Morgunblaðið - 19.08.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.08.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 150 aldraðir í íslandsferð í GÆR, miðvikudaginn 18. ág- úst, efndu Samvinnuferdir- Landsýn tii ókeypis hópferðar um Suðurland. Olium þátttak- endum í orlofsferðum aldraðra 1982 var boðið og tæplega 150 manns mættu á Austurvelli er JNNLENT, lagt var af stað. Efnt var til ferð- arinnar í tilefni af ári aldraðra og af þátttökunni mátti sjá að aldraðir kunnu vel að meta framtakið. Það var glatt á hjalla í rút- unum. Gamlir ferðafélagar hittust á nýjan leik og vænt- anlegir ferðafélagar í haust- ferðum aldraðra hittust þarna í fyrsta sinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Austurvelli er hópur- inn hélt af stað. (FréUatilkynning.) Skyldubrunatryggingar húsa: Sveitarfélögin gera heildarsamninga við þau tryggingarfélög sem þau óska — einstaklingar verða síðan að skipta við viðkomandi tryggingarfélög „BÆJAR- og Nveitarstjórnum utan Reykjavíkur er heimilt fri 15. október 1955 að semja við eitt vátryggingarfélag eða Óeiri um brunartryggingar á þeim hús- eignum í umdæmi sínu, sem tryggingarskyldar eru,“ segir meðal annars í lögum um brunatryggingar utan Reykjavikur fri 1954. Um brunatryggingar innan Reykjavíkur gildir öðru máli, þar sem Hústryggingar Reykjavíkur voru stofnaðar 1954 og hafa þær annazt allar skyldubninatryggingar í Reykjavík frá því ári í samræmi við lög þar um. Með umræddum lögum kom það í hlut viðkomandi bæjar- eða sveitar- félags að semja við hvaða tryggng- arfélag sem var um skyldubrunatr- ygginar íbúa sinna vegna þess að sveitarfélögin bera ábyrgð á þessum tryggingum. Vegna þessa hafa sveitarfélögin gert heildarsamninga við ákveðin tryggingarfélög og verða þvi íbúar þeirra að tryggja hjá því tryggingarfélagi, sem samið hefur verið við. Sem dæmi um þetta má nefna, að eigi einstaklingur sumarbústað í landi Reykjavíkur verður hann að tryggja bústaðinn hjá Hústryggingum Reykjavíkur, en sé bústaðurinn í Þingvallasveit verður að tryggja hann hjá Sam- vinnutryggingum burtséð frá lögh- eimili eigandans. Vegna þessa ræddi Morgunblaðið við Þórð H. Jónsson og Hilmar Pálsson aðstoðarforstjóra Brunab- ótafélags Islands, sem fyrir setn- ingu áðurnefndra laga, sá eingöngu um brunatryggingar. Sögðu þeir Brunabótafélagið hafa hafið starf- semi sína 1. janúar 1917 í kjölfar baráttunar og vakningarinnar fyrir því að færa tryggingarnar inn í landið og hefði Sveinn Björnsson orðið fyrsti forstjóri BÍ. Jafnfram hefði þá verið tekin upp skyldubrun- atrygging húsa með lögum, sem hefði verið óbreytt til 1955. Fyrir þann tíma hefði BI verið með mik- inn meirihluta allra skyldubrunatr- ygginga og væri svo enn hvort sem miðað væri við landið allt eða Reykjavík væri aðskilin. Utan Reykjavíkur væri BÍ með 88% allra skyldubrunatrygginga, en Samvinn- utryggingar 12%. Væri allt landið tekið saman væri BÍ með 57% trygginganna, Hústryggingar Reykjavíkur með 36% og Samvinn- utryggingar með 7%. Aðspurðir um það hvort það væri ekki skortur á persónufrelsi ein- staklingsins að sveitarfélög ákvæðu hvar hann skyldi tryggja, sögðu þeir Hilmar og