Morgunblaðið - 07.11.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.11.1982, Qupperneq 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 Sigurvegararnir við Al- amein voru Sir Harold Alexander hershöfð- ingi, yfirhershöfðingi Breta í nálægari Austurlöndum, og Bernard Law Montgomery hershöfðingi, yfir- maður Áttunda hers Breta. Báðic-' höfðu verið skipaðir 15. ágúst. Skömmu áður hafði verið ákveðið að gera ekki innrás í Frakkland 1942, en í þess stað í Frönsku Norður-Afríku. Tilgangurinn var að tryggja alla strönd Norður- Afríku í samvinnu við Áttunda herinn (sem átti að ráðast til at- lögu áður en innrásin hæfist), opna Miðjarðarhafið og verða við ósk Stalíns um stríð á nýjum vígstöðvum, án of mikillar hættu á óförum. Þar með átti að ógna yfirmanni Öxulhersins, Erwin Rommel marskálki, bæði úr austri og vestri. Sir Claude Auchinleck hers- höfðingi, fyrirrennari Montgom- erys, hafði stöðvað sókn Rommels til Alexandríu í júlíbyrjun, í fyrri orrustunni um Alamein, en hon- um tókst ekki að reka „eyðimerk- urrefinn" á flótta. Aðalvandinn, eyðing Öxulhersins, var óleystur. Til þess að ná því marki var hafizt handa um að senda fjölmennan liðsauka og mikið magn hergagna til Egyptalands og það treysti að- stöðu eftirmanna Auchinlecks. Aflsmunur Tobruk hafði fallið 21. júní, en birgðaskortur kom í veg fyrir að Rommel gæti sótt til óshólma- svæðis Nílar. Eftir það seig stöð- ugt á ógæfuhliðina hjá Rommel. Aðflutningsleiðir hans á sjó og landi voru of langar og of illa varðar. Þó háði honum mest að Hitler taldi ófriðinn í Norður- Afríku aukaatriði. Þýzka yfirher- stjórnin hafði engan skilning á al- vöru ástandsins. Ótrúlegir sigrar þýzka Afríkuhersins, sem átti upphaflega aðeins að styðja við bakið á illa skipulögðum her Itala, ýttu undir þá bábilju í Berlín og Róm að Rommel væri ósigrandi. Rommel hafði tæplega 200 þýzka skriðdreka, en þar af voru aðeins 38 af gerðinni Mark IV, búnir fyrsta flokks 75-mm fall- byssum, og 300 ítalska skriðdreka af gerðinni M-13, sem voru svo lé- legir að þeir voru kallaðir „vél- knúnar líkkistur". Montgomery hafði rúmlega 1.100 skriðdreka á vígstöðvunum og næstum því eins marga til vara. Af nothæfum skriðdrekum hans voru 270 Sherman-skriðdrekar og 210 Grant-skriðdrekar, báðar gerðir búnar 75-mm fallbyssum. Hermenn Öxulrikjanna voru um 108.000, en rúmur helmingurinn var ítalir. Hermenn Bandamanna voru 220—230.000 (Bretar, Ástr- alíumenn, Ný-Sjálendingar, Suð- ur-Afríkumenn, Indverjar, Frjáls- ir Frakkar og Grikkir). Rommel hafði 129 þýzkar og 216 ítalskar flugvélar, en Montgomery gat kvatt til næstum því 900 flugvélar, frá Egyptalandi og Palestínu. Þar að auki hafði gengið mjög á olíu- birgðir og aðrar birgðir Öxulhers- ins — aðeins 70 lestir bárust handa honum öllum 27. október. Áttundi herinn efldist aftur á móti dag frá degi, enda gat hann treyst á örugga aðflutninga um Góðrarvonarhöfða. Herstjórnaraðferðum voru þröngar skorður settar við Alam- ein vegna landslagsins þar. Víglín- an var 40 mílur og afmarkaðist í norðri af Miðjarðarhafi og í suðri af sandbleytum og saltmýrum Quattra-lægðarinnar, sem var ófær farartækjum. Ógerningur var að koma óvininum í opna skjöldu með því að ráðast suður fyrir víglínuna. Samfellt varnar- kerfi, sem grundvallaðist á allt að fimm mílna breiðum sprengju- svæðum, myndaði öfluga varnar- línu (þau voru kölluð „Djöflagarð- arnir"), líkt og á Vesturvígstöðv- unum 1917. Montgomery naut sín e.t.v. bezt við slíkar aðstæður. Varnarmúr- inn var ekki hægt að yfirstíga með óvæntri skyndiárás. Að þessu sinni var Iíklegt að skriðdrekar kæmu að minna gagni en vel þjálf- að fótgöngulið, stutt öflugu stór- Sigur Montgomerys í eyðimörkinni fyrir 40 árum Orrustan við E1 Alamein hófst kl. 21.40 23. október 1942 með þvi að Bretar skutu af eitt þúsund fallbyssum. Orrustunni lauk 4. nóvember þegar undanhald herliðs Þjóðverja og ítala hófst. Þar með lauk ógnuninni við Súez-skurð og skref hafði verið stigið í þá átt að hefja hernaðaraðgerðir á nýjum vígstöðvum í Evrópu. Orrustan við Alamein var þannig ein af úrslitaorrustum síðari heimsstyrjaldar- innar og hernaðarsögunnar. skotaliði. Þar sem óvinurinn hafði neyðzt til að búast til varnar vegna birgðaskorts gat Montgom- ery skipulagt orrustu á afmörkuðu svæði, sem átti vel við herstjórn- arhæfileika hans. Rommel varð að beita varnarað- ferðum til að hindra að Bretar brytust í gegn, þótt hann væri frægastur fyrir sóknaraðgerðir. Þar sem hann vissi að Bretar tefldu stórskotaliði sínu yfirleitt fram í námunda við árásar-fót- gönguliðið notaði hann aðeins fá- mennt lið þýzkra og ítalskra her- manna til að mynda varnarhlíf á fremstu sprengjusvæðunum, en styrkti aðalvarnarstöðvarnar, sem lágu fjær. Rétt þar fyrir aftan hafði hann brynherfylki sín til taks til að fylla í allar glufur, sem kynnu að myndast á víglínunni. Baráttuhugur Baráttuhugur hermanna öxul- ríkjanna, jafnvel hinna þýzku, dvínaði jafnt og þétt, því að þeir gerðu sér grein fyrir því að síðasta von þeirra um að ná til Nílar var orðin að engu. Sjálfur var Rommel við slæma heilsu og dálítið niður- dreginn vegna þess hve Hitler og Mussolini voru ósamvinnuþýðir. Hann var fjarverandi vegna veik- inda 23. september til 25. október og í fjarveru hans stjórnaði Stumme hershöfðingi öxulhern- um. Stumme hafði fengið reynslu sína á austurvígstöðvunum, eins og fleiri nýir yfirmenn Þjóðverja í Norður-Afríku, og var ekki nógu vel kunnur eyðimerkurhernaði. Fjarvera Rommels bætti stöðu Montgomerys í byrjun orrustunn- ar. Montgomery var gæddur ódrep- andi sjálfstrausti og þrótti, sem hafði rafmögnuð áhrif á Áttunda herinn. Montgomery taldi það skipta meginmáli að auka bar- áttuþrek hermanna sinna, sem voru dálítið niðurdregnir, og gekk í það af miklum dugnaði að þjálfa og endurskipuleggja vígmóðan her sinn til að gera hann að kröftug- um og vel skipulögðum her at- vinnuhermanna. Hann beitti m.a. ýmsum áróðursbrögðum, t.d. með því að ógilda allar „undanhalds- tilskipanir" og með því að ávarpa hermennina í eigin persónu. Her- mennirnir smituðust af þeirri óhaggandi sannfæringu hans að næsta orrusta yrði háð eftir leik- reglum, sem hann mundi sjálfur ákveða, og að sigur væri vís. Hann sá einnig til þess að menn, sem hann treysti og valdi sjálfur, voru skipaðir í mikilvægustu stöður í hernum. Mikið hefur verið gert úr alls konar sérvizku „Montys", eins og hermennirnir kölluðu hann, og miskunnarlausum kröfum hans um góða frammistöðu. Hann var nákvæmur í smáu og stóru, gæt- inn með afbrigðum og lagði mikla áherzlu á að hafa örugga stjórn á öllu. Hann hafði ekki stjórnað herjum á vígvellinum síðan 1940, hann hafði aldrei stjórnað öflugu skriðdrekaliði í orrustu og hann var nýgræðingur í eyðimörkinni. Þetta bætti hann upp með járn- vilja, skýrri hugsun og framsetn- ingu og raunsæju mati á hæfileik- um einstaklinga og hersveita. Hann var snjall í að gera flókin vandamál auðskilin og naut góðs af því að hann var nýr í starfi. Hann gat haldið því fram, að hann hefði aldrei tapað orrustu, en gerði oft herfilegar skyssur. Ef til vill skipti mestu máli að hermenn- irnir trúðu því að þeir gætu ekki tapað undir hans stjórn. Rommel fylgdist með eflingu Áttunda hersins og í september- byrjun gerði hann lokatilraun sína til að brjótast til Nílar, þótt hann vissi að það væri mikið hættuspil (ítalir lofuðu honum eldsneyti, sem aldrei kom). Hann reyndi að umkringja stöðvar Breta við hæð- ina Alam Halfa, en vegna elds- neytisskorts komust skriðdrekar hans ekki alla þá leið, sem þeir þurftu að sækja til þess að um- kringja stöðvarnar, og tilraunin rann út í sandinn. Montgomery var það hins vegar svo mikið kappsmál að Áttundi herinn yrði sem öflugastur áður en lokaorr- ustan yrði háð, að hann vildi ekki taka óþarfa áhættu og gullið tæki- færi, sem ný-sjálenzkir hermenn hans höfðu til að ógna Rommel á undanhaldinu frá Alam Halfa fór forgörðum. Ef slík árás hefði heppnazt, hefði orrustan við Al- amein e.t.v. verið óþörf. Að öðru leyti gat Montgomery sér góðan orðstir í þessari fyrstu orrustu sinni í eyðimörkinni. Þjóðverjar höfðu verið stöðvaðir og Bretar höfðu treyst stöðu sína. Skipulagning Næstu sjö vikur stjórnaði Montgomery geysistrangri þjálfun hermanna sinna fyrir lokaorrust- una. Churchill hvatti stöðugt til þess að sóknin hæfist sem fyrst, en Alexander og Montgomery vildu meiri undirbúningstíma, eins og Auchinleck á undan þeim, og þurftu ekki að óttast brottvikn- ingu, þar sem þeir voru nýteknir við störfum sínum. Áttunda hern- um barst stöðugt liðsauki, nauð- synlegt var að hvíla aðra hermenn og jafnframt stóð Montgomery fyrir mikilli endurskipulagningu á hernum eftir viðureignina við Al- am Halfa. Helzti veikleiki Breta var sá, að her þeirra var ósamstæður og þeir áttu ekki eins auðvelt með að vinna saman eins og þrautreyndir og samhentir hermenn Þjóðverja. Þetta átti fyrst og fremst við um brynlið Breta og fótgöngulið þeirra og var arfur áranna fyrir stríðið (brezkir herforingjar voru ekki eins vel menntaðir og hinir þýzku). Skömmu áður en Auchin- leck hershöfðingi hætti, lagði hann til að Áttunda hernum yrði breytt í blönduð skriðdreka- og fótgönguliðsherfylki að þýzkri fyrirmynd. í þess stað myndaði Montgomery 10. brynstórfylkið, sem bættist við tvö önnur bryn- stórfylki, 13. og 30. Þau fengu það hlutverk að hagnýta þá mögu- leika, sem mundu skapast þegar fótgöngulið 30. stórfylkisins bryt- ist í gegnum varnarlínuna, berjast við skriðdreka Þjóðverja og veita þeim eftirför. Montgomery átti sjálfur að tryggja samstarf bryn- liðsins og fótgönguliðsins, en ekki yfirmenn herfylkja og stórfylkja eins og áður. Þrátt fyrir þetta tókst Montgomery ekki að leysa samstarfserfiðleikana eins og í ljós kom. Bretum gekk vel að blekkja óvinina vegna yfirburða sinna í lofti, t.d. með því að nota feluliti og gerviflutningabíla. Öryggis- kerfi þeirra var geysiöflugt. Stað-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.