Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 39 Bandaríkjamaðurinn James Dooley landsliðsþjálfari í körfubolta „Ég var á fundi með íslensku landsliðsnefndinni í dag og það var gengiö endanlega frá þessu," sagði James Dooley í samtali viö Mbl. í gær, en hann var þá ráðinn lands- liðsþjálfari í körfuknattleik fyrir komandi keppnistimabil. Hann tek- ur við af Einari Bollasyni, sem séð hefur um landsliðið síðustu árin með góðum árangri. Dooley þykir afar fær þjálfari, hann er 38 ára gamall og hefur þjálfað bandarisk háskóla- lið í Pennsylvaníu um 17 ára skeið. „Við komum til landsins 1. ág- úst síðastliðinn og strax þann 4. ágúst var þetta fyrst fært í tal við mig. Það kom mér mjög á óvart og ég er bæði ánægður og stoltur að fá að spreyta mig á slíku verk- efni.“ Hvað er svo fram undan? „Ég hef varla haft tækifæri til að kynna mér það hvað varðar landsliðið, þó veit ég að stærsta verkefnið verður Polar Cup sem haldið verður í Stokkhólmi. Þá veit ég að landsliðsnefndin er að reyna að koma á leikjum við Danmörk og Skotland. Ég reikna ekki með því að það verði erfið- leikar að þjálfa bæði ÍR og lands- liðið, verkefni landsliðsins eru ekki í gangi á meðan úrvalsdeild- arkeppnin er í fullum gangi,“ sagði Dooley. Eins og kemur fram í samtali þessu, þá er Dooley þjálfari hjá úrvalsdeildarliði IR, hann komst í samband við félagið í gegn um einn af leikmönnum liðsins, Hjört Oddsson, sem lék um tíma undir handleiðslu Dool- eys í Pennsylvaníu og bjó þá hjá honum og fjölskyldu hans. IR verður eina lið úrvalsdeildarinnar sem ekki teflir fram erlendum leikmanni á komandi keppn- istímabili. — gg- • Dooley-fjölskyldan fyrir utan heimili sitt í gær. Frá vinstri: James Dooley, Mary, eiginkona hans, Danny, 8 ára sonur þeirra, og dóttirin Molly, 14 ára. Mynd Kmilía. Valur meistari VALUR varð í gærkvöldi bikarmeist- ari 2. flokks, er liðið sigraði Fram á Laugardalsvellinum. Eftir venju- legan lciktíma var staðan jöfn, 0—0, og var þá framlengt í 2x10 min. Ekki tókst leikmönnum að skora þá heldur og varð því að grípa til víta- spyrnukcppni. Eftir 5 spyrnur á lið var staðan enn jöfn, bæði lið höfðu skorað úr öllum sínum spyrnum. En í 6. spyrnu brást Friðrik markverði Friðrikssyni hins vegar bogalistin er hann skaut yfir markið. Þá var komið að Val, og skoraði Geir Sveinsson örugglega úr þeirra víti og tryggði liðinu þar með bikarmeistaratitilinn. — SH. Bundesligan hefst á morgun Krá l»órarni Ka^narssyni, bladamanni MorgunblaAsins í Köln. Vestur-þýska Bundesligan í knattspyrnu hefst annað kvöld, er Borussia Dortmund mætir Stuttgart á heimavelli sínum, og Kaiserslaut- en fær Berlin í heimsókn. Sjö leikir eru síðan á dagskrá á laugardaginn. Mikið hefur verið rætt og ritað í knattspyrnutímaritum i Þýskalandi um keppnistímabilið sem er að hefj- ast, og ber blöðunum nokkurn veg- inn saman um það, að þrjú lið muni nokkuð skara fram úr. Því er spáð, að núverandi Þýskalandsmeisturum, Hamburger SV, takist að verja titil sinn. Stórliðinu Bayern Miinchen er spáð öðru sæti, og FC Köln þriðja sæti. Borussia Mönchengladbach er spáð fjórða sæti og Borussia Dort- mund fimmta sæti. Alls leika 18 lið í Bundesligunni. Eins og kunnugt er, leika þrír íslenskir knattspyrnumenn í Vestur-Þýskalandi, Ásgeir Sigur- vinsson leikur nú sitt fyrsta keppnistímabil með Stuttgart, og Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev leika með Fortuna Dússeldorf. Liði Stuttgart er spáð sjöunda sæti í deildinni, en því er spáð, að Fortuna Dússeldorf komi til með að reka lestina og lenda í 18. sæti. Þetta eru auðvitað aðeins spádóm- ar, og eins og allir vita, er knatt- spyrnan óútreiknanleg og allt get- ur gerst. Bundesligan er af knatt- spyrnusérfræðingum álitin harð- asta deildarkeppni í heiminum og víst er að liðin