Morgunblaðið - 16.10.1982, Side 28

Morgunblaðið - 16.10.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Minning: Margrét Sigurðar dóttir frá Grund Fædd 16. ágúst 1889 Iláin 6. október 1982 Margrét Sigurðardóttir, fyrrum húsfreyja á höfuðbólinu Grund í Eyjafirði, lézt i fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri þann 6. október sl. útför hennar fer fram í dag, laugardag 16. október, frá Grund- arkirkju. Frú Margrét var fædd 16. ágúst 1889, dóttir hjónanna Sigurðar Bjarnasonar, bónda á Snæbjarn- arstöðum í Fnjóskadal og konu hans, Hólmfríðar Jónsdóttur frá Illugastöðum í sömu sveit. Faðir hennar, Sigurður, var kunnur fróðleiksmaður. Hann ritaði Fnjóskdælasögu, sem kom út í Nýjum-Kvöldvökum á Akureyri. Frásögn hans bregður upp ljósum myndum af fólki og atburðum í þessum fagra skógivaxna dal og nær yfir um 400 ára tímabil. Mér er Sigurður á Grund, en þar dvaldi hann síðari hluta ævinnar í skjóli dótturinnar, mjög minnis- stæður. Hann og faðir minn höfðu brennandi áhuga fyrir þjóðlegum fróðleik. Löngum sátu þeir saman á kontórnum í Kristnesi og ræddu hugðarefni, liðinn tíma. Fjölskyldan á Snæbjarnarstöð- um fluttist að Garðsá í Eyjafirði og síðar til Akureyrar, er Sigurður varð að bregða búi vegna van- heilsu. Auk Margrétar voru börn- in: Helga, ljósmóðir, gift Jóni Ásmundssyni, byggingameistara í Reykjavík, Kristín, gift Jósep Thorlacius, Rósa, gift Jóni bónda Sigurðssyni á Merkigili, Bjarney, gift Jósep Liljendal Sigurðssyni frá Torfufelli, Jón, litari á Gefjun, kvæntur Magnúsínu Kristinsdótt- ur, Sigurbjörg, gift Þórarni Magn- ússyni, bónda í Bakkafirði, Ólöf, gift Randveri Guðmundssyni, bónda í Fjósakoti og Snæbjörn, yngstur, giftur Pálínu Jónsdóttur, en hann bjó í Hólshúsum og síðar á Grund. Margrét fór eitt sumar, ásamt systur sinni í kaupavinnu til Magnúsar Sigurðssonar, stór- bónda og kaupmanns á Grund, og konu hans, Guðrúnar Þóreyjar Jónsdóttur, Það skref skar úr um æviferil hennar. Eftir sumardvöl- ina á Grund fór hún suður og dvaldi í ein 3 ár í Reykjavík og Hafnarfirði og var þar við heimil- isstörf. Vorið 1918 fór Margrét norður og var þá um sumarið á Grund. I desember andast kona Magnúsar, og tók Margrét þá við ráðskonustörfum og gegndi þeim til 1923, er Magnús leigði frænd- um sínum jörðina, eftir lát einka- sonarins, Aðalsteins. Margrét fór þá til Reykjavíkur en Magnús Sig- urðsson kom brátt til hennar og í hjónaband gengu þau þann 24. apríl 1924. Seingrímur Jónsson, sýslumaður Eyfirðinga, gaf þau saman. Þann 20. febrúar 1925 eignuðust þau hjónin dóttur, sem skírð var Aðalsteina Helga, eftir hálfbræðrum sínum. Það var ekki í lítið ráðist, er Margrét tók að sér heimilið á Grund. I því vandasama verki reyndist hún manni sínum sam- boðin og eftir lát hans hélt hún uppi reisn staðarins. Margrét var mikil búkona, stjórnsöm og hagsýn. Gestrisin með afbrigðum, og ekki verður sá tími metinn, sem fór í að taka á móti öllum þeim fjölda sem til Grundar komu. Góðar gáfur átti hún ekki langt að sækja. Hún unni bókum og fylgdist vel með þjóð- málum. Margrét var hæglát kona og skapföst. persónuleiki hennar var sterkur en mildur. Hún lét sér mjög annt um kirkju staðarins. Eftir guðsþjónustu þágu kirkju- gestir veitingar á heimili hennar. Magnús á Grund var löngu orð- in þjóðkunnur áður en hann kvæntist Margréti. Hann ólst upp við kröpp kjör, en var af miklum atorkumönnum kominn í ættir fram. Með eindæma dugnaði og hagsýni braust hann áfram og ár- ið 1888 var hann orðinn eigandi stórbýlisins Grundar í Eyjafirði með öllum hjáleigum (Grundar- torfu). Um