Morgunblaðið - 07.10.1982, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982
Á annað hundrað
bækur frá Iðunni
Hjá bókaútgáfunni Iðunni koma
út í ár á annað hundrað bókatitlar
sem er svipað og á síðasta ári, og
er um að ræða: ljóðabækur,
skáldsögur, frumsamdar og þýdd-
ar, smásögur, fræðirit, bækur
sögulegs efnis, handbækur,
námsbækur, barna- og unglinga-
bækur, frumsamdar og þýddar, og
myndasögur fyrir börn. Eftirfar-
andi er úr fréttatilkynningu Ið-
unnar um útgáfuna:
FRUMSAMIN SKÁLDRIT
Anton Helgi Jónsson sendir frá
sér sína fyrstu skáldsögu sem
nefnist Vinur vors og blóma. Þetta
er saga um ástir og örlög og fjall-
ar um nokkra mánuði í lífi ungs
manns í Reykjavík. Eftir Anton
hafa áður komið út tvær Ijóða-
bækur og hann vann einnig til
fyrstu verðlauna í smásagnasam-
keppni Vikunnar.
Frá Auði Haralds kemur þriðja
bókin: Ævintýri fyrir rosknar von-
sviknar konur og eldri menn eða
Hlustið þér á Mozart? Fjallar hún
um 37 ára konu sem vaknar upp
við það einn morgun að maðurinn
er farinn í vinnuna og börnin í
skólann og hún getur ráðstafað
deginum fullkomlega eins og hana
langar til.
Njörður P. Njarðvík sendir frá
sér sögulega skáldsögu: Dauða-
menn. Hún er byggð á atburðum á
sautjándu öld er tveir feðgar, Jón-
ar á Kirkjubóli í Skutulsfirði, voru
brenndir á báli fyrir galdra vegna
ásakana séra Jóns Magnússonar
þumlungs, en kunn er Píslarsaga
hans þar sem hann lýsir galdra-
ofsóknum feðganna á hendur sér.
Hallærisplanið er fyrsta bók
ungs höfundar, Páls Pálssonar.
Hún segir frá lífi unglinga í
Reykjavík samtímans.
Ný Ijóðabók er væntanleg frá
hendi Þorsteins frá Hamri. Nefn-
ist hún Spjótalög á spegil. Kveður
hér við nokkuð annan tón en í
fyrri Ijóðabókum höfundar, ljóðin
ef til vill persónulegri, segir í
fréttatilkynningunni.
Guðrún Svava Svavarsdóttir
myndlistarmaður sendir frá sér
sína fyrstu Ijóðabók: Þegar þú ert
ekki, þar sem hún segir frá sam-
bandi sínu og Þorsteins frá
Hamri. Bókin er prýdd myndum
eftir hana sjálfa.
Eftir Sigurð Pálsson kemur út
Ljóð vega gerð. Þetta er þriðja
Ijóðabókin í trílógíunni um ljóð-
vegina. Hinar fyrri voru: Ljóð vega
salt og Ljóð vega menn.
Ennfremur kemur út Ljóðasafn
Hannesar Sigfússonar. Þetta er
heildarútgáfa á Ijóðum Hannesar.
Kjartan Guðjónsson myndskreyt-
ir bókina. Þetta er fjórða bók í
flokki Iðunnar með ljóðasöfnum
meiriháttar samtíðarskálda. Áður
eru komin út söfn eftir Hannes
Pétursson, Stefán Hörð Grímsson
og Sigfús Daðason.
Væntanleg er ný bók frá Svövu
Jakobsdóttur sem hefur að geyma
nýjar áður óbirtar smásögur. Bók-
in hefur ekki hlotið nafn.
Frá Auði Haralds kemur þriðja bók-
in: Ævintýri fyrir rosknar vonsvikn-
ar konur og eldri menn eða Hlustið
þér á Mozart.
Þáttabók Hannesar Péturssonar
hefur enn ekki hlotið nafn, en hún
hefur m.a. að geyma þátt um síðustu
daga Bólu-Hjálmars.
Eftir Birgi Engilberts koma út
þrír þættir sem væntanlega munu
bera titilinn Andvökuskýrslurnar,
en Birgir, sem er lærður leik-
myndateiknari, hefur m.a. skrifað
nokkur leikrit sem sýnd hafa verið
í sjónvarpi og á sviði.
ÖNNUR RIT FRUMSAMIN
Eftir Hannes Pétursson koma út
heimildaþættir sem ekki hafa enn
hlotið nafn. Meðal efnis má nefna
þátt um síðustu ævidaga Bólu-
Hjálmars og annan um. móður
hans.
Ingólfur Margeirsson skráði í
fyrra endurminningar Guðmundu
Elíasdóttur, Lífsjátning, sú bók
hefur nú verið prentuð í þrem út-
gáfum og tilnefnd til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Ing-
ólfur er nú á ferðinni með nýja
bók sem hann kallar Erlend andlit
og ber undirtitilinn myndbrot af
mannfólki.
Fjórða bindi af Mánasilfri, úr-
vali endurminninga sem Gils Guð-
mundsson hefur tekið saman,
kemur út í ár.
Eftir Einar Braga kemur út
Hrakfallabálkurinn — viðtöl við
Plum kaupmann í Ólafsvík, sem var
einn af síðustu verslunarstjórum
konungsverslunarinnar og eftir að
verslun í landinu var gefin frjáls
árið 1786, var hann kaupmaður í
Ólafsvík um árabil. Plum ritaði
bækur, sem enn eru til í handriti,
meðal annars verslunarsaga hans,
sem Einar Bragi reisir frásögn
sina á.
Eftir Flosa Ólafsson kemur bók-
in í kvosinni — æskuminningar og
bersöglismál. Bókin er minn-
ingabrot og hugleiðingar um lífið
og tilveruna og sögusviðið er
Kvosin í Reykjavík.
Endurminningar koma út eftir
Róbert Maitsland og er þetta hans
fyrsta bók. í fréttatilkynningu Ið-
unnar segir m.a.:„ Róbert er svo-
Eftir Njörð P. Njarðvík kemur út
söguleg skáldsaga um galdraofsókn-
ir á sautjándu öld.
Eftir Svövu Jakobsdóttur kemur út
bók með áður óbirtum smásögum.
kallað ástandsbarn, fæddur á
stríðsárunum, móðir hans var ís-
lensk en faðir hans bandarískur
hermaður sem hvarf af landi brott
mánuði eftir að Róbert fæddist
1943. Óhætt er að segja að hann
hafi ekki farið troðnar slóðir í líf-
inu.“
Á leið til annarra manna nefnist
sönn frásögn um stúlku er fæddist
mikið fötluð og var úrskurðuð
vangefin. Eftir nær áratugarvist-
un á Kópavogshælinu kemur í Ijós
að í viðjum fatlaðs líkama bjó
þroskaður hugur og var það fyrst
og fremst fyrir þrautseigju og þol-
inmæði skrásetjara bókarinnar,
Trausta Ólafssonar kennara, að
það uppgötvaðist að stúlkan var
alls ekki vangefin.
Brian Pilkington og Þórarinn
Eldjárn senda frá sér bók um ís-
lensku jólasveinana. Þetta er lýs-
ing á lífi þeirra í nútíma og meðal
efnis er viðtal við jólaköttinn,
meðmæli frá nokkrum atvinnu-
veitendum Gluggagægis, sjúk-
dómsgreining frá sálfræðingi
Hurðaskellis, auk þess vísur og
kvæði, endurminningaþættir,
lögregluskýrslur, sakaskrá o.m.fl.
Þórarinn Eldjárn annast texta-
hliðina en myndirnar gerir Brian
Pilkington.
ÞÝDDAR BÆKUR,
SKÁLDSÖGUR OG FLEIRA
Frásögn um margboðað morð
heitir nýjasta bók Gabriel Garcia
Marques sem kemur út í haust.
Bók þessi kom fyrst út á frummál-
inu nú í ár en Guðbergur Bergsson
þýddi bókina úr spænsku eins og
fyrri bækur höfundarins sem út
hafa komið á íslensku.
Önnur bók eftir suður-amerísk-
an höfund kemur út í haust: Hinn
ósýnilegi eftir Manuel Scorza en
Iðunn hefur áður gefið út eftir
sama höfund Rancas þorp á heljar-
þröm. Þessi bók fjallar um baráttu
indíána í Perú fyrir tilveru sinni
og blóðbaðið sem því fylgir. Bókin
greinir frá sönnum atburðum.
Scorza hefur skrifað fimm binda
skáldsagnaröð um þessa baráttu
indíánanna við yfirboðara sína.
Hinn ósýnilegi er annað bindið af
þessum heimildaskáldsögum.
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi
bókina úr spænsku.
Lausnarorð er fyrsta bók Marie
Cardinal sem út kemur á íslensku.
Hún er fædd í Alsír en stundaði
nám í París og lagði síðan stund á
Spjótalög á spegli heitir ný Ijóðabók
Þorsteins frá Hamri.
