Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Veður víða um heim Akureyri 5 súld Amiterdam 14 rigning Aþena 25 heióskfrt Berlín 14 rigníng Brussel 15 haióskirt Chicago 17 heióakirt Dyffinni 12 heióakírt Frankfurt 14 rigning Genf 14 rigning Helsinki 10 skýjaó Hong Kong 29 haióakfrt Jerúsalem 27 skýjaó Jófianrtesarborg 24 heióakírt Kaupmannahöfn 12 rigning Uaaabon 20 heióskírf London 14 haióakirt Loa Angeles 31 heióskirt Madrid 18 haióskfrt Mexikóborg 21 skýjaó Miami 30 skýjaó Moskva 8 rfgning Nýja Delhí 33 heiöakírt New York 20 akýjaó Oató 8 akýjaó Paria 13 haióakirt Parth 24 heiöskírt Rio do Janeiro 26 heióskírt Reykjavík 3 súld Rómaborg 25 skýjaó San Franciaco 16 heiðskírt Stokkhólmur 10 rigning Sydney 18 rigning Te< Aviv 28 skýjaó Tókýó 24 heiðskirt Vancouver 16 þoka Vinarborg 15 skýjaó bórshðfn Faar. 5 alskýjaó Interpolis-skákmótið: Karpov vann Tilburg, llollandi, 15. október. Al*. SKAK þeirra Karpovs og Smyslovs úr tíundu umferö, sem frestað var í gær vegna veikinda þess fyrrnefnda, var tcfld i dag og lauk henni með jafntefli. Petrosjan vann hins vegar biðskákina við Krowne úr sömu um- ferð. Staðan á mótinu er nú sú, að Karpov er efstur með sjö vinn- inga, næstur er Timman með 6!6, Andersson og Sosonko með 6, Petrosjan og Smyslov 5‘/i, Browne og Nunn 4‘k, Húbner, Portisch og Torre 4 og Larsen 2'h. Hvar er Poul-Henrik Trampe? Er hann lifandi eða látinn? Min elskede mand Poul-Henrik Trampe {, 20. august 1944, d. 22. september 1982 er d0d efter kort tids sygdorn. Jette Pio Trampe Bisættelsen har fundet sted. Dánartilkynningin Undarlegt mál komið upp í Danmörku Kaupmannahofn, 15. október Al*. HVAR er Poul-Henrik Trampe? Er hann lifandi eða er hann lát- inn? Ilefur útför hans farið fram eða hefur hún ekki farið fram? í stuttu máli: Hvar er hann niður- kominn lífs eóa liðinn? Svona hljóða spurningarnar og danska þjóðin bíður í ofvæni eftir svörun- um. Blöðin gera málinu mikil skil og lögreglan í Kaupmannahöfn og Osló leggur nótt við dag í tilraun- um sínum til að upplýsa leyndar- dómsfullt hvarf eða lát rithöfund- arins Poul-Henriks Trampe. Poul-Henrik Trampe er eða var 38 ára gamall og kunnur rit- höfundur í Danmörku. Árið 1970 gaf hann út sína fyrstu bók, „20 hrollvekjur", og í dag, föstudag, kemur út hans síð- asta, sem heitir „Forhold" og er sú 34. í röðinni. I Danmörku hafa bækur hans komið út í samtals einni milljón eintaka og margar hafa verið þýddar á önnur mál, t.d. norsku, sænsku, íslensku og hollensku. Trampe var hins vegar ekki við eina fjölina felldur í skrifum sínum. Hann skrifaði kvikmynda- handrit, leikrit, revíutexta, þætti fyrir útvarp, sönglaga- texta og auglýsingatexta í blöð og kvikmyndir. Fimmtudaginn 23. september sneri eiginkona Trampes, Jette Pio Trampe, sér til lögreglunn- ar í Kaupmannahöfn og bað hana að grennslast fyrir um mann sinn, sem farið hefði með ferjunni til Óslóar daginn áður. Kvaðst hún ekkert vita hvar hann væri og að svo virtist helst, sem hann hefði aldrei komið til Óslóar. Lögreglan fór strax í gang en daginn eftir fékk hún þær upplýsingar hjá Jette, að Trampe væri í Ósló og að lögreglumennirnir gætu hringt seinna til að fá að vita hvenær hann kæmi heim. Það, sem gerist næst í mál- inu, er það, að síðastliðinn þriðjudag, 12. október, birtist í dönsku blöðunum dánartilkynn- ing þar sem sagði, að Poul- Henrik Trampe hefði látist 22. september sl. eftir skamma sjúkdómslegu og að jarðarförin Italía: • • Ofgasinni handtekinn Tórínó, 15. október. AP. ÍTALSKIR lögreglumenn, sem berj- ast gegn hryðjuverkum, handtóku í gærkvöldi Nataliu Ligas, félaga í Kauðu herdeildunum, þegar hún var i þann veginn að fara um borð í lestina til Rómar. Natalia greip til byssunnar þeg- ar lögreglumennirnir skipuðu henni að gefast upp en þeim tókst að yfirbuga hana áður en hún gat beitt henni. Hins vegar sluppu þrír karlmenn, sem voru í fylgd með henni. Að sögn lögreglunnar neitar Natalia að svara öllum spurningum og ber því við, að hún sé pólitískur