Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982
11
Landslag í íslenskri myndlist
Baula
Myndlist
Valtýr Pétursson
í Listasafni íslands stendur
nú yfir sýning á landslagsmynd-
um úr eigu safnsins. Þarna eru
verk eftir 27 listamenn og tala
þeirra verka, sem sýnd eru, nær
hálfum sjöunda tugnum. Sýning
þessi spannar langt og merkilegt
tímabil í íslenskri myndlist.
Eins og allir vita, hefur lands-
lagsmálverkið ætíð verið mjög
vinsælt hér á landi, og til að
byrja með var það svo að segja
eingöngu á boðstólum hjá lista-
mönnum okkar. í byrjun aldar-
innar var landslag í myndlist
sterkur þáttur í að skapa þá
sjálfsmeðvitund þjóðarinnar, er
seinna varð til þess, að við erum
sjálfstæð þjóð, eins og stendur.
Síðan hefur margt gerzt í ís-
lenzkri myndlist, og sú saga
verður ekki rakin hér, en á þeirri
sýningu, er nú stendur í Lista-
safni Islands, getur að líta verk
allt frá 1916 til okkar daga. Það
er því breitt svið, sem við blasir í
miðsölum Listasafns Islands, og
ætti fólk að notfæra sér slíka
sýningu. Hún er bæði fróðleg og
skemmtileg. Gefur ágætt yfirlit
um meðferð listamannanna á
viðfangsefnum sínum og sýnir
greinilega, hve persónulega hver
og einn gengur til verks.
Þarna eru herleg málverk frá
hendi manna eins og Kjarvals,
Jóns Stefánssonar og Ásgríms.
Eg held að ég geri engum órétt-
læti til með því að segja, að Jón
Stefánsson virðist vinna sí og æ
á með þeim verkum sem Lista-
safnið eignaðist úr dánarbúi
hans. Það jaðrar við, að megi
halda því fram, að Jón hafi verið
afar lítið þekktur hér á landi á
sinni tíð, en hann var mjög met-
inn í því landi, þar sem hann
dvaldist mestan hluta ævi sinn-
ar, Danmörku. Hann hefur kom-
ið afar vel fram í dagsljósið á
þeim tveim sýningum, sem
haldnar hafa verið að undan-
förnu í Listasafninu, og er það
gleðilegt. Það mætti nefna
marga til sögunnar í þetta sinn.
Júlíana Sveinsdóttir á þarna
stórkostlegt verk frá Vest-
mannaeyjum. Gunnlaugur
Scheving brillerar að vanda.
Snorri Árinbjarnar og Þorvald-
ur Skúlason eru vel kynntir.
Einnig má benda á verk eftir
Ragnheiði Ream, Sigurð Sig-
urðsson og Örlyg. En yngstu
menn á þessari sýningu eru
Magnús Pálsson með gipsmynd
og Þórður Ben Sveinsson með
rosastórt olíumálverk. Svona
mætti lengi telja, en látum þessa
ábendingu nægja.
Heildarsvipur sýningarinnar
er með ágætum og hvert einasta
verk valið og fær að njóta sín.
Sem sagt: Hér er lunginn úr ís-
lenzkri myndlist um langt skeið
og að mínu mati sómir landslag-
ið sér vel í meðförum hinna
mörgu og snjöllu málara. Ég
hafði mikla og óskerta ánægju af
að sjá þessa sýningu í Listasafni
íslands og álít, að hún sé safninu
til hins mesta sóma. Meira af
slíku, ekki veitir af.
Eggert Sveinbjörnsson (t.h.) i tali víð keppinauta, það er Birgir V. Hall-
dórsson, sem mundar skrúfjárnið, en Hafsteinn Hauksson fylgist brosandi
með. Myndin var tekin er Eggert vann að undirbúningi bílsins.
(Ljósmynd: Gunnlaugur.)
