Morgunblaðið - 16.10.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
37
Þessir hringdu . . .
Fyrirspurn til
Kópavogsbæjar
Kópavogsbúi hringdi og hafði
eftirfarandi að segja:
— Ég vildi gjarna að forráða-
menn Kópavogsbæjar sæju sér
fært að svara eftirfarandi fyrir-
spurn: Hvernig stendur á því, að
ekki hefur verið hreinsað til á
starfsvöllum bæjarins, þó að allri
starfsemi sé þar lokið fyrir all-
nokkru? Byggingarefnið frá sumr-
inu liggur bara í hrúgum og á víð
og dreif um vellina og nauðsynlegt
að ganga frá því, áður en vetrar-
veður bresta á og feykja því út í
buskann eða á nærliggjandi hús.
Og svo getur svona trassaskapur
enn fremur skapað slysahættu
börnum.
Séra Halldór Gröndal
Mörgum hefur
eflaust hlýnað
vid þessa bæn
Edda Larsen hringdi og hafði
eftirfarandi að segja:
— Mig langar til að færa séra
Halldóri Gröndal þakkir fyrir fal-
lega morgunbæn laugardaginn 9.
þ.m., sem höfðaði til þeirra sem
stríða við áfengisvandamál eða
eiga í erfiðleikum vegna neyslu
annarra vímugjafa. Mörgum hefur
eflaust hlýnað við þessa bæn og
mætti endurflytja hana. Guð
blessi Halldór Gröndal um ókomin
ár.
„Snemma beyg-
ist krókur-
inn...
Vilborg Dyrset hringdi og hafði
eftirfarandi að segja:
— Ég les alltaf Velvakanda og
oft furðar mig á, hvað margir
birta þar ólund sína. í dag
(fimmtudag) kvartar kona úr
Kópavoginum undan þvi að hún og
maður hennar hafi ekki frið fyrir
betli barna og sníkjum á tomból-
ur. Og henni finnst þetta slæm
uppeldisaðferð og mikill ósiður.
Hún segist vera sammála Vestur-
bæingi um happdrættispláguna,
sem hún nefnir svo. Ég bý í Aust-
urbænum og vil láta mína skoðun
í ljós. Ég gleðst hvert sinn, þegar
börn leita til mín. Þau eru svo ein-
læg og glöð, þegar þeim er tekið
vel. Og brosið sem maður fær frá
þeim er svo margfalt meira virði
en sá hlutur sem maður réttir
þeim. Máltækið segir: „Snemma
beygist krókurinn til þess sem
verða vill.“ Og ég gæti trúað, að
mörg þessara barna héldu áfram
að láta gott af sér leiða, þegar þau
verða fullorðin.
Sem betur fer særir það
flesta að heyra um slysin
H.Kr. skrifar:
„ Velvakandi góður.
í pistlum þínum 12. október rifj-
ar kona nokkur upp að í blöðum
hafi birst frétt um það „að maður
einn hefði bitið nefið af samborg-
ara sínum“. í því tilefni segir kon-
an: „enda náði þetta ekki til að
særa mig, því að ég vissi að þetta
var í ölæði gert.“ Síðan segir kon-
an:
week eru birtar myndir af ungu
fólki sem lést vegna þess að ölvað-
ir bílstjórar voru á ferli. Þetta
fólk lifnar ekki við þó að öku-
mennirnir kunni að iðrast. En
myndunum fylgir frásögn af
viðbrögðum aðstandenda þessara
látnu ungmenna, samtökum
þeirra og sameiginlegum kröfum
um að eitthvað sé gert til að
stöðva akstur ölvaðra. Þessu fólki
sárnar eins þó að börnum þeirra
og systkinum sé grandað vegna
ölvunar. Annað væri líka blátt
áfram óeðli.
Sem betur fer særir það flesta
að heyra um slysin enda þótt þeir
viti „að þetta var í ölæði gert“.“
„Margur sér eftir því alla ævina,
sem hann gerir undir slíkum
kringumstæðum og erfitt er að
dæma fólk út frá svona óhappi."
Þetta er ekki ofmælt og flestum
kunnugt, en hins vegar verður það
sem orðið er ekki aftur tekið þó
menn iðrist. Iðrun kallar engan til
lífsins og fyllir ekki opið skarð.
Sum slys eru óbætanleg.
Þessi orð eru skrifuð vegna þess
að konan segir að það hafi ekki
sært sig að heyra um óhappið af
því að hún vissi „að þetta var í
ölæði gert“.
Því er nefnilega þannig varið
með okkur sum að okkur sárnar að
menn skuli gera sig ölóða enda
þótt þeir sleppi við óhöpp að því
sinni. Þá höfum við þann metnað
fyrir hönd samborgaranna að
okkur sárnar ef þeir koma sér í
það ástand að þeir geti ekki borið
ábyrgð á sjálfum sér. Okkur er
raun að verða vitni að slíku. Og
við neitum að taka því sem sjálf-
sögðum hlut að menn kjósi sér
slíka eymd.
Eitthvað fyrir alla
Við teljum ástandið hættulegt
þegar góðu fólki sárnar ekki það
sem það veit að gert er í ölæði.
Ölæði er ekki sjálfsagður hlutur.
Það þarf enginn að gera sig ölóð-
an. Það er ábyrgðarleysi. Að því
ábyrgðarleysi er skömm en ekki
sómi. Svo finnst okkur.
Hitt er svo tilviljun, slembi-
lukka eða eitthvað þess háttar
hverjir sleppa frá óhöppum eftir
að þeir eru hættir að vera ábyrgir
gjörða sinna. En ólánið er engu
síður átakanlegt og sárt þó að það
sé sjálfskaparvíti.
í ameríska tímaritinu News-
Guðrún Á. Símonar söngkona
skrifar:
„Hr. Velvakandi!
Mig langar til að hvetja for-
eldra og börn til að sjá „Búum til
óperu" eftir enska tónskáldið
Benjamín Britten, sem íslenska
óperan flytur um þessar mundir.
Hún er skemmtilega flutt af öllu
listafólkinu, eitthvað fyrir alla.
Einnig vil ég benda íslensku
óperunni á að taka til flutnings
eitthvað af óperum hans, t.d.
„Peter Grimes", „Billy Budd" eða
„Albert Herring", svo að eitthvað
sé nefnt. Það væri dálítið gaman
að fá nýjar uppfærslur, sem
aldrei hefðu verið fluttar hér, því
að alltof mikið hefur verið gert
af því að endurtaka óperur. Þó að
það sé komin ný kynslóð, sem
tekur við, þá er mín kynslóð enn-
þá lifandi og í fullu fjöri."
Gjafahappdrætti
Sumargleðinnar
vinningsnúmer:
Bifreið nr. 55. Hjónarúm frá Ingvari og Gylfa nr.
7264. Frá Sjónvarpsbúðinni Lágmúla 7, örbylgju-
ofn nr. 8097.
Samsung hljómtækjasamstæöa nr. 15101. Sam-
sung litsjónvarpstæki nr. 14226. Samsung ör-
bylgjuofn nr. 8097.
Fischer myndsegulbandstæki nr. 5732.
Nánari uppl. um vinningana í síma 81397 til kl. 5
á daginn.
Takk fyrir skemmtunina í sumar.
Sumargleöin.
Steinsteypukaupendur
Nú fer vetur brátt í hönd og verður kólnandi. Því er
hætt við frostskemmdum í steinsteypu. Við hörönun
steinsteypu myndast hiti vegna efnabreytinga. Engu
að síöur getur steypa kólnaö niöur og fari hiti í steyp-
unni undir 10°C, hægir mjög á hörönun hennar. Und-
ir 5°C er hörönun svo til hætt og varmaframleiðsla
hennar stöðvast. Steinsteypa veröur ekki frostþolin
fyrr en hún hefur náö u.þ.b. 1/3 af endastyrk sínum.
Kísilrykblönduð steypa, sem nú er notuð harðnar
hægar viö lágt hitastig en sú steypa er menn áttu að
venjast áður en kísilrykblöndun hófst. Óhörðnuð
steypa getur legið í daí dögum saman viö lágt hitastig
og frosiö síöan og skemmst.
Á vetrum er steinsteypa seld upphituð, en mikilsvert
er aö fyrirbyggja að hún kólni.
Eftirfarandi ráöstafanir eru því æskilegar:
1. Bleytiö ekki óhóflega í steypunni.
2. Byrgiö alla steypufleti.
3. Hitiö upp steypu í mótum fyrstu
sólarhringana.
Muniö, að steinsteypan er burðarás mannvirkisins.
SteypustðOin tif
Trésmiðir —
Húsbyggjendur
Spónaplöturnar og krossviðinn, sem þið kaupið
hjá okkur getið þið sagað niöur i plötusöginni
okkar og það er ókeypis þjónusta.
Birkikrossviður
Furukrossviöur
Grenikrossviöur
Spónaplötur í öllum
þykktum og stæröum,
rakavarðar og eldvarð-
ar spónaplötur.