Morgunblaðið - 07.11.1982, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.11.1982, Qupperneq 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 lega dottið upp fyrir eða lent milli þils og veggjar? Það er ómögulegt. Uún Bidda var ekki svoleiðis manneskja. Hún hefur nú kannski ekki hugsað mikið um hann Guð og aldrei séð Heilagan anda. En hún var góð í sér“. „Hvað er langt síðan þú komst hingað?" spyrja doðrantaflettar- arnir. „Ja, ég er nú dálítið óklár á því, en ég gæti trúað, að það væru svona 100 ár. Hún Bidda ætti því að vera komin hingað". Enn þá taka þeir að fletta doð- röntunum. „Þórbergur Þórðarson, jú hann er hér, kom fyrir 16 ár- um“. „Hvert í hóandi! Það er þá svona. Mér hefur líka fundizt ég vera eitthvað meinakindalegur í höfðinu, síðan ég kom hingað á þetta tímalausa eilífðarland ykk- ar. Bidda systir er þá spillifandi hjá fólkinu á jörðinni enn þá“. „Við könnumst nú eitthvað við þessa Biddu systur. Það skal þó ekki vera sama fraukan, sem festi friðardúfuna á hurðina hjá henni Lillu Heggu forðum daga, þegar hún var í fýlukastinu?" „Jú, sama er fraukan". „Það er langt, þangað til hún kemur hingað. Og hún dettur hvorki upp fyrir né lendir milli þils og veggjar. Hún fer beint á Bláu eyjuna. Þangað fara þeir, sem hafa unnið eitthvað fyrir frið- inn í jarðheimi". „Guði sé lof!“ „Ég fæ þá máski að sjá hana hér eftir svona 70 ár?“ „Segjum það ekki“. Ég óttast ekki svo mjög að fara héðan á eilífðarlandið svo kallaða. En þar með er ekki öll sú saga sögð. Þegar ég hef „leikið" mér þar svo og svo lengi, þá verð ég að hverfa aftur til jarðarinnar, verð að endurholdgast. Og hvar verð ég þá settur niður? Aftur í Suður- sveit? í Thule í Grænlandi? í Ala- bama í Bandaríkjunum, þá svert- ingi, og verð sakaður um glæp, sem ég hef aldrei framið og settur í rafmagnsstólinn? í Indlandi og verð drepinn af eiturslöngu? Fín frauka ög hóteleigandi á Malorku? Rithöfundur í Reykjavík og lendi þá ef til vill aftur í blokk í Mela- hverfinu með Lillu Heggu og Biddu systur, sem þá heitir kannski Járngerður? Já, það er fleira, sem fyrir mann kann að koma í framtíðinni, en okkur grunar. Það er misjafnlega langt á milli endurholdgananna, stundum máski fáein ár og allt upp í nokkur hundruð ára. Það fer eftir ýmsum ástæðum. Martínus heitir mikill dulspek- ingur danskur. Hann flutti hér fyrirlestra. Brynjólfur Bjarnason heimsótti hann í Kaupmannahöfn í utanför sinni í vetur. Hann leit- aði hjá honum frétta um fiamtíð- ina, þar á meðal, hvort enn þá yrðu stórstyrjaldir. „Já, nokkrar", svaraði Martínus. Hann sagði Brynjólfi ennfremur, að skólaæsk- an, sem hefur verið að gera upp- reisn í frönskum skólum og víðar undanfarin ár, sé fólk, sem hefði fallið í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar það kom yfir um, hefði loks- ins runnið upp fyrir því, að það hefði verið haft að glópum með þessu slagtiríi og nú sé það komið aftur niður á jörðina til þess að jafna nietin. Svona er nú lífið, Bidda mín, þó að'sumum kunni að virðast skrýt- ið. Þetta er sama hringrásin, sem alls staðar fer fram