fangi. Natalia er talin vera leiðtogi harðasta kjarnans í Rauðu her- deildunum og talið að hún hafi séð um vopnaútvegun og aðra að- drætti fyrir hryðjuverkamennina. Fárra hefur verið jafn ákaft leitað á Ítalíu og hennar enda er hún sögð bera ábyrgð á dauða nokk- urra lögreglumanna. Búlgarskri flugvél rænt Vínarborg, 15. október. AP. BÚLGARSKRI Bugvél, sem rænt var á fimmtudag og áhöfnin neydd til þess að fljúga til Austurrikis, var flogið til Varsjár í Póllandi í dag. Með henni voru 68 af 70 farþegum. Flugræninginn og kona hans urðu eftir í Austurríki. Það var 27 ára gamall Pólverji, Zbignew Purgall, sem rændi vél- inni og krafðist þess að henni yrði flogið til Vestur-Þýzkalands. Flugstjórinn bar það fyrir sig, að flugvélin hefði ekki eldsneyti til slíks flugs, svo að vélinni var flogið í staðinn til Vínarborgar. Purgall og 22 ára gömul kona hans hafa bæði beðið um hæli í Austurríki sem pólitískir flótta- menn. Þau eiga yfir höfði sér að vera ákærð fyrir flugrán, en við því liggur allt'að 10 ára fangels- isvist í Austurríki. Zbignew Purgall, 27 ára gamall Pólverji, sem rændi búlgarskri flugvél á fimmtudag, sem síðan var flogið til Austurríkis. Ifann og kona hans hafa beðið um pólitískt hæli þar. Kafbátsleitin í Svíþjóð: Kemst kafbáturinn ekki upp af eigin rammleik? Kann að hafa orðið fyrir miklum skemmdum KAFBÁTSLEITINNI er ákaft haldið áfrani í Svíþjóð. Fyrir nokkrum dögum fannst fjarskiptabauja á reki fyrir vestan eyjuna Málsten. I‘á hafa farið fram umfangsmiklar kafanir á svæði því, þar sem sprengdar voru tvær sprengjur sl. þriðju- dag, en þar fannst flekkur með gulu litarefni á yfirborði sjávar, sem gæti komið frá biluðum kafbát, sem væri að gefa upplýsingar um staðsetningu sína. Að minnsta kosti 9 sprengjum hefur verið varpað niður á þeim stað, þar sem kafbáturinn er talinn vera og sumir álíta, að hann hafi orðið fyrir það miklum skemmdum nú þegar, að hann geti ekki tæmt tanka sína og komizt upp á yfirborðið. Skýrði sænska blaðið Dagens Nyheter ítarlega frá þessu í vikunni. Það er hins vegar miklum erfiðleikum bundið að leita að hreyfingarlausum kafbát í Eystrasalti. Sjórinn er mis- munandi eftir saltinnihaldi og hitastigi og hljóðbylgjurnar í sjónum brotna því á misvíxl með þeim afleiðingum, að kaf- báturinn „hverfur". Venjulegt bergmál getur hins vegar gefið mjög nákvæmt yfirlit yfir botninn og af þeim sökum hef- ur sjómælingaskipum verið óspart beitt við leitina að kafbátnum, þar sem hugsan- legt er, að kafbátur á hafs- botni komi fram á slíkum mæli. Þess konar tæki sendir hljóðbylgjur beint niður á hafsbotn frá senditæki undir rannsóknarskipinu. Hljóð- bylgjurnar lenda á hafsbotn- inum, sem hrindir þeim síðan til baka og þá er unnt að taka á móti þeim aftur með mót- tökutæki. Þetta tæki mælir þann tíma, sem það tekur fyrir hljóðbylgjurnar að fara fram og til baka niður á hafsbotn og upp aftur í móttökutækið, og með þar til gerðu skráningar- tæki er dýpið ritað á blað og f þyrlunni er hlustunartæki, sem nemur hljóó, er kafbátur kynni að senda frá sér (1). Þyrlan getur einnig sent frá sér hljóóbylgjur með þar til geróu tæki og kannaó síóan á hvers konar hlutum þær lcnda. Hreyfingin i sjónum (4) getur þó gert það erfitt og kannski ókleift að senda hljóóbylgjur, sem lenda ættu á hugsanlegum kafbát. I skipi, sem er búió tækjum er taka á móti hljóóbylgjum (2), er unnt aó taka allt hljóó upp á band og rannsaka þaó síðar. Bergmálstæki mælir dýpið (3) og getur ekki bara „séó“ botninn og hugsan- legan kafbát heldur einnig fiskitorfur og jafnvel einstaka fiska. þannig næst mjög nákvæm mynd af botninum en jafn- framt koma fram á myndinni fiskitorfur og allir hlutir, sem á botninum kunna að vera. Uppdrátturinn af botninum er síðan borinn saman við fyrri kort, sem til eru af viðkom- andi stað á hafsbotninum og síðan eru kafarar sendir niður til þess að kanna allt nýtt, sem fram kemur á uppdrættinum og ekki var fyrir á eldri kort- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.