leggja gífurlegt kapp á að standa sig vel, enda hreint gífurlegir fjármunir í veði. Peningaveltan hreint ótrúleg Fæstir gera sér víst í hugarlund hversu gífurlega miklir peningar eru í vestur-þýsku knattspyrn- unni. Knattspyrnufélögin fá stór- ar upphæðir fyrir auglýsingar á búningum sínum og það félag, sem fær hæstu greiðsluna, er Ham- burger SV, sem leikur með merki BP á búningi sínum, og fær fyrir það 950.000 mörk. Umreiknað í ís- lenska mynt eru það um 4.750.000 krónur. FC Köln auglýsir fyrir Doppeldusch-fyrirtækið og þiggur fyrir það 900.000 mörk og Stutt- gart fær sömu upphæð frá bjór- fyrirtækinu Dinkelacker. Það lið, sem hæst er metið í Bundesligunni, er lið Bayern Múnchen, en leikmenn þess eru metnir á 22.000.000 marka. Ef við breytum þeirri tölu í íslenskan gjaldmiðil, kemur út sú óhugnan- lega tala 110.000.000 — eitt hundr- að og tíu milljónir — og er það nokkru meira en liðið sem í öðru sæti er. Það eru meistararnir Hamburger SV, en lið þeirra er metið á „aðeins" 15.000.000 marka — 75.000.000 íslenskar. Lið Stutt- gart, sem Ásgeir er með, er metið á 12.000.000 marka, en Fortuna Dússeldorf á a 4.000.000. Himinhá laun þjálfaranna Hæstlaunaði þjálfarinn í Bund- esligunni er hinn 54 ára gamli Hollendingur, Rinus Michels, en hann fær 35.000 mörk á mánuði fyrir að þjálfa lið Kölnar, og þykir mörgum hér í Þýskalandi nóg um. Umreiknað í íslenskar krónur eru þetta um 230.000 krónur á mánuði, og þætti mörgum það eflaust dá- góð laun. Sá, sem er í öðru sæti hvað laun snertir, er Ernst Happ- el, þjálfari Hamburger SV, og fyrrverandi þjálfari Standard Li- ege í Belgíu. Hann er með 25.000 mörk í laun á mánuði. Flestir þjálfaranna í deildinni fá greitt í kringum 15.000 mörk á mánuði. Þess má geta, að auk þessara mánaðarlauna fá þjálfararnir bónusgreiðslur ef lið þeirra vinnur leik. Hvað fá leikmenn fyrir hvert unnið stig? Knattspyrnumennirnir í Bund- esligunni hafa flestir mjög góðar tekjur, þótt þær séu eins mismun- andi eins og leikmennirnir eru margir. Það er þó opinbert hér í Þýskalandi hvað hver leikmaður fær, takist liði hans að ná sér í stig, og það lið sem greiðir hæstan bónus fyrir unnið stig er Bayer Leverkusen, eða 1.800 mörk fyrir hvert stig. (Það eru 9.000 kr. ís- lenskar kr. fyrir stigið, sem sagt 18.000 íslenskar fyrir unninn leik.) Hamburger borgar 1.600 mörk fyrir stigið, Bayern Múnchen og Stuttgart 1.500 mörk hvort félag. Fortuna Dússeldorf, lið Atla og Péturs, greiðir 1.300 mörk fyrir hvert unnið stig. Hvernig fjármagna félögin greiðslurnar? Vestur-þýsku knattspyrnufélög- in þurfa að hafa gífurlega peninga til að geta greitt bæði leik- mönnum og þjálfurum há laun, og séð um reksturinn á hinum stóru völlum sínum. Helstu tekjulindir félaganna eru auglýsingatekjur og að sjálfsögðu tekjur af áhorfend- um á leikjum. Lið Hamburger SV þarf að fá að meðaltali 36.000 áhorfendur á hvern leik til þess að bera sig. Meðaltal á leikjum fé- lagsins á síðasta tímabili voru 36.400 manns og gaf það félaginu 15 milljónir marka í tekjur af heimaleikjunum, en ekkert lið fékk jafn góða aðsókn á tímabilinu og HSV. Lið Bayern Múnchen þarf að fá 32.000 áhorfendur að meðal- tali á hvern leik og hafði í fyrra 34.113 að meðaltali. Hafði félagið fyrir það 14 milljónir marka í tekjur af heimaleikjum sínum. Heimavöllur Bayern, Ólympíu- völlurinn í Múnchen, er stærsti knattspyrnuvöllurí Þýskalandi, tekur 78.000 manns, og þar af 48.000 í sæti. Mikið fjallað um sölu leikmanna Mikið hefur verið fjallað um sölu á leikmönnum og skiptingu þeirra milli liða, og töluvert hefur verið skrifað um sölu Ásgeirs Sig- urvinssonar frá Bayern til Stutt- gart. Eins og kunnugt er, mun Asgeir taka við stöðu Hansa Múll- er á miðjunni og verður örugglega grannt fylgst með því hvernig Ásgeir kemur til með