„Á meðan druslurnar
hanga verður hörkukeppni“
segir rallkappinn Eggert Sveinbjörnsson
Eggert Sveinbjörnsson er vel
þekktur rallökumaður hérlendis.
Hann ók Mazda RX 7-bifreið á sl.
ári og náði öðru sæti í íslandsmeist-
arakeppninni. í ár ekur hann Ford
Escort 1600, sem rallkappinn Þór-
hallur Kristjánsson átti áður og
smíðaði. Eggert, ásamt aðstoöaröku-
manni sínum, Guðmundi B. Guð-
jónssyni, féll úr leik í Húsavikurrall-
inu, eftir aö hafa náð forystu. Má því
búast við þeim félögum í toppbarátt-
unni i Ljómarallinu.
Eggert, hver er ástæðan fyrir því
að þú keppir í rallakstri, en ekki
einhverri annarri akstursíþrótt?
„Ja, í fyrsta lagi er ég með
„króníska" bíladellu. Kvartmíla er
kannski í lagi, en það er bara stutt
gaman. Þú brunar beina braut á
enda og þá er málið dautt. í rall-
inu er maður alltaf á fullu, í
Ljómarallinu í þrjá daga sam-
fleytt, þ.e. ef við dettum ekki út,“
sagði Eggert.
Þetta er taugastrekkjandi íþrótt,
hvernig ertu á taugum í keppni?
„Taugarnar eru góðar. Ég vildi
að fleiri hefðu mínar taugar í
keppni," svaraði Eggert.
Hverjir verða keppinautarnir?
Nú veit ég ekkert um Italina, en
sá er kom í fyrra, sýndi ekki mik-
ið. Ég dró hann uppi á fyrstu leið!
Aðalkeppinautarnir verða líklega
Hafsteinn Hauksson, Jóhann
Hlöðversson og Bragi Guðmunds-
son, sem verður á nýjum rallbíl. Á
meðan druslurnar hanga verður
hörkukeppni!
Hvemig ætlar þú að aka erfiðustu
leiðirnar í keppninni?
I botni maður, í botni! Maður
ekur aldrei öðruvísi en í botni,
enda veitir ekkert af því vegna
kraftlausrar vélar. Ef vélin fer, þá
hef ég „tonnatak“-lím í hanska-
hólfinu," sagði Eggert glottandi.
Takið þið áhættu vegna toppbar-
áttunnar?
„Nei, ég tek aldrei áhættu,"
svaraði Eggert, en aðstoðaröku-
maðurinn, Guðmundur, hló dátt
við þessi ummæli. Aðspurður kvað
hann þó Eggert þann besta, klapp-
aði honum á bakið og hélt áfram
að hlæja.
Að lokum, er hætta á tímatapi
vegna bilana á sérleiðum?
„Nei, vinur minn, við tökum erf-
iðleikana áður en við leggjum af
stað. Þar að auki er ég lærður
bifvélavirki, hefur þú ekki lesið
símaskrána?" sagði Eggert bros-
andi áður en hann lagðist undir
keppnisbílinn, og hélt áfram ísetn-
ingu á sérstökum gírkassa, sem í
bílinn átti að fara. G.R.
KRUMMAHÓLAR
2ja herb. ca. 75 fm mjög
góð íbúð á 3ju hæð. Stórar
suðursvalir.
ÁLFASKEIÐ HF.
3ja herb. ca. 86 fm vönduö íbúð
á 3. hæð. Bílskúrsplata.
GOÐATÚN
3ja herb. ca. 55 fm íbúð á
jaröhæö. 50 fm bílskúr fylgir.
ENGIHJALLI
3ja herb. ca. 90 fm nýleg
íbúð á 7. hæð. Vönduð sam-
eign. Getur losnaö fljótlega.
SÓLHEIMAR
3ja herb. ca. 85 fm mjög góð
íbúð á 1. hæö. Nýtt bað og
eldhús.