í náttúrunni. Sannindin um endurholdgunina urðu mér auðsæ veturinn 1918 til 1919, þegar frosthörkurnar keyrðu svo úr hófi, að fraus á koppnum mínum á næturnar, þar sem hann stóð undir rúminu. Það er nú svo langt síðan, að sá hryllingur þjáði mann, að þá hefur hann Guð ekki verið byrjaður að sirkla út, hvar hann ætti aö skjóta ykkur Lillu Heggu niður í næsta jarðlífi. Eina lærdómsríka endurholdg- unarhistoríu get ég sagt þér sem dæmi þess, hvernig náttúrulög- málin geta spilað með okkur. Ég þekki aldraða konu, gáfaða, vel innrætta og nokkuð dulspaka. Hún á vinkonu, sem er enn þá dulspakari. Sú rakti fyrir henni nokkrar hennar fyrri jarðvistir. Til að mynda hefði hún einu sinni verið hefðarfrú í Rómaborg. Þar næst hefði hún fæðzt norður í Þjórsárdal, auðvitað áður en Hekla lagði þá fögru byggð í eyði. í jarðvistinni næstu þar á eftir hefði hana borið á land í Isafjarð- arkaupstað. Uppkomin þar, flutt- ist hún þaðan til Reykjavíkur, gerðist þar hárgreiðsludama, gift- ist og bjó með manni sínum í Víkurhúsinu við Kleppsveg. Þar andaðist hann. Nú á hún heima á elliheimili sjómanna í Kleppsholt- inu og bíður þess, að skýjaþykkni verði hreinsað af augunum í henni. Svona krókótt og mislitt er mannlífið. Hver veit nema örlaga- skammtararnir skikki þig til að fæðast á Grænlandi í einhverju jarðlífinu og fáir þá heitið Pípalúk og verðir stórsnillingur í að sauma kamíkur og anoraka og berserkur í rostungaveiðum. Einu sinni var ég á gangi á götu í Kaupmannahöfn. Þá datt niður í mig þessi vísa: Heyrði ég í hamri sungið. — Það hljómaði’ eins og elskóvssúk. Hver var það, sem þar söng inni? Það var hin fagra Pípalúk. Pípalúk! Pípalúk! Það var hin fagra Pípalúk! Þú verður að syngja þetta undir sínu lagi. Pípalúk hét dóttir hins fræga danska Grænlandskönnuðar, Pet- ers Freuchens. Hann var kvæntur eskimóakonu, Navarönu. Ég sá Freuchen á rithöfundaþinginu í Osló 1930. Stórhöfðinglegur mað- ur. Síðar flutti hann fyrirlestur í Gamlabíói og ætlaði að dveljast hér næsta vetur, en varð bráð- kvaddur í Ameríku áður en af því yrði. Það er því svo sem engin skömm að heita Pípalúk. (Sú, sem pípir í lúkuna á sér?) Ekki væri það heldur óhugsandi, að Lilla Hegga yrði þá fýrugur eskimóa- piltur í Grænlandi og þið stunduð- uð saman grásleppuveiðar á Melville-flóa og upp úr þvi yrði trúlofun og fagurt hjónaband. Ekki segi ég, að þetta verði, en óhugsandi er það ekki, að það gæti orðið. Fólk er ekki sama kynið í öllum endurholdgunum. Það skiptir um öðruhverju. Þannig nær það alhliða þroska. Og þeim lendir oftast fyrr eða síðar saman, sem áður hafa saman verið. Og ég held að friðardúfan geti haft að- dráttarafl. En náttúruöflin gera þessi undur af svo mikilli kænsku og kurteisi, að mann rámar ekkert í, að svipað hafi áður gerzt. Ef maður ætti að muna öll sín fyrri líf, væri svo mikið lagt á okkar ófullkomna heila og margt svo ömurlegt, að við yrðum hringlandi vitlaus. Samt hefur þeim ekki ver- ið lifað til einskis. Ávextirnir birt- ast í hæfileikum. Sá sem hefur, til að mynda, lagt stund á reiknings- list í fyrri lífum, hann