Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 16
16? MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 SuMabergsbaugurinn fyrir framan Museum Fridericianum. Helgi Sæmundsson skrifar frá Stuttgart: Listsýning documenta 7 Á sýningunni documenta 7 í Kassel 19. júni — 28. september 1982 eru verk eftir aðeins 180 listamenn. Á documenta 6 árið 1977 voru þeir 700. Samt er sýn- ingin jafn umfangsmikil og varla hægt að komast yfir að sjá allt á einum degi. Búizt er við metað- sókn í ár, þvi fyrsta mánuðinn komu yfir 100.000 gestir á sýning- una. Fyrir framan aðalbygginguna er um 70 metra langur haugur af 7000 stuðlabergssúlum (sjá mynd). Listamaðurinn Joseph Beuys er höfundurinn og hvetur gesti til að gefa 500 mörk. Fyrir þá upphæð verður plantað ungu eikartré í Kassel og einn stuðla- bergsstein fluttur í burt. Þannig tengir hann listina og náttúr- una. Verkin á sýningunni hafa flest orðið til á siðustu tveim árum og gefa yfirlit yfir stöðu nútíma- listarinnar. Áberandi er fjöldi málverka eftir „nýju villimenn- ina“, en fylgjendur þessarar stefnu mála eins og þeir séu að snerta á pensli í fyrsta sinn, stórar myndir í stórum strokum í fáum, sterkum litum. Þeir vilja gera myndir sínar fráhrindandi, ekki geðfelldar í samanburði við hefðbundna málaralist, eins og til þess að þær verði ekki keypt- ar. Auðvitað hafa listaverkasal- ar ekki látið það aftra sér frá því að taka við þessari nýju stefnu. Eini Norðurlandabúinn með verk á sýningunni er Per Kirke- by frá Danmörku, nýorðinn prófessor við listaakademíuna í Karlsruhe. Hann málar í „villi- mannastíl". Listamenn með ýmsar heim- spekilegar hugmyndir og mystik eru fjölmennir. Þeir vilja vekja fólk til umhugsunar, hrífa það út úr hugsanagangi daglegs lífs og troðinna brauta. Aberandi er hve margir þeirra vitna í Goethe og Richard Wagner. Einn málar setningar úr Eddu í myndir sín- ar. Flestir listamannanna koma frá USA, en þó hlutfallslega færri en á síðustu documenta. Meðal þeirra ber mest á minimal art-stefnunni. Er þetta merki um að áhrif USA á listina í Evr- ópu séu að minnka? í ýmsum sölum eru listamenn með aktionslist, en erfitt er að fá upplýsingar um það fyrirfram hvað á að fara fram og hvenær. Documenta-ráðið ákvað að sýningin yrði í þetta sinn valin og sett upp af einum manni. Af umsækjendum varð Rudi Fuchs fyrir valinu, 40 ára Hollending- ur, forstjóri listasafns í Eind- hoven, Hollandi. Hann vill lítið frá sér gefa um kerfi sýningar- innar. Hún er álíka umdeild og allar fyrri documenta-sýningar, en það eykur aðsóknina. Það er samt áberandi að hann velur oftast saman andstæð verk í ein- um sal, en það vekur sýningar- gesti til umhugsunar. Þannig eiga einstakir listamenn oftast engar deildir á sýningunni, held- ur er hægt að rekast á verk þeirra á ýmsum stöðum í sýn- ingarsölunum. Sýningarskráin er 900 síður og ekki ódýr. Textinn er á þýzku og ensku og kemur með þær skýr- ingar, sem listamennirnir sjálfir óska eftir að komi fram. I öðru bindi hans eru myndir af sýn- ingarmunum, en með því að mörg verkin voru ekki sköpuð fyrr en rétt fyrir opnun sýn- ingarinnar er ekki víst að mynd- irnar í skránni séu af verkum sem eru á sýningunni. Fertugasta Biennale í Feneyj- um var opnuð viku áður en docu- menta var opnuð. Hún gefur að sjálfsögðu aðra mynd af list- sköpun nútímans, því að ríkis- stjórnir landanna sem þátt taka eiga eigið sýningarhús eða ákveðið pláss í sameiginlegu húsi eins og t.d. Norðurlöndin. Það eru rkisstjórnir landanna, sem sjá um að velja listamenn frá landinu til þátttöku. Úrvalið sýnir því jafnan ráðandi lista- stefnu í landinu eftir smekk þess sem velur. Það er sjaldan að báðar sýn- ingarnar documenta og Biennale séu haldnar samtímis. Tækifær- ið til samanburðar er einstakt. HBS Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar í Skálholti: Námskeið í kirkju- legu barnastarfi ÆSKDLÝÐSSTARF Þjóðkirkjunnar gengst fyrir námskeiði fyrir leiðbein- endur i kirkjulegu barnastarfi í Kkálholti helgina 2.—5. september næstkomandi. Þurfa þátttökutil- kynningar, hafa borizt skrifstofu /Eskulýðsstarfsins fyrir 23. ágúst. Dagskrá verður í stórum drátt- um þannig, að rætt verður um til- gang og markmið í barnastarfinu, fyrirlestur og umræður verða um trúarþroska barna, hvenær og hvernig hann breytist, kennt verð- ur, hvernig nota má hin margvís- legustu kennslugögn, sem til eru, og nýjungar verða kynntar. Þá verður rætt um starfsmanninn, starfsmennina, samstarf þeirra o.fl., kynnt þau samveruform, sem notuð eru hér á landi, og hvernig bezt sé að skipta börnum í hópa eftir aldri og þroska. Fyrirlestur verður um kristinfræðikennslu í skólum, barnafræðslu kirkjunnar, og rædd verður staða barna í söfn- uðinum. Auk hefðbundinnar dagskrár verða söngstundir hvern dag, þar sem nýir söngvar verða kynntir og kenndir, að ógleymdum kvöldvök- unum. Leiðbeinendur verða æskulýðs- fulltrúar Þjóðkirkjunnar Agnes, Jón og Stína ásamt þeim prestum Pétri Þórarinssyni og Guðna Ólafssyni, hjónunum Ragnari Karlssyni og Málfríði Jóhanns- dóttur úr Keflavík, og Sigurði Pálssyni námsstjóra. I tilefni af þessu námskeiði voru æskulýðsfulltrúarnir Agnes Sig- urðardóttir og Jón Þórarinsson teknir tali og spurðir fyrst, til hvers þetta námskeið sé haldið. — Markmiðið með þessu nám- skeiði, sagði Agnes, er það, að fólk sem starfar að æskulýðsstarfi, og þá sérstaklega að barnastarfi, get- ur komið á þetta námskeið og fengið margs konar leiðbeiningar. Það er ekki síður nauðsynlegt, að aðrir en prestar komi á þetta námskeið. Þetta er eins konar grunnnámskeið fyrir allt landið. En síðan verða haldin landshluta- námskeið í landsfjórðungunum síðar. Á námskeiðinu verða nýjungar kynntar í barnastarfi og æsku- lýðsstarfi. Ný söngbók verður kynnt með 100 nýjum söngvum og nýr sunnudagapóstur. — Farið verður í grunnþekk- ingu varðandi trúarþroska barna, sagði Jón, það er ekki sama fræðslan, sem gildir fyrir 6—9 ára börn og 9—12 ára. Guðshugmynd- ir og trúarhugmyndir eru misjafn- ar. Því er oft talað yfir hausamót- unum á hinum yngri eða þá, að hinum eldri er sagt of mikið smá- barnacfni. Það verður rætt hvern- Dagarnir hlaðnir opinberunum — segir Hjörtur E. Þórarinsson um heimsóknina til Grænlands „ÞESSI LÖNGD OG GÓÐD samskipti Búnaðarfélags íslands og félags grænlenzkra bænda, sem nú heitir Den samvirkende faareholdforening, hafa verið við lýði allt frá 1920 er Búnaðarfélagið aðstoðaði Grænlendinga við innflutning fjár frá Norðurlandi. Dpp úr því varð sambandið nánara og er Grænlendingar fóru að skipuleggja þjálfun ungra verðandi bænda varð það hluti námsins að