að skila henni. Inter Milan keypti Hansa Muller fyrir tvær milljónir marka, en Stuttgart keypti þá Ásgeir og Niedermayer, báða frá Bayern, fyrir 1,7 milljónir. Stuttgart og Inter léku vináttuleik á dögunum og sigraði Inter 2—1, og voru Ás- geir og Hansi Múller báðir mjög mikið í sviðsljósinu og áttu góðan leik. Meðalaldur í liði Ásgeirs, Vfb Stuttgart, er 25,8 ár, og þekktustu menn liðsins, auk Ásgeirs, eru bræðurnir Bernd Förster, sem er fyrirliði, og Karl-Heinz Förster, og franski landsliðsmaðurinn Didier Six. Mikið hefur verið fjallað um kaup Kaiserslautern á sænska miðherjanum Nilson frá IFK Gautaborg, en hann var keyptur fyrir 1,2 milljónir marka. Hann, ásamt markaskoraranum Thomas Allofs, mun leika frammi, en Kaiserslautern keypti Allofs frá Dússeldorf fyrir 1,1 milljón marka. Fyrirliði Kaiserslautern er hinn kunni landsliðsmaður Hans- Peter Briegel. Meðalaldur liðsins er 26,4 ár. Til gamans má geta þess, að lið Bayern Múnchen er með hæsta meðalaldur í Bundes- ligunni, 27,1 ár. Hæsta salan í Þýskalandi á síðasta keppnistíma- bili var þegar Bayern fékk Nach Tweih frá Eintracht Frankfurt fyrir 1,7 milljónir marka. ÍA — KR í kvöld: Sérstök ferð Akraborgar í KVÖLI) fer fram leikur ÍA og KR á Skaganum, leikur sem frestað var fyrir skömmu. Ilefst hann kl. 19.00 og skv. þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, er mikill hugur í KR-ingum að fjölmenna upp á Akranes. Mikið er i húfi fyrir KR, liðið er nú i öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Víkingum, og verður að sigra i lciknum til að eiga almennilega möguleika á fs- landsmeistaratitlinum. Vegna leiksins fer Akrab- orgin aukaferð upp á Akra- nes, og aftur til baka fljót- iega eftir leik. Hægt er að kaupa „pakka" í sambandi við ferðina á ieikinn, þ.e. far- miða með skipinu fram og til baka, og aðgöngumiða á leik- inn. 10 ára og yngri borga að- eins 20 krónur á völlinn, en fá ferðina fría. 10—12 ára fá „pakkann" fyrir 40 krónur og 13 ára og eldri fyrir 100 krón- ur. Miðarnir verða seldir við landgang skipsins við brott- för. Farið verður frá Reykjavík kl. 17.30 og frá Akranesi aft- ur kl. 21.00. Leikurinn hefst eins og áður segir kl. 19.00, en forleikur að honum verður leikur ÍA og KR í sjötta flokki. Garöar í Þór? NOKKIIÐ öruggt er að KR-ingurinn í körfunni, Garðar Jóhannsson, leiki með Þór, Ak- urcyri í 1. deildinni í vetur. llann hefur haft áhuga á að fara norður undanfarin ár, en nú hcfur hann lokið námi og því ekkcrt lengur til fyrirstöðu. Málið ætti að skýrast um helg- ina, en verið er að ganga frá atvinnumálum hans á Akur- eyri. Þórsarar eru nú að leita að bandarískum leikmanni og þjálfara fyrir veturinn, þar sem ljóst er að Gylfi Krist- jánsson mun ekki vera áfram með liðið. Sér Mark Christ- ensen, fyrrum leikmaður Þórs, um það mál fyrir Akur- eyringana. - SH. Maraþon og 10 kílóm. Meistaramót íslands í maraþonhlaupi karla og 10 km götuhlaupi kvenna fer fram í Hafnarfirði sunnudaginn 5. september. Hlaupin hefjast í miðbænum og enda þar. Fund- ur með væntanlegum þátttak- endum og öðru ahugafólki verður haldinn í F'élagsheimili FH í Kaplakrika kl. 20 fimmtudaginn 26. ágúst. Þá verður tiíhögun hlaupanna, m.a. leiðin, nánar útskýrð. Þátttökugjald, sem greiðast skal á fundinum, er kr. 40. NIKE-umboðið, Austur- bakki hf., hefur gefið glæsileg verðlaun til keppninnar. Opiö golf- mót í Alviðru OPIÐ mót á vegum Golfklúbbs Sel- foss verður haldið á velli klúbbsins í Alviðru við Sog á laugardaginn. Keppt verður með og án forgjafar, og ræst verður út frá kl. 9.00—13.00. Leiknar verða 18 holur og aðeins í karlaflokki. Meðal verðlauna eru litsjónvarp og myndsegulband fyrir holu í höggi. Öll verðlaun eru gefin af Hitachi-umboðinu, Vilberg og Þorsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.