Morgunblaðið - 19.08.1982, Side 15

Morgunblaðið - 19.08.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 198á nokkrum áratugum spáðu menn ugglausir langt inn í framtíðina. Nú förum við ekki lengra en þang- að sem margir þeir munu ná sem miðaldra eru í dag. Lengra áræð- um við ekki. Ég minnti áðan á hinar síauknu lífslíkur okkar vegna bættra lífskjara og betri heilbrigðisþjón- ustu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands má 67 ára ís- lenskur karlmaður nú reikna með að eiga 14,4 ár ólifuð en 67 ára gömul kona 17,6 ár. Þetta er næst- um jafnlangur tími og sá sem líð- ur frá því við fæðumst og þangað til við erum allt að því fullvaxta. Og á þessu langa tímabili öldrun- arára megum við flest gera ráð fyrir að vera mjög sæmilega á okkur komin andlega og líkam- lega. Fyrir okkur sem erum nú komin á þetta æviskeið er lítið annað að gera en að reyna að bjargast eftir því sem best er unnt. En við þá sem yngri eru að árum vil ég segja þetta: Lífshamingja á öll- um aldursskeiöum „Gerið ykkur fyrst og fremst grein fyrir því að við erum búin að taka upp nýja þjóðfélagshætti sem eru gerbreyttir frá þeim sem tiðk- uðust fyrir nokkrum áratugum. Krafan um hamingju öllum til handa á öllum æviskeiðum mannsins á að vera ófrávíkjanleg. Leiðir til fullnægingar á þeirri kröfu verður að fara innan þeirra takmarkana sem breyttir þjóðfé- lagshættir setja okkur. Það er svo tónlistarhátíðar verða svo haldnir aftur i sal Hagaskólans og þá munu m.a. slagverksmenn þenja skinn og rjátla við alls kyns trédót og málmgjöll af mikilli íþrótt og fimi, en hátíðinni mun svo ljúka með stórtónleikum í Háskólabíói, þar sem flutt verða Sinfónían í C eftir Stravinsky sem flutt var á fyrstu tónleikunum, Lontano eftir Ligeti og síðast eitt mesta tónverk tuttugustu aldarinnar. Vorblót eftir Stravinsky. Zukovsky-nám- skeiðin eru framtak Tónlistarskól- ans í Reykjavík og án efa með því merkasta i starfi þeirrar stofnun- ar, sem þó á ýmsu merkilegu af að státa varðandi framgang tón- menntar á íslandi sl. hálfa öld. Námskeiðin hafa verið sótt af erlendum námsmönnum enda eru leiðbeinendur frægir kennarar og listamenn, sem auk Zukofsky, eru Edmund Fay, bandarískur áslátt- armaður, Anthony Halstead horn- leikari, sem auk þess að vera fyrsti hornleikari í Ensku kamm- ersveitinni er einnig píanóleikari og tónskáld, og af „heimamönn- um“ er svo til leiðsagnar Bernard Wilkison, flautuleikari. Undirritaður vill svo hvetja alla sem unna góðri tónlist og vilja vita framgang hennar sem mestan hér á landi, að sinna kalli unga fólksins. ótrúlega stutt þangað til þið eruð sjálf komin að ellimörkum að það er afar óskynsamlegt fyrir ykkur að búa ekki betur að ykkur sjálf- um en þeirri kynslóð sem er nú að kveðja. í kapphlaupinu við að leggja traustan grundvöll þess velferðarþjóðfélags sem þið búið nú í hefur kynslóðinni sem er nú á förum láðst að búa þannig í hag- inn fyrir sig að hún geti átt áhyggjulitla ellidaga. Þess vegna fengu ekki inni nema 34 af þeim 340 sem sóttu um að fá rými hér á Droplaugarstöðum. Þess vegna bíða nú um 700 manns eftir íbúð- um fyrir aldraða hér í Reykjavík og þess vegna mun hér í Reykjavík nú þörf á um 300 rúmum í hjúkr- unarheimilum eða sjúkradeildum fyrir aldraða. Látið þetta og allt annað sem í dag er öldruðu fólki á Islandi til ama verða ykkur viti til varnaðar. Gleymið aldrei þeim mörgu árum sem þið eigið að öll- um líkindum ólifuð eftir 67 ára aldur. Minnist þess einnig að á því langa árabili getið þið notið mik- illar lífshamingju, heilbrigði, lífs- þróttar og lífsgleði. Hvert tímabil mannsævinnar á í sér fólgna þá hamingju sem því er eiginlegt, barni og unglingi í leik og námi, hinum fullorðna i dagsins önn og þeim aldraða við þau störf sem honum eru hugleikin meðan kraft- ar endast, en að því loknu áhyggjulaus hvíld." Rökréttar ályktanir Gerbyltingin í þjóðfélagshátt- um okkar, breytingin frá hinu gamla samfélagi bænda og fiski- manna til hins stéttskipta og margslungna nútímaþjóðfélags hefur m.a. leitt til þess að þá ábyrgð sem hvíldi fyrrum einkum á herðum fjölskyldunnar verður samfélagið allt nú að axla. Þessi staðreynd er fyrir löngu almennt viðurkennd að því er varðar fyrstu æviárin og hún nær einnig til þess að við teljum okkur öll réttilega bera ábyrgð á því að allir eigi þess kost að fá atvinnu við sitt hæfi á manndómsárunum. En hingað til höfum við brotið í blað þegar kom- ið er að þriðja hluta æviskeiðs