Morgunblaðið - 29.09.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
55
Þessir hringdu . . .
Anægjulegt
að heyra
hann og sjá
GJÓ hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Nýlega var á
dagskrá sjónvarps söngþáttur,
en þar söng í það sinn Júlíus Víf-
ill Ingvarsson íslensk og erlend
lög. Það var í alla staði ánægju-
legt að heyra hann og sjá, og
tilgerðarlaus sviðsframkoma
hans vakti athygli hjá fleirum
en mér. Ég þakka honum hvort
tveggja, sönginn og látlausa
framkomu, og óska þessum unga
manni allra heilla um ókomin ár.
JÚIÍU8 Vífill Ingvarsson
Brúðuviðgerðir
„Kona“ hafði samband við
Velvakanda vegna fyrirspurnar í
þættinum fyrir nokkrum dögum
þess efnis hvort brúðuviðgerðar-
verkstæði fyrirfyndist hér í
borginni: — Mér er kunnugt um
að hægt er að fá framkvæmdar
smáviðgerðir á brúðum á
Óðinsgötu 8.
Varð á í
messunni
„Hlustandi“ hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Ég var að
hlusta á sjónvarpið í gær, þar á
meðai á kosningafréttir frá
Þýskalandi. Þar kom m.a. fram
að Kristilegir demókratar hefðu
fengið 45,6%, en fengu 46% 1978,
töpuðu 0,4%. Sósíaldemókratar
höfðu fengið 42,8%, en fengu
44,3% 1978, töpuðu 1,5%, þ.e.a.s.
1,1% meira en kristilegir. Þess
vegna furðaði mig á því mis-
hermi fréttamannsins að tala
um að Sósíaldemókratar hefðu
unnið á. Hvernig er hægt að líta
á þessi úrslit sem sigur jafnað-
armanna? Ég lít á þessi úrslit
sem sigur umhverfisverndar-
manna, eða „græningjanna"
svokölluðu, sem bættu við sig
verulegu fylgi og hlutu 8% at-
kvæða. Mér finnst fréttamann-
inum hafa orðið þarna á í mess-
unni, þó að það hafi vafalaust
verið óvart.
Rallakstur:
Mér finnst ég sjá hann
furðuvíða í umferðinni
Jón Guðmundsson, Selfossi,
skrifar:
„Velvakandi!
Undanfarið hefur verið mikið
um slys í umferðinni. Sumir hafa
látið lífið, aðrir hafa slasast mikið
og enn aðrir minna. Allnokkrar
vangaveltur eru um það, hvers
vegna þessi slys verða. Sumir
segja: Þetta er árvisst fyrirbæri á
þessum tíma. Aðrir segja: Þetta er
vegna of mikils hraða. Stress er
nefnt sem orsakavaldur o.fl. o.fl.
Að mínum dómi liggur hér
margt til grundvallar og margir
þættir væru skoðunarverðir, því
ég er líka svo til viss um, að nær
alla þessa þætti má rekja til veg-
farandans, verulegan fjölda til
ökumanna og einnig allnokkuð til
hins gangandi vegfaranda, sem oft
gleymir að gæta nægilegrar var-
úðar. Mínar vangaveltur þetta
varðandi beinast óneitanlega fyrst
og síðast að ökumönnum. Ég tel að
nauðsyn sé á að þeir hafi lært sem
best sitt fag og fengið sem vandað-
ast og best uppeldi varðandi akst-
ur og umferð. Ég tel líka að öku-
kennsla hér sé allgóð og lítt við
kennara að sakast vegna þessa
ófarnaðar.
En eitt er það fyrirbæri sem ég
rek augun í og hefur á undanförn-
um árum þróast hér á landi og náð
geysilega miklum undirtektum.
Það er svonefndur rallakstur af
ýmsu tagi, sem ég nánast kann
ekki nöfn á. Þess konar akstur er
einkum mikið stundaður af ungu
fólki og er ákaflega vel tekið af
fjölmiðlum, sem veitt hafa þessari
starfsemi verulega umfjöllun.
Þarf ekki langra skýringa við, því
ekki þarf annað en líta í blað eða
horfa á sjónvarp og þar gefur að
líta ferskar fregnir af hinum ýmsu
afrekum Péturs eða Páls á þessu
sviði.
