Morgunblaðið - 16.10.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 16.10.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Minning: Jón Olafsson Efri-Brúnavöllum Fæddur 24. febrúar 1920 Dáinn 6. október 1982 „Hann Jón á Brúnavöllum er dáinn." Þau óvæntu og sorglegu tíðindi bárust mér að morgni hins 6. okt. sl. Óskiljanleg. Hugur og hjarta sögðu: nei, það getur ekki verið — og segja enn. Slík eru mannleg viðbrögð svo oft, þegar svipleg og óvænt tíðindi berast. Við fyllumst söknuði og sársauka vegna þess að nú getum við ekki lengur notið samvista og vináttu þess sem horfinn er og stundum samviskubiti vegna þess að okkur er svo harla vel ljóst að við hefð- um átt að rækja það betur meðan tóm var til. Svo fór mér við þessi tíðindi, að Nonni væri látinn, þótt auðvitað viti ég vel að kallið getur hljómað hvenær sem er og enginn nema Guð einn veit, hver fær að heyra það næst. Jón Ólafsson var var elstur 6 barna hjónanna Sigríðar Jóns- dóttur og Ólafs Gestssonar. Hann var fæddur hinn 24. febrúar 1920 að Efri-Brúnavöllum, Skeiðum. Þar bjuggu foreldrar hans lengst- - an hluta síns búskapar og við þann stað var hann ætíð kenndur. Þar hóf hann síðan búskap við hlið foreldra sinna og síðar bræðra. Á Brúnavöllum lágu leiðir okkar saman, er ég sem barn og síðar sem unglingur dvaldi mörg ár sumarlangt hjá Sigríði og Ólafi og naut þess að verða tekinn og um mig annast sem væri ég eitt af þeirra eigin börnum. Þar fékk ég sjáifur að reyna þann kærleika, ögun og leiðsögn, sem einkenndi líf þeirra og störf og mótaði allt heimilislíf. Ég fékk að reyna það uppeldi og þann aðbúnað sem ég hygg að Jón hafi einnig notið i æsku og ég fullyrði að hafi verið okkur báðum ómetanlegt vega- nesti á lífsleiðinni. Þegar ég nú sit og festi þessar þakklætislínur á blað, koma marg- ar myndir upp i hugann. Margar eru þær tengdar heimilinu á Brúnavöllum sem heild en aðrar Jóni og fjölskyldu hans. Mig lang- ar að minnast á örfáar þeirra hér, eins og leifturmyndir valdar af nokkru handahófi en þó allar hluti af ævi þess vinar og frænda sem nú er kvaddur. Æskuheimili hans stendur mér fyrir hugskotssjónum sem eitt indælasta heimili sem ég komst í kynni við á æskudögum mínum. Þar var ósvikin reisn, reglusemi, iðjusemi, glaðværð og kærleiki, sem engan lét ósnortinn sem því fékk að kynnast. Það vakti mér hugljúfar kenndir er ég síðar varð var við svo margt af þessu, sem ég þekkti frá fyrri tíð, í fari Jóns. Ég minnist margra atvika er snertu umgengni okkar við dýrin. Þær myndir sem hafa þó hvað ljósast fest mér í huga eru tengdar hestamennsku, en hún var miklu snarari þáttur í lífi heimilisfólks- ins á Brúnavöllum en þá var títt. Oft átti Jón þá aðdáun mína óskipta sökum lagni sinnar og einn var sá hestur sem varla nokkrum manni var fær til reiðar nema honum, sökum vilja. Eftir að Jón og Guðfinna hófu búskap höfum við hjónin oft dáðst að viðhorfi þeirra til dýranna. Handlaginn var hann og það ekki aðeins til þeirra verka sem féllu að búskap. Múrverk t.d. lét vel í hendi hans og var hann fyrr- um víða til kallaður til þess að sinna þeim hlutum. Ekki er mér grunlaust að í einni slíkri ferð hafi vegir hans og Guðfinnu Hall- dórsdóttur frá Króki, er síðar varð kona hans, legið saman. Það var eftirvænting í ungum huga, þegar það barst mér til eyrna að Jón væri á leið heim með kærustuna sína. Þó varð víst feimnin forvitn- inni yfirsterkari í fyrstu. Eitt er víst að ekki var ég fremstur í flokki þeirra, er tóku á móti þeim með hamingjuóskum er heim var komið. Þar hafði Jón eignast frá- bæran lífsförunaut, og var hjóna- band þeirra traust og farsælt. Það var tvímælalaust hans ómetan- lega gæfa og hamingja. Ég minnist þess er þau hófu búskap — reistu sér heimili. Það var gaman að fylgjast með því gegnum árin, hvernig býlið þeirra á Efri-Brúnavöllum óx og dafnaði. Allt var þar unnið af elju, dugnaði og samheldni. Ekki var það alltaf ganga á sléttum grundum, en Guð gaf þeim gæfu til að takast á við verk sín og vinna