okkar, einmitt þegar okkur er jafn mikil nauðsyn á nærfærni og um- önnun samfélagsins og börnum og unglingum á fyrsta tímabili þess. Og senn er til þess komið að við gerum þetta öll gegn betri vitund. Á undanförnum árum, og einkum nú á ári aldraðra, erum við bráð- um búin að tala og rita svo mikið um hin alltof kröppu kjör alltof margra aldraðra íslendinga, halda svo margar ráðstefnur um þau, að allir sem vilja vita hvar þörf er úrbóta hafa fyrir löngu átt þess kost að afla sér allrar þeirrar þekkingar sem nauðsynleg er til þess að geta þar af dregið rökrétt- ar ályktanir. Við vitum að aldrað fólk vill fá að vera eins lengi á heimilum sín- um og því er unnt. Við vitum að það er öllum miklu hagkvæmara að samfélagið veiti þá aðstoð sem auðveldar þetta en að aldraðir neyðist til ótímabærrar uppgjaf- ar. Við vitum að verndaðar íbúðir leysa oft mikinn vanda. Við vitum að þegar ekki er lengur unnt að vera á eigin heimilum hljóta dval- arheimili að verða næsti eðlilegi áfanginn og að þegar þeim sleppir eiga hjúkrunarheimilin að taka við. Við vitum þetta í rauninni allt. Við þurfum bráðum ekki fleiri ráðstefnur um öldrunarmál, fleiri blaðagreinar, lengri ræður. Sívaxandi vandi En það er annað sem okkur skortir. Við vitum ekki hvar við eigum að finna fleira fólk til starfa að skynsamlegum úrlausn- um öldrunarmála. Við vitum ekki hvar við finnum nýja athafna- menn á borð við Gísla Sigurbjörnsson og Pétur Sigurðs- son. Við vitum ekki hvar við finn- um fólk af hinni frábæru gerð for- ystumanna félaganna níu í Kópa- vogi sem sameinuðust þar um byggingu hjúkrunarheimilis. Við vitum enn ekki hvort unnt verði að efla allar Rauða krossdeildir til athafna í öldrunarmálum, fá sam- stöðu um framkvæmdir milli allra þeirra mörgu menningar- og líkn- arfélaga sem hafa tekið úrlausnir öldrunarmála á stefnuskrá sína. Við vitum ekki hvenær unnt verð- ur að efla sveitarfélög til nýrra dáða, hvers félög aldraðra verða megnug, t.d. hvort þeim tekst að koma stjórnmálamönnum til að draga rökréttar ályktanir þeirrar einföldu staðreyndar að 18.582 ellilífeyrisþegar eru 18.582 kjós- endur. Um þetta vitum við ekki. Við vitum það eitt að nú er orðin miklu brýnni þörf athafna en orða. Við vitum hve geigvænlega margir þeir eru í dag sem þjást óbærilega vegna þess að þeir eiga engan sæmilegan samastað, enga von um athvarf á dvalar- eða hjúkrunarheimilum. Og við vitum að þessi vandi er sívaxandi — ekki einungis í hinu fámenna samfélagi okkar heldur einnig með hinum ört vaxandi fjölda aldraðra í heimsbyggðinni allri, allra þeirra sem enn eru ungir að árum en renna óðfluga áfram áleiðis til hinnar öldruðu sveitar allra jarð- arbúa. Að gefa til að eiga Það yljar mér oft að hugsa til fyrstu bernskuáranna og allra þeirra öldruðu sem veittu mér skjól og ástúð á æskuheimili mínu. Og ég er þakklátur fyrir þann munað að hafa fengið að lifa fyrstu árin í samfélaginu við allt þetta góða og gamla fólk. En þetta eru minningar frá veröld sem var. Heimur hinna ungu og öldnu er allt annar í dag en hann var fyrir nokkrum áratugum á sveitabæ vestur á Snæfellsnesi. En þó sá heimur sem við byggjum nú sé gerbreyttur frá því sem hann var í gær og þó að við skjálfum í skugga helsprengju og horfum með skelf- ingu fram til þeirrar miklu mannfjölgunar sem ógnar nú allri framtíð okkar þá er maðurinn sjálfur þó enn samur við sig, áreiðanlega hið innra óbreyttur frá því sem hann var fyrir 11 öld- um þegar menn stigu fyrst fæti á það blessaða land sem við byggj- um í dag. Þess vegna mun æskan um alla framtíð verða þakklát fyrir að mega halda í hlýja en lúna hönd og gömlum jafnan gott að fá að finna lítinn lófa. Og auðvitað geta báðir gefið, ellin æskunni og æskan ellinni. Það er eitt af meginhlutverkum okkar að auðvelda það ungum og gömlum. Og auðvitað eiga þeir báðir að gefa til þess að geta eign- ast það sem er einhvers virði, því að við eignumst í rauninni aldrei neitt annað en það sem við gefum af okkur sjálfum. Og engir kunna betur að meta gjafir mikils ástrík- is en gamalt fólk og lítil börn. Og engum er meiri þörf mikils ástrík- is en einmitt þeim. Og það eigum við að gefa til þess að geta fengið eitthvað varanlegt til að éiga. GOLFPARKET GERIR HEIMILIÐ GLÆSILEGT Fyrirliggjandi gæðaparket frá Junkers og Tarkett í öllum algengum gerðum HÚSASMIÐJAN HF. Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík, sími 84599

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.