þeir yrðu í eitt ár á íslenzku sauðfjárbúi. í vetur verða hér 4 til 5 og þar á meðal væntanlega fyrsta konan. Að öðru leyti fer námið fram í tilraunastöðinni Dpernaviarssuk, en þar er mikið um matjurta- og skógrækt- artilraunir auk sauðfjárræktartilrauna," sagði Hjörtur E. I»órarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal. Hann var fulltrúi Búnaðarsambands fslands við hátíðahöldin á Grænlandi og blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann um samskipti íslands og Grænlands á sviði landbúnaðar. Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn Svarfaðardal, og kona hans, Sigríður Hafstað, með gjöfina góðu frá Búnaðarfélagi íslands. Ljósmjnd hg. Kindur veiddar í Vestribyggð „Rannsóknarstofnun landbún- aðarins hefur að undanförnu unn- ið að gróðurrannsóknum og beit- arþolsmati á Grænlandi undir stjórn Ingva Þorsteinssonar og komizt að þeirri niðurstöðu að mjög miklir möguleikar séu á auk- inni sauðfjárrækt í kringum Qaq- ortoq og suður eftir Grænlandi. Ekkert sauðfé er norðar á landinu en í Eystribyggð, en í Vestribyggð var áður nokkuð af sauðfé, en það gengur nú villt og ekki óalgengt að menn komi með eina og eina kind heim úr veiðiferð. Þá hefur RALA aðstoðað Grænlendinga við félags- ræktun í Görðum (Igaliko) með því að útvega þeim Þórð Þor- bergsson, tilraunastjóra á Skriðu- klaustri, til að stjórna verkinu. Annars er það Gísli Kristjánsson, sem hefur alltaf verið helzti tengi- liður íslands og Grænlands fyrir hönd Búnaðarfélags íslands." Bestu bústæðin vid norrænar rústir „Nú hefur verið tekin ákvörðun um 100% aukningu sauðfjár í landinu í framhaldi af rannsókn- um RALA. Skipuð var með þátt- töku fornleifafræðingsins Knud J. Krogh, þess sem á sínum tíma gróf upp Þjóðhildarkirkju, nefnd til að stjórna undirbúningi og skipuleggja þetta og eitt af við- fangsefnum hennar var að koma í veg fyrir að norrænar rústir verði skemmdar við uppbyggingu nýrra búa, en þær eru algjörlega friðað- ar. Þetta var talið nauðsynlegt vegna þess að beztu bústæðin eru við norrænar rústir. í þessu skyni hefur verið sett upp áætlun til 10 ára og þá er áætlað að stækka sum þau bú, sem fyrir eru auk þess að byggja ný. Þá er ætlunin að reyna að koma í veg fyrir vetrarbeitina, sem hefur verið grænlenzkum bændum dýrkeypt í slæmu ár- ferði, og leggja áherzlu á fóður- búskap. Til þess þarf að rækta upp 400 hektara lands, girða á annað hundrað kílómetra og ryðja vegi á milli býli og milli fjalls og fjöru og byggja fjárhús fyrir um 30.000 fjár, bæði á gömlum býlum og nýj- um.“ Mestu skiptir að ræktun takist vel Hvernig lizt þér á þessa áætlun? „Mér lízt nokkuð vel á hana, ég sé að landið þolir mikið. Það er þó ljóst að það veltur allt á ræktun- inni, en hún er erfið vegna þess hve grýttur jarðvegurinn er og þunnur og heldur illa raka. Vorin eru þurr og því þarf að vökva tún ef vel á að vera og er það með í áætluninni. Það er nokkuð merki- legt að það eru greinileg merki þess, að norrænu bændurnir hafi verið með áveitur á tún sín og sér- staklega ber á því í Görðum. Þetta er afar mikilvægt og sem dæmi um þurrkana má nefna að nú kom ekki dropi úr lofti frá miðjum maí og fram í ágúst. Það er því ljóst að allt ræðst af því hvernig til tekst með ræktunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.