sigra. Heimili þeirra var staður þar sem gott var að koma. Þar var ómæld vinátta, hjartarúm og hlýja. Eigi varð þeim Jóni og Guðfinnu barna auðið, en ég minnist þeirrar stundar og eftirvæntingar er kjör- dóttir þeirra, Ólína María, kom á heimilið. Þar fékk kærleikur 29 þeirra beggja og dálæti á börnum útrás, sem þeim báðum var eigin- legur. Ólína er nú gift Guðjóni Eg- ilssyni og eiga þau heimili á Sel- fossi. Áfram gæti ég haldið að draga upp myndir úr lífi Jóns og síðar Jóns, Guðfinnu, Olínu og Guðjóns, dýrmætar minningar tengdar vini og frænda, sem nú er horfinn, og fjölskyldu hans. Þó skal staðar numið. Sérhvert lífshlaup á sitt upphaf og endi. Oft má þó sjá endurtekn- ingu þess liðna í lífi afkomend- anna. Þannig tengdist heimili-mitt á nýjan leik heimili þeirra Jóns og Guðfinnu er sonur okkar hjóna dvaldi nokkur sumur á heimili þeirra svo sem ég hafði dvalið hjá foreldrum hans. Þar komu fram sömu eðlisþættirnir gagnvart hon- um og ég hafði fyrrum reynt. Fyrir það allt vil ég og fjölskylda mín þakka af heilum hug, nú þeg- ar Jón er horfinn á braut, þótt seint verði fullþakkað. Erfitt er að sjá á bak góðum vini, ekki síSt þegar hann er kvaddur burt fyrirVaralaust mitt í önn dagsins. Þó mun Guð sem öllu ræður vissulega megna að gefa þeim sem eftir lifa huggun og von. Guðfinnu, Ólínu og fjölskyldu hennar vil ég á þessum degi fela á hendur Honum með þá bæn í hjarta að Hann styrki þau og blessi um alla framtíð. Minningin um traustan og góð- an dreng mun lifa. Blessuð sé minning hans. Jói Sólveig Sigtryggs- dóttir - Minning Fædd 3. ágúst 1950 Dáin 8. október 1982. Það er öllu þyngra að setjast niður við skriftir nú í dag en okkur þótti fyrir rúmlega 11 ár- um. Þá reyndum við að hnoða saman vísum bekkjarfélaganna í Kennaraskólanum, sem við höfð- um átt svo ótal margar ánægju- stundir með. Við vorum að ljúka námi eftir 4ra ára skólavist, sem einkenndist af áhyggjuleysi og lífsgleði þeirra sem þykjast eiga allt lífið fram- undan. Full bjartsýni kvöddum við hvert annað, ákveðin í að hittast sem oftast og bera saman bækur okkar varðandi starfið. í dag söknum við þess að hafa ekki staðið betur við þessar ákvarðanir, því hópurinn er ekki lengur sá sami, vinkona okkar Solla er dáin. Við minnumst margra góðra stunda heima hjá Sollu og vinkonu hennar Hoffý. Þar var oft glatt á hjalla, mikið hlegið og margt rætt. Solla var á margan hátt fullorðnari og þrosk- aðri en við hinar og gat gripið þægilega í taumana þegar glensið keyrði úr hófi fram. Én þrátt fyrir rólegt og yfirvegað fas var alltaf stutt í kímnina. Það komst enginn í hálfkvisti við hana hvað vand- virkni og vinnubrögð snerti, hvort sem það varðaði skólanámið eða að sauma heilu flíkurnar. Þó að endurfundirnir yrðu ekki margir eftir að náminu lauk, bár- ust fréttirnar alltaf á milli Húsa- víkur og okkar. Solla giftist Hjalta og eignaðist Heiði og Gígju. Hún vandaði sig við kennslustörfin og fannst hún sjaldnast gera nógu vel. Sjálfsagt átti það við um heimilið líka. Hún snaraði röggsamlega upp veislu- borði með stuttum fyrirvara er önnur okkar kom óvænt norður á Húsavík með þrjá útlendinga. Það var lítið mál fyrir Sollu að taka á móti okkur og hýsa yfir nótt. Þegar svo fréttin um veikindi hennar barst fyrir ári síðan, var það reiðarslag. Gat þetta verið satt? Við fylgdumst með Sollu í hennar stríði, fögnuðum hverjum vonarneista og reyndum að glæða hann lífi með henni. En þrátt fyrir ákveðnina sína og seigluna varð hún að beygja sig fyrir máttugri öflum. \ m Við skiljum ekki tilganginn með þessu og finnst við ósköp vanmátt- ugar. I>að er vonin blíða og bjarta bezt er friðar órótt hjarta, himinNæla í harma-^eimi, helga.st lífsins andartak, heimsins Ijúfust leiðar-stjarna Ijós á vejjum foldar-barna boli mæddan hressir huga og harmi snýr í gleði kvak (Kristján Jónsson) Við þökkum Sollu samveru- stundirnar og biðjum Guð að styrkja Hjalta og dæturnar í þeirra miklu sorg. Helga og Fríða í dag er til moldar borin frá Húsavíkurkirkju æskuvinkona mín Sólveig Sigtryggsdóttir sem lést aðeins 32 ára að aldri. Hún barðist við illkynja sjúkdóm sem uppgötvaðist í október fyrir ári og þessari ójöfnu glímu lauk með sigri dauðans 8. október sl. Erfitt er að skilja tilgang tilverunnar þegar ung kona er tekin burt í blóma lífsins, eða eins og Solla sagði sjálf við mig eitt sinn um örlög sín: „Hvernig stendur á því að ég, sem á tvö lítil börn sem ekki geta misst mömmu sína, þarf að fá þennan sjúkdóm, þegar sjúkra- húsin eru full af örvasa fólki sem ekki fær að deyja?“ Ég vildi gjarn- an að ég hefði getað veitt henni skynsamlegt svar við þessari spurningu. Solla fæddist 3. ágúst 1950 á Húsavik. Hún var dóttir hjónanna Heiðar Sigurðardóttur frá Arnar- vatni í Mývatnssveit og Sigtryggs Jónassonar frá Húsavík. Hún var yngst fjögurra systkina. Solla ólst upp á Húsavík, gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla og að loknu landsprófi fór hún einn vetur í Menntaskólann á Akureyri en síð- an í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1971. Þá um haustið hóf hún kennslu við Barnaskóla Húsavíkur og starfaði þar þangað til hún varð að fara frá vegna veikinda. Árið 1972 gift- ist Solla eftirlifandi manni sínum, Hjalta Guðmundssyni frá Klauf í Eyjafirði, og eignuðust þau tvær dætur, Heiði 8 ára og Gígju 5 ára. Leiðir okkar Sollu lágu snemma saman. Hún var rúmlega mánuði eldri en ég og við ólumst báðar upp við Ásgarðsveginn á Húsavík. Ég hugsa að á æskuárunum hafi þeir dagar heyrt til undantekn- inga sem við Solla hittumst ekki svo margs er að minnast. Á heim- ili Heiðar og Sigtryggs voru ætíð rólegheit og yfirvegun í fyrirrúmi og þar sem Solla var þeirra yngsta barn, þá æxlaðist það einhvern- veginn svo að ég, sem kom frá mannmörgu heimili, sótti meira þangað heim en Solla heim til mín og vil ég nota tækifærið og þakka Heiði og Sigtryggi fyrir velvilja í minn garð á uppvaxtarárunum. Solla var vel gefin og átti létt með að læra, hún var samvisku- söm og skynsöm. Solla var hreint ekki allra en traustur og einlægur vinur vina sinna. Það er sárt að sjá á bak góðum vini, en þó er sorgin mest hjá nánustu aðstand- endum og votta ég og fjölskylda mín þeim okkar dýpstu samúð. Huggun er þó harmi gegn að minning Sollu lifir fölskvalaus og björt og engum fær dulist að til mikils hefur hún lifað þótt ekki væri nema þennan skamma tíma. Kristjana Helgadóttir + Hjartans þakkir til allra sem sýndu vini okkar, HELGA J. THEODÓRSSYNI, Álfaskeiöi 42, Hafnarfirði, viröingu sina, viö útför hans. Ragna Benediktsdóttir, Hulda Karlsdóttir, Guöríöur Valgeirsdóttír og börn. Valgeir Guömundsson, Benedikt Valgeirsson, Gunnar Gunnarsson, f Eiginkona min og móöir okkar, ANNA JÓNSDÓTTIR BJARNASON, Merkjateig 2 Mosfellssveit, andaöist í Landakotsspítala aö morgni föstudagsins 15. október. Gunnar Bjarnason, Anna Bjarnason, Jón Páll Bjarnason. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar MARÍU BÁRU FRÍMANNSDÓTTUR, Holtsgötu 19, Ytri-Njarövík. Alfreö Georg Alfreösson. Hervör Lúövíksdóttir, Óskar Guöjónsson, Erna Lína Alfreösdóttir, Bjarni Kristjánsson, Kristín Bára Alfreósdóttir, Þóröur Ólafsson, Alfreö G. Alfreösson jr., og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöursystur okkar, SIGRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR, er lést 30. september sl. í Hrafnistu, Reykjavík.. Sigurlaug Þ. Ottesen og systur. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og hluttekningu viö andlát og útför elginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ODDGERÐAR ODDGEIRSDÓTTUR, Stórholti 24, Reykjavík. Guö blessi ykkur öll. Ólafur Vilhjálmsson, t börn, tengdadóttir og barnabörn. + GUDMUNDUR JÓHANNES GUDMUNDSSON, Bólstaö, Garöabæ, veröur jarösunginn frá Garöakirkju, mánudaginn 18. október kl. 14.00. Helga Guómundsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, Bragi Guðmundsson, Katrín H. Karlsdóttir, Arnheiöur Guömundsdóttir, Ágúst Hafberg, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.