Morgunblaðið - 07.10.1982, Side 20

Morgunblaðið - 07.10.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 ^ 6. leikvika — leikir 2. október 1982 Vinningsröð: 2XX — 1X1 — 111 — 111 1. vinningur: 12 réttir — kr. 100.950,00 5565(1/12, 1/11) 13260 2. vinningur: 11 réttir — kr. 3.328,00 1040 5585 14954+ 60348 80401+ 94447 1042 10312+ 19448 67067 93269 94449 1150 14859 21021+ 73856+ 93481 95994 3416 14922+ 60337 74239 94355 66482(2/11)+ Kærufrestur er til 25. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrif- stofu Getrauna í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla(+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamióstöðinni - REYKJAVÍK Chrysler- eigendur Qthimirí Jöfur hf., Nýbýlavegi 2 Kópavogi, hefur tekið viö varahlutaþjónustu fyrir bandarískar Chrysler-bifreiðir frá og með 5. október 1982, þeim sem kunna aö eiga óafgreiddar sér pantanir er bent á aö snúa sér til varahlutadeildar okkar í síma 42600 til úrlausnar. JÖFURhr I m Nýbýtavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 5 slátur í kassa á aðeins kr. 300,- Allt dilkakjöt á gamla verðinu Opið: til kl. 20.00 fimmtudag til kl. 22.00 föstudag til hádegis laugardag HAGKAUP Skeifunni15 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Indira Gandhi Maneka Gandhi Persónulegur fjandskapur tveggja kvenna getur haft úrslitaþýðingu fyrir Indland STJOKNMÁLAOLGA hefur vaxið í Indlandi síðsutu daga, í kjölfar vax- andi persónulegrar óvildar tveggja kvenna, Indiru Gandhi forsætisráð- hcrra og tengdadóttur hennar Mancku, ekkju Sanjay Gandhi. Um langa hríð var reynt að láta líta svo út sem allt væri kyrrt á yfirborðinu og gert lítið úr sögusögnum þess efnis, að fljótlega eftir lát Sanjay hefði Indira hrugðið fæti fyrir áform Maneku um að taka við af eiginmanni sínum. Maneka Gandhi stýrði vikuriti sem var gefið út í Delhi meðan Ilesai- stjórnin var við völd. Hún var þá allt að þv: ein um að skjóta skildi fyrir tengdamóður sína, en Desai-stjórnin sótti hart og títt að Indiru á þeim árum, eins og alkunna er. Nú hefur sú ólga endanlega komið upp á yfírborðið sem lengi hefur búið um sig. Og þótt segja megi að hún sé fyrst og fremst vakin af persónulegum ágreiningi er af mörgu sýnt, að hún kann að draga á eftir sér stórpólitískan dilk. Hér er átt við handtökur sem Indira Gandhi fyrirskipaði á dögunum, rétt eftir að hún kom úr opinberri heimsókn frá Sovétríkjunum hvar henni var hampað og iiossað meira en er- lendum þjóðhöfðingja þar um langar tíðir, að sögn frétta- manna. Þessir fjórir sem voru handteknir voru nánir sam- starfsmenn Maneku Gandhi og allir sömuleiðis fyrrverandi vin- ir og samstarfsmenn bæði Sanjay og raunar einnig Indiru. Mennirnir eru ákærðir m.a. fyrir morð, samsæri, þjófnað og fleira. Meðal hinna föngnu er Akbar Ahmed, sem var um langa hríð traustur stuðnings- maður Indiru Gandhi. Hann var einn helzti skipuleggjandi og ráðgjafi fyrir Sanjay, og sam- taka þeirra sem Maneka hefur nú tilkynnt að hún hafi breytt í stjórnmálaflokk, annar er Kalpnath Sonkar þingmaður sem sagði sig úr Congressflokki Indiru og gekk til liðs við stjórnmálaflokk Maneku. J.N. Mishra sá þriðji var áður hátt- settur í embættismannakerfi Indlands, og gegndi um hríð ráðherrastöðu. Hann sagði af sér þingmennsku á sínum tíma til að