Morgunblaðið - 16.10.1982, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
Útgefandi nMfiMfr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö.
Ríkisstjórnin í
ráðherranefnd
intíflokkar framsóknar-
manna on alþýðubanda-
laKsmanna fóru í sérkennilegt
kapphlaup á miðvikudags-
kvöldið, það snerist um það
hvor yrði skorinorðari í yfir-
lýsingum um nauðsyn þess að
líf ríkisstjórnarinnar yrði
rætt við stjórnarandstöðuna.
Alyktanir flokkanna um þetta
efni voru svo lagðar fyrir
Gunnar Thoroddsen á fundi
ríkisstjórnarinnar á fimmtu-
dagsmorgun. Sá fundur stóð
ekki til rúmlega tólf eins og
venja er heldur tveimur tím-
um lengur og honum lauk með
því að líf ríkisstjórnarinnar
var sett í ráðherranefnd. Þar
ætla forsætisráðherra og
formenn flokkanna, sem að
ríkisstjórninni standa, að
ráðslaga um næstu skref og
viðræður við stjórnarandstöð-
una.
Með því að skipa ráðherra-
nefnd um ríkisstjórnina og
samskiptin við stjórnarand-
stöðuna er í raun hafið enn
eitt stjórnarmyndunarskeiðið
í tíð þessarar furðulegu
stjórnar. Hvað eftir annað
hefur til þess komið síðan
stjórnin var mynduð að aðilar
hennar hafa framkvæmt inn-
byrðis pólitískt uppgjör. Því
hefur jafnan lyktað með
óhæfri málamiðlun, viðfangs-
efnin eru tekin vettlingatök-
um og við það látið sitja.
Þannig var að málum staðið
við setningu bráðabirgðalag-
anna 21. ágúst. Strax eftir að
þau sáu dagsins ljós lá skýrt
fyrir, að lögin nytu ekki stuðn-
ings meirihluta þingmanna í
báðum deildum. Síðan hafa
ráðherrar neitað að viður-
kenna þessa staðreynd. Engu
er líkara en þeir hafi vaknað
af værum blundi, þegar þeir
hittu samflokksmenn sína á
þingi. Þingmennirnir færðu
ráðherrunum þær fréttir af
öllum landshornum, að ekki
dygði lengur að rembast í
ráðherrastólunum.
Fréttir bera það með sér, að
það hafi verið Gunnari Thor-
oddsen mjög erfitt að beygja
sig undir niðurstöður þing-
flokksfundanna. Eins og menn
muna lýsti forsætisráðherra
því yfir strax eftir að bráða-
birgðalögin voru gefin út, að
víst myndi ríkisstjórninni tak-
ast að fá einn eða tvo þing-
menn úr stjórnarandstöðu í
neðri deild til að tryggja fram-
gang þeirra. Sú spá hefur ekki
gengið eftir og hinar pólitísku
mannaveiðar taka þess í stað á
sig blæ alhliða stjórnmálavið-
ræðna milli stjórnar og
stjórnarandstöðu ef svo fer
fram sem horfir. Ráðherrar og
ekki síst Gunnar Thoroddsen
hafa verið ómyrkir í máli um
stjórnarandstöðuna fram á
síðustu daga, hin „ógiftusam-
lega“ og „heillum horfna"
stjórnarandstaða sagði for-
sætisráðherra í þinglok í vor
— varla hefur viðhorf hans
mildast við að stjórnarand-
stöðuþingmönnum fjölgaði.
Ovíst er hve lengi fjöregg
ríkisstjórnarinnar verður í
ráðherranefndinni. Um tíma
var það hjá Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseta, þegar rætt
var um flugstöðvarmálið.
Næst verður því kastað til
Geirs Hallgrímssonar og
Kjartans Jóhannssonar.
Vantraust á
iðnaðarráðherra
ingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa flutt til-
lögu til þingsályktunar sem
felur þuð í sér að forræði í við-
ræðum íslendinga við Alusu-
isse um málefni álversins í
Straumsvík verður tekið úr
höndum Hjörleifs Guttorms-
sonar, iðnaðarráðherra. Það
fer vel á því að þessi tillaga
komi fram strax á fyrstu dög-
um Alþingis, því að fátt er
brýnna en að hefja strax til-
raunir til að bæta stöðu okkar
gagnvart Alusuisse eftir ax-
arsköft iðnaðarráðherra.
