Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 "sS »OkkEr á milli Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, „Okkar á milli, í hita og þunga dagsins“, var frumsýnd á laugardaginn að viðstöddum gestum sem sérstaklega var boðið til sýningarinnar. Morgunblaðið leitaði til nokkurra frumsýningargesta og spurði þá álits á myndinni og fara svör þeirra hér á eftir: Stefán íslandi, söngvari: „Myndin er góð land- kynning“ „Myndin er ágæt og góð kynn- ing fyrir land og þjóð,“ sagði Stefán íslandi, söngvari. „í myndinni eru margar gullfalleg- ar landslagssenur, og þegar á heildina er litið finnst mér leik- arar skila sínum hlutverkum með ágætum. Það, sem mér þótti helst miður við myndina, var kannski þessi meðferð á þjóð- songnum, sem mér fannst vera óþarfi. En Hrafni fannst þetta nauðsynlegt með hliðsjón af því „andrúmslofti" sem ríkir í myndinni og hann hefur auðvit- að síðasta orðið í þeim efnum. En það, sem situr fyrst og fremst í mér eftir að hafa séð myndina, er að ég er sannfærður um að hún verður góð landkynn- ing,“ sagði Stefán Islandi. Ólafur Hauksson, ritstjóri Samúels: „Raunsæ lýs- ing á hávaða- sömum nú- tímaheimi“ „Mér finnst undirtitill mynd- arinnar, „í hita og þunga dags- ins“, segja óskaplega margt um hana,“ sagði Ólafur Hauksson, ritstjóri. „Myndin lýsir þessum hávaðasama nútímaheimi, sem við lifum í, á afskaplega raun- sæjan hátt. Þessi kvikmynd er ekki hnökralaus og sérstaklega finnst mér hún detta niður í lok- in. En hún hafði mikil áhrif á mig og ég dáist að Hrafni og öllu hans samstarfsfólki, fyrir að hafa gert þessa mynd.“ Thor Vilhjálmsson, rithöfundur: „Hrafni fer fram með hverri mynd“ „Þetta er dálítið háskalegt sem þú ætlast til að ég fremji, að fara að dæma svona kvikmynd á harðahlaupum með hugann full- an af öðrum verkefnum," sagði Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, er við spurðum hann álits á hinni nýju kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, og hann bætti við eftir andartaks þögn: „Ekki síst þegar svona mikið er færst í Olafur Ragnarsson Erna Ragnarsdóttir Jón Ormur Halldórsson fang, eins og í þessari mynd. Hrafn er fullhugi. Eg hef gaman af mönnum sem hafa kjark og liggur eitthvað á hjarta. Nú eig- um við unga kvikmyndahöfunda sem hafa unnið sér rétt til að komast í kast við dómhörkuna sem rikir á stóra sviðinu út um veröldina. Ég meina menn eins og Hrafn og Ágúst, — já, og við eigum fleiri væntanlega. Hrafn er kominn- langan veg frá þeim sem iðka heimóttarlegt sveitasælusifur og braska með það á mölinni í makindum. Hon- um fer fram með hverri mynd í því að heyja sér tækni og öðlast stíl til að koma erindum sínum á framfæri. Það er margt í þessari mynd haglega og fallega gert, myndmálið er víða hugvitsam- legt. Þetta er fínt myndbundið, eins konar filmrím sem þarf að hugsa um og athuga til að gera sér fyllilega grein fyrir því. Klippingin er snjöll og margir þættir myndarinnar ansi áleitn- ir. Ég er alveg hissa hvað Hrafni gengur vel að fá ólíkt fólk til að leika, þó það hafi ekki reynslu fyrir á þessu sviði. Gott ef hann gæti ekki jafnvel látið Elísabetu Englandsdrottningu leika. Hann er skrambi lunkinn að koma fólki þannig til. Það mætti segja mér að hann gæti jafnvel gert fyrirbæri eins og Milton Fried- man forvitnilegt." Við spurðum Thor hvað hon- um fyndist um útsetninguna á þjóðsöngnum: „Það stendur styrr um menn eins og Hrafn. Hann reif upp „kaupuppbótar- setuliðið" í Geysisnefnd í vetur, nú koma gráir embættismenn upp úr skúffunum og segja að ekki megi nota þjóðsönginn, eins og hann gerir. En reyndar er þetta ekki löggiltur þjóðsöngur, heldur lofsöngur sem þarf færan kór til að flytja, svo vel fari, — „pólifónískt" verk. Ekki fyrir mig og þig að