Morgunblaðið - 16.10.1982, Side 38

Morgunblaðið - 16.10.1982, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Bandaríski körfuboltinn á skjáinn DRAUMUR körfuknatlleiks- unnenda hefur löngum verið sá, aö sjónvarpið sýndi frá leikjum í Bandaríkjunum, en þar þykir þessi íþróttagrein best leikín í heiminum. Draumur þessi er nú i þann veg að rætast, en að sögn Bjarna Felixsonar I gær stefnir hann aö því að sýna frá leik Los Angeles Lakers og Philadelphia 76 í íþrótta- þætti sínum eftir viku. Mun stefnan hjá Bjarna sú að sýna myndir úr banda- ríska körfuboltanum af og til í vetur, eftir því sem tæki- færi gefst til. íþróttir um helgina ÞRÍR leikir fara fram í úr- valsdeildínni í körfubolta um helgina. í dag kl. 14.00 eigast við, Valur og Fram í Haga- skóla, og Suöurnesjaliöin Keflavík og Njarövík á heimavelli þess fyrrnefnda. Áhorfendum skal bent á aö forsala aögöngumiöa á þann leik veröur frá kl. 12.00 í íþróttahúsínu í Keflavík. Á morgun keppa síöan ÍR og KR í Hagaskóla kl. 19.00. Tveir leikir eru á dagskrá í 1. deildínni í handbolta. Vík- íngur og Þróttur keppa í dag, kl. 14.00, í höllínni og Stjarn- an og Valur leióa saman sína hesta í Hafnarfiröi kl. 20.00 annað kvöld. Einn leikur er svo í 2. deildínni í dag. Hauk- ar og Grótta keppa í Hafnar- firöí kl. 14.00. KA og Armann sigruðu í gær TVEIR leikir fóru fram í 2. deild karla í handbolta í gærkvöldi. Á Akureyri sigr- aöi KA liö Aftureldingar ör- ugglega meö 30 mörkum gegn 23, eftir aó ataöan í leikhléí hafói veriö 13—10, heimamönnum í hag. Eriðjón Jónsson skoraði 8 mörk fyrir KA, Fleming Bev- ensen skoraði 7 (5v.), Þorleif- ur Ananíasson gerði 5, Maur- itsen 3, Kristján Óskarsson 3, Krlingur Kristjánsson 2, og þeir Guömundur Guð- mundsson og Jakob Jónsson 1 hvor. Að Varmá í Mosfellssveit áttust við Breiðablik og Ar- mann. Ármenningar fóru þar með sigur af hólmi, þeir skor- uðu 24 mörk gegn 21 marki Ármenninga. Staðan í hálf- leik var 13—8 fyrir Ármann. Kristján Halldórsson var markahæstur hjá Blikunum, með 7 mörk, en aðrir sem skoruðu voru: Brynjar Björnsson 3 (1 v.), Ólafur Björnsson 3, Björn Jónsson 3, Stefán Magnússon 3, Gísli Gunnarsson 1 og Andrés Bridde 1. Fyrir Ármann skor- uðu þessir: Einar Eiríksson 6 (4 v.), Bragi Sigurðsson 6, Einar Náby 4, Friðrik Jó- hannesson 3, Jón Viðar Jónsson 2 og Kristinn Ing- ólfsson 2. Haukar meö aðalfund ADALFUNDUR Knattspyrnu- félagsins Haukar veröur haldinn í Haukahúsinu, laug- ardagínn 23. október, og hefst hann kl. 14.00. L l.... • Annaö mark Ira í leiknum á mióvikudaginn er staðreynd. Tony Grealis, annar frá vinstri, sendir knöttinn framhjá Þorsteini Bjarnasyni, án þess að hvorki Sævar Jónsson né Marteinn Geirsson fái nokkuö að gert. Þessi mynd er önnur tveggja mynda sem birtust frá leiknum í Daíly Mirror. Umsagnir úr írsku blöóunum: „Islendingar sátu eftir og töldu marbletti sína áá LANDSLEIKUR íslands og írlands, á Lansdown Road í Dublin, í vikunni var mjög til umræðu í írsku blöðunum sem von var, enda fyrsti sigur liðsins í yfírstandandi Evrópukeppni landsliða og áhugi fyrir knatt- spyrnu gífurlegur í Lýðveldinu írlandi. Eins og frá var greint í íslensku blööunum eftir leikinn, léku írsku leikmennirnir margir hverjir víga- lega, svo ekki sé fastar aö orói kveðíð. Stjóri liösins, Eoin Hand, hafói látiö hafa eftir sér fyrir leikinn, að hann ætlaöist til þess aó leikmenn sínir væru haröskeyttari í þeim leikjum sem eftir eru heldur en þeir voru í leiknum gegn Hollandi fyrir nokkru. Blaðamaður Daily Mail, Peter Johnson, segir í grein sinni um leikinn, að greinilegt væri aó sumir írsku leikmannanna heföu tekið orð þjálfarans allt of bókstaf- lega. Johnson þessi er þungorður í garó sinna manna og segir m.a. aó á meðan írarnir voru að ná tökum á leiknum fyrsta hálftímann hafi þeir gengið hreínt óþarflega nærri íslendingum með bolaskap sínum. Hann segir hinn rauðhærða Garry Waddock, frá QPR, hafa verið villtan og sífellt að reita mótherja sína til reiði. Aö dómarinn Rion, frá Luxem- borg, hafi verið furðu þolinmóður við hann og ekki bókað hann fyrr en að Arnór Guöjohnsen brást illa við grófu brotí Waddock seint í leikn- um og hrinti honum. Þá hafi Rion bókað Arnór og ekki komist hjá því aö setja nafn Waddocks einnig á prent. Og Johnson heldur áfram: „Hinn um og drifinn á spítala. Walsh fékk Landsleikurinn sýndur í dag AÐ SÖGN Bjarna Felixsonar, íþróttafréttamanns sjón- varps, mun hann í dag sýna landsleik irlands og íslands í knattspyrnu sem fram fór í Dublin á miövikudaginn var. Hefst sýning leiksins kl. 16.30. íslendingar töpuðu leiknum, sem var liöur í Evr- ópukeppninni, með tveimur mörkum gegn engu, og þóttu írarnir leika mjög gróft. Pétur Ormslev varð fyrir slæmum meiöslum í leiknum og mun Ijóst að hann veröi trá æfingum og keppni í nokkurn tíma. Að þessum leik loknum í dag mun Bjami sýna frá leik FH og rússneska liösins Zaporozhje í Evrópukeppn- inni í handbolta. nýliöinn í irska liðinu, Mick Walsh frá Everton, var heppinn að vera ekki rekinn af leikvelli. Hann hafði brotið nokkrum sinnum rundda- lega á hinum sprettharöa Pétri Ormslev áður en hann gekk end- anlega frá honum meö viöbjóðs- legu brofi rétt fyrir leikhlé, þar sem hann setti takka sína í nárann á Pétri meö þeim afleiðingum að hann var borinn af leikvelli á bör- aðeins vægt tiltal frá dómaranum og íslendingarnir vöknuöu upp viö það, aö þeir myndu hvorki njóta verndar dómarans eða réttlætis í dómgæslunni." Og Johnson hefur að lokum eftir Eoin Hand þjálfara: „Ég neita því alfariö aö viö höfum leikiö gróft, Islendingarnir voru ekkert skárri." Tom Keogh hjá Daily Mirror spuröi Eoin Hand um brotiö Ijóta. Heimir Karlsson kominn heim frá Belgíu: „Var hálf furóulegt áá No smiles for referee ICELAND FIND G0ING H0T „ÞETTA var allt saman hálf furðu- legt, ég lék fyrri hálfleikinn með Cercle Brugge gegn franska lið- inu Auxerre og gekk alveg sæmi- lega að mínu viti. En svo var mér skipt út af í hálfleik og fannst mér það hálf furöulegt miöað viö að þjálfari Cercle ætlaöi að nota þennan leik til að kynna sér getu mína,“ sagöi Heimir Karlsson, miðherji úr Víkingi, í samtali við Mbl., en hann er nýkominn heim frá Belgíu þar sem hann skoöaði sig um undir handleiöslu um- boðsmannsins kunna, Willy Reinke. Fyrst lék Heimir meö varaliöi Winterslag gegn samansafni af aö- al- og varaliöi Tongeren, en bæöi leika liöin i 1. deildinni belgísku. „Fyrri hálfleikurinn var hroöalegur hjá mér, en miklu betur gekk eftir hlé og þá náöi ég til dæmis aö skora eina mark Winterslag í leikn- um sem fór 1 — 1 jafntefli. Síöan stóö til aö ég fengi aö spreyta mig hjá Lokeren fyrir tilstuölan Kristj- áns Bernburg, en Reinke vildi heldur aö ég færi meö Cercle Brugge til Frakklands og varö þaö ofan á. Á fimmtudagskvöldiö átti ég síöan von á svari frá belgíska 1. deildar félaginu Kortryjk, en félag- iö haföi lýst yfir áhuga á aö líta á mig. En sannast sagna var ég bú- inn aö fá nóg þarna úti og beið ekki eftir svarinu. Ákvaö aö koma heim, hér bíöa mín þarfari verk- efni,“ sagöi Heimir aö lokum. Þess má geta, eins og frá var greint í Mbl. á fimmtudaginn, aö Ragnar Margeirsson frá Keflavik er um þessar mundir aö lita á aöstæöur hjá Cercle Brugge og ræða viö for- ráðamenn félagsins. — gg- Hand svaraöi: „Þaö er alltaf leiöin- legt aö sjá menn borna af leikvelli, en Ormslev stuölaði sjálfur aö meiöslunum meö því aö gefa sjálf- ur ekkert eftir í návíginu. Ef íslend- ingar saka okkur um aö hafa leikið gróft, þá gildir þaö sema um þá.“ Don Hardisty hjá Daily Star seg- ir aö Dublin-búar muni minnast dagsins fyrir þær sakir, aö írska liöiö hafi sýnt af sér miskunnarleysi sem aldrei áöur hafi veriö fyrir hendi í jafn rikum mæli. Segir Hardisty, aö islendingar hafi setið eftir, teljandi marblettina. Eftir Eo- in Hand hefur fréttamaöurinn: „Þaö er enginn leikur án haröra návíga og íslendingarnir áttu sinn skammt af hörkunni." Að lokum skulum viö kíkja á ým- islegt sem í stórblaöinu „The Irish Times“ stóö. Frásögn af leiknum er í svipuöum dúr og hjá öörum blöö- um, en TIT sá ástæöu til aö geta sérstaklega frammistööu dómar- ans i kjallaragrein. Þar er haft eftir ritara írska knattspyrnusambands- ins Peadar O'Driscoll: „Þaö er auðvelt og algengt aö kvarta yfir dómgæslu þegar ósigur er annars vegar, en núna erum viö í þeirri aöstööu sem sigurvegarar." Pip Meghan formaöur aganefndar sambandsins sagöi: „Ég hef aldrei oröiö vitni af verri dómgæslu í landsleik.“ Kemur fram í greininni aö írska knattspyrnusambandiö ætlar aö senda UEFA formlega kvörtun fyrir aö senda til leiksins jafn slakan dómara og Rion reynd- ist vera. Þess má geta, aö Rion dæmdi þarna sinn fyrsta landsleik. Aö lokum er enn vitnaö í Eoin Hand: „Ef sagt heföi verið viö mig fyrir leikinn aö viö myndum vinna 2—0, heföi ég verið afar ánægöur. En margir töluöu um stórar tölur, allt upp í 6—7 gegn engu. En um slíkt var aldrei aö ræöa, þaö viss- um viö, þaö burstar enginn Island nú oröið. Viö bárum viröingu fyrir þeim aö hæfilegu marki, brugö- umst vel við þeirra sterku hliöum og útkoman var sú aö viö sigruö- um. Þeir skópu sér tvö færi og skoröuðu ekki, viö fengum fjögur færi og skoröuöum tvivegis." — 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.