Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 7 Þetta garðhús handa börnum (sænskt) er til sýnis og sölu að Freyjugötu 3 HJÍIPIÐ HINDUM BllNDRAVINAftlAI fSLANDS Merkjasala Blindra- vinafélags íslands, Ingólfsstræti 16 veröur í dag, laugardaginn 16. október og á morgun, sunnudaginn 17. október. Vinningar í happdrættinu eru sjö: 2 Canon AE1 myndavélar og 5 tölvuúr, aö verðmæti 2000 kr. hvert. Vinsamlegast takiö vel á móti sölufólki okkar. Blindravinafélag íslands LEIFUR EIRÍKSSON í tilefni oþnunar , ,Scandinavia Today ’ ’ var geftn út afsteypa af styttu LEIFS EIRÍKSSONAR. Afsteypaþessifékk verðlaun og viðurkenningu í samkepþni um minjagriþi á vegum Ferða- málaráðs og Iðntceknistofnunar íslands 1981. Á næstunni munu koma til landsins 100 eintök af stytt- unni, en á hverju eintaki er á- grafin gyllt plata með íslensk- um texta er tilgreinir tilefni út- gáfunnar. Afsteypumar eru gerðar úr muldum marmara, 24 cm á hæð. Hægt er að panta eintök hjá útgefanda, en nánar verður auglýst um söluna. Tekið á móti pöntunum um helgina og næstu daga. l l MYNDAÚTGÁFAN BOX 7145 REYKJAVfK. SÍMI20252 Deman tshringar Dra umaskart Kjartan Ásmundsson, pullsmíðnv. Aðalstræti 8. Hinn alþjóðlegi samanburður Verðbólgan hér er um 60% en átti í ár að vera hinn sami og í nágrannalöndum samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá febrúar 1980. Meö því að skoða myndina hér að ofan sjá menn hve ríkisstjórninni hefur gjörsamlega misheppnast að ná markmiðum sínum í baráttunni við verðbólguna. Myndin sýnir verðbólgu á „árs- grundvelli” eins og hún var í 12 löndum í júlí 1982. Löndin eru frá vinstri: Ítalía, Frakkland, Danmörk, Belgía, Bretland, Svíþjóð, Banda- ríkin, Holland, Sviss, V-Þýskaland, Austurríki og Japan. Þversögn l'mræðurnar sem sprott- ið hafa af tilraunum Svav- ars Cæstssonar til að sölsa undir ríkið þrjár sjálfseign- arstofnanir, Skálatún, Sól- heima og Sólborg, i þágu þroskaheftra hafa veitt innsýn inn i þann þátt hins opinbera kerfis, sem sogar til sín mest fjármagn, heil- brigðiskerfið. I’að liggur fyrir, að Svavar Geslsson ætlaði að beita skattfé al- mennings til að kúga sjálfseignarstofnanirnar. „Káðunevtið hvggst í krafti peningavalds stjórna áður- ncfndum 3 stofnunum al- farið,“ segja læknarnir Cunnar l'ormar og Sigurð- ur l>orgrímsson í grein hér í blaðinu í gær og komast að þessari niðurstöðu eftir að hafa lesið yfirlýsingu ráðuneytis Svavars Gests- sonar um málið. Samhliða því sem þessi staðreynd um yfirgang formanns Alþýðubanda- lagsins liggur fyrir, að hann er að nota opinbert fé til að svipta cinstaklinga yfirráðum yfir því sem til er orðið fyrir þeirra frum- kvæði, geysast þeir fram á ritvöllinn sem að öllum jafnaði telja sig vera tals- menn einkaframtaks og sýnast nú þeirrar skoðun- ar, að öllum fjárhagsvanda á sviði heilbrigðismála verði borgið með sem mestri miðstýringu og þeirri aðferð að ráðamenn ríkishítarinnar ráði alfarið sem mestu um daglegan rekstur sjúkrastofnana hvaða nafni sem þær nefn- asL Bæjarstjórinn á Sel- tjarnarnesi, Sigurgeir Sig- urðsson, sem setið hefur í daggjaldancfnd frá upphafi vega lýsir því yfir hér í blaðinu, að hann geri sér „góða grein fyrir gagns- leysi daggjaldakerfísins til mótunar heilbrigðis- stefnu." Kkki