Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST l9g2 mánuði ársins í magni talið, en flutt voru út 699,7 tonn í ár, sam- anborið við 711,5 tonn í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára var hins vegar um 42%, 140,9 milljón- ir króna á móti 99 milljónum króna í fyrra. Útflutningur skinnavara dróst saman um 6% fyrstu sex mánuð- ina, en flutt voru út 256,4 tonn í ár, samanborið við 271,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára var um 33%, en í ár var verðmætið liðlega 46,6 milljónir króna á móti liðlega 35 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Um 103% aukning varð á út- flutningi vara fyrir sjávarútveg í magni talið, en út voru flutt lið- lega 914,5 tonn fyrstu sex mánuði þessa árs, samanborið við 449,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára var um 129%, en verðmætið fyrstu sex mánuðina í ár var liðlega 21,5 milljónir króna, samanborið við tæplega 9,4 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Útflutningur niðurlagðra sjáv- arafurða jókst um 35% í magni Heildarútflutningur dróst saman um 7% fyrstu sex mánuði ársins: Um 6% samdráttur varð í útflutningi iðnaðarvara Um 103% aukning á útflutningi vara fyrir sjávarútveg Um 35% aukning á útflutningi niöurlagðra sjávarafurða Um 84% samdráttur í útflutningi á málningu og lakki Um 71% samdráttur á vikurútflutning Heildarútriutningur lands- manna fyrstu sex mánuðina dróst saman um 7% í magni talið, en í ár voru flutt út 296.468,0 tonn, samanborið við 317.110,8 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukn- ingin milli ára var hins vegar um 31%, en verðmæti í ár var ÁTTA íslenzk fyrirtæki tóku þátt í aiþjóðlcgu sjávarútvegssýningunni NOR-FISHING 82 í l*rándheimi dagana 9.—14. ágúst sl., en sýnend- ur voru alls 230 frá 11 löndum og sóttu hana um 20.000 gestir. Samkvæmt uppiýsingum Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins náðu íslenzku fyrirtækin mjög góðum árangri á sýningunni og vöktu nýjungar, sem þau kynntu, feykilega athygli norskra fisk- framleiðenda og útgerðarmanna. Það kom greinilega í ljós á sýning- unni, að íslenzk fyrirtæki standa feti framar öðrum hvað varðar tækni á mörgum sviðum fisk- vinnslu og veiða, og eiga því fullt erindi á erlenda markaði með vör- ur sínar. 3.665,8 milljónir króna, sam- anborið við 2.804,1 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Á þessu sex mánaða tímabili dróst iðnaðarvöruútflutningurinn saman um 6% í magni talið, en flutt voru út 75.778,2 tonn í ár á fyrstu sex mánuðunum, saman- borið við 80.662,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin Eftirtalin fyrirtæki voru þátt- takendur í sýningunni: — Eiektra sýndi handfæra- vindur og línu- og netaspil: — J. Hinriksson hf. kynnti toghlera. — Kvikk sf. sýndi vélar til vinnslu á þorskhausum fyrir þurrkun, söltun og frystingu. — Plasteinagrun hf. sýndi trollkúlur, netahringi og fisk- kassa. — Póllinn kynnti rafeindabún- að fyrir frystihús, m.a. vogir flakaflokkara og samvalsvél. — Traust hf. sýndi skreiðar- pressu, saltvinnslukerfi og fleira. — Tæknibúnaður hf. sýndi olíu- nýtnimæli fyrir minni báta. — Örtölvutækni sf. kynnti olíu- nýtnimæli og hitamæli fyrir skip. í iðnaðarvöruútflutningnum var milli ára um 44%, en í ár var verð- mætið tæplega 800,7 milljónir króna, samanborið við liðlega 557,8 milljónir króna á sama tíma- bili í fyrra. I magni talið jókst útflutningur á áli og álmelmi um 4%, en flutt voru út 32.574,5 tonn, samanborið við 33.865,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára var um 33%, 411,4 milljónir króna á móti 308,7 milljónum króna. Útflutningur á kísiljárni jókst milli ára um 67% í magni talið, en flutt voru út 15.094,7 tonn, samanborið við 9.011,8 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 155%, en í ár var verðmætið tæplega 76,2 milljónir króna, samanborið við 29,9 milljónir króna á sama tíma- bili í fyrra. Um 2% samdráttur varð í ull- arvöruútflutningnum fyrstu sex JAPANSKA vinnuvélafyrirtækið Komatsu, sem er annað stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í veröld- inni á eftir bandaríska fyrirtækinu (’aterpillar, jók útflutning sinn gríð- ariega á fyrstu sex mánuðum ársins, eða um liðlega 47%. Heildarsala fyrirtækisins tók um 18% stökk upp á við fyrstu sex mánuðina, en hún var að verð- mæti um 1.3 milljarðar