumarsins, en þess ber að geta að
liðið kom upp úr 3. deild á sl. tíma-
bili svo það er kannski ekki hægt
að ætlast til neinna stórafreka ...
en samt.
Svo er það FH sem hefur löng-
um „rokkað" á milli 1. og 2. deild-
ar. Á sl. árum hefur það oftast
leikið opna og skemmtilega sókn-
arknattspyrnu undir stjórn
manna eins og Þóris Jónssonar og
Inga B. Albertssonar. Árangurinn
hefur samt látið á sér standa og
liðinu hefur verið líkt við „jó-jó“
og er þá átt við það að liðið leikur
stórvel einn daginn, en eins og
byrjandi þann næsta. Þessi um-
sögn minnir mig óneitanlega á
Valsliðið í upphafi áttunda ára-
tugarins, áður en dr. Youri Uit-
chev tók við liðinu með sínar nýju
hugmyndir, og virkilega kenndi
mönnum að „hugsa“ knattspyrnu.
Hverjir verða meistarar,
hvaða lið falla?
Einhverju furðulegasta ís-
landsmóti sem elztu menn muna
eftir fer nú senn að ljúka. Enn er
þó allt á henni Huldu með það
hvaða lið hreppir íslandsmeist-
aratitilinn og hvaða tvö félög það
verða sem falla niður í aðra deild.
Breiðablik, sem flestir hrifust af í
tipphafi móts og spáðu mikilli
velgengni, hefur verið í miklum
öldudal að undanförnu og er nú í
fallhættu, eins og reyndar öll önn-
ur lið 1. deildar að IBV og Víking
undanskildum. Núverandi Is-
landsmeistarar Víkings trjóna í
efsta sæti deildarinnar og verður
erfitt að þoka þeim þaðan. Þeir
eiga þó eftir að leika gegn því liði
sem bezt hefur staðið sig að und-
anförnu, Val. Valur hefur hlotið
11 stig af 14 mögulegum í síðustu
7 leikjum félagsins, en léleg byrj-
un svo og „Albertsmálið" kemur í
veg fyrir verðlaunasæti. Eða
hvað?
KR og ÍBV eru þau félög sem
helzt virðist ætla að veita Víking
keppni um titilinn, en allt getur
gerst ennþá. Félög hækka eða
lækka um 3—5 sæti á stigatöfl-
unni eftir hverja umferð, því öll
eru þau í einum hnapp. Það þarf
því ekki mikið að gerast til að lið
sem nú er í fallsæti komist í
möguleika á UEFA-sæti. Hvað
falli niður í 2. deild viðkemur er
þar sömuleiðis allt í járnum. ÍBK
gæti lent í því að vinna bikar-
keppnina og falla í 2. deild í sömu
vikunni, en það síðarnefnda væri
synd, því Keflvíkingarnir hafa
sýnt ágætis knattspyrnu eftir að
þeir komust í gang.
ÍBÍ og KA eru meðal liklegra
fallkandidata ásamt Fram, en
segja má að eftirsjá sé/yrði að
þeim liðum sem koma til með að
detta niður, sama hver þau verða.
Einkum og sér í lagi þar sem flest
öll lið 1. deildar eru svo jöfn og
allir leikir eru tvísýnir + það að í 2.
deildinni virðist það aðeins vera
yfirburðaliðið Þróttur, sem hefur
eitthvað upp að gera.
En þetta á nú allt saman eftir
að skýrast næstu 2—3 vikurnar og
bara óskandi að það komi ekki upp
nein leiðindamál í þeim hasar sem
framundan er. Þar á ég m.a. við að
mistök í dómgæzlu kosti ekki e-ð
lið íslandsmeistaratitil eða sæti í
1. deildinni. Slíkt er alltaf leiðin-
legt og getur auk þess dregið dilk
á eftir sér.
Með beztu kveðjum,
Hörður Hilmarsson
• ÍBV og ÍBÍ kljást f Vestmannaeyjum fyrr f sumar. ÍBV hefur verið í
toppbaráttunni til þessa, en ÍBÍ verið í stórum hópi liða sem gæti baeði fallið
eða nælt i Evrópusæti þótt ótrúlega hljómi.