Morgunblaðið - 07.10.1982, Page 16

Morgunblaðið - 07.10.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982-.. Vænir laxar, sc-m verið er að koma fyrir í frystigeymslu í Klakksvík. Neðri hluti Leynaár, sem er bezta laxveiðiá Færeyja. Til vinstri má sjá laxastiga. Samvinna Færeyja og Islands mikil nauðsvn Pauli Ellefsen, lögmaður Færeyja: Færeyingar veiða ekki íslenzkan lax „l»AD hafa verið skipaðar nefndir í Færeyjum og íslandi til að ræða og undirbúa samráð og samskipti landanna og munu þær halda fund í næsta mánuði. l»á hefur Grænlendingum verið boðin áheyrnaraðild að þessum fundi, en þeir munu hugsanlega koma alveg inn í mynd- ina síðar. I»að er öllum löndunum mjög nauðsynlegt að efla samstarf sín á milli, sérstaklega hvað varðar fiskveiðar,“ sagði Pauli Ellefsen, lögmaður Færeyja, meðal annars, er blaðamaður Mbl. ræddi við hann hér á landi um samstarf þjóðanna. Veiðarnar við ísland hafa komið okkur mjög vel I hverju er fiskveiðisam- vinna Islendinga og Færeyinga helzt fólgin og hverjar gætu orðið helztu breytingar þar á. „Þar sem íslendingar hafa gert sér grein fyrir þeim góðu samskiptum, sem vera eiga á milli bræðraþjóða, hafa þeir einnig gert sér grein fyrir þörf Færeyinga á því að geta stund- að fiskveiðar utan fiskveiði- lögsögu sinnar. Því hafa þeir gert Færeyingum þann greiða að láta þá fá kvóta af þorski og öðrum botnfiski innan ís- lenzku fiskveiðilögsögunnar. Þetta hefur komið okkur Fær- eyingum mjög vel á þeim erf- iðu breytingatímum, sem við höfum verið á síðan 1975. Það, að við höfum misst veruleg fiskiréttindi á Grænlandsmið- um, hefur gert stöðu okkar miklu erfiðari en ella. Færeyjar, Grænland og ísland gætu samein- azt um nýtingu sam- eiginlegra fískstofna Væru menn bjartsýnir, gæt- um við sjálfsagt hugsað okkur að Grænlendingar, Islendingar og Færeyingar legðu fiskimið sín saman og opnuðu þau hverjir fyrir öðrum, en það er naumast raunsætt að hugsa sér að svo geti orðið. Það er ljóst að það finnast fiskstofnar á miðunum sem ganga á milli íslandsmiða og Grænlands og sömuleiðis á milli Islandsmiða og Færeyja. Það er einnig ljóst að við gæt- um haft samvinnu um nýtingu slíkra fiskstofna, og er loðnan á milli íslands, Grænlands og Jan Mayen dæmi um það. Þá er kolmunninn kannski ennþá betra dæmi um slíkan fisk- stofn, þar sem hann gengur bæði austur og vestur fyrir Is- land og Ijóst er, að hann finnst alltaf á ákveðnum árstíma við Færeyjar. Við Færeyingar, ís- lendingar og Grænlendingar gætum þá gert út stóran flota, , sem fengi góðan ársafla af þessum stofnum, þar sem bezt væri að veiða þá á hverjum árstíma. Hugsanlega gæti loðnan við Vestur-Grænland einnig komið inn í slíka mynd. Þá er það Ijóst að vísinda- menn telja, að sami karfa- stofninn sé úti fyrir Austur- Grænlandi, Islandi og Færeyj- um og því væri það mjög eðli- legt að löndin sameinuðust um veiðar á þeim stofni. Þá er einnig vel hugsanlegt að aðrar djúphafstegundir væru sam- eiginlegar löndunum þremur. Þá er það fiskvinnusam- Ijósmynd Mbl. Kmilía. I»auli Ellefsen, lögmaður Færeyja. vinna á öðrum grundvelli, sem okkur þykir eðlileg, það er út- flutningurinn. Eins og kunn- ugt er selur Föroya Fiskasöla afurðir sínar á Bandaríkja- markað gegnum einn af ís- lenzku sölusamtökunum. Það mætti vel hugsa sér, að Græn- lendingar hefðu áhuga á þátt- töku í slíkri samvinnu. Þá gæt- um við aukið samvinnu okkar enn fremur til dæmis á salt- fiskmarkaðinum. Hvað varðar skreiðina, framleiða Færey- ingar lítið af henni, en þar mætti hugsa sér samvinnu ís- lendinga og Grænlendinga. Hvað varðar uppbyggingu, breytingar og miðlun upplýs- inga um fiskveiðar, fiskvinnslu og fisksölu, er ekki vafi á að öll þessi lönd hafa mikið að miðla hvert öðru.