Morgunblaðið - 07.10.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 07.10.1982, Síða 17
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 17 Fangelsi og 1. grein eftir Heimi Pálsson skólameistara í dagblöðum hefur að undan- förnu nokkuð verið vikið að sér- stæðum þætti íslenskra skólamála þar sem er kennsla fanga í vinnu- hælinu á Litla-Hrauni. Tilefni blaðaskrifa var það að þrir fangar sem þar afplána dóm höfðu fengið samþykki skólameistara fjöl- brautaskólans á Selfossi sem og fangelsisstjórans á Litla-Hrauni til þess að halda áfram námi við Fjölbrautaskólann. Vegna um- kvartana nokkurra einstaklinga hafði dómsmálaráðuneytið hins vegar séð sig knúið til að stöðva þessa skólagöngu um sinn. Þær greinar sem ég hef óskað eftir birtingu á í Morgunblaðinu eru ekki hugsaðar sem andmæla- eða ádeilugreinar á þá einstakl- inga sem hér hófu kvartanir, held- ur fremur skrifaðar í því skyni að vekja nauðsynlega umræðu um kennslumál af þessu tagi. Ég játa fúslega að ég hef takmarkaða þekkingu til að fjalla um málið en hef þó að undanförnu reynt að afla mér upplýsinga um fanga- menntun á öðrum Norðurlöndum. Vonandi verða aðrir (afbrota- og félagsfræðingar o.fl.) til þess að varpa ljósi á þær hliðar sem hér verða útundan. Þar sem kennslumál fanga tengjast óhjákvæmilega hug- myndum okkar um fangelsun sem og samfélagsskilningi okkar, er nauðsynlegt að hefja málið með nokkrum vangaveltum um þau efni. Síðan mun ég reyna að gera grein fyrir okkar dæmum og ann- arra. Frelsissvipting og saga hennar Það liggur langt utan ramma þessara greina að fjalla um lög- fræði og lagabókstafi að því er varðar frelsissviptingu eða fang- elsun, enda viðfangsefni sérfræð- inga á því sviði. Hins vegar getur enginn samfélagsþegn vikist und- an því að hugsa um afleiðingar fangavistar, einfaldlega af þeim sökum að dómarar dæma menn til slíkrar refsingar í umboði okkar hinna. Forfeður okkar norrænir, sem hér settu hin fyrstu lög, virðast ekki hafa gert ráð fyrir fangelsun sem hugsanlegri refsingaraðferð. Þeim var hins vegar vel kunnugur sá hátturinn að meina mönnum samneyti við annað fólk (útlegð, skóggangur) og töldu það þunga refsingu. Á þessum tímum var eingöngu litið á refsingar sem hefnd, enda hvíldi hefndarskylda á þeim sem á hafði verið brotið ell- egar ættingjum hans. Hefndin gat meira að segja komið niður á öðr- um en þeim sem afbrotið framdi, t.d. nánum frænda. Það var því ekki einasta í lögum Hammúrabís sem rauði þráðurinn var „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.“ Með svonefndri siðmenntun síð- ari alda hafa viðhorf — eða að- ferðir — breyst. í stað þess að menn fari að óvinum sínum og drepi þá eða limlesti til hefnda, hefur samfélagið tekið að sér mál- in. Sú viðhorfsbreyting sem þessu fylgir er að því er sögu okkar varð- ar giska vel rakin í bók Steblin- Kamenskijs: Heimur íslendinga- sagna, og skal ekki endurtekið hér. Með þessum hvörfum breytist raunar mjög hugtakið „glæpur" og síðan koma menn sér upp siðfág- uðum refsingum eins og fangavist í sérstökum stofnunum. Hér skal ekkert sagt un nauðsyn eða nauðsynjaleysi fangelsunar, aðeins á það minnst að sumir telja meiru varða að spyrja um orsakir afbrotanna en einbeita sér að refs- ingum eða hefnd. „Allir tala um að Jeppi drekki, en enginn spyr af hverju Jeppi drekkur" var eitt sinn sagt. Fyrr á öldum virðist einvörð- ungu hafa verið litið á fangelsun sem „réttláta refsingu“ og hún hafi þannig verið beinn arftaki blóðhefndarinnar, en með hug- myndum upplýsingarinnar kom til sögunnar nýtt hugtak, „betrun- arhús“. Samkvæmt þeim hug- myndum átti fangelsi að geta gert menn að nýjum og betri mönnum, væri rétt á haldið. Þótt fæstir trúi núorðið á þvílíkar hugmyndir er ekki víst að þeim sé með öllu kast- andi fyrir róða, því að baki liggur hugsun sem vafasamt er að við höfum efni á að hafna. Áhrif fangelsunar Það er ein af sorglegum stað- reyndum mannlífsins að mikill hluti þeirra sem fangelsi gista til afplánunar dómi kemur aftur í fangelsi. Þótt einhverjir nauð- hyggjumenn dragi vísast af þessu þá ályktun að afbrotamenn séu sérstök manngerð og megi líkja við sjúklinga með ólæknandi sjúkdóm, munu hinir fleiri