er vitað til þess, að daggjaldancfndin hafí átt að móta slíka stefnu. Pétur Sigurðsson, alþingismaður, lýsir nefnd- inni og starfsaðstöðu henn- ar réttilega þegar hann segir hér í blaðinu í gær, að hún sé „iðulega notuð af viðkomandi ráðherra sem stuðpúði pólitískra átaka innan ríkisstjórna. Virðist það oftast látið átölulaust af nefndarmönnum." í því er óneitanlega þversögn, að Pétur Sig- urðsson, sem af dugnaði hefur vcrið einn af forystu- mönnum DAS við að reisa HrafnLstu og treyst hefur á það að daggjaldancfnd stæði vörð um hagsmuni sjálfseignarstofnana á grundvelli þess kerfís, sem nefndin starfar eftir, skuli lenda í ritdeilum við einn af daggjaldanefndarmönn- um, sem er með hnútukast í sjálfseignarstofnanirnar. Miðstýringu hafnað Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, gladdi skrif- fínna hjóðviljans með grein sinni um miðstýringu í heilbrigðiskerfínu. I greininni lætur Sigurgeir að því liggja, að slík sjón- armiö séu í samræmi við stefnu Sjálfstæðisfíokks- ins. Pjóðviljinn tekur þetta síðan upp eftir bæjarstjór- anum. Kn hvað sagði sið- asti landsfundur sjálfstasV ismanna um þetta mál? í ályktun um heilbrigöismál sem samþykkt var á lands- fundinum 1981 segir mcðal annars: „24. landsfundur Sjálf- stæðisfíokksins telur nauð- synlegt að horfið verði frá miðstýringarstefnu á sviði heilbrigðismála en í þess stað unnið aö auknu sjálfstæði sveitarfélaga innan vébanda nýrrar læknLshéraðaskipunar. Tryggt verði að ákvæðum laga um stjórn heilbrigð- ismála verði framfyígL Tekin verði upp samra-md stjórn og skipulagning heil- brigðisþjónustunnar innan héraða. Komið verði á bættum vinnubrögöum í sambandi við rckstrarstjórn heil- brigöLsþjónustu með því að fá til starfa fleiri sérmennt- aða aðila á því sviði... Fjárhagsgrundvöllur heilbrigðisþjónustunnar verði tekinn til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að fækka greiðsluleiðum og einfalda fjármögnunarkerfíð. Kann- að verði við yfírstandandi endurskoðun laga um heil- brigðisþjónustu að sett verði i lög ákvæði um fjár- mögnun allrar heilbrigðis- þjónustu. Stefnt verði að því, að hlutur ríkissjóðs í rekstr- arkostnaði heilbrigðisþjón- ustu vcrði í áfongum lækk- aður niður í 50—60"4 en hlutur heimahéraðs aukinn að sama skapi með flutn- ingi tckjustofna frá ríkis- sjóði... Styðja ber markvisst starf frjáLsra félagasam- taka í heilbrigðLsmálum, svigrúm þeirra verði aukið og þess jafnan gætt að hið opinbera hefti ekki löglegt athafnafreLsi þeirra... proskaheftum verði tryggð á vegum einkaaðila og opinbt'rra aðila sú þjón- usta sem fötlun þcirra ger- ir nauðsynlega. Tryggð verði framlög úr fram- kvæmdasjóði stofnana þroskaheftra og öryrkja til einkaaðila, sem um ára- tugaskeið hafa starfað að málefnum þeirra." I*eim sem telja þessa stefnuyfírlýsingu í sam- ræmi við ihlutunaráráttu Svavars Gestssonar er auð- vitað hampað í pjóðviljan- um, þar sem haldið er uppi mestu blekkingariðju í is- lenskum stjórnmálum. HLJÓMPLÖTUR - KASSETTUR Stórkostleg rýmingarsala Allra síðasti dagur og nú lækka ýmsar stórar plötur og kosta aðeins kr. 20.- aðrar plötur og kassettur aðeins kr. 40.- Opið til kl. 18. SG-HLJÓMPLÖTUR ÁRMÚLA 38. SÍMI 84549 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.