syngja, þótt ætt- jarðarástin æsist í okkur. Til þess þarf áttundar-„akróbat“, menn með vítt raddsvið eins og Guðmund Jónsson eða Kristin Sigmundsson. Ég sé ekki annað en þetta þjóni listrænum til- gangi Hrafns. Hvað mega Frakkar þá segja út af „1812 forleiknum" eftir Tjækovskí, þar sem franski þjóð- söngurinn er keyrður í kaf af rússnesku lagi, til að sýna í tón- listinni ófarir Napóleons? Þetta gerist í tónleikasölum í helstu borgum heims, án þess að Frakkar geri út hersveitir úr sendiráðunum til að stöðva það. Eða þá hvernig Jimi Hendrix lét með ameríska þjóðsönginn á Woodstock-hátíðinni við sem mesta hrifningu, með blæðandi hjarta út af framferði amerískra hermanna í Víetnam. Má Hrafn ekki okkar á milli nota sömu að- ferðir til að segja sína sögu?“ Olafur Ragnarsson, bókaútgefandi: „Nýstárleg og skemmti- leg upplifun“ „Kvikmyndin Okkar á milli er að mínu viti býsna lifandi sam- tímalýsing, eins konar speglun á ys, þys og streitu þess þjóðfélags sem við búum í. Sem ívaf í þessa uppistöðu notar Hrafn Gunn- laugsson hversdagslíf og óra miðaldra manns þar sem skil milli draums og veruleika eru harla óljós. Höfundurinn hefur víða leitað fanga og er því allsnúið að koma efninu þannig saman að það myndi eina heild. Stundum verð- ur meginþráðurinn líka full- flæktur vegna þess hve Hrafn sleppir sér á mikið flug. Tæknilega finnst mér mynd- inni helst ábótavant að því er hljóðið snertir. Tal er víða óskýrt, hvort sem um er að kenna göllum í hljóðupptöku eða útfærslu við tónsetningu. Þótt verið sé að lýsa glymjanda nú- tímaþjóðfélags má slíkt ekki koma niður á skýrleika samtala, þegar þau skipta máli. Þess ber þó að geta að í myndinni eru kaflar þar sem þetta kemur ekki að sök og réttlætanlegt er að láta samtöl renna saman við um- hverfisnið og tóna. Tónlistin gaf myndinni mikið gildi og leikararnir stóðu sig mjög vel. Benedikt Árnason var þar þó í sérflokki. Þegar á heildina er litið finnst mér Hrafni Gunnlaugssyni og félögum hans hafa tekist nokkuð vel að fella saman í myndum, músík og máli það, sem ætlunin virðist hafa verið að koma á framfæri. Myndin er þó mjög ólík öðrum þeim íslensku mynd- um, sem gerðar hafa verið síð- ustu árin, og sennilega þurfa áhorfendur að njóta hennar ör- lítið öðruvísi en algengast er um leiknar kvikmyndir. Menn mega ekki eingöngu horfa á hana á hefðbundinn hátt, heldur verður fólk að fara í bíó með því hugar- fari að upplifa myndina. Ef þetta er gert, efast ég ekki um að flestum mun finnast þetta allnýstárleg og skemmtileg upp- lifun. Erna Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt „Stórkostleg mynd sem markar tímamót“ „Stórkostleg mynd, — mjög „aktúelt" efni og fjallað um það af næmni og samúð," sagði Erna Ragnarsdóttir, innanhússarki- tekt. „Myndatakan mögnuð, persónurnar og leikur þeirra verulega góður. Þetta er lang- besta mynd Hrafns og markar tímamót að öllu leyti. Þarna vantaði ekki stóru „effektana" en auk þess voru þarna líka blæ- brigði og hljóðlát atriði sem sögðu einnig mikið." Jón Ormur Halldórsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra: „Besta ís- lenska mynd- in sem ég hef séð“ „Myndin er að mínum dómi mjög góð og sú besta íslenska sem ég hef séð,“ sagði Jón Ormur Halldórsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra. „Yrkisefnið er at- hyglisvert, auk þess sem myndin er vel leikin og tæknivinna vel af hendi leyst. Þá fannst mér tón- listin góð og skemmtilega fram sett í myndinni og mér liggur við að segja óvenju skemmtilega unnin. Það er athyglisvert hvernig tónlistin og kvikmynda- hljóð eru að miklu leyti látin koma í staðinn fyrir samtöl og texta og bara þetta atriði gerir myndina að mínum dómi stór- kostlega."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.