Sjálfstæðismenn færa skýr
rök fyrir því, hvers vegna
nauðsynlegt sé að fá öðrum en
Hjörleifi Guttormssyni for-
ræði íslenskra hagsmuna
gagnvart Alusuisse. Þeir
nefna eina höfuðástæðu, að
Hjörleifur skuli vegna að-
gerðaleysis í tvö ár eða síðan
1980 hafa misst af góðu tæki-
færi til hagstæðra samninga.
En fleira kemur vissulega til
þegar vanhæfi iðnaðarráð-
herra er metið eins og til
dæmis 9,5 mills-tilboðið frá 6.
maí 1982. Samhliða kröfunni
um viðræðunefnd leggja sjálf-
stæðismenn fram ramma að
erindisbréfi hennar: Að gera
út um eldri deilumál; að fá
verulega hækkun á raforku-
verði; að breyta skattareglum
álversins; að ræða um stækk-
un álversins og framleiðslu á
rafskautum hér á landi.
Það hefur sýnt sig, að Hjör-
leifi Guttormssyni og fjöl-
mörgum starfsmönnum hans
er um megn að halda á mál-
stað Islands með skynsamleg-
um hætti. Tillaga sjálfstæð-
ismanna þarf að ná fram sem
fyrst. Verði af viðræðum milli
stjórnar og stjórnarandstöðu
hljóta sjálfstæðismenn að
krefjast þess, að tillaga þeirra
um nýja álviðræðunefnd nái
strax fram að ganga.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MAGNÚS SIGURÐSSON
Biðraðir setja í vaxandi mæli svip sinn á daglegt lif i Austur-Þýzkalandi. Hér má sjá mvnd af einni slíkri fyrir
utan matvöruverzlun i Austur-Berlin.
Sú vitneskja, sem fólk á Vesturlöndum fær að staöaldri um
Austur-Þýzkaland, er jafnan af skornum skammti. Þeir, sem það
land heimsækja, þeirra á meðal fréttamenn, fá afar takmarkaðar
upplýsingar um ástandið í landinu. Hins vegar þarf litlum getum
að því að leiða, að hvergi annars staðar hefur verið fylgzt jafn náið
með stjórnarskiptunum í Vestur-Þýzkalandi nýverið og í Austur-
Þýzkalandi, enda má búast við því, að þar eigi þau eftir að hafa
mikil áhrif.
Astæðan er einkum sú, að Austur-Þýzkaland er skuldum vafið
og stærstu lánardrottnar þess eru í Vestur-Þýzkalandi. Erlendar
skuldir Austur-Þjóðverja nema nú 9—13 milljöröum Bandaríkja-
dollara, að því er talið er. Þetta er að vísu minna en skuldir
I’ólverja, sem eru um 27 milljaróar dollara. En það þykir víst að af
skuldum Austur-Þjóðverja gjaldfalli 4 milljarðar dollara á næstu
6—12 mánuóum og þessi fjárhæð er nær helmingur verðmætis alls
útflutnings Austur-Þjóðverja til Vesturlanda á síóasta ári.
Stjórn jafnaðarmanna og
frjálsra demókrata í Vest-
ur-Þýzkalandi var þegar byrjuð
að kippa að sér hendinni um lán-
veitingar til Austur-Þýzkalands,
áður en stjórnarskiptin urðu í
Bonn og nú þegar kristilegir
demókratar hafa tekið við stjórn-
arforystunni þar, má búast við
því, að enn erfiðara verði fyrir
Austur-Þjóðverja að fá gjaldfrest
á skuldum sínum við lánar-
drottna í Vestur-Þýzkalandi.
Þá má jafnframt búast við því,
að dregið verði úr verzlunarsam-
skiptum þýzku ríkjanna að öðru
leyti, sem myndi einkum bitna á
Austur-Þjóðverjum, þar sem þeir
hafa að undanförnu fengið um
helming gjaldeyristekna sinna
frá Vestur-Þýzkalandi.
Enda þótt Austur-Þjóðverjar
hafi þegar fyrir tveimur árum
tekið að herða sultarólina, þar
sem þeir sáu efnahagsvandræði
sín fyrir, má telja víst, að ástand
þar í landi eigi eftir að versna til
mikilla muna frá því seir, nú er.
Að vísu tókst þeim að auka út-
flutning sinn til Vesturlanda um
hvorki meira né minna en 27% á
sl. ári — reyndar samkvæmt eig-
in hagskýrslum — og minnka
innflutning frá Vesturlöndum um
4%. En hvorttveggja samanlagt
nægði aðeins til þess að gera
viðskiptajöfnuðinn hagstaðan
um 60 milljónir dollara, sem ekki
var nándar nærri nóg til þess að
brúa hallann á viðskiptajöfnuði
fyrri ára. Af þessum sökum er
Austur-Þýzkaland á svipaðan
hátt og Pólland í afar erfiðri að-
stöðu.
Skorturinn á „hörðum" gjald-
eyri blasir líka alls staðar við.
Fólki frá Vesturlöndum, sem til
Austur-Þýzkalands kemur, er
gert að skyldu að kaupa 25
Austur-
Þýzka-
land er
skuldum
vafið
austur-þýzk mörk á dag á allt of
háu gengi. Þar að auki fá ferða-
menn að reyna það, að í mörgum
gistihúsum, veitingahúsum og
mörgum öðrum stöðum, er til
þess ætlazt, að þeir greiði í doll-
urum, vestur-þýzkum mörkum
eða öðrum gjaldeyri. Svarti mar-
kaðurinn með gjaldeyri blómstr-
ar líka betur nú en nokkru sinni
áður.
Matvæli hafa hins vegar verið
næg, enda þótt þau séu ekki til í
miklu magni. I kjötverzlunum eru
það samt aðeins hinar lélegri
kjötvörur, sem fáanlegar eru.
Bezta kjötið er af dýrum, sem að
hluta eru alin á fóðurkorni inn-
fluttu frá Bandaríkjunum og
þetta kjöt er selt til Vesturlanda
fyrir harðan gjaldeyri. Ostur og
ávextir eru einnig af skornum
skammti og það sem til er er léleg
vara.
En ástandið fer versnandi. Það
verður æ algengari sjón með
hverjum mánuði nú að sjá biðrað-
ir snemma morguns fyrir utan
matvöruverzlanir í Austur-Berlín
og þessar biðraðir haldast þar til
búðunum er lokað.
----Það fer að verða þannig,
var haft eftir ungri konu á götu í
Austur-Berlín nýlega, — að ég fer
að taka mér stöðu, hvar sem ég sé
biðröð og það jafnvel þótt ég viti
ekki, hvað á boðstólum er. Að
minnsta kosti veit ég þá, að þarna
er eitthvað til þess að kaupa.
Minnkandi framboð á matvæl-
um í Austur-Þýzkalandi nú er að
verulegu leyti talið eiga rót sína
að rekja til þess, hve mikil
áherzla hefur verið lögð á út-
flutningsiðnaðinn að undanförnu.
Sem dæmi má nefna, að rafmagn
til sumra verksmiðja hefur verið
minnkað um helming, svo að
verksmiðjur í útflutningsfram-
leiðslu fengju að sama skapi auk-
ið rafmagn til starfsemi sinnar.
En við þetta hefur efnahagslífið
farið enn frekar úr skorðum og
matvælaframleiðslan sér í lagi.
Þeir, sem vel til þekkja, telja,
að ástandið í landinu sé nú mun
verra en stjórnvöld þar vilji með
nokkru móti viðurkenna. Astæð-
an er að sjálfsögðu sú sama og
alltaf, sem sé að viðurkenna ekki
staðreyndir, sem eru stjórnkerf-
inu í óhag. En þar við bætist ný
ástæða utan að frá. Austur-
þýzkum stjórnvöldum er það mik-
ið í mun nú að róa lánardrottna
sína á Vesturlöndum og fá þá til
þess að trúa því, að ástandið sé
ekki eins slæmt og af er látið og
því sé þeim alveg óhætt að lána
Austur-Þjóðverjum áfram fé.
En þrátt fyrir versnandi
ástand er Austur-Þýzkaland ekki
bið sama og Pólland og því litlar
líkur á, að upp úr sjóði og upp-
reisnarástand skapist líkt og í
Póllandi. Lögregluríkið blasir
líka alls staðar við. Vopnaðir
lögreglumenn eru hvarvetna á
ferli og Berlínarmúrinn, sem nú
er nær ókleifur, enda samansett-
ur af tveimur múrveggjum, 3,50
metrum á hæð með jarðsprengj-
um á milli auk varðturna og varð-
manna, segir meiri sögu en nokk-
uð annað um stjórnarfarið í land-
inu.
(Ileimild: I)ie Welt.)