Morgunblaðið - 07.10.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982
37
Minning:
Þorbjörg Margrét
Jóhannesdóttir
greiðslumaður, kvæntur Jónu
Guðmundsdóttur ljósmóður, Hall-
grímur bóndi í Hvammi, kvæntur
Sigurlaugu Fjólu Kristmundsdótt-
ur, Sigurlaug Guðrún, gift séra
Skarphéðni Péturssyni í Bjarna-
nesi, en hann er látinn, Jón Auð-
unn fv. bóndi á Marðarnúpi,
kvæntur Þorbjörgu Þórarinsdótt-
ur frá Dalvík, Ingibjörg, gift Þórði
Guðmundssyni útgerðarmanni frá
Gerðum í Garði, hún er látin,
Þórhildur, gift Jóni ísberg sýslu-
manni Húnvetninga, og Eggert en
hann dó ungur.
Guðjón hélt andlegri reisn sinni
fram til hins síðasta, en Rósa var
komin í annan heim, eins og sagt
er um fólk sem varla veit af sér.
Stundum rann þó upp fyrir henni
ljós og þá þekkti hún sína nán-
ustu. Guðjón var trúmaður. Dag-
inn áður en hann dó spurði hann
að vanda: „Hvernig líður Rósu?
Hvernig er veðrið?" Guðjón hafði
lengi sagt að hann dæi á undan
Rósu. Og nú sagði hann án þess að
bíða eftir svari um veðrið: „Þegar
ég er dáinn, sem stutt er í, kalla ég
á Rósu mína til mín“. Guðjón dó
að morgni næsta dags. Þegar Rósu
var sagt lát hans virtist hún skilja
það. Hún opnaði aðeins augun,
lokaði þeim aftur og andlit hennar
varð enn fölara en áður. Eftir
þetta var engum matarbita í hana
komið. Hún andaðist þremur dög-
um síðar. Þannig endaði ævi þess-
ara hjóna með ást og umhyggju
hvort fyrir öðru, eins og það hafði
verið í gegnum lífið.
Já dalurinn var fallegur þennan
dag. Og þegar kistur þeirra voru
bornar úr kirkju til grafar, Rósu á
undan af sex stúlkum, barnabörn-
um hennar sem flestar báru nafn
hennar — og Guðjóns á eftir af
sonum, tengdasyni og frændum,
reis minning þeirra hjóna hæst
eins og tindar fjallanna.
Guðlaugur Guðmundsson
25. september var Margrét Jó-
hannesdóttir jarðsungin frá
Hjarðarholtskirkju í Laxárdal í
Dölum í björtu og fögru veðri og
var jarðsett við hlið foreldra
sinna, en þau létust bæði 1954.
Magga, eins og hún var ávallt köll-
uð af vinum og frændfólki, var
fædd að Saurum í Laxárdal 15.9.
1919, dóttir hjónanna Jófríðar
Guðbrandsdóttur og Jóhannesar
Benediktssonar. Þar ólst hún upp
ásamt þremur bræðrum sínum og
gekk þar að allri vinnu jafnt úti
sem inni. Um þrítugsaldur kemur
hún hingað til Reykjavíkur og fer
að vinna hért bæði við húshjálp og
saumaskap. I mörg ár vann hún á
saumastofu Andrésar Andrésson-
ar klæðskera. Magga var sérlega
vandvirk og samviskusöm og lét
enga flík frá sér fara nema vera
viss um að ekki væri hægt að gera
betur, og svo var um allt sem hún
tók sér fyrir hendur. Það liggur
eftir hana mikil handavinna og
eru ótaldir dúkarnir sem hún
heklaði og gaf vinum og kunningj-
um, eða þá vettlingar og hosur
sem hún prjónaði til að gefa smá-
fólkinu. Seinustu árin vann Magga
á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund. Þar dvaldi móðir mín um
tíma þar til hún lézt 1981, og vil ég
þakka Möggu alla þá tryggð og
elskulegheit sem hún sýndi henni.
Oft leit hún inn til hennar og var
þá jafnan brugðið á glens og gam-
an, sem þær áttu báðar svo létt
með.