SKIPASUND
3ja—4ra herb. ca. 90 fm íbúö á
1. hæð í þríbýli. Nýtt gullfallegt
eldhús.
KIRKJUTEIGUR
4ra herb. ca. 90 fm falleg
kjallaraíbúö. Nýtt eldhús, hurðir
og gluggar.
FÍFUSEL
4ra herb. ca. 117 fm nýleg fal-
leg íbúð á 1. hæð. Þvottur á
hæðinni. Nýtt eldhús.
KLEPPSVEGUR
4ra herb. íbúð á 3ju hæð ásamt
aukaherb. í risi.
KAPLASKJOLSVEGUR
VEGUR
4ra herb. ca. 110 fm endaíbúö á
1. hæð.
HRAUNBÆR
Mjög hugguleg 4ra herb.
íbúð á 4. hæð. Þvottur á
hæð, sjónvarpshol. Stórar
suöursvalir.
MIÐVANGUR HF.
4ra—5 herb. ca. 120 fm íbúð á
3ju hæð. Sér svefnálma, þvott-
ur á hæðinni.
ÁLFASKEIÐ
5 herb. ca. 130 fm endaíbúö á
3ju hæð í blokk. Bílskúr fylgir.
BREIÐVANGUR
4ra—5 herb. ca. 120 fm rúm-
góð og skemmtileg íbúð á 3ju
hæð. Bílskúr fylgir.
DVERGABAKKI
5—6 herb. ca. 145 fm ágæt
íbúð á 2. hæð í fjölbýli.
BÁRUGATA
4ra—5 herb. ca. 115 fm aöal-
hæð i þríbýli. Bílskúr fylgir.
FLÓKAGATA—
SÉRHÆÐ
8 herb. ca. 152 fm hæð og
' ris. Bílskúrsréttur. Eign sem
gefur mikla möguleika.
MARKADSPÍÓNUSTAN
INGÓLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911
Róbcrt Arnl Hreið«rsjon hdl.
Kaplaskjólsvegur
(KR-blokkin)
4—5 herb. íbúö á 4. hæö í nýju lyftuhúsi. Tvennar
svalir. Þvottahús á hæðinni. Sauna o.fl. á 7. hæö.
Bílskýli. Glæsilegt útsýni. Laus strax.
Einar Sigurðsson, hrl.,
Laugavegi 66,
s. 16768, h. 42068.
2ja herb.
65 fm 4. hæð við Miðvang í
Hafnarfiröi. Vönduð eign. Suö-
ursvalir.
3ja herb.
um 100 fm 1. hæð við
Hraunbæ. Tvennar svalir, vönd-
uð eign.
3ja herb.
um 85 fm íbúð á 8. hæð við
Hamraborg í Kópavogi. Sér
smíðaðar vandaöar innrétt-
Ingar. Suðursvalir. Bein sala
eöa skipti á 5 herb. íbúö i blokk
eða hæð eða sérhæð, einnig
kemur raöhús til greina.
3ja herb.
um 120 fm jaröhæö í þríbýlis-
húsi viö Miöbraut á Seltjarnar-
nesi. Allt sér.
3ja herb.
um 95 fm endaíbúð á 2. hæð
við Engihjalla í Kópavogi. Suð-
ursvalir. Vandaöar innréttingar.
4ra herb.
um 114 fm 2. hæð í tvíbýlishúsi
við Alfaskeið í Hafnarfirði.
Bílskúrsréttur. Allt sér.
Geymsluris yfir allri íbúðinni.
Stór og falleg ræktuö lóð. Suð-
ursvalir.
4— 5 herb.
um 110 fm 2. hæö við Leiru-
bakka, suðvestursvalir, vand-
aðar innréttingar, sér þvottahús
í ibúðinni.
5— 6 herb.
Um 130 fm 1. hæð við
Hraunbæ. 4 svefnherb., svefn-
álma, sér á gangi. Tvennar sval-
ir. Vönduö eign. Bein sala eöa
skipti á raöhúsi í Árbæ eða Sel-
áshverfi.