Banda- ríkjadollara. Hagnaður fyrirtæk- isins á þessu tímabili jókst um lið- lega 22%. Þessi mikla velgengni fyrirtæk- isins kemur nokkuð á óvart, því á sama tíma eiga velflest fyrirtæki í þessum viðskiptum í erfiðleikum. talið á fyrri helmingi ársins, en alls voru flutt út 1.151,1 tonn, samanborið við 852,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára var um 112%, 58,4 millj- ónir á móti 27,6 milljónum króna. Kísilgúrútflutningur jókst um 54% í magni talið fyrstu sex mán- uðina í ár, 12.304,4 tonn á móti 7.993,0 tonnum í fyrra á sama tíma. Verðmætaaukningin milli ára var um 126%, 28,9 milljónir króna á móti 12,8 milljónum króna. Útflutningur á málningu og lakki dróst saman um 84% í magni talið, en alls voru flutt út 327,8 tonn í ár, samanborið við 2.004,3 tonn í fyrra. Verðmæta- minnkunin milli ára var um 67%, eða 5,4 milljónir króna á móti 21 milljón króna í fyrra. Vikurútflutningur dróst saman um 71% fyrstu sex mánuði ársins í magni talið, en flutt voru út 6.378,2 tonn í ár, samanborið við 22.043,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaminnkunin milli ára er um 49%, en fyrstu sex mánuðina í ár var verðmætið 1,9 milljónir króna, samanborið við liðlega 3,7 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Eins og áður sagði varð um 47% aukning á útflutningi fyrirtækis- ins fyrstu sex mánuðina, en út- flutningur er nú um 63% af heild- arframleiðslunni, en var yfirleitt um helmingur. Ein aðalástæðan fyrir þessum mikla útflutningi er veik staða yensins, sem hefur styrkt sam- keppnisstöðu Japana mikið. Á sama tíma hafa bandarísku fyrir- tækin átt í verulegum vandræðum vegna sterkrar stöðu dollarans, m.a. hefur Caterpillar átt við mik- inn vanda að stríða undanfarna mánuði. Sem dæmi má nefna, að 18% samdráttur varð á útflutn- ingi Caterpillar á tímabilinu apr- íl—júní. VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Nor-fishing ’82: íslenzku fyrirtækin náðu góðum árangri Mikill uppgangur hjá Komatsu: Heildarsala jókst um 18% janúar-júní — og útflutningur jókst um 47% á sama tíma Erlendar stutt- fréttir GKNGI Bandaríkjadollars gagn- vart japanska yeninu og brezka pundinu hefur ekki verið jafn hátt í fimm ár og það er nú, í kjölfar vaxtabreytinga í Bandar- íkjunum. AUSTIJR- UÝZKALAND Vestur-þýzka efnahags- stofnunin segir í nýútkominni skýrslu, að Austur-Þjóðverjar muni lenda í verulegum greiðsluerfiðleikum vegna er- lendrar lána þegar á næsta ári. KANADA— ATVINNULEYSI Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið í Kanada um langt árabil, en alls eru 11.8% vinnu- færra án atvinnu þar í landi. VOLKSWAGEN Vestur-þýzku Volkswagen bílaverksmiðjurnar hafa ákveðið að stytta vinnutíma starfsmanna sinna vegna minnkandi sölu undanfarna mánuði, bæði heima og á er- lendum mörkuðum. ÍRLAND — ATVINNULEYSI Atvinnulausir hafa aldrei verið fleiri á Irlandi. I júlímán- uði s.I. voru 156.000 manns án vinnu, en það er um 12% af vinnufærum. GENGISFELLINGAR Mexíkanska ríkisstjórnin felldi gengi mexíkanska pesos- ins um 35% á dögunum og hef- ur ákveðið að taka upp fljót- andi gengi gagnvart Banda- ríkjadollar. Reyndar má skjóta því inn, að Chile-búar hafa einnig ákveðið að taka upp fljótandi gengi gjaldmiðils síns gagnvart Bandaríkjadollar. SVÍI»JÓÐ — INNFLUTNINGSVERÐ Fyrstu sex mánuði ársins hækkaði innflutningsverð í Sví- þjóð um 3.9%, en til saman- burðar hækkaði það um 6% á sama tímabili í fyrra. Aðal- ástæðan fyrir þessum hægari hraða er stöðugleiki á olíuverði á alþjóðamarkaði. AEG — TELEFUNKEN AEG-TELEFUNKEN fyrir- tækið vestur-þýzka gerir um þessar mundir örvæntingar- fulla tilraun til að koma í veg fyrir gjaldþrot. í liðinni viku fór forstjóri fyrirtækisins fram á það við lánadrottna þess, að þeir létu niður falla 60% skulda fyrirtækisins. Á móti lofaði hann „nýju og betra" fyrirtæki í náinni framtíð. KÍNA — VÖRUSKIPTA- JÖFNUÐUR Vöruskiptajöfnuður Kínverja var hagstæður um liðlega 2,8 milljarða dollara fyrstu sex mánuði ársins og hefur staðan ekki verið svo góð um langt árabil. SVÍÞJÓÐ - NEYTENDAVERÐ 15 daga júlímánaðar sl. hækk- aði neytendaverð í Svíþjóð um 0,5%. Hækkun neytendaverðs á tímabilinu 1. janúar—15. júlí var um 6,5%, samanborið við 7,9% á sama tímabili í fyrra. Þá má geta þess, að neytenda- verð hefur hækkað um 8,1% frá lokum júlímánaðar á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.