Þórður, að á yissan hátt væri það rétt. Þess bæri þó að geta að sveitarfélögin hefði frjálsar hendur í samningum við þau trygg- ingarfélög, sem leyfi hefði til brun- atrygginga. Samið væri til 5 ára í senn og gætu sveitarfélögin því skipt um tryggingarfélög teldu þau hag í slíku, en breytingar væru óve- rulegar. Þá bæri einnig að geta þess, að sveitarfélögin væru skuldbundin til þess að sjá um að hús innan um- dæmis þeirra væru tryggð sam- kvæmt lögum og létti því slíkur heildarsamningur mjög fyrir því, að fylgjast með því að lögum væri full- nægt. Síðast en ekki sízt bæri svo að geta þess að með slíkum heildars- amningum næðust lægri iðgjöld þar sem umsjón og eftirlit væri því á færri höndum. Sem dæmi um iðgj- ald skyldubrunatryggingar mætti geta þess að það væri aðeins um 250 krónur árlega af góðu einbýlishúsi auk söluskatts og viðlagagjalds en iðgjald lagmárks innbús að verð- mæti 200.000 krónur væri um 170 krónur árlega. Iðgjald skyldubrun- atrygginar miðað við beztu bruna- varnir næmi 0,23 prómillum af fast- eignamati, en iðagjald innbústrygg- ingar við samsvarandi aðstæður væri 0,85 prómill af tryggingar- upphæð. Af þessu dæmi mætti glögglega sjá hve lág iðgjöld af skyldubrunatryggingum væru. Það væri nánast um heildsölu þess- ara trygginga að ræða. Ofan á þetta greiddi svo BÍ arð til tryggjenda ef afkoma fyrirtækisins leyfði og árið 1981 hefðu 1.3 milljónir verið grei- ddar í arð. Þá sögðu þeir félagar að þrátt fyrir frjálsræði sveitarfélaga í sam- ningum við tryggingarfélög bæri ekki á því, að samkeppni kæmi fram í undirboðum. Landinu væri skipt niður í iðgjaldasvæði eftir bruna- vörnum og fleiru og væru iðgjöld alltaf þau sömu á sambærilegum svæðum, þó þau væru ekki þau sömu um allt land. Hvað afkomu nú varð- aði sögðu þeir að útlit væri fyrir að hún yrði slæm á þessu ári. Þrátt fyrir stórauknar brunavarnir hefði verið talsvert um stór tjón og tjón- atíðni hefði aukizt. Sem dæmi um það mætti nefna að brunatjónið í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri hefði numið 18% af heildariðgjaldi brun- ntrygginga BÍ og bruninn í Garðabæ um 10%. Það virtist sem iögjöld af skyldubrunatryggingum væru of lág og stafaði það helzt af því hve stórir heildarsamningar væru hagstæðir fyrir tryggingarkaupandann. Því væri það ekki vafi á því að núver- andi fyrirkomulag væri einstakling- um hagkvæmt þrátt fyrir það að þeir yrðu að hlíta ákvörðunum sveitarfelaga um val á trygginarfél- ögum. Söfnuðu fyrir í MORGUNBLAÐINU í gærdag birtist mynd af þessum duglegu krökkum, sem efndu á dögunum til hlutaveltu til ágóða fyrir Sjálfs- björgu, félaga fatlaðra í Reykjavík. Söfnuðu krakkarnir tæplega 700 krónum. í textanum var ranglega Sjálfsbjörg farið með nöfn þeirra og er beðið velvirðingar á því, en þau heita: (f.v.) Eyjólfur Björnsson, Kristinn S. Jónsson, Baldur Bernharðsson, Vilmundur Bernharðsson og Hildur I. Helgadóttir. „Keypti farmiða fram og til — segir Kristín Ragnarsdóttir sem lék í sumar hlutverk Elviru Madigan KKISTÍN Ragnarsdóttir, sjúkraliði frá Akureyri, hefur verið búsett í Svendborg í Danmörku í 3‘A ár. Hún hefur lcngst af þeim tíma sem hún hefur dvalið ytra