Morgunblaðið - 07.11.1982, Side 28

Morgunblaðið - 07.11.1982, Side 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 FÆÐlHGA&DElUP „ H\/a& áttu við mcb, þribura'-.1 HANN vcir ci undan rner! " Ast er... ... að passa barnið á meðan hún fer út að versla. TM Rm U.S. Pat 0« —«11 rlghts rgsannd • 1981 L06 Angalos Tlnws Syndicate O © Hve marga áratugi átt þú að baki hér í fyrirtækinu, því frá og með... HÖGNI HREKKVISI *VISSlfiiE>U AÐ pAD ER (HÚSAGANcSOR H7Á þdíZ r* " Hver er þessi rýrnimar- prósenta? Jón 1. Bjarnason skrifar: „í Tímanum 3. nóvember er við- tal við Gunnlaug Björnsson, for- stjóra Grænmetisverzlunar land- búnaðarins, og er hann spurður um skemmdar kartöflur. Gunnlaugur svarar: „Við fáum ekki nema ákveðna rýrnunarprósentu og get- um því ekki hent svo og svo miklu úr kartöflunum." Því spyr ég: 1. Hver er þessi rýrnunarpró- senta? 2. Setur Grænmetisverzlunin virkilega í söluumbúðir og á neytendamarkað það sem fer fram yfir rýrnunarprósentuna af skemmdum kartöflum? 3. Ræður yfirmatsmaður ekki allt- af matinu? 4. Hefur aldrei komið fyrir að mati yfirmatsmanns hafi verið breytt af „æðra valdi" og skemmdar kartöflur settar í fyrsta flokk? Vill Gunnlaugur Björnsson, for- stjóri Grænmetisverzlunar land- búnaðarins, svara þessum spurn- ingum hér í dálkum Velvakanda?" FÍMMTUDACUR 4. MÓVRM— 199 Framsóknarmenn á báÖum átt-’ um vegna hækkunar á vöxtum Seðlabankinn og ríkisstjóm lesi fræði sín betur er heillaráð Tímans 1 Tómaa Arnaaon, nm úUkýrftu V'ísa vikunnar Tíminn nöldrar núna því Nordal fékk að ráða, en þar er Framsókn opin í enda sína báða. Hákur Tækifæri til betrunar Hjördís Eyþórsdóttir skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um mál- efni fanga í dálkum þínum, svo og afbrotamál. Ég hef fylgst með þessari umræðu og fundist margt í henni athyglisvert en annað út í hött. Fangelsisvist hlýtur eftir mínum skilningi að vera frelsissvipting til betrunar og því ber að veita föngum alla möguleika til að bæta ráð sitt og meðal annars með tækifærum til mennt- unar. Menntaður maður hlýtur að eiga fleiri kosta völ úti í þjóðfélaginu og því betur í stakk búinn til að lifa eðlilegu lífi. En það eru fleiri þættir uppbyggjandi fyrir fanga en menntun. Fyrir skömmu kom út hljómplata sem fangar hafa unnið sjálfir og er hún vægast sagt merkilega vel gerð, þó að þeir standi ekki svokölluð- um atvinnuhljómlistar- mönnum á sporði í þeim efnum. Þetta er jákvætt og gott framtak og hlýtur að auðvelda þeim sem að stóðu að fóta sig betur í líf- inu þegar út er komið. Virðingarfyllst." Samtök aldraðra: Vinna að margvíslegum vel- ferðar- og þjónustumálum Félagi í Samtökum aldraðra skrif- ar: Ég er ellilífeyrisþegi og hef undan farið fylgst allvel ineð öruggum og athyglisverðum störfum félagsins Samtök aldraðra í Reykjavik, enda félagsmaður þar þrjú síðustu árin. Nokkra síðustu dagana hef ég verið fjarverandi, og þegar ég kom heim (15. okt.) var mér bent á tvær fyrir- spurnaklausur sem komið hefðu í Velvakanda Mbl. nýlega um störf Samtaka aldraðra í Reykjavík. Þótt ég telji víst að stjórn SA muni svara þessum fyrirspurnum, þykir mér við eiga að rödd heyrist úr röðum félagsmanna, rödd sem upplýsi ofurlítið þessa ágætu fyrir- spyrjendur sem virðast ekkert hafa fylgst með starfi samtakanna síð- ustu misserin. Gllilifeyrisþegi sendir sína fyrir- spurn 6. okt. sl. en Torfi þann 15. Fyrirspurnunum báðum má svara sameiginlega því að þær eru efnis- lega eins. Ellilífeyrisþega langar til „að frétta eitthvað af félagsstarfinu og hvernig ríkisstyrknum er varið," og Torfa „leikur forvitni á að vita hvernig félaginu hefur reitt af,“ en hann segist hafa verið félagi fyrstu misserin og greitt sín gjöld skilvís- lega, „en svo hafi það bara allt í einu gufað upp hreinlega." Já, það er rétt, Samtök aldraðra í Reykjavík voru um stund í nokkrum öldudal eins og oft vill verða um ýmis félög. En svo tóku þar við for- ystu tveir kunnir og traustir skóla- menn, Hans Jörgensson skólastjóri Vesturbæjarskólans í Reykjavík og Hallgrímur Th. Björnsson yfirkenn- Hans Jörgensson ari í Keflavík um áratugaskeið, þá nýfluttur til Reykjavíkur, og áttu meginþátt í að vinna samtökin upp að nýju og gera þau að sterku og athafnasömu afli sem vinnur að margvíslegum þjónustu- og velferð- armálum aldraðra. Á meðan forystustörfin voru ein- göngu unnin í tómstundum var að- almarkmiðið að vinna að því að tryggja hjá borgaryfirvöldum bygg- ingarlóð þar sem samtökin gætu reist í fyrsta byggingaáfanga sínum 14—20 fremur litlar en þægilegar íbúðir fyrir félagsmenn sem þær vildu kaupa. Með árvekni og ötulu starfi tókst þessum ágætu mönnum að tryggja samtökunum lóð í Akra- Hallgrímur Th. Björnsson landi í Fossvogi og skipuleggja framkvæmdir. í maíbyrjun á siðastliðnu vori var teikningum og öllum undirbúningi lokið og þá þegar hafist handa við byggingu 14 íbúða sem gert er ráð fyrir að verði að fullu lokið á næsta ári. En um áramótin 1980 þegar for- ystumönnum samtakanna hafði tek- ist með aðstoð góðra manna að fá nokkurn fjárstyrk frá Alþingi til starfsemi sinnar, opnaðist leið til að stórauka starfsemina. Var þá — i febrúar 1981, — auglýst og opnuð skrifstofa eða öllu heldur þjónustu- miðstöð sem lengst af hefur síðan verið á Laugavegi 103, 4. hæð, sími

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.