Morgunblaðið - 14.11.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
7
Það er víst óhætt að segja, að
peningar séu óaðskiljanlegur
hluti af lífi okkar. í rauninni
snýst stór hluti lífsins um pen-
inga, því að þeir eru afl þeirra
hluta, sem gera skal, eins og
sagt hefur verið, og án þeirra
eru okkur allar bjargir bannað-
ar. Alla daga, jafnt og þétt,
verðum við vör við peninga,
hvort sem er í einkalífi okkar
eða lífi þjóðarinnar.
Peningum fylgir vald. Það er
gömul saga og ný. Það er
stundum hægt að kaupa menn,
kaupa skoðanir þeirra, orð
þeirra og gjörðir, hvort sem
hugur þeirra fylgir máli eða
ekki. Þá fá peningarnir mál, í
sínum eigin krafti og oft mál
hins illa.
Annars eru peningar alls
ekki af hinu illa, síður en svo.
Það er meðferð þeirra, sem
skiptir máli. Ég held, að það
gildi hið sama um peninga og
um alla aðra hluti, að það sé
nauðsynlegt, að maðurinn ráði
yfir þeim, en láti þá ekki ráða
yfir sér. Ef maðurinn ræður yf-
ir peningunum sjálfur, getur
hann beint þeim til góðs í öllu
sínu lífi og notað þann mikla
kraft, sem vissulega er í þeim
fólginn, sjálfum sér og öðrum
til góðs.
Það er ákaflega mikilvægt,
bæði fyrir einstaklinga og þjóð-
ina alla, að vel og skynsamlega
sé með peninga farið og ráð-
deild og hagsýni sitji í fyrir-
rúmi. Én það þarf víst meira en
að segja það. Islendingar eru
sennilega ekki miklir fjárafla-
menn, og oft verður maður var
við þá undarlegu afstöðu, að
peningar séu eitthvað óhreint
og að gróði eða hagnaður séu
beinlínis eitthvað glæpsamlegt
og ef einhver hagnist eða græði
peninga, þá sé hann að stela frá
öðrum.
En hvernig svo sem menn
líta á þessi mál, er það þó aðal-
atriðið, að menn láti peningana
vinna til góðs og hafi alltaf Guð
skapara sinn og herra í huga,
hann sem er gjafarinn allra
góðra hluta. Guðspjöll þessa
dags benda okkur einmitt á
rétta meðferð peninga, og hún
er í því fólgin, að Guð sé herra
þeirra eins og alls í lífi okkar.
Dag nokkurn í síðustu vik-
unni, sem Jesús Kristur lifði
hér á jörð, fór hann upp í must-
erið og settist niður gagnvart
fjárhirslunni og horfði á fólkið
koma með gjafir sínar. Augu
flestra hafa vafalaust beinst að
hinum auðugu, sem komu með
gull sitt og silfur og létu falla í
hirslurnar.
En þangað kom líka fátæk
ekkja og lagði tvo smápeninga í
hirsluna — aleigu sína. Ein-
hverjir hafa sjálfsagt brosað
Eyrir
ekkjunnar
fyrirlitlega að svo lítilfjörlegri
gjöf. En það var einn, sem sá
hjarta gefandans ekki síður en
gjöfina. Hann vissi, að af öllum
þeim ríkulegu gjöfum, sem
gefnar höfðu verið þennan dag,
jafnaðist engin á við smápen-
inga ekkjunnar um fórnarlund
og einlægni. Hún hafði fyrst og
fremst gefið í trú, kærleika og
óeigingirni. Þessi eyrir ekkj-
unnar talaði sínu máli um gef-
andann.
Stundum er það svo, þegar
erfiðleikar hrjá fólk, að það
verður hart og kalt. Það hjúpar
um sig hulu harðneskju og
rígheldur í það, sem það á. Það
ræktar jafnvel með sér öfund
og hatur gagnvart þeim, sem
betur mega sín og glatar allri
samúð í garð annarra manna.
Það á aðeins til vorkunnsemi
gagnvart sjálfu sér, einblínir á
sína eigin erfiðleika, miklar þá
fyrir sér og sér ekkert, nema
þá.
Venjulega er ágirndin tengd
hinum ríku, en hún getur líka
orðið stór þáttur í lífi þeirra,
sem telja sig vera verr setta í
lífinu, og allt þeirra líf, öll
þeirra hugsun snýst þá oft um
það að hata og öfunda hina,
sem betur eru settir og reyna
helst að draga þá niður.
Þessi fátæka ekkja guð-
spjallsins hefði sjálfsagt átt að
vera bitur út í lífið og finnast,
að allir hefðu svikið sig og arð-
rænt, hún hefi átt að vera full
haturs og öfundar, eins og svo
margir eru, og bitur út í heim-
inn og mannlífið. En það var nú
öðru nær. Þessi kona var gædd
mikilli hjartagæsku og kær-
leika. Um líf hennar lék friður
og gleði. Hún fann kærleika og
blessun streyma til sín frá
Guði, og hún fann í lífi sínu,
hve Guð var góður. Hún átti
þann dýra auð, sem ekki verður
keyptur fyrir alla heimsins
peninga. Hún átti Guð í hjarta
sínu og tilheyrði honum, og
þess vegna var hún reiðubúin
að fórna öllu sínu í þjónustu
sinni viÓ góðan Guð.
Við getum margt lært af
þessari fátæku ekkju og þá
fyrst og fremst það, að gefa sig
alla eins og hún. Margir menn
gefa Guði eins lítið af lífi sínu
og mögulegt er hægt að komast
af með. En það má segja úm þá,
að því minna sem þeir gefa, því
fátækari verða þeir. Því að sá
deyr í fátækt, sem iætur ekki
annað en peninga eftir sig.
Tökum því fátæku ekkjuna
okkur til fyrirmyndar og gefum
Guði allt, og helgum honum líf
og jarðneskar eignir. Látum
hann verða herra lífsins, og
fylgjum honum til friðar og
hamingju.
snaust h.f
Síðumúla 7-9, simi 82722.
Bílanaust h.f. hefur nú á boöstólum hljóðkúta,
púströr og festingar I flestar gerólr blla. Stuóla-
berg h.f., framleiða nlðsterk pústkerfi og hljóð-
kúta sem standast fyllilega samkeppni við sams
konar framleióslu erlendra fyrirtækja. Þessa Isl-
ensku gæöaframleiöslu erum við stoltir af aö
bjóða viöskiptavinum vorum jafnhliöa vörum frá
HUÚÐKÚTAR
PUSTKERFI
GENGI VERÐBRÉFA 14. NÓVEMBER 1982
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.-
1970 2 flokkur 9.560,67
1971 1. flokkur 8.378,56
1972 1. flokkur 7.265,81
1972 2. flokkur 6.153,39
1973 1. flokkur A 4.435.98
1973 2. flokkur 4.086,92
1974 1. flokkur 2.820,78
1975 1. flokkur 2.317,78
1975 2. flokkur 1.746,09
1976 1. flokkur 1.653.48
1976 2. flokkur 1.322,55
1977 1 flokkur 1.226,94
1977 2. flokkur 1.024,42
1978 1. flokkur 831,86
1978 2. flokkur 654,43
1979 1. flokkur 551.71
1979 2. flokkur 426,44
1980 1. flokkur 313,10
1980 2. flokkur 246,02
1981 1. flokkur 211,38
1981 2. flokkur 157,00
1982 1. flokkur 142,61
Meðalávöxtun ofangreindra ftokka um-
fram verðtryggingu er 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERDTRYGGD:
Sölugengi m.v. nafnvexti
12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 47%
1 ár 63 64 65 66 67 81
2 ár 52 54 55 56 58 75
3 ár 44 45 47 48 50 72
4 ár 38 39 41 43 45 69
5 ár 33 35 37 38 40 67
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umfram
2 afb./ári (HLV) verötr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2’/2% 7%
4 ár 91,14 2’/.% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7%%
7 ár 87,01 3% 7'/<%
8 ár 84,85 3% 7V4%
9 ár 83,43 3% 7V4%
10 ár 80,40 ó% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLAN , RÍKISSJÓÐS 2SSE
B — 1973 2,851,48
C — 1973 2.553,05
D — 1974 2.216,18
E — 1974 1.515,96
F — 1974 1.515,96
G — 1975 1.005,61
H — 1976 958,22
I — 1976 729,11
J — 1977 678,42
1. fl. — 1981 135,84
Seljum og tökum í umboðasölu verötryggð spariskírteini Ríkis-
sjóðs, happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs og almenn veðskulda-
bréf.
Höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviöskiptum og fjármélalegri
ráögjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds.
Vcrðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu 12 101 Reykjavik
lónaóaróankahúