Morgunblaðið - 16.10.1982, Side 40

Morgunblaðið - 16.10.1982, Side 40
I / i í * E ^\iiglýsinga- síminn er 2 24 80 lOTjproMíifoifo ^^skriftar-” síminn er 830 33 LAUCARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Póstur og sími óskar eftir 25% hækkun PÓST- og símamálastofnunin hefur óskaA eftir því við samgönguráðu- neytið, að fá heimild til að hækka taxta símgjalda frá I. nóvember nk. um 25%. Stofnunin hefur ennfremur óskað eftir því, að fá heimild til að hækka póstgjöld sín um 25%. frá og með 1. desember nk. Beiöni stofnunarinnar er nú til umfjöllunar hjá samgönguráðu- neytinu, en fer síðan fyrir Gjald- skrárnefnd, sem tekur endanlega afstöðu. Þess má svo geta, að Skipaút- gerð ríkisins hefur nýverið fengið heimild til að hækka taxta sína um 15%. Húsavík: Misjöfn eftir- tekja fyrsta rjúpnadaginn llúsavík, 15. október. KJÖLDI llúsvíkinga hélt til rjúpna í morgun, er fyrsti veiðidagur hausts- ins hófst. Kjúpan virtist stygg og urðu menn mismikið varir við hana. Þar sem grátt var í jörð og slydda fram eftir degi gekk mönnum misjafnlega að sjá rjúp- una og var eftirtekjan misjöfn. Margir voru með 10 rjúpur og sá sem mest fékk náði 30. — Fréttaritari MorgunblaAM/ Krintjin Örn. Slátrað á Bíldudal Slátrun hófst i sláturhúsinu á Bíldudal í gærmorgun eftir að ráðamenn fyrirtækisins höfðu um nokkurn tíma staðið í erjum við yfirvöld um sláturleyfi. Þeirri baráttu lauk með því að sláturleyfi var veitt til bráða- birgða. Bændur og búalið úr Arnarfirði lita á það sem mikið hagsmuna- I mál fyrir byggðarlagið, að fé sé slátrað á Bíldudal en ekki flutt til Patreksfjarðar. Hallgrímur Ottósson var einn þeirra, sem mætti til vinnu í sláturhúsinu i gærmorgun og kunni greinilega handtökin við gærusölt- I unina. Sjá nánar bls. 2 og 3. „Tel mig gæfu- mann“ — segir Hafsteinn Þorsteinsson, sem bjargaði manni úr Vesturhöfninni „ÞAD er mjög mikið lán að geta aðstoðað fólk, sem er statt í nauðum og þvi tel ég mig gæfu- mann,“ sagði Hafsteinn Þor- stcinsson meðal annars í samtali við Morgunblaðið í gær. Haf- steinn átti, að sögn lögreglunnar, heiðurinn af því að bjarga manni frá drukknun í höfninni við Grandagarð í fyrrinótt. Maður- inn hafði fallið niður á milli báta og komst ekki upp aftur af sjálfsdáðum. Honum varð ekki meint af volkinu. Hafsteinn Þorsteinsson var á vakt um borð í Hval 9 í Slippnum í fyrrinótt. Hann sagði svo frá atburðinum í samtali við Morgunblaðið: „Það var um stundarfjórðungi fyrir þrjú um nóttina, að ég heyrði einhver torkennileg hljóð og hélt að þau kæmu úr næsta nágrenni. Eg fór því niður úr skipinu til að kanna málið og heyrði þá, að hljóðin Hafsteinn Þorsteinsson komu úr vesturhöfninni. Þá náði ég í bíl minn og ók yfir um og við Kaffivagninn heyrði ég hljóðin aftur, en ekki orða- skil. Ég gekk þá á hljóðin og fann manninn í sjónum á milli báta. Hann hafði náð taki á fríholti á milli þeirra og gat haldið sér á floti, en komst ekki upp. Hann var mikið klæddur og því það þungur að ég náði hon- um ekki upp. Því bað ég hann að reyna að halda sér á meðan ég færi upp í tilkynningaskyld- una í Slysavarnafélagshúsinu til að hringja á lögregluna. Eftir það fór ég aftur til mannsins og hélt honum uppi þar til lögreglan kom og hann náðist upp bæði þrekaður og kaldur." Atvinnuleysi hefúr aukizt stórlega í ár í ágúst sl., en 180 á sama tíma í fyrra 310 voru án vinnu ATVINNIJLKYSI hefur aukizt mjög mikið á þessu ári, boriö saman við sama tíma í fyrra. 1 ágústmánuði sl. voru skráðir atvinnuleysisdagar 6.720, samanborið við 3.901 í sama mánuði í fyrra. Aukningin milli ára er liðlega 72%.. Ef fyrsti ársfjórðungur er skoðaður kemur í ljós, að skráðir atvinnuleysisdagar í ár voru 35.622, samanborið við 15.225 á sl. ári. Aukningin milli ára er því tæplega 134%. Skráðir atvinnuleysisdagar á öðr- um ársfjórðungi þesa árs voru 8.554 talsins, samanborið við 6.002 á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er liðlega 42,5%. Fjöldi atvinnulausra í ágústmán- uði var 310, en á sama tíma í fyrra voru 180 taldir atvinnulausir. Á fyrsta ársfjórðungi í ár voru taldir 1.644 atvinnulausir, en á sama tíma í fyrra voru þeir 703. Loks má geta þess, að á öðrum ársfjórðungi voru atvinnulausir taldir vera 395, en 277 á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi, sem hlutfall af framboði vinnuafls var 0,3% í ág- úst, samanborið við 0,2% í ágúst í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var þetta hlutfall 1,6%, sam- anborið við 0,7% á sama tíma í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi í ár var hlutfallið 0,4%, samanborið við 0,3% á sama tíma í fyrra. Þegar tölur um skráða atvinnu- leysisdaga eru skoðaðar, vekur það athygli, að aukningin er hlutfalls- lega mun meiri á landsbyggðinni heldur en á Reykjavíkursvæðinu. Má í því sambandi nefna, að skráðir atvinnuleysisdagar í ágústmánuði á Reykjavíkursvæöinu voru 2.366 í ár, en voru 1.999 í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 18,3%. Á landsbyggðinni voru skráðir at- vinnuleysisdagar í ágúst 4.354, sam- anborið við 1.902 í fyrra og er aukn- ingin milli ára því tæplega 129%. Gjaldeyriskaup bankanna neikvæd um 866 milljónir GJALDEYRISSTAÐA bankanna hef- ur versnað mjög síöustu mánuði, en í lok ágústmánaðar sl. var hún 1.679 milljónir króna, samanborið við 1.646 milljónir króna á sama tíma í fyrra. í lok árs 1981 var hún 1.710 milljónir króna og hafði þá aukizt frá árinu á undan um 73%, eða úr 988 milljónum króna. Fyrstu átta mánuðina í ár dróg- ust gjaldeyriskaup bankanna sam- an um 6,35%, en þau voru 7.954 milljónir í ágústlok sl., samanborið við 8.493 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Gjaldeyrissala bankanna jókst hins vegar um 13,82% milli ára. Heildarsalan í ágústlok var að upp- hæð 8.820 milljónir króna, saman- borið við 7.749 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Gjaldeyriskaup bankanna, nettó, voru því neikvæð um 866 milljónir króna fyrstu átta mánuðina í ár, en til samanburðar voru þau jákvæð um 744 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Staðan hefur því versnað um 1.610 milljón- ir króna á þessu tímabili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.