Morgunblaðið - 16.10.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
27
æki fram úr sæi betur þann sem
á ferðinni er.
Þar sem gangbraut er nálægt
ætti ávallt að nota hana.
Gangbrautir veita öryggi þrátt
fyrir allt, þær skapa reglu, og
enginn vandi er að þrýsta á
hnappinn þar sem gangbraut-
arljós eru. Margir halda að þeir
tefji fyrir akandi umferð og það
sé kjánalegt að vera að slíku ef
hægt er að komast hjá því. Það
er miklu frekar kjánalegt að
nota ekki slíkan öryggisbúnað
sem þjóðfélagið hefur lagt upp í
hendur gangandi vegfarendum. I
nútímanum er hlegið að og talað
um fólk sem ekki vill nota ljósin.
En þrátt fyrir þennan búnað
ætti ávallt að sýna varkárni.
Besta ráðið til aðgæslu er að
horfa á hreyfingu hjóla bílsins
og síðan í augu ökumannsins til
þess að átta sig á hvað hann ætl-
ast fyrir. Þetta ber að gera áður
en maður gengur fyrsta skrefið
út á akbrautina. Þeir sem ganga
við staf ættu ávallt að halda
stafnum framundan sér — ef tök
eru á því — meðan þeir ganga
yfir akbrautina. Mikilvægt er að
hafa endurskinsmerki á stafnum
og ekki er fráleitt að halda á
ljósum plastpoka í hendinni —
hann má gjarnan vera tómur.
Þeir sem hafa aldrað fólk sem
stundar útiveru í umsjá sinni, og
öldruðum sem eru á ferð úti við
skal bent á að með því einu að
hringja í skrifstofu Umferðar-
ráðs og gefa upp nafn og heimil-
isfang verður því sent endur-
skinsmerki sem auðvelt er að
líma á göngustaf eða annað sem
borið er í hendi svo sem kven-
veski.
En aldrei skyldi fólk ganga út
á gangbraut í þeirri trú að þar sé
það hólpið. Atvikin hafa sýnt
það að ekki er hægt að treysta
öllum.
Sigurður Ágústsson
víkingur
Litasjónvörp í sérflokki...
Frábær myndgæði með
LINYTRON-PLUS
myndlampanum.
Sjálfvirkur birtumælir.
SHARP 20” litasjónvarp:
Verð kr. 16.480.-
Sérbyggður hátalari.
Nýtískuleg hönnun.
3ja ára ábyrgð á myndlampa.
kr. 18.270.-
með þráðlausri fjarstýringu
ÞRÓTTUR
í dag kl.
ílaugabdalsholl
Komum
menn'.
HUOMB/ER^S
HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244