Ég man vel er ég sá Möggu
fyrst, er ég kom í sumarfríi á
heimili foreldra hennar 1947 með
eiginmanni og nokkurra mánaða
dóttur okkar, og var mér einstak-
lega vel tekið af hæglátum og góð-
um foreldrum hennar. En Jóhann-
es faðir hennar var bróðir tengda-
móður minnar og var Egill í sveit
á þessu heimili í mörg sumur. Þeg-
ar Magga flytur hingað 1951 hefst
okkar kunningsskapur. Hún bjó
þá í nágrenni við okkur og kom því
oft í heimsókn. Var þá margt rætt
og því meira hlegið. Þurfti ekki
mikið tilefni til að við fengju hlát-
ursköst, því að þó Magga væri
hæglát og dul í lund, átti hún gott
með að sjá broslegu hliðarnar á
hlutunum, en allt í græskulausu
gamni.
Magga giftist ekki og eignaðist
ekki börn, en hún var sérlega
barngóð og fóru dætur okkar Egils
ekki varhluta af því. Alla tíð hefur
hún verið þeim einstaklega góð og
alltaf var jafn gaman að fá Möggu
í heimsókn. Hún gaf sér líka tíma
til að leika og tala við þær þegar
þær voru litlar og hændust þær
allar að henni. Alltaf fylgdist hún
með velferð þeirra gegnum árin,
og þegar þær voru uppkomnar og
sjálfar komnar með börn, fengu
þau líka að njóta blíðu hennar.
Engu afmæli var gleymt, alltaf
var komið með gjöf. Hún var allt-
af hjá okkur þegar fjölskyldan
kom saman, alltaf ein af okkur,
enda tengdist hún skyldfólki mínu
og vinum vináttuböndum, og þá
sérstaklega Dúu systur minni. Við
þrjár áttum saman margar góðar
og óglevmanlegar stundir. Síðan
1954 var hún hjá okkur á hverjum
jólum. Hún naut þess að fá að vera
með börnunum og sjá þau gleðjast
á hátíðarstundu.
Ekki sat hún auðum höndum,
heldur tók hún þátt í öllum heim-
ilisstörfum með mér. Það verður
tómlegra hér á Hrísateignum
næstu jól, þegar hún verður ekki
lengur með okkur. Á hverju sumri
fór Magga vestur í Dali og dvaldi
þá á Saurum, þar sem tveir bræð-
ur hennar eiga heima, en einn býr
nú hér í Reykjavík.
Bræðrabörnin voru henni kær
og fylgdist hún vel með þeim og
börnum þeirra, ekki síst litlu telp-
unum hennar Jófríðar, og fór hún
margar ferðir til þeirra.
Þó að Magga gengi ekki heil til
skógar seinustu árin kom andlát
hennar mjög á óvart, og hefði mér
síst dottið í hug er ég sá hana
seinast, að eftir nokkra daga ætti
ég eftir að bera kistuna hennar úr
kirkju. En svona er hverfulleiki
lífsins. Nú þakka ég fyrir að hún
fékk að kveðja þennan heim þegar
séð varð, að hún fengi ekki bata
eftir stóra aðgerð, sem hún fór í að
kvöldi 12. september. Hún lést svo
á gjörgæsludeild Borgarspítalans
þann 15. september á 63 ára af-
mælisdaginn sinn. Við hjónin,
dætur, tengdasonur og barnabörn
þökkum henni samfylgdina gegn-
um árin. Það er margs að minnast
og margt að þakka, því að gott
fólk skilur eftir góðar minningar.
Ég sendi bræðrum hennar og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur.
Erla Sigurjónsdóttir
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
í Sigtúni í kvöld kl. 20.30
Stjórnandi Ragnar Bjarnason
Spilaðar verða
15 umferðir
Verömæti
allt aö
160 þús. kr.
Húsiö opnar
kl.
19.30
Allir velunnarar þeirra
eru hvattir til að mæta
Topp
vinningar
frá
GROHE
Hver ekur heim á glænýjum SUZUKI
Knattspyrnuráð Akraness