Grund í Eyjafirði hef- ur margt verið ritað, enda oft get- ið í sögum. Meðal annarra voru þar eigendur Grundar-Helga, Sturlungar, Björn Jórsalafari, Loftur ríki og Þórunn, dóttir Jóns biskups Arasonar. Vísa má til Gundarsögu Klemenzar Jónssonar og þátta séra Benjamíns Krist- jánssonar. Með búskapnum á Grund rak Magnús þar verzlun í stórum stíl. Hann gegndi opinberum störfum og var jafnan í fylkingarbroddi, er á reyndi um framkvæmdir og nýj- ungar. Hyggindi hans og dugnaður var viðurkenndur og höfðingsskapur alkunnur. Nefna má stórgjöf til byggingar berklahælis á Norður- landi, sem reist var á landnáms- jörð Helga magra, Kristsnesi. Á þeim árum var berklaveikin ægi- legur vágestur. Af hennar völdum átti fjöldi manna um sárt að binda og ekki þá síst Eyfirðingar. Lengst mun þó Magnúsar verða minnst vegna Grundarkirkju, sem hann reisti á eigin kostnað. Hann átti mikinn kost góðra bóka og lét sér annt um menningarmál. Hinn lífsreyndi fjáraflamaður vildi framkvæmdir og sókn almennings til betri lífskjara, en krafðist mest af sjálfum sér. Fyrri kona Magnúsar var Guð- rún Þórey Jónsdóttir frá Gils- bakka, merkiskona. Börn þeirra er upp komust voru: Aðalsteinn, sem dó um þrítugt úr berklum. Hann var kvæntur Rósu Pálsdóttur. Þau eignuðust son, Magnús, er í nokk- ur ár var bóndi á Grund og síðar löggæslumaður í Reykjavík. Hann var eftirlæti afa síns og 7 ára er afi hans lézt. Aðalsteinn Magnús- son var hinn mesti efnismaður og miklar vonir við hann tengdar. Dæturnar voru: Jónína, er átti Ölaf kaupmann G. Eyjólfsson í Reykjavík, og Valgerður, kona Hólmgeirs Þorsteinssonar, bónda og oddvita að Hrafnagili. Grundarheimilið var á dögum Magnúsar og Guðrúnar, konu hans, athafna- og menningarset- ur. Þangað lágu leiðir manna í viðskiptaerindum og fundarhöld tíð. Á móti gestum var tekið opnum örmum. Á þessu hefur eng- in breyting orðið, nema nú er þar engin verzlun og fundir hafa fært sig um set í Félagsheimilið á Hrafnagili. Margrét, með síðari eiginmanni, Ragnari Davíðsson, Aðalsteina og eiginmaður hennar, Gísli Björns- son, hafa dyggilega fylgt fordæm- inu og haldið merkinu á lofti. Magnús Sigurðsson á Grund andaðist 18. júní 1925. Eftir lát Magnúsar var búinu skipt og hélt Margrét áfram bú- skap á hálfri jörðinni. Árið 1937 giftist hún Ragnari Davíðssyni frá Kroppi í Hrafnagilshreppi. Einka- dóttirin, Aðalsteina, giftist Gísla Björnssyni kaupmanni í Reykja- vík. Árið 1950 fluttu þau hjónin að Grund og bjuggu þar félagsbúi með Margréti og Ragnari til árs- ins 1959. Þá tóku þau alveg við búinu, en Margrét og Ragnar fluttu til Akureyrar. Ragnar hafði verið hreppstjóri í Hrafnagils- hreppi og við því starfi tók nú Gísli. Þau Aðalstein og Gísli eiga fósturson, Bjarna Aðalsteinsson, sem býr á Grund. Hann er kvænt- ur Hildi Grétarsdóttur. Dóttur eiga þau sem heitir Margrét Ragna, eftirlæti allra og þá fyrst og fremst langömmunnar, sem nú er horfin. Á Akureyri eignuðust Margrét og Ragnar vistlegt heimili og undu hag sínum vel. I ríkum mæli hafa þau notið umhyggju Aðalsteinu og vandamanna. Geta má nærri að oft hafi hugur Margrétar, hús- freyju, leitað heim að Grund. Við þann fagra stað í miðjum Eyja- fjarðardal voru svo margar endur- minningar tengdar. Í huganum hefur hún séð Kerlinguna gnæfa í vestri, hæsta fjall í byggð á ís- landi, í suðri Torfufellið sem lokar dalnum og rennislétt túnin allt í kring. Svo er kirkjan, bautasteinn Magnúsar á Grund. Hvergi í Eyja- firði er meiri veðurblíða en í Grundarplássi. Er snjóadrög liggja um sveitir er þar oft alautt. Frá miklu var því að hverfa. Margrét og Ragnar fór oft, meðan heilsan leyfði, heim að Grund. Ekki var í kot vísað fyrir gömlu húsmóðurina að koma til dóttur og tengdasonar. Þá hefir margt verið rifjað upp frá liðnum árum. Ljós og skuggar skipast á í lífi okkar allra. Á lífsleið Margrétar Sigurðardóttur var birtan ríkj- andi. Milli fjölskyldu minnar og Grundarheimilisins hafa verið ná- in tengsl og traust vinátta. Séra Jónas á Hrafnagili og Magnús á Grund voru aldavinir. Athafna- maðurinn og fræðimaðurinn áttu samleið. Hvor á sínu sviði höfnuðu þeir kyrrstöðunni. Faðir minn var heimilislæknir Grundarfólksins. í bókinni „Dagar Magnúsar á Grund“ eftir Gunnar M. Magnúss, rithöfund, segir faðir minn frá kynnum sínum af frú Margréti og Magnúsi bónda. Ég reyndi vináttu og naut oft sinnis gestrisni Mar- grétar á Grund. Aðalsteina og Gísli eru mér og mínum kær. Ragnar, síðari maður Margrétar, er sonur Davíðs hrepp- stjóra og Sigurlínar á Kroppi. Áf gömium Eyfirðingum þekkti ég þau sæmdarhjón bezt. Ég votta öllum ástvinum Mar- grétar frá Grund innilega samúð. Jónas G. Rafnar. Margar Ijúfar æskuminningar sóttu á huga minn er ég frétti lát elskulegrar föðursystur minnar, Margrétar Sigurðardóttur, sem lengi bjó við mikla rausn á Grund í Eyjafirði. Hún iést háöldruð í fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri snemma morguns þann 6. þ.m. Margrét fæddist 16. ágúst 1889 að Fjósatungu í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjarsýslu, og var næstelst 9 barna hjónanna Hólmfríðar Jónsdóttur og Sigurð- ar Bjarnasonar bónda og fræði- manns. Bæði voru þau þingeyskr- ar ættar. Þau fluttu síðar að Snæ- bjarnarstöðum í sömu sveit og þar fæddust flest börn þeirra. Systurnar á Snæbjarnarstöðum urðu sjö, en bræður tveir. Fjöl- skyldan flutti svo uppúr aldamót- unum í Eyjafjörðinn og stofnuðu flest systkinin sín eigin heimili þar. Margrét er þriðja systirin, sem kveður þennan heim. Á undan voru farnar Helga, ljósmóðir í Reykjavík, og Bjarney, fyrrum húsfreyja í Torfufelli í Eyjafirði. Eftir lifa Kristín, sem átt hefur heima í Reykjavík um árabil og býr nú í Furugerði 1. Rósa, fyrrum húsfreyja á Merkigili í Eyjafirði, dvelur nú í Skjaldarvík. Jón, áður búsettur á Akureyri og lengst af starfsmaður hjá Gefjun þar, en flutti síðar suður og vann við verslunarstörf í Reykjavík. Hann býr nú ásamt konu sinni að Dal- braut 25. Sigurbjörg, sem einnig flutti suður og dvelur nú á Víf- ilsstöðum. Ólöf, fyrrum húsfreyja í Fjósakoti í Eyjafirði, á nú heima í Hafnarstræti 83 á Ákureyri, og Snæbjörn, fyrrum bóndi í Hóls- húsum og síðar á Grund í tvíbýli við systur sína. Hann dvelur nú í Kristnesi. Þessi stóri systkinahópur hefur haldið einkar vel saman enda trygglyndið áberandi þáttur í fari þeirra. Margrét frænka, eða frænka á Grund, eins og ég og bræður mínir nefndum hana ávallt, varð seinni kona Magnúsar Sigurðssonar óðalsbónda á Grund og eignuðust þau eina dóttur, Aðalsteinu Helgu, sem nú situr með reisn á föður- leifð sinni ásamt manni sínum, Gísla Björnssyni ættuðum úr Reykjavík. Margrét missti Magnús eftir stutta sambúð og bjó Iengi ein á þessu stórbýli. Ávann hún sér að- dáun og virðingu allra með dugn- aði sínum, kjarki og kærleika. Síð- ar steig hún það gæfuspor að gift- ast Ragnari Davíðssyni frá Kroppi í Eyjafirði, sem mat hana að verð- leikum og reyndist henni góður lífsförunautur. Hann lifir konu sína og dvelur nú á Grund í skjóli Aðalsteinu og Gísla. Minningar mínar um frænku á Grund eru allar bjartar og fagrar. Hún var falleg kona í þess orðs bestu merkingu, því fegurð hennar var ekki síður fólgin í því sem inni fyrir bjó. Það var ætíð tilhlökkunarefni að fá að fara fram í Grund frá Akureyri, þar sem við áttum heima, og best af öllu að fá að dvelja sumarlangt hjá frænku. Það var svo undurgott að vera barn í návist hennar, því hún um- vafði mann góðleik sínum og gleði. Ég varð alltaf gagntekin eftir- væntingu er staðurinn blasti við af hæðinni fyrir ofan. Sléttar grænar grundirnar með myndar- legum húsum og kirkjunni fögru og tignarlegu, sem ungri sál þótti mikill heiður að fá að sýna gestum er streymdu að á sumrin. Gestrisnin og hæfileikinn til að umgangast fólk af öllum stéttum var stór þáttur í persónuleika Margrétar frænku enda urðu allar gestamóttökur að veislu í höndum hennar, en gestagangur var mikill á þessum sögufræga stað. Komu einnig margir til að skoða kirkj- una, sem er ein hin fegursta á landinu. En frænka virtist alltaf viðbúin og sinnti gestum sínum með sinni alkunnu ró og höfð- ingsskap. Heimilið var ætíð mannmargt, því að mörg hjú þurfti til að reka svo stórt bú. Þar ríkti gleði og gáski, því húsfreyja var glaðsinna og hláturmild og urðu aðrir það líka í návist hennar. Fögur er fjallasýnin frá Grund, þar sem bæirnir kúra í hlíðunum og veita værð og yndi þeim er upp til þeirra horfir. Ég þakka Margréti frænku fyrir þá birtu er hún bar á æsku mína og mun ávallt minnast hennar með ást og virðingu. Við Ingvi sendum öllum ástvin- um hennar einlægar samúðar- kveðjur og biðjum henni blessunar Guðs á vegum. Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir Þeir, er við eigum samleið með á lífsgöngunni, hverfa okkur einn og einn. Það er lögmál, er enginn breytir. Við þáttaskilin minnumst við liðinna daga og þökkum í hljóði það sem var. Við sjáum oft á aftni bjart og skínandi Ijós, er lýsti yfir lífi þess, sem horfinn er, og svo fór mér, er ég hugsa um líf Margrétar Sigurð- ardóttur frá Grund. Um langa ævi bar hún ljós sannrar góðvildar og sterkrar samúðar meðal sam- ferðamannanna. Hún var gædd þeim góða hæfileika að eiga létt með að umgangast fólk. Gestrisni hennar var viðbrugðið og þar var enginn munur gerður á hver gest- urinn var; hún var alúðleg við alla. Margrét leit fyrst dagsins ljós í Fnjóskadal. Þar lifði hún æskuár- in og oft mun hugur hennar hafa leitað austur yfir heiði „til dalsins ljúfa í austurátt, þar átti hún mamma heima". Systkinahópurinn frá Snæ- bjarnarstöðum dreifðist og niðj- arnir eru margir. Þó fylgdist Margrét með þessu frændfólki sínu og vildi því allt það besta. Um áratugaskeið var Margrét húsfreyja á höfuðbólinu Grund í Eyjafirði. Hún giftist Magnúsi Sigurðssyni, hinum mikla at- hafnamanni og er einkadóttir þeirra, Aðalsteina Helga, nú hús- freyja á Grund. Maður hennar er Gísli Björnsson, hreppstjóri Hrafnagilshrepps. Samleið þeirra mæðgna varð löng og með þeim mikið ástríki. Síðari maður Margrétar var Ragnar Davíðsson frá Kroppi, hinn mesti sæmdarmaður. Margrét Sigurðardóttir var mikil gæfukona. Ég hygg, að hún hafi alltaf séð bjartari hliðarnar á lífinu. Ástvinirnir, Grund og kirkjan áttu sterkust ítök í hjarta hennar. Og nú er húsfreyjan á Grund horfin heim. „Ferðin er hafin heim í Jesú nafni. Höndin hans hlífi, Ijós er fyrir stafni. + MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR, Gaulverjabæ, lést í Landspítalanum 13. þ.m. Guðjón Sigurósson, börn og tengdabörn. + Maöurinn minn. er látinn. EINAR KRISTLEIFSSON, Runnum, Sveinbjörg Brandsdóttir. Bróöir okkar, GUÐMUNDUR PÉTUR GUÐMUNDSSON, Austurbrún 4, er látinn. Anna G. Beck, Steinar Guðmundsson. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.