Morgunblaðið - 29.09.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 29.09.1982, Síða 5
Kína um þessar mundir og við spyrjum frúna um þá viðleitni Kínverja að takmarka þarneignir í landinu. Hún segir vel ganga í borgunum, einkum þeim stærri, verr í sveitunum, þar sem bændur hugsa um börn sem framtíðar- vinnuafl. Takmörkun barneigna á að verða fyrsta skrefið í þá átt að auka hagsæld Kínverja í framtíð- inni, einkum varðandi betra hús- næði. Staðreynd er, að á hverjum sólarhring fæðast ca. 47 þúsund nýir Kínverjar, eða 330 þúsund á viku, og lífslíkur Kínverja aukast stöðugt. Þó hefur dregið mjög úr fæðingum á síðari árum, en mest fjölgaði um 75 þúsund á dag árið 1970. Getnaðarvarnir í Kína eru ókeypis til þeirra sem þess óska. Upphaflega voru ýmsar gerðir þeirra afhentar í lyfjabúðum og víðar, en það reyndist ekki vel, var mér sagt. Var þá tekið upp á því að koma þeim fyrir á stöðum þar sem fólk gat hæglega laumast að borðum og tekið með sér getnað- arvörnina svo lítið bar á. Gafst ráð þetta hið besta að sögn. Þá heyrði ég um nýja getnaðarvörn fyrir karlmenn, sem mun vera að koma á markað þar eystra. Er þetta efni í pilluformi, gossypol- eyðandi fenólsamband unnið úr rót, stöngli og fræi baðmullarjurt- arinnar. Alls konar fréttir hafði ég heyrt um einhvers konar refsiaðgerðir í Kína gagnvart öðru barni í fjöl- skyldu. Ekki var þó á fólki að heyra að slíkt væri við lýði í dag. Hins vegar virðist eins-barns- fjölskyldan fá launa-„bónus“ með- an staðið er við áætlunina, en missi hann eða sé hýrudregin ef eitthvað fer úrskeiðis. Hins vegar töldu sumir að ríkið sneri blinda auganu að fjölskyldum sem nátt- úran hefur leikið á, — alla vega þegar um tvíburafæðingu er að ræða!! Hin sterku fjöl- skyldubönd Frú Chen sagði okkur, að fjöl- skyldubönd væru sterk í Kina, og algengt er, að aldrað fólk dveljist hjá börnum sínum og barnabörn- um og gæti þá yngstu barnanna. „Eða þá að börnin gæti aldraða fólksins, oft getur það komið til greina," sagði frúin. Ein nefndanna hugar að því að eining ríki meðal fjölskyldna, en ekki sagði frú Chen að mikið bæri á ágreiningi innan fjölskyldna í Kína, þótt það kæmi að sjálfsögðu fyrir þar sem fólk býr svo þétt. Samkvæmt kínverskum staðli er reiknað með 20—30 fermetra hús- næði fyrir 4 manna fjölskyldu. Eitt af stærstu vandamálum okkar tíma á Vesturlöndum, áfengisbölið, er varla merkjanlegt í Kína og virtust Kínverjar lengi vel ekki skilja við hvað var átt, þegar ég spurði um það mál. Hins vegar hafa glæpir og óknyttir alltaf verið til í landinu eins og annars staðar, og ekki kvað minnst að því meðan menn- ingarbyltingin gekk yfir á árunum 1966 til 1976. Hafa Kínverjar stofnað sérstaka vinnuskóla fyrir unglinga sem haldið hafa út á glæpabrautina og eru þeir hreykn- ir af góðum árangri slíkra stofn- ana. Atvinnuleysi er óþekkt í Kína og mjög venjulegt að hjónin vinni bæði úti. Börnin eru þá í gæslu (þ.e. barnið) hjá eldra fólki eða á barnaheimili. Tíðni glæpa og at- vinnuleysi fara oft saman, en í Kína eru glæpir fátíðir í dag eftir að menningarbyltingunni linnti eftir lát Maós og uppgjörið við fjórmenningaklíkuna frægu. En þrátt fyrir það að atvinna sé nægi- leg, þá viðurkenna Kínverjar að oft þurfi skólamenntaðir menn að bíða um stund eftir að komast á sina réttu hillu. Maó-búningurinn nær horfínn Og hvernig er venjulegur Kín- verji utan heimilis síns? Þvi er til að svara að ég fór strax að leita að þeim dæmigerða kínverska manni og konu, sem fyrir nokkrum árum klæddust Maó-búningnum fræga. í Canton og Peking sást naumast nokkur maður í nankinsgallaföt- unum frægu. Fólk virðist klæðast meira á vestræna vísu, og raunar eingöngu, en tískan allt önnur og eldri en vestra. Áberandi er að fólk er mjög hreinlegt, og áreið- anlega hafa kínverskar húsmæður nóg að gera við þvotta og njóta þá ekki nútíma þæginda við þá vinnu. Greinilegt var á öllu að Kína er þjóð, sem breytir mjög um svip þessi misserin. Deng, leiðtogi þeirra, hefur greinilega aðrar hugmyndir um samskipti við aðr- ar þjóðir en fyrri leiðtogar. Það kom manni líka á óvart hversu margt fæst í verslunum. Munað- arvarningur alls konar virðist seljast vel. Reiðhjól eru þar með talin, en þau eru helsta farartæki landsmanna. Sjónvarpstæki virð- ast menn kaupa saman og á hvert tæki er sagt að fleiri horfi en ger- ist og gengur á Vesturlöndum. Ýmiss konar rafmagnstæki mátti sjá í verslunum og við verslanir mátti einatt sjá fólk að bollaleggja hugsanleg kaup. Áhugi Kínverja á erlendu fólki á götunni er dálítið furðulegt fyrirbæri, en þó kunni ég því hreint ekki illa. Hins vegar var það illt að geta ekki talað við fólk. Mjög fáir Kínverjar tala annað mál en sitt eigið. Einstaka sinnum voru íslendingarnir í hópnum með kór Öldutúnsskóla ávarpaðir af ungum Kínverjum: „How do you do?“ Lengra náðu samtölin varla. Skýringin á enskuáhuga ungs fólks mun stafa af enskukennslu í sjónvarpinu sem nýlega er hafin. Væri vonandi að sú kennsla bæri umtalsverðan árangur. Hins vegar vöknuðu mörg brosin, þegar fólki var mætt á götu. Hvarvetna voru Hafnfirðingunum ungu og fylgd- arfólki þeirra með kór Öldu- túnsskóla sýnd þau elskulegheit sem Asíubúum virðast eðlileg. Hártoppakynning Hártoppurinn sem fer sigurför um heiminn verður kynntur laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. október. Þú getur þvegið hann á höfðinu, synt með hann og greitt sem eigið hár. Kynningarverð Viili rakari Pantið tíma í síma 21575 eöa 42415. Miklubraut 68. TAKIÐ EFTIR Eigum til afgreiðslu strax 3 Ford Econoline sendibíla á verði frá því fyrir síöustu gengisbreytingu. 2. stk. Econoline E 150, 6 cyl. vél, beinskiptur, vökvastýri, litir: rauöur, Ijósdrapp. Verö kr. 235.000.- 1. stk. Econoline E 150, 6 cyl. vél, sjálfskiptur, vökvastýri, litur: silfurgrár. Verð kr. 255.000.- Sveinn Egi/sson hf. Skeifan17. Sími 85100 JltotgtiiiMftMfe MelsöluNað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.