fæðist, máski í þessu jarðlífi eða seinna, með stærðfræðigáfu, þó að hann muni ekkert einstakt dæmi, sem hann reiknaði í fyrri lífum. Svona klóklega meðhöndlar forsjónin okkur. Þó er það til, að menn muni slitur úr fyrra lífi, einkum því næsta. Fræg er sagan af indversku stúlkunni Sjanti Deví, er þekkti götur, hús og fólk í borginni, sem hún átti heima í í síðasta jarðlífi. Þar á meðal þekkti hún þáverandi mann sinn, sem nú var kvæntur í annað sinn, og húsið, er þau höfðu búið í, og leitaði þar uppi kompu, sem hún hafði geymt í barnagullin sín. En nú voru þau horfin þaðan, henni til sárra vonbrigða. Þarna stóðu að rannsóknum ýmsir merkir menn, svo sem kenn- arar, prófessorar, forseti Kon- gressflokksins, sem þá var, og svo framvegis. En milli þessara tveggja jarðlífa höfðu liðið fá ár. Fréttaritara dreif að úr öllum átt- um til þess að rannsaka þetta fyrirbrigði. Ég las greinargóða frásögn sænsks fréttaritara, sem hafði tekizt ferð á hendur á at- burðastöðvarnar í Indlandi. Þar að auki las ég skýrslu vísinda- nefndar, sem rannskað hafði gang atburðanna til hlítar. Ég hef lesið fleiri frásagnir af endur- minningum frá fyrri jarðlífum, en enga því líkt merkilega og söguna af Sjanti Deví. Þá er komið að þeim mannfjölg- unaratburði á voru landi, að Helga litla, vor öðlingsfrú, eignist þriðja barnið. Margréti dreymdi fyrir nokkru, að Helga væri búin að fæða stúlkubarn. Hvort verður? Sumar spár reynast réttar, aðrar láta sér til skammar verða, hvort sem þær berast okkur í svefni eða vöku. Enn er spá, sem liggur á herðum Helgu litlu. Áður en hún giftist, fékk hún þá véfrétt hjá. spákonu, að hún mundi eignast fjögur börn. Eitt smáskott um dulnæmi Sig- ríðar i Vikurhúsinu: Það var fyrir nokkrum árum, einn dag um há- degisbilið, að Margrét var að tala við hana í síma, en ég stóð á gang- inum utan við klósettdyrnar, sex skref frá Margréti og var að skvetta hármeðali í hárið á mér, nokkuð lyktarsterku, en ekki mjög. Þá segir Sigríður framígríp- andi í símann: „Hvaða lykt er þetta?" „Það er af hármeðaii, sem hann Þórbergur er að láta í hárið á sér“, svarar Margrét. Þá kannast Sigríður, gömul hárgreiðslukona, undireins við iyktina. Hún var þá heima hjá sér í Vikurhúsinu aust- ur við Kleppsveg, við Margrét á Hringbraut 45. Þykir þér þetta ekki mikið þef- næmi? Það er meira. Það er yfir- náttúrulegt þefnæmi. Þá er ekki annað eftir en að senda þér kveðju Guðs og mína og óska þér glæsilegra endurholdg- ana og ösfiski á Melville-flóa. Þinn einlægur: Þórbergur Þórðarson. Númá veturinn koma! Viö í Hagkaupum erum vel búnir undir veturinn. Verslanir okkar eru fullar af góöum og hlýjum vetrarfatnaöi á börn og fullorðna og aö sjálf- sögðu á afar góöu veröi. Hér sérðu aðeins brot af úrvalinu. Úlpa kr. 699,- Buxur kr. 319,- Kuldaskór kr. 369,- Úlpa kr. 649,- Buxur kr. 269. Skór kr. 219,- Úlpa kr. 699.- Buxur kr. 239.- Kuldaskór kr. 510. Peysur frá kr. 139,- Skór frá kr. 219. Úlpur frá kr. 649.- Buxur frá kr. 239,- 4 HAGKAUP Skeif unni 15 Jl terkurog hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.