Morgunblaðið - 07.10.1982, Side 44

Morgunblaðið - 07.10.1982, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 Frá SelfosKÍ. „I>að fólk, sem harðast hefur gengið fram á opinberum vcttvangi til að mótmæla veru þeirra (fanganna) hér, hefur ávallt þóst mæla fyrir munn margra, en felur sig þó bak við dulnefni. Finnst mér þvi mál til komið að hinir, sem sjálfsagt eru ekki færri, láti í sér heyra. Skrif huldufólksins hafa ein- kennst af þröngsýni og fordómum og finnst mér ótækt að það birti skoðanir sínar sem almannaróm hér.“ má gltzýxx á. eins mi kié cxf glazpa- Og ofbeldisrr>yndurr, oo, noig lystif, Suo |eo9» sem fólk erekki berrassab. " Ast er ... ... að vona að það verði tvíburar. TM Rag U S Pat 0«t aK rights rcservMt • 19«? Los Angetes Times Syndicale Fyrst þú kemst ekki út, hvernig fórstu að þvi að kom- ast inn? Skiptu þér ekki af honum, þetta er montrass! HÖGNI HREKKVÍSI 1 *■'* ® McNaught Syndicata, Inc. L tíí ( Fangarnir hafa reynst traustsins verðir Kristín iHirarinsdóttir, Selfossi skrifar 30. september: „Miklu moldviðri hefur verið þyrlað hér upp að undanförnu vegna fanga af Litla-Mrauni, sem hafa fengið að stunda nám við Kjölbrautaskólann á Selfossi. Það fólk sem harðast hefur gengið fram á opinberum vettvangi til að mótmæla veru þeirra hér, hefur ávallt þóst mæla fyrir munn margra, en felur sig þó bak við dulnefni. Finnst mér því mál til komið að hinir, sem sjálfsagt eru ekki færri, láti frá sér heyra. Skrif huldufólksins hafa einkennst af þröngsýni og fordómum og finnst mér ótækt að það birti skoðanir sínar sem almannaróm hér. Fjarri fer því að þeir sem ég umgengst hafi sama þankagang og hitti ég þó marga sem málið þekkja af eig- in raun, þar sem ég sjálf stunda nám bæði við öldungadeild og dagskóla Fjölbrautaskólans og á fjóra unglinga, sem allir stunda nám hér við skólann. í Velvakanda 28. sept. birtist bréf frá nafnlausum Selfyssingi sem telur sig svo syndlausan að hann hafi efni á að kasta fyrsta steininum. Þær dylgjur, sem hann hefur í frammi til að afsaka leynd sína eru svo sóðalegar, að ég get ekki látið hjá líða að benda honum á, að til eru ódæðisverk sem unnin eru á sálarlífi manna sem síst eru betri líkamsmeiðingum, þótt erf- iðara sé að koma dómum yfir þá sakamenn er slíka verknaði fremja. Þeir ganga frjálsir á með- al okkar og vega sín fórnarlömb einmitt úr launsátri. Ég verð að játa að slíka ógæfumenn óttast ég meira en fangana frá Litla- Hrauni sem með mér sitja í kennslustundum. Það hlýtur að Þessir hringdu . . . Fyrirspurn til V erdlagsstofnunar „Neytandi" hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Svoleiðis er að söluskáli á Akranesi selur innihald lítra- flösku af kók á kr. 20 dags dag- lega, en í nætursölu á kr. 40. Mig langar til þess að fá svar Verð- lagsstofnunar við því, hvort þetta sé innan leyfilegra álagningar- marka eða ekki. Og ef svo er ekki: Hvers vegna er það þá látið við- gangast? Hvað med Hans og Grétu og Rauðhettu og úlfinn? Baldvin Baldvinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að beina þeirri fyrirspurn til Svanlaugar Löve og Kattavina- félagsins, hvort þau vilji ekki láta banna hin alkunnu ævintýri Hans og Grétu, þar sem börnin eru svelt og til stendur að borða Hans, en kerlingunni er stungið í ofninn, að maður nú tali ekki um Rauðhettu og úlfinn, þar sem úlfurinn étur gömlu konuna ofan á allt annað. Er ekki meira ofbeldi í sögum eins og þessum en er að finna hjá Tomma og Jenna? En hvar eigum við svo að láta staðar numið í bannfæringunum? Hvert er Helga að fara? Klín Siggcirsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vil taka undir gagnrýni Árna Þorsteinssonar í Velvakanda 1. okt. þar sem hann deilir á mál- flutning Helgu Sigurjónsdóttur í útvarpinu sunnudaginn 26. september. Jafnrétti hlýtur að vera mál beggja kynja, ekki bara kvenna. Helga hlýtur að verða að skýra miklu betur en hún hefur gert hvað hún er að fara. Lækka á aldursmörkin niður í 16 ár E„SL hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Hvers vegna er tuttugu ára aldurstakmark inn á almenna dansleiki, jafnvel þar sem ekki eru vínveitingar, eins og á gömlu dönsunum? Fyrir nokkru síðan var auglýst rokkhátíð á Hót- el Borg, en tekið fram að inngang- ur væri takmarkaður við tvítugs- aldurinn. Er betra að láta ungl- ingana híma fyrir utan dansstað- ina í þeirri von að þeim takist með einhverju móti að svindla sér inn eða horfa upp á þá drekka sig ofurölvi og þeyta flöskubrotum um allt og valda alls kyns spjöll- um? Það ætti að lækka aldurs- takmörkin allt niður í 16 ár og leyfa ungum og öldnum að skemmta sér saman. Ég skora á þá, sem setja svona fáránlegar reglur, að hugsa eitthvað nánar út í þetta. Slæmt athug- unarleysi „Vinur aldraðra“ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — I dag (þriðjudag) kl. 11.30 er í hljóð- varpinu þáttur um málefni aldr- aðra; Lífsgleði njóttu heitir hann. Það er auðséð að tímasetning þessa þáttar er ákveðin af aðila sem t.d. þekkir ekki til á dvalar- heimilum fyrir aldraða, því að þar er þetta víða matartími og lítið næði til hlustunar. Nær hefði ver- ið að hafa þáttinn kl. 11.00 en færa tónlistarþáttinn sem þá átti að vera, Islenskir einsöngvarar og kórar, til kl. 11.30. Þetta var slæmt athugunarleysi. Sjálfselskustu dýr undir sólinni Stefán Guðbjartsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst þessi mótmæli Kattavinafé- lagsins við sýningum á teikni- myndaflokknum um Tomma og Jenna fávíslegri en orð fá lýst. Og formaður félagsins bætir gráu ofan á svart með því að vitna í einhver enn vitlausari ummæli þess efnis að kettir veitist aldrei að neinum að fyrra bragði og megi mannfólkið taka þá sér til fyrir- myndar. Sjálfsagt er flestum eins farið og mér, að kunna mýmörg dæmi um það að kettir ráðist á fólk að ástæðulausu, jafnvel unga- börn í barnavögnum. Ég get t.d. nefnt það að tengdamóðir mín,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.