sem lesa úr því upplýsingarnar um áhrif frelsissviptingar á manninn. Þeir segja þá einfaldlega: Þetta sannar ekkert annað en þaö að fangelsun brýtur einstaklingana niður, gerir þá ófæra um að lifa innan um annað fólk. Jafnframt hlýtur að vera hætta á að refsing veki löngun til að ná sér niðri á samfélaginu (þeim sem dæmdu) og öllum sem orðið hafa ofan á. Frá leikmannssjónarmiði sýnist ljóst að þrennt skipti mestu þegar reynt er að átta sig á áhrifum fangelsisvistar (a.m.k. langrar vistar). í fyrsta lagi hlýtur frelsissvipt- ing um lengri eða skemmri tíma að setja varanlegt mark á hvern mann. Algengast mun þá vera að Hörður Helgason fasta- fulltrúi hjá SÞ llörður Helgason sendiherra afhenti 7. september sl. Pérez de Cuéllar, aðalframkvKmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem faslafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. skólaganga menn verði hræddir og finnist þeir „merktir" þegar þeir koma út aft- ur. Þarna er á ferð eitthvað sem kalla mætti „andlega brenni- merkingu". Ungur afbrotamaður, sem ég hitti í fangelsi í Finnlandi, lýsti fyrir mér þeirri reynslu að fá að fara út úr lokuðu fangelsinu til þess að þreyta próf við tiltekinn skóla. Próftakar skiptu hundruð- um. „Ég vissi,“ sagði hann „að enginn hafði hugmynd um hvaðan ég kom. Samt fannst mér allir hlytu að sjá það á mér — og fyrstu þrír dagarnir voru hreint helvíti!" í öðru lagi gerir fangelsið sjálft gífurlegar kröfur til vistmanna. Þeir verða að laga sig að nýju samfélagi, þar sem aðrar reglur gilda en í hinu frjálsa. Þetta er „fangasamfélagið". Félags- og sálfræðingar kunna að segja margt um þau lögmál sem skapast í samskiptum þegar menn, sem ekkert þekkjast áður, eru neyddir til samvista dag út og dag inn. Þar geta fæstir fleytt sér í gegn á Pontusrímum einum saman, eins og Jón sálugi Hreggviðsson. Fangasamfélagið verður svo þar að auki að laga sig að því sem við getum kallað „fangavarðasamfé- lagið". Bæði skapa þau sér ákveðn- ar hegðunarreglur — fanginn verður sem einstaklingur að geta fylgt hvorum tveggja, og óhugs- andi annað en þær stangist oft og tíðum á. Fyrrnefndir sérfræðingar um mannlega hegðun geta líka sagt okkur ýmislegt um áhrif slíkra aðstæðna á manneskjuna. í þriðja lagi — og það er máski alvarlegast — er fanginn sviptur allri ábyrgð (nema gagnvart þeim tveim hópum sem nefndir voru). Hann þarf hvorki að hafa áhyggj- ur af framfæri sínu né sinna. Hann ber enga raunverulega ábyrgð á gerðum sínum, því þær eru allar í samræmi við fyrirmæli samfélaganna tveggja, og þessum fyrirmælum verður hann að hlýða, ætli hann á annað borð að lifa af. — „Þetta er það versta af öllu,“ sagði lífsreyndur fangi í sömu stofnun og hinn sem ég vitnaði til. „Ég er lukkunnar pamfíll," bætti hann við. „Konan og börnin bíða eftir mér og við erum búin að ákveða hvernig við ætlum að haga lífi okkar. En ég hef sagt það áðuT og segi enn: Ef konan yfirgefur mig, get ég eins skilið frakkann minn eftir hérna í fangelsinu, þeg- ar ég losna, því ég kem örugglega aftur með fyrstu ferð." Hverjum augum sem menn kunna að líta lögbrot, viðurlög við þeim og hverskyns refsingar, hlýt- ur að vera augljóst að þau þrjú atriði sem hér voru nefnd vinna öll á einn veg: Þau skapa einstakl- inga sem verða mjög varbúnir til að lifa og starfa í frjálsu samfélagi. En meðan menn geta ekki komið sér saman um að afnema fangelsi og fá til sérfræðinga að fást við af- brotamenn sem í raun eru hættu- legir umhverfi sínu hvenær sem er (og þeir eru sem betur fer aðeins örlítill hluti allra sem fangelsaðir eru) þá hlýtur það að vera skylda allra ábyrgra samfélagsþegna að leita allra ráða til þess að vinna gegn mannskemmandi áhrifum fangelsisvistarinnar, ef það mætti verða til þess að ógæfumenn séu ekki gerðir með öllu gæfulausir. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Kynnum í dag: Svikinn hera Tilbúinn í ofninn •vr^'ADEINS CC.00 5*3^ prkc- Lambakiöt 4 1 /1 skrokkar " ■' | Á GAMLA VERÐINU: \10\ ^ y pr.kg. I Kjúklii J 5 stk. | í poka. : ígar Unghænur 20.50 /|C .00 pr.kg. ■ w/ Pr-kg- SVIÐ á gamla verðinu: 3 og 5 stk. í poka AÐEINS: .80 pr-kg. AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.