Morgunblaðið - 07.10.1982, Page 39

Morgunblaðið - 07.10.1982, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 39 félk í fréttum Elena Balovlenkov væntir annars barns + Elena Balovlenkov, bandarísk hjúkrunarkona, sem flaug tvisvar til Moskvu í sumar til að reyna að hafa áhrif á sovésk stjórnvöld varðandi vegabréfsáritun fyrir þarlendan eiginmann sinn, væntir nú síns annars barns. Yuri Balovlenkov, sem er 33 ára gamall tölvusérfræðingur fór í tvö hungurverkföll í sumar til að reyna að fá vegabréfsáritun til að geta farið til eiginkonu sinnar og dóttur í Baltimore, en hefur þráfaldlega verið synjað. Frú Balovlenkov, 29 ára að aldri, segir að lítill árangur hafi náðst í málum eiginmanns síns. Einu svörin sem fáist séu þannig, að hann fái vegabréfsáritun í fyrsta lagi eftir nokkra mánuði og í síðasa lagi árið 1985. Þegar hún var í Moskvu fyrr í sumar fékk hún eiginmann sinn til að láta af hungurverkfalli sínu með þvi að segja honum að hann fengi vegabréfsáritunina langþráðu ef hann hætti föstunni. Síðan þá segir hún að hann hafi lofað því að halda sér gangandi fyrir sig og dótturina Katrínu, sem hann hefur aðeins einu sinni séð þangað til allt sé í höfn. Naney Reagan í góðra vina hópi. Nancy Reagan gefur út bók -t Nancy Reagan, eiginkona Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, stendur í ströngu ekki siður en hann í kosningabaráttunni, en hún leiðir hugann frá þeim bardaga að sínum eigin sem felst í þvi að auglýsa og selja nýja bók er hún hefur ritað og nefnist „Að elska barn“. Meðan að Ronald Reagan er á stöðugu flakki til að tryggja sér atkvæði flokksbræðra sinna fyrir kosningarnar er fara fram í nóvember næstkomandi, hefur eiginkona hans notað allan mánuð- inn í kynningu á þessari nýju bók sinni, en hún kemur á markað þann 1. nóvember næstkomandi. Hápunktur auglýsingaherferðarinnar verður siðan þann 19. nóv- ember, þegar Frank Sinatra verður gestur forsetafrúarinnar sem tekur á móti 600 ömmum og öfum ásamt barnabörnum þeirra í hádegisverðarboði, en boðskapur í bók Nancyar er sá að börnum sé veitt hlýja og þau sem ekki njóti hennar heima við fái hana hjá „fósturafa" og „fósturömmu". Hér er átt við hóp fólks sem tekur að sér að hlúa að börnum er alið hafa aldur sin á stofnunum. Þetta fólk fær tvo dollara á tímann fyrir þetta góðverk og vinnutíminn er tuttugu tímar á viku ... COSPER Nýr ráðgjafi hjá Chanel... + Gsbrielle (('oco) ('hanel myndi að öllum líkindum snúa sér við i gröfinni ef hún vissi að framúr- stefnuhönnuðurinn Karl Lagerfeld mun verða næsti aðalráðgjafi tískuhússins ('hanel, en að athug- uðu máli myndi hún sennilega verða sátt við tilhugsunina þar sem hann er ekki síðri „sköpunarmað- ur“ en hún var á sínum tíma ... Lagerfeld sem hefur oft á tíð- um fengið fólk til að standa á öndinni af hneykslan eða undran er hann hefur komið fram með nýjungar sínar, hefur um langa hríð verið þekktur fyrir hug- kvæmni, en hann mun starfa jafnt fyrir tískuhús Chanel og Chloé, þar sem hann hefur unnið um nokkurt skeið. Fröken Chanel lést árið 1971 eftir að hafa rekið tískuhús sitt með miklum blóma allt frá því í fyrri heimsstyrjöldinni og hefur stíll sá er hún mótaði haldist, þrátt fyrir andlát hennar og ver- ið fylgt eftir af dyggum sam- starfsmönnum hennar allt þar til nú, að fengið hefur verið nýtt blóð í fyrirtækið. Margrét Thatcher hefur rétt fyrir sér: Viö sofum of mikið ... + Margrét Thatcher upplýsti það fyrir skömmu, að hún þarfnaðist aðeins fjögurra til fimm klukku- stunda svefns á nóttu til að hafa fullt starfsþrek. Þetta kom mörg- um á óvart sem hafa það fyrir sið að kúra minnst átta tíma á nóttu ef ekki er um að ræða einhverja trufl- un, en læknar í Bretlandi hafa opnað umræður um þennan þátt í mannlegu fari í kjölfar fullyrðingar forsætisráðherrans. Dr Jim Horne, sem kannað hefur svefnvenjur undanfarin ár segir að Márgrét Thatcher hafi fullkomlega rétt fyrir sér í þessu atriði ... við hin séum að eyða tíma okkar til einskis. Fjögurra til fimm klukkustunda svefn er allt sem við þurfum til að hvíla heilann og líkamann sagði hann á ráðstefnu varðandi þessi mál í síðastliðinni viku. Aukatíminn sem okkur er tamt að eyða í svefn, er arfleifð frá þeim tíma er fólk notaði svefninn til að drepa tímann og losna við leið- indi ... oKum upp á myndbönd: Fræösluefni, viötalsþættir, kynningar á félags- starfsemi og fyrirtækjum o.m.fl. Klippum og lögum efniö til sýningar. Fjölföldun fyrir öll kerfin. Fullkominn tækjabúnaöur. Myndsjá S: 11777 Já, þaö er von þú hváir. En líttu á: Við bjóöum upp á meira en 500 titla! Það gerirsamtals 50.493 mín. dagskrá. Fyrir VHS, BETA og 2000. Opiö frá kl.12.00-21.00 virka daga. 12.00 —18.00 laugardaga. Lokað á sunnudögum. VIDEOMIDSTÖOIN Laugavegi 27 — Síml 14415

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.