gerast hægri hönd Sanjay og hefur síðan verið handgenginn Maneku og aðstoðað hana í að skipuleggja baráttuna gegn tengdamóðurinni. Morðákæran sem minnst er á í upphafi er rakin til dauðsfalls sem er dularfullt og hefur aldrei verið upplýst. Um var að tefla lítt þekktan verkamann, Tikori Singh, hann var stuðningsmaður Sanjays. Atburðurinn gerðist í kjördæmi Sanjays þann 19. sept. Singh lézt tveimur dögum eftir að hann á óútskýrðan hátt flæktist inn í skothríð í grennd við Gaurigunj gistiheimilið í grennd við Amethi. Maneka og hundruð stuðningsmanna Sanja- ys höfðu farið þangað, að því er sagt var til að tilkynna formlega að þau myndu keppa við Raijv Gandhi, eldri son Indiru Gandhi í næstu þingkosningum sem eiga að fara fram árið 1985. Tikori Singh var sagður hafa slasast á ökla, þegar skot hljóp af slysni úr byssu, sem ekki hefur verið skýrt frá hver bar. I-'ögreglan handtók engan þá og gerði ekkert í málinu, utan að taka skýrslur af nokkrum sjón- arvottum, og þeir hafa heldur ekki verið nafngreindir. Tikori Singh var fluttur til Lucknov á sjúkrahús, en þangað var um 150 km leið. Hann lézt þar svo 21. sept. Þegar mennirnir fjórir voru handteknir sagði lögreglan að hún þyrfti að yfirheyra þá vegna morðsins á Singh. Maneka brást við hin versta og efndi til blaðamannafundar í skyndingu og bar ríkisstjórn Indlands — undir forystu Indiru — þeim sökum að með þessu væri verið að reyna að murka lífið úr flokki hennar og ekki myndi henni koma á óvart, þótt Indira gripi til þess ráðs að láta handtaka sig, fyrir einhverjar upplognar og tilbúnar sakir. Hún fullyrti að Tikori Singh hefði dáið vegna þess að neitað var að taka við honum og veita honum hjúkrun á sjúkrahúsum bæja og borga við slysstaðinn og að í Lucknov hefði ekki verið hirt um að gefa honum blóð. Maneka sagði að aðgerðirnar í Uttar Pradesh endurspegluðu kvíða lögreglunnar og stjórnar fylkisins, sem hefði orðið fyrir ýmsum áföllum þar eð ýmsir fyrrverandi stuðningsmenn hennar hefðu snúið baki við henni og hallað sér að flokki Maneku. Eftir handtökurnar í fyrri viku hefur verið ókyrrt víða um land, einkum þó í Delhí. Mann- fjöldi hefur margsinnis safnast saman við heimili Maneku, ým- ist til að votta henni hollustu eða láta í ljós andúð á henni. Man- eka staðhæfir að fundir sem haldnir séu og beinist gegn henni séu skipulagðir að undir- lagi Indiru. Að dómi ýmissa fréttaskýrenda og sérfræðinga um indversk málefni er Indira Gandhi orðin verulega óróleg vegna þess meðbyrs sem Maneka virðist fá, en stjórn hennar sjálfrar Iiggur undir stöðugu ámæli fyrir sinnuleysi og lítt skörulegar aðgerðir til að bæta innanlandsástandið. Auk þess virðist Indira ekki lengur hafa þau tök á sínu fólki sem fyrr. Maneka hefur aflað sér samúðar og nokkurs trausts. Hún sýnir dirfsku og áræðni, sem Indverj- ar kunna margir að meta og hún hlúir að minningu Sanjays eig- inmanns síns á þann hátt sem höfðar til margra. Þá hefur það vakið umtal að Raijv Gandhi, erfingi ríkisins svo fremi Indira fái að ráða, hefur tekið undir gagnrýni móður sinnar á Man- eku og er grunaður um að vera potturinn og pannan í ýmsum aðgerðum gegn mágkonu sinni, sem ekki þykja honum sæmandi. (Ileimildir m.a. Kconomi.st, TIh‘ Daily Telegraph).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.