Morgunblaðið - 29.09.1982, Page 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
Jón 1». Arnason:
Líl'ríki ojf lílsliæUir LXWII.
Spurningín er: Hvar er nú að finna þá afreks-
menn, sem undanfarna áratugi hafa þótzt geta
ieyst flest vandamál með síauknum hagvexti?
Kyrir aðeins tæpum áratug
bjuggu þjóðir hins vestræna
heims við meiri og almennari
efnahafísvelmenun en dæmi voru
ti). Þjóðfélön þeirra gátu með
miklum rétti kallazt allsnægta-
þjóðfélög. Þegnar þeirra höfðu
nóg, og fjöidi þeirra meira en
nóg, að bíta og brenna. Markað-
irnir voru oftast vel birgir af alls
konar neyzlu- og notavarningi.
Þjónustustarfsemi bólgnaði út,
engin mannekla reyndist vera
eyðsluhvötum almennings til
baga.
Atvinnuleysi þekktist því
varla, sanni væri nær, að skortur
væri á vinnuafli, jafnvel svo
mjög, að ekki heyrði einsdæmum
til, að 2 atvinnurekendur hlypu
til og hneigðu sigfyrir sérhverri
liðleskju, sem til spurðist að
hugsanlega kynni að vera tilleið-
Samtímis fjölgar tvífættum
jarðarbörnum í sífellu, einkum
þeim, sem af náttúrlegum
ástæðum eru vanbúnust til við-
náms. Hrakfarabrautin virðist,
fljótt á litið, vera endalaus, og
um það sannfærast stöðugt fleiri
og fleiri. í þeim hóp er auðvelt að
koma auga á álitlegan fjölda
málsmetandi raunsýnismanna.
Áhyggjur, ótti, kvíði og von-
leysi er því án nokkurs efa það
fereyki, sem nú dregur „kórónu
sköpunarverksins" til ábyrgðar,
dóms og refsingar.
Gildar ástæður hljóta því
tvímælaiaust að verða að teljast
fyrir því, að táldregnu milljón-
irnar taki brátt að spyrja: Hvar
eru allir ábyrgðarmenn „velferð-
arinnar" nú niðurkomnir, allir
efnahagssnillingarnir, allir hag-
vaxtarboðberarnir? Oft hefir
Auðsuppspretta lýðræðissósíalismans.
I upphafi skuldaskila
„Velferðin“
biðst lausnar
Enginn
lýðræðisskortur
á Vesturlöndum
Banabiti
einkarekstrar
anleg til að leggja hátign sína
niður við vinnu. Náttúruauðæfin
voru sögð óþrjótandi, orkuskort-
ur óhugsandi og mætti vísinda
og tækni engin takmörk sett.
Varlega reiknað, staðhæfðu hag-
spekingar fullum hálsi, gætu
jarðarbúar treyst á 100% vel-
sældaraukningu að meðaltali á
sérhverju 10 ára tímaskeiði = 7%
árlegan hagvöxt.
Klaufalegir útúrdúrar
Þegar því „The Club of Rome“
birti 1. skýrslu sína opinberlega
árið 1972 (Donnella og Dennis
Meadows o.fl.: „The limits of
Growth"), sem Ijóstaði upp hin-
um skelfilega leyndardómi, að
allt hlyti að eyðast, er af væri
tekið, þá skellihló allur sælu-
draumasöfnuðurinn, að hinum
háttvísari undanteknum. Þeir
létu sér nægja að brosa háðslega
í barm sér.
Núna, 10 árum síðar, eru
hlátrasköll þögnuð, háðsglott
stirðnuð, enda í Ijós komið, að
manneskjan lifir hvorki af kenn-
ingasoði né orðum einum saman.
Henni líðst ekki heldur að
ofbjóða náttúruríkinu og
þverbrjóta öll heilbrigð lífern-
isboð nema tiltölulega skamma
hríð án þess að sæta hefndum.
Og einmitt nú er tekið að kvölda
fyrir nótt skuldaskilanna; nótt-
inni, sem hlaut að koma, varð að
koma.
í upphafi núlíðandi og nýhaf-
ins áratugar stendur mannkynið
frammi fyrir refsidómi, sem erf-
itt er að sjá, hvernig undan verð-
ur komizt eða afplánaður verður.
Samsteypuharðstjórn vanmátt-
ar og skorts býst til að láta að
sér kveða. Heimurinn horfist í
augu við hráefna- og orkuskort,
matvæla- og vatnsskort, þverr-
andi gróðurlendi. Fjöldi dýrateg-
unda verður aldauða ár hvert,
andrúmsloftið spillist án afláts;
höf, vötn, ár og fljót sömuleiðis.
Veðurfarsbreytingar fylgja í
kjölfarið og sýnast munu hafa
geigvænleg áhrif.
góðra ráða verið þörf, nú er
þeirra brýn nauðsyn. Raunin
mun vera sú, að hagsbóta-
mönnum finnst hlédrægnin
sæma sér bezt, og verður erfitt
að andmæla því. Hvarf þeirra og
þögn eru þó ekki alger. Sumir
dunda við að ryðberja úreltar og
haldlausar kenningar eða isma,
aðrir við að íklæða gömul og góð
„íhaldsúrræði" meiningarlitlu
orðskrúði og finna þeim nýtízku-
legri nafngiftir.
Frjálslyndingum og öðru
vinstraliði fer þess vegna enn
sem jafnan áður eins og öllum
öðrum, sem litla grein gera sér
fyrir muninum á draumi og
veruleika, að þeim hættir til að
missa vitið, þegar vel vegnar og
kjarkinn, þegar kólnar að. A
mínu færi er ekki að skera úr
um, hvort þessi skikkan forsjón-
arinnar er jákvæð eða neikvæð.
Þótt reynslan og reglan séu á
þennan veg, verður þó vart ein-
stakra ofurhuga innan um og
saman við, sem víla fyrir sér að
leggjast í víkinggegn bláköldum
staöreyndum. I hlutarins eðli
liggur, að í þeim efnum gerast
frjálslyndingar (liberalistar)
oftast sókndjarfastir — og ófyr-
irleitnastir, máski að heittrú-
armarxistum undanskildum.
Ofar öllum efa
Fáum, ef nokkrum, heilvita
mönnum kemur lengur til hugar
að bera á móti þeirri staðreynd,
að kapítalisminn hafi sýnt
margfalda yfirburði og skarað
fram úr öllu öðru í efnalegri
verðmætasköpun og komizt næst
réttlátri skiptingu tekna og
eigna á milli þegnanna.
Hér verður látið liggja á milli
hluta, hversu heilladrjúgar ham-
farir hans hafa reynzt náttúru-
ríkinu, en þess aðeins getið, að á
bernsku- og blómaskeiði hans,
tók engin kenningasmiðja mið af
öðru en að gegn því mætti ganga
hlífðarlaust fram, og hefir
raunalega lítil breyting orðið
þar á allt fram á þennan dag.
Kjarni kapítalismans hefir
ávallt verið athafnafrelsi, einka-
rekstur og séreignarréttur,
m.ö.o. misskipting tekna og
eigna. Hann hefir því verið ná-
lega eins ólýðræðislegur og
hugsazt getur, en einmitt í því er
að sjálfsögðu þróttur hans,
réttmæti og þokki fólginn.
Fyrir því er orðum að þessum
óumdeilanlegu atriðum vikið nú,
að sjaldan gerist heilaspuni
frjálslyndinga grautarlegri en
þegar þeir færast í fang að töfra
fram „sannanir" fyrir þeirri
kosningatæknilegu magalend-
ingu sinni, að „einstaklingurinn
fær aðeins notið sín við lýðræð-
islegar aðstæður".
Eins og títt er um þá, sem
álíta viturlegra að telja atkvæði
en velja, varðar liberalista ekk-
ert um sannleika, glymjandi
hversdagstiðindi og því síður al-
þjóðlegar hagskýrslur eða
stjórnmálaþróun. Þá skiptir
engu máli — af því að stað-
reyndir beygja sig ógjarnan und-
ir bókstafstrú — þó að sífellt
magnist örðugleikar, jafnvel
óbeit, í öllum lýðræðisheiminum
á að starfa sjálfstætt á eigin
ábyrgð, og að sósíalisminn, al-
þjóðlegar samvinnusamsteypur,
hlutafélög og stéttasamtök leggi
einkafyrirtæki í æ ömurlegri
rústir.
Borðliggjandi sannanir
Mér vitanlega er ekki talinn
átakanlegur lýðræðisskortur í
Bandaríkjunum, Englandi eða á
Norðurlöndum. Líka ætti að vera
hægt að treysta, að flestum les-
enda þessa pistils sé kunnugt um
sókn sósialismans gegn einstakl-
ingsfrelsinu í nefndum löndum
og þau hervirki, sem hann hefir
unnið þar á atvinnuvegunum.
Leikur einn væri því að traktera
frjálslyndinga á rausnarlega úti-
látnum talnakássum til sönnun-
ar. En sökum þess, að ég hefi að
þessu sinni enga löngun til að
ganga harkalega fram, álít ég
sanngjarnt að tína upp nokkrar
hagtöiur af þeim markaði, sem
frjálslyndingum hljóta að vera
hagstæðastar.
Áminnztur markaður er sjálft
Sambandslýðveldið Þýzkaland.
Væntanlega munu fáir verða til
að bera brigður á, að þegnum
þess hafi vegnað með afbrigðum
vel við kapítalískt efnahags-
skipulag um áratuga skeið. Enn-
þá færri munu treysta sér til að
vefengja, að lýðræði hafi verið
rækt þar við nær óaðfinnanleg
skilyrði, þannig, að ef sú kenn-
ing, að lýðræði væri framúrskar-
andi heilnæmt sjálfstæðum at-
vinnurekstri, þá væri hvergi
hægt að afla traustari heimilda
en einmitt af þeim vettvangi.
En einnig þar straffa stað-
reyndir staðleysum.
í Sambandslýðveldinu Þýzka-
landi hefir sjálfstæðum atvinnu-
rekendum fækkað úr 3.264.000
árið 1961 í 2.372.000 árið 1981, en
það þýðir, að rösklega 4. hvert
einkafyrirtæki hefir fallið í val-
inn síðastliðin 20 ár, eða alls
892.000, og hefir fækkunin orðið
sem hér greinir:
Árið 1961 voru einkafyrirtæki
3.264.000 alls,
árið 1965 voru einkafyrirtæki
2.923.000 alls,
árið 1969 voru einkafyrirtæki
2.749.000 alls,
árið 1973 voru einkafyrirtæki
2.594.000 alls,
árið 1977 voru einkafyrirtæki
2.422.000 alls,
árið 1981 voru einkafyrirtæki
2.372.000 alls,
Nánar sundurliðað hafa einka-
fyrirtæki helztu atvinnuvega
hlotið þessa útreið á nefndu 20
ára tímabili:
1961 1981 Fækkun:
Landbúnaður 1.093.000 533.000 560.000
Verzlun 772.000 505.000 267.000
Iðnaður,
byw?inííar 750.000 584.000 166.000
Málmsmiðjur, trésmiðjur, við-
gerðafyrirtæki og aðrar
svonefndar handiðnir eru taldar
með þeim atvinnuvegum, sem
þau einkum starfa beint og
óbeint fyrir.
Samræmisins vegna verður að
bæta hér við, að sjálfstæðum at-
vinnurekendum I ferðaútvegi,
matsölu og hótelhaldi fjöigaði
um 101.000 á þeim tíma, sem hér
um ræðir, eða úr 649.000 árið
1961 í 750.000 árið 1981.
Tímasprengja 9. áratugar
Naumast ætti að þurfa að
vekja athygli á, svo auðskilið
sem öllum má vera, að hnignun
eða útþurrkun einkarekstrar
þýðir ekkert minna en limlesta
sjálfsbjargarviðleitni og því
óhjákvæmilega enn aukna hættu
á vaxandi atvinnuleysi, ef ekki
beinlínis fulla vissu. Sú hætta
var vissulega ógnvekjandi fyrir,
raunar eðlileg afleiðing af ára-
tuga rányrkju og náttúruníð-
ingsskap og umhverfisspjöllum
eða eitrun lofts, láðs og lagar, að
langsamlega mestu af manna-
völdum.
Ef með sanni verður sagt, að
orkuskorturinn hafi verið tím-
asprengja 8. áratugar 20. aldar,
og það tel ég reyndar vafalaust,
þá gerist ég svo djarfur að full-
yrða, án þess þar með að þrengja
mér í hóp spámanna, að atvinnu-
leysið verður ekki áhrifaminni
tímasprengja 9. áratugarins.
Auk þeirra milljónatuga, sem nú
ráfa atvinnulausir, má telja víst,
að milljónahundruð muni bætast
við. Þótt framangreindum
ástæðum væri ekki til að dreifa,
myndu örrafeindaknúin vél-
menni gera þá martröð að veru-
leika.
En sem alkunna er, þekkist
eiginlega ekkert algerlega há-
bölvað í náttúruríkinu. Allt hefir
einhvers staðar í sér fólginn
bjartan neista.
Samkvæmt mjög áreiðanleg-
um og ítarlegum heimildum
(sbr. ríkissjóðsblaðið „Tíminn",
27. f.m.), hafa íslenzkir atvinnu-
rekendur árum saman greitt
starfsfólki sinu allt að 20%
„mætingabónus", eða sérstök af-
reksverðlaun fyrir að rífa sig
upp úr timburmannakröm og
mæta á umsömdum tíma til
vinnu sinnar.
Mikið atvinnuleysi hlýtur að
hafa einkar heilsusamleg áhrif á
slíka stéttarsjúklinga.