Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
Ljósmyndir Mbl. Kristján Einarsson.
fer hins vegar ekki mikið fyrir
kraftinum í bílnum, auk þess
sem vélin er óþarflega hávær.
Bíllinn kom eigi að síður ágæt-
lega út í innanbæjarumferðinni,
þótt auðvitað væri hann farinn
að þyngjast, þegar fjórir full-
orðnir voru í honum. A mal-
bikinu er ágætur ferðahraði,
70—80 km á klukkustund.
AKSTURSEIGINLEIKAR
Aksturseiginleikar bílsins í
innanbæjarakstri eru mjög góð-
ir. Hann er lipur með mikinn
beygjuradíus og fjöðrunin er
ágæt. Það er hins vegar ekki
hægt að gefa honum mjög háa
Suzuki Alto
reynsluekið
— Mjög lipur í
innanbæjarakstri
— Eyöslugrannur
— Þröngur
mmwww
nnimniw
3ja strokka, 39,5 hestafla, 7% rúmsentimetra vél.
Opnanlegur skutgluggi
Suzuki Alto SS80.
Mælabordið er af einfaldari gerðinni.
Bílar
Sighvatur Blöndahl
SDZIIKI Alto, smábíllinn japanski,
hefur notið mikilla vinselda hér á
landi síðustu misserin, enda um að
ræða lipran bíl, sem hentar vel i
innanbæjarumferðinni. Hingað til
hafa bílarnir komið fjögurra gíra
beinskiptir, en nú er. bíllinn enn-
fremur boðinn sjálfskiptur. A dög-
unum reynsluók ég sjálfskipta
bílnum og það er hreinlega eins og
að fara yflr á annan ólíkan bil, svo
miklu þægilegri er hann í innan-
bæjarumferðinni.
I)YR (Ki rými
Bíllinn er af minnstu gerð, eigi
að síður fernra dyra og auk þess
með opnanlegum skutglugga.
Það gefur auga leið, að fremur
þröngt er að ganga um bílinn
fyrir ökumann og farþega
frammií, en á hinn bóginn er
mun þægilegra fyrir þá, sem
Suzuki
(lerð: Suzuki Alto SS80
Framleiðandi:
Suzuki Motor ('o.
Kramlciösluland: Japan
Innflytjandi:
Sveinn Egilsson hf.
Verð: 107.000.-
Afgreiðslu frestu r:
Til á lager
Þyngd:630 kg
Lengd: 3.295 mm
Brcidd: 1.405 mm
llæð: 1.335 mm
lljólhaf: 2.150 mm
Vél: 3ja strokka, 39,5 hest-
öfl, 796 rúmsentimetrar
Skipting: Sjálfskipting
Drif: Framdrifinn
Stýri: Beygjuradíus
4,4 metrar
Benzíntankur: 27 lítrar
Olíukerfi: 2,5 lítrar
lljólbarðar: 145/70 SR 12
fara aftur í, að komast inn en
ella. Rými fyrir ökumann er
fremur lítið, en þó er ekki hægt
að segja, að illa fari um viðkom-
andi. Sætin eru ágæt, mættu
kannski að ósekju hafa heldur
meiri bakstuðning, og hliðar-
rými er þokkalegt. Rými aftur í
er ennfremur með minnsta móti,
en það er ekkert því til fyrir-
stöðu, að tveir fullorðnir sitji af-
tur í, þegar eknar eru styttri
vegalengdir. Sætisbekkurinn af-
tur í er ágætur miðað við þessa
stærð bíla. Það vekur athygli við
bílinn, að loftrými er með ágæt-
um, reyndar betra en í mörgum
stærri bílum. Því má reyndar
skjóta hér inn, að útsýni úr bíln-
um er furðugott. Póstar og höf-
uðpúðar skyggja lítið sem ekkert
MÆLABORÐ
Mælaborð bílsins er af ein-
faldari gerðinni, en í því er engu
að síður að finna alla þá mæla og
aðvörunarljós, sem nauðsynleg
geta talizt. Hraðamælir bílsins,
sem gefinn er upp fyrir 150 km,
er með ferðamæli. Þá er hita-
mælir og benzínmælir í miðju
borðinu. Síðan má nefna aðvör-
unarljós fyrir olíuþrýsting og
hleðslu bílsins. Á hægri væng
borðsins er að finna stjórntæki
miðstöðvarinnar, sem eru af ein-
faldari gerðinni og reyndar
mætti miðstöðin vera nokkuð
öflugri. Innsogið er neðantil á
vinstri væng borðsins og er
nokkuð auðvelt að ná til þess.