unnið sem sjúkra- liði á Svendborg Sygehus. í sumar hefur Kristín leikið i leikritinu Elv- ira Madigan sem er sett á svið af áhugamannaleikhúsi þar í borg. Af þessu tilefni slógum við á þráðinn til Kristínar á Svendborg Sygehus, þar sem hún var að hefja störf sín aftur eftir sumarleyfi. Við byrjuðum á að spyrja Krist- ínu um hlutverk hennar í Elviru Madigan. „Leikritið fjallar um sirkus- stúlkuna Elviru Madigan sem að verður ástfangin af sænskum að- alsmanni. Hann var giftur og ást þeirra því ófrjáls. Þau flýðu sam- an hingað til Danmerkur og sett- ust að á hóteli hérna í Svendborg. Þaðan stungu þau af frá háum reikningi, en náðust og greifinn var dæmdur fyrir hjúskaparbrot og agabrot í hernum. Þeim fannst þetta óbærilegt og brugðu því á það ráð að deyja saman. Sagan gerðist fyrir 92 árum en er enn þann dag í dag vel þekkt hérna í Danmörku." Hvernig fékkst þú þetta hlut- verk? „Þetta hlutverk fékk ég fyrir al- gera tilviljun. Vinkona mín sem hefur starfað með áhugaleikhús- inu í 3 ár benti á mig sem heppi- legan leikara í þetta hlutverk. I fyrstu var ég mjög treg þar sem ég hef aldrei leikið áður, auk þess sem mér fannst að málið myndi verða mér til trafala, þó að ég sé búin að búa hérna þetta lengi hef ég hreim. En þau hlustuðu ekki á þær mótbárur sem ég hafði í frammi svo að ég sló til. Þau töldu mér meira að segja trú um að framburðurinn hjá mér gæfi leik- ritinu meiri „sjarma" þar sem hin raunverulega Elvira hefði verið sænsk og ekki talað dönsku. Þetta félli því ágætlega saman." Nú er þetta áhugamannaleik- hús, hvernig er það uppbyggt? „Við erum 30 sem vinnum að þessu. Við fáum ekkert kaup fyrir að leika, þetta er tóm áhuga- mennska. Við byrjuðum að æfa leikritið um Elviru síðast í apríl og æfðum tvisvar í viku. 29. júní frumsýndum við svo verkið og síð- asta sýning var 8. ágúst sl. Þetta gekk mjög vel hjá okkur, það var fullt á ölium sýningunum, þannig við þénuðum ágætlega. En þeir peningar sem að inn komu verða notaðir til að byggja upp næsta verkefni sem verður ævintýrið um Pétur Pan. Við notum sumarfríin okkar í þetta og þann frítíma sem við höfum aflögu. Mér fannst þetta mjög gaman þó þetta væri að mörgu leyti mjög erfitt í þeim hitum sem hafa verið hérna í sumar." Hefur verið mikið skrifað um leikritið í dönskum blöðum? „Já, það hefur verið fjallað baka“ nokkuð mikið um leikritð, flest blöðin hérna hafa skrifað um það, við höfum fengið lofsamlega dóma í öllum blöðunum nema einu, en þar fengum við verulega slæma dóma. Einnig hefur verið fjallað um leikritið bæði í sjónvarpi og útvarpi." Ætlar þú að leggja leiklist fyrir þig í framtíðinni? „Ég hef engin áform um það, ég mun verða með í næsta verkefni leikhópsins Pétri Pan. Ef að ég ætlaði í leiklistarskóla þyrfti ég að fara að drífa mig, því ég er orðin 25 ára gömul og inn í slíkan skóla er erfitt að komast hérna í Dan- mörku.“ í hvað eyðir þú frítímanum? „Upp á síðkastið hef ég eitt öll- um mínum frítíma í þetta leikrit, ég er því fegin að þessu skuli vera lokið og ég skuli vera byrjuð að vinna aftur hérna á sjúkrahúsinu. Annars hvað ég geri svona al-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.