6— 7 herb.
147 fm penthouse ibúð á 6. og 7.
hæð við Krummahóla. Vandaö-
ar innréttingar. Tvennar svalir.
Bílskúrsréttur. Falleg eign.
Viö Miðvang
7 herb. um 147 fm efri hæð í
tvíbýlishúsi ásamt fokheldum
bílskúr. Allt sér. Skipti á einbýli
i Hf. æskiieg.
Höfum kaupendur
Okkur vantar á söluskrá allar
gerðir íbúöa, sérhæðir, raöhús
og einbýlishús á Stór-Reykja-
víkursvæðinu.
Skoðum og verðmetum
samdægurs ef óskaö er.
mmm
inSTIiENlI
AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆÐ
Slmi 24850 og 21970
Helgi V. Jónsson hrl.
Allir þurfa híbýli
26277
★ Spóahólar
Mjög góö 2ja herb. ibúö á 3.
hæö (efstu). Góð sameign.
Ákveöin sala.
★ Kjarrhólmi
Góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð,
ein stofa, 2 svefnherb., eldhús,
bað, sér þvottahús. Suðursval-
ir. Ákveðin sala.
★ Háaleitisbraut
Björt 4ra herb. íbúð á jarðhæð.
Ein stofa, 3 svefnherb., skáli,
eldhús og bað. Sér hiti. Ðíl-
skúrsplata. Ákv. sala.
★ Lundarbrekka
Falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð.
Ein stofa, 3 svefnherb., eldhús
og bað. Sér þvottahús. Tvennar
svalir auk 1 herb. á jaröhæö.
Ákv. sala.
★ Hávallagata
Hálf húseign. Eignin er 1. hæð,
5—6 herb. íbúð með sér inn-
gangi. 3ja herb. íbúð á jaröhæö
með sér inngangi. Eignin selst í
einu eða tvennu lagi. Eignin er
laus.
★ Hafnarfjörður
Góð sérhæð i tvíbýlishúsi. ibúð-
in er ein stofa, 3 svefnherb.,
eldhús, bað. íbúöin er ný-
standsett og laus til afnota.
★ Hafnarfjörður —
Norðurbær
Á besta stað i Norðurbænum
raöhús á tveim hæðum. 1. hæö,
stofa, boröstofa, eldhús, búr,
gesta WC. 2. hæð, 4 svefn-
herb., bað, fataherb. Stór bíl-
skúr. Ræktuö lóð. Mikið útsýni.
Ákv. sala.
★ Smáíbúöarhverfi
Húsið er á tveim hæðum. 1.
hæð, stofur, eldhús, WC, þvott-
ur, geymsla. 2. hæð, 4 svefn-
herb. og bað. Ræktuö lóð. Stór
bílskúr. Ákv. sala.
★ í smíðum
Einbýlishús, raöhús á Seltjarn-
arnesi, Seláshv. og Breiöholti.
Einnig nokkrar lóðir á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
★ Laugarneshverfi
Snyrtilegt raðhús á tveim hæö-
um. 1. hæð, tvær stofur, eld-
hús, WC. 2. hæð, 4 svefnherb.,
bað, auk 3 herb. í kjállara sem
möguleiki er að gera að 2ja
herb. íbúö. Bílskúr. Ákv. sala.
★ Höfum kaupanda
að 3ja—4ra herb. íbúð, helst í
háhýsi.
★ Höfum kaupanda
að einbýlishúsi í Hraunbæ.
★ Höfum fjársterka
kaupendur að öllum
stærðum íbúða, verð-
leggjum samdægurs.
HÍBÝU & SKIP
MkMtl Htðriortur GarAaafrati 3«. Smi 2S277 Cnmfmoo
Hrmgsaon. mmu 4S42S G<sli Olahson lð*mað«r