“ Ekkert sem bendir til þess að Færeyingar veiði íslenzkan lax Hvað með laxveiðar Færey- inga, veiða þeir íslenzkan lax? „Færeyingar veiða lax. Smá- vegis er veitt í færeyskum ám af laxi, sem annaðhvort hefur verið sleppt þar eða lifir þar af náttúrulegum ástæðum. Fær- eyingar veiða einnig lax á haf- svæðinu umhverfis eyjarnar. Það hafa þeir gert lítillega í mörg ár, en seinustu árin hef- ur sú veiði farið talsvert vax- andi. Því miður vitum við enn of lítið um það hvaðan laxinn, sem veiddur er við Færeyjar, kemur, hve smár hann er þeg- ar hann kemur á miðin og hve stór hann er þegar hann fer aftur af miðunum í árnar til hrygningar. Við getum þó byggt nokkuð á merkingartil- raunum og þær benda sem kunnugt er á, að stór hluti lax- ins komi frá Noregi, eitthvað frá Bretlandi og írlandi, nokk- uð frá Svíþjóð og einstaka lax frá Sovétríkjunum hefur fund- izt. Ekkert bendir hinsvegar til að íslenzkur lax sé veiddur af Færeyingum. Erum fúsir til vísinda- legra kannana til að stað- festa, hvort íslenzkur lax veiðist við eyjarnar Okkur er auðvitað kunnugt um að íslendingar óttast, að eitthvað af þeim laxi, sem við veiðum sé íslenzkur. Við erum fúsir til þess að hjálpa íslend- ingum til aðJk staðfest hvort svo sé eða ekki, en vísindalegar kannanir hingað til hafa ekki staðfest, að íslenzkur lax sé veiddur við Færeyjar. Við höf- um hvað eftir annað lýst því yfir við íslenzk stjórnvöld, að við viljum á allan hátt stuðla að vísindalegum könnunum til að komast til botns í málinu og reynist svo að við veiðum eitthvað af laxi af íslenzkum uppruna, að við séum að sjálf- sögðu þegar reiðubúnir að hefja viðræður við Islendinga um það, hvað okkur beri að taka á okkur vegna þess. Auk stjórnvalda annarra landa hafa einkastofnanir, óbundnar af stjórnvöldum sýnt laxveiðunum áhuga og kannað veiðarnar og ferðir laxins. I vor fengum við heim- sókn af tveimur slíkum stofn- unum, Atlantic Salmon Trust í Bretlandi og Atlantic Salmon Foundation í Norður-Ameríku. Þessir aðilar fengu aðgang að allri vitneskju um laxveiðar okkar og fengu að ferðast um eyjarnar eins og þeir óskuðu. Við höfum nýlega fengið niðurstöður kannana þeirra og þar kemur fram, að þeir geri sér fyllilega grein fyrir þörf Færeyinga fyrir ákveðinni laxveiði á hafinu umhverfis Færeyjar. Þeir viðurkenna einnig að þar sem laxinn lifir mikinn hluta lífs síns innan færeysku fiskveiðilögsögunn- ar, hafi Færeyingar fullan rétt á því að veiða hluta hans. Hugmyndir um lax- veiðigjald til uppbygg- ingar fiskræktunar Þeir telja, að reglurnar um færeysku laxveiðina séu nokk- uð góðar, en telja að Færey- ingar eigi allt of fáa fiskifræð- inga og leggja til að önnur lönd láti þeim fiskifræðinga í té til að aðstoða við nánari kannanir á laxinum. Þeir telja það góða hugmynd, að Færeyingar leggi gjald á laxveiðiskip sin og noti það til uppbyggingar laxeld- isstöðva og fiskræktunar og benda á, að það sama beri öðr- um löndum, sem leyfa laxveiði í sjó, að gera. Þá telja þeir ekki eðlilegt að hámarksafli sé að- eins á laxveiði Færeyinga í sjó svo ætti einnig að vera í ám og við strendur eyjanna. Vísindamenn okkar vinna stöðugt að því innan Alþjóða- hafrannsóknarstofnunarinnar að leysa laxveiðimálið og við vonum auðvitað að þeim auðn- ist að finna áreiðanlegar tölur um það hve mikla veiði laxinn þolir, bæði meðan hann er veiddur á hafinu og í ánum. Að auki get ég bent á, að staða okkar í laxveiðimálum er mjög lík stöðu Grænlendinga, en þó með því fráviki, að við höfum ræktað lax sjálfir í mjög mörgum ám og sleppt laxaseiðum. Á þessu sviði eru Grænlendingar ekki komnir jafnlangt, en ég býst við að svo verði." Stefnum að fullri aðild innan Norðurlandaráðs Hvernig er staða Færeyja innan Norðurlandaráðs? „Petri-nefndin undir forsæti dómsmálaráðherra Svía hefur unnið að þessu máli með tilliti til Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Samkvæmt tillög- um hennar munu þessi lönd fá tvo fulltrúa hvert innan sendi- nefnda Danmerkur og Svíþjóð- ar. Það bendir því ekkert til þess, að við fáum fulla aðild á næstunni, en með þessum til- lögum fáum við betri tengsl við ráðherranefndina og emb- ættismannakerfið. Við munum ábyggilega samþykkja þessar tillögur, þó þær séu aðeins áfangi á leiðinni til fullrar að- ildar, sem við að sjálfsögðu stefnOm að,“ sagði Pauíi EH- efsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.