Þórarinn Eldjárn er textahöfundur
bókar um íslenzku jólasveinana og
hefur Þórarinn m.a. tekið viðtal við
jólaköttinn vegna útkomu bókarinn-
ar.
háskólakennslu í heimspeki. Á
fertugsaldri tekur hún að þjást af
sálsýki og þar kemur að hún
gengst undir sálgreiningu sem
m.a. greinir frá í þessari bók.
Snjólaug Sveinsdóttir þýddi.
Fyrsta bók bandarísku skáld-
konunnar Anais Nin á íslensku
kallast IJnaðsreitur og hefur að
geyma þrettán gleðisögur. Guðrún
Bachmann þýddi sögurnar.
Ævisaga Elizabeth Taylor er
væntanleg á íslensku í haust og er
höfundur hennar Kitty Kelley.
Bókin segir frá kvikmyndaferli
hennar, sjö hjónaböndum, ástar-
ævintýrum, veikindum, sorg og
gleði. Elizabeth Taylor höfðaði
mál til þess að stöðva útgáfu bók-
arinnar en án árangurs. Ingibjörg
Jónsdóttir þýddi.
Á síðasta ári kom út hjá Iðunni
Astarsaga aldarinnar eftir Mártu
Tikkanen. Hún fjallaði eins og
kunnugt er um hjónaband hennar
og Henriks Tikkanen og ekki síst
um drykkjuskap eiginmannsins.
Henrik Tikkanen er kunnur höf-
undur í Finnlandi og jafnframt
þekktur myndlistarmaður. Hann
hefur ritað endurminningar sínar
í nokkrum bindum og kemur
fyrsta bókin, Brenna, út á íslensku
í haust í þýðingu Ólafs Jónssonar.
Hrollvekjur er úrval þýddra
hryllingssagna. Alfreð Flóki
myndskreytir bókina. Meðal þýð-
enda eru Þórbergur Þórðarson,
Guðbergur Bergsson, Árni
Björnsson og Úlfur Hjörvar.
BARNA- OG
UNGLINGABÆKUR
Að venju gefur Iðunn út bækur
fyrir börn og unglinga. Hér skal
getið nokkurra.
Gilitrutt, þjóðsagan kunna, kem-
ur út í myndbúningi Brians FMlk-
ington sem myndskreytti Astar-
sögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu
Helgadóttur. Sú bók kom út í
fyrra og hefur nú komið út á
nokkrum erlendum tungumálum.
Frumsamdar bækur eftir
Magneu frá Kleifum, Kára
Tryggvason og Ragnheiði Jóns-
dóttur koma út og einnig koma út
tvö ævintýri H.C. Andersen með
litmyndum Ulf Löfgren og bækur
eftir Svend Otto S. og Ole Lund
Kirkegaard. Meðal höfunda ungl-
ingabóka má nefna Jan Terlouw,
Heildarútgáfa á Ijóðum Hannesar
Sigfússonar er meðal útgáfubóka Ið-
unnar.
Ingólfur Margeirsson segir í bók frá
sérstæðum persónum, sem hann hef-
ur hitt á ferðalögum sínum erlendis.
Bo Carpelan, Anke de Vries, E.W.
Hildick og Erik Christian Hau-
gaard.
HANDBÆKUR, NÁMS
BÆKUR OG FLEIRA
Bók um Ijósmyndun kemur út:
Taktu betri myndir eftir Michael
Langford. Hún er sniðin við hæfi
byrjenda jafnt sem lengra kom-
inna.
Hverju svarar læknirinn? í þýð-
ingu Guðsteins Þengilssonar er
nýkomin út en upplagið á þrotum
og er ný útgáfa væntanleg fyrir
jól.
Ungbarnið — um þroska og um-
önnun barna fyrstu tvö æviárin er
leiðbeiningarrit með myndum eft-
ir hjúkrunarfræðingana Maríu
Heiðdal og Önnu Ólafsdóttur.
Aðhlynning aldraðra eftir Sol-
veigu Jóhannsdóttur er nýkomin
út.
Bíllinn eftir Guðna Karlsson er
komin út í fjórðu útgáfu, breytt og
aukin. Komin er önnur útgáfa á
Lostæti með lítilli fyrirhöfn sem
kom út í fyrra og nú koma tvær
nýjar matreiðslubækur í sama
flokki. Einnig koma tvær minni
matreiðslubækur út með haustinu.
Meðal nýrra námsbóka eru
Ilönsk málfræði, Ritgerðabókin,
Hreyfingarfræði, íþróttasálarfræði
og endurskoðuð útgáfa af Straum-
ar og stefnur í islenskum bókmennt-
um frá 1550 eftir Heimi Pálsson.