Hver er tilgangurinn með öllum
þessum hamagangi? Ég fæ ekki í
fljótu bragði annað séð en fyrir-
bærið samanstandi af ruddalegum
og oft hættulegum akstri, sem í
hundruðum tilvika leiðir til hroða-
legrar eyðileggingar á farartækj-
um. Ég er viss um, að ekki nokkur
maður hefur hugmynd um, hversu
gífurlegir fjármunir fara þarna á
ruslahauga, en hitt veit ég, að
þarna er um óhemjufjárhæðir að
ræða. Samt var það nú ekki fjár-
málahlið þessa máls sem fyrir mér
vakti. íslendingar eru vel birgir að
bílum. Á ýmsum þéttbýlisstöðum,
t.d. í Reykjavík, verður ekki leng-
ur þverfótað fyrir þeim, og ekki
bera að virða það til verri vegar.
Mér finnst það bera vott um góða
peningalega afkomu. Það sem
fyrir mér vakir er, hvort þessi
akstur, sem hér er drepið á, er
ekki stórháskalegur ungum öku-
mönnum. Sagt er að þessi rall-
akstur sé einna helst æfður á lok-
uðum brautum, en mér finnst að
ég sjái hann furðuvíða í umferð-
inni, og vægt til orða tekið að
segja að hann sé þar ekki til góðs.
Fyrir stuttu átti ég tal við ung-
an ökumann. Hann var á nýja
bílnum hans föður síns, hafði
fengið hann að láni. Ég hafði séð
þennan unga mann æfa svokallaða
„spyrnu" og ofboðið svo aðfarirn-
ar, að ég ákvað að taka hann tali.
Ég virti bílinn fyrir mér og sá að
hjólbarðar að framan voru ekki
merkjanlega slitnir, en að aftan að
komast í striga, og orðnir ónýtir.
Þegar ég leit á vegmælinn sá ég að
enn vantaði nokkuð á að búið væri
að aka bifreiðinni 5.000 km.
Ég leiði hugann að því hvort
verið geti að öll þessi rallvitleysa
hafi verulega skaðleg áhif á um-
ferðina. Hvort uppeldisáhrif af
hennar völdum séu e.t.v. stór-
hættuleg. í Morgunblaðinu og DV
21. þ.m. er greint frá hroðalegum
slysum og dauðaslysum og birtar
myndir af slysavettvangi. í sömu
blöðum eru einnig myndir af
rallbílum í hinu fáránlegasta
ástandi. Á forsíðu DV eru þrjár
myndir af jeppa sem er í rallakstri
og er að endavelta. „Velt með
sveiflu" stendur í blaðinu, og svo
er umfjöllun sem er aðeins styttri
en umfjöllunin um slysið. Á öft-
ustu síðu Morgunblaðsins er mynd
af jeppa og snúa framhjólin sam-
an að framan, með öðrum orðum:
stýrisbúnaðurinn hefur gefið sig,
enda ekki að furða: svo stórir
hjólbarðar virðast mér undir far-
artækinu, að af þeirri þekkingu
sem ég hef á bifreiðum, getur ekki
öðru vísi farið, stýrisgangur og
öxlar hljóta að brotna, og ekki að
vita hvar rallið endar. Umfjöllun í
blaðinu virðist mér töluvert meiri
um rallakstur en hin hörmulegu
slys.
Ég set þetta ekki fram til að
kasta rýrð á einn eða neinn, held-
ur til að vita hvort ég sé einn um
vangaveltur af þessu tagi. Ef svo
kynni að vera að einhver teldi sig
hafa eitthvað fram að færa ætti
hann að vita hvort Velvakandi
mundi ljá honum pláss í dálkum
sínum."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Bora átti tvær holur á sitthvorum staðnum.
Rétt væri: Bora átti tvær holur á sínum staðnum
hvora.
Rýmingarsala
Karlmannaföt kr. 350.00, 1.150.00, 1.250.00. Tere-
lynebuxur kr. 150.00, 235.00, 290.00, flanelbuxur kr
210.00.
Gallabuxur frá kr. 190.00, úlpur, frakkar og fl. ódýrt.
ANDRÉS, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22.
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
BRDSTU!
MYNDASÖGURNAR
Vik uskammtur afskellihlátri
ipp
LÖKK Á BlLINN
BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR
PARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ?
Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru
gæðavara, margreynd og henta
islenskum staðháttum.
Gefið okkur upp bilategund, árgerð
og litanumer. Við afgreiðum litinn
með stuttum fyrirvara.
í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000
litaafbrigði möguleg.
Öll undirefni svo sem grunnar, þynn-
ar og sparsl fást einnig hjá okkur.
IMLAR
LUCITE
(•lCptkca
Síðumúli 32. Sími 38000