Aðalljósunum er stjórnað úr
stefnuljósarofanum vinstra
megin í stýrinu, en þurrkurofinn
er hins vegar hægra megin, „eins
og lög gera ráð fyrir". I bílnum
er afturrúðuupphitari, sem virk-
ar vel. Stýrishjólið er einfalt, en
það er vel staðsett og svarar vel.
Beygjuradíus bílsins er mjög
góður. Það er mjög auðvelt að
snúa honum á ótrúlega litlum
fleti og auðvelt er að leggja hon-
um í ótrúlega lítil bílastæði. Það
má reyndar segja, að þessi lipurð
og lítil benzíneyðsla, séu höfuð-
kostir bílsins, sem hentar mjög
vel í innanbæjarakstri.
SKIPTING — PEDALAR
Pedalar bílsins eru vel stað-
settir og ástigið er létt og
skemmtilegt. Hæfilega langt er
á milli benzíngjafarinnar og
bremsupedalans og því lítil sem
engin hætta á því, að stíga á
báða pedalana samtímis í ógáti.
Eins og kom fram áður er bíllinn
sjálfskiptur, en skiptistöngin er
ágætlega staðsett og því þægi-
legt að skipta bílnum. Um er að
ræða ósköp venjulega skiptingu,
sem reyndar hefur aðeins lággír,
en ekki fyrsta og annan, sem
hægt er að fastsetja, auk þess að
aka bílnum í „drive-inu“. Mjög
þægilegt er að aka bílnum í inn-
anbæjarumferðinni. Það eina,
sem kannski má finna að, er
hversu fljótt hann skiptir sér
upp. Eins og sagði í upphafi er
eins og um annan bíl sé að ræða,
þegar sjálfskiptingin er komin í
Suzuki-inn. Ef um stóra menn er
að ræða, var um hálfgert vanda-
mál að ræða fyrir þá, að skipta
beinskipta bílnum, vegna
þrengsla, en það vandamál er al-
veg úr sögunni með sjálfskipt-
ingunni.
VÉLIN
Suzuki Alto er knúinn 3ja
strokka, 796 rúmsentimetra, 39,5
hestafla vél, sem hefur reynzt
með afbrigðum eyðslugrönn. Það
einkunn fyrir aksturseiginleika
á malarvegum. Hann er alltof
stuttur milli hjóla og of mjór til
að eiga möguleika á því, að vera
skemmtilegur við þær aðstæður.
Enda er bíllinn kannski fyrst og
fremst hugsaður til að komast á
milli staða í þéttbýli og er ein-
staklega þægilegur til þeirra
nota.
NIÐURSTAÐA
Eftir að hafa ekið Suzuki
Alto-bílnum tæplega 400 km við
ólíkar aðstæður, er hægt að gefa
honum góða einkunn fyrir lipurð
og þægindi í innanbæjarumferð-
inni. Það fer þokkalega um bíl-
stjóra og farþega, auk þess sem
bíllinn er einstaklega eyðslu-
grannur. Á malarvegum kemur
hann hins vegar ekki vel út. Suz-
uki Alto er sem sagt kjörinn bíll
til aksturs í þéttbýli.
Escort XR 3i
FORD-VERKSMIÐJURNAR kynntu nýja útfærslu af Ford Escort á bíla-
sýningunni i París á dögunum. Nýi billinn nefnist Ford Escort XR 3i og
er ætlað að koma I staðinn fyrir XR 3 bíllinn, sem notið hefur vinsælda.
Nýi bíllinn er knúinn fjögurra
strokka, 105 hestafla vél, en XR
3 bíllinn var með 96 hestafla vél.
Hámarkshraði nýja bílsins er
186 km á klukkustund og hröðun
hans í 100 km á klukkustund er
9,7 sekúndur.
Bíllinn kemur með 5 gíra
kassa, sem hefur verið endur-
bættur frá eldri gerð. Þá hefur
fjöðrun bílsins verið breytt til
betri vegar og bíllinn kemur á
breiðari felgum en áður, sem
hvoru tveggja gerir hann mun
stöðugri í akstri. Þá hefur
bremsukerfi bílsins verið breytt,
þannig að ástig er léttara og
bremsuvegalengd hefur verið
stytt. Loks má geta þess, að inn-
rétting bílsins er öll nokkru
íburðarmeiri, en í eldri útfærslu.
Samkvæmt upplýsingum Ford
er meðaleyðsla bílsins í blönduð-
um akstri í námunda við 10,6
lítrar á 100 km, en á jöfnum 90
km akstri er eyðsla 6,4 lítrar og
á jöfnum 120 km akstri er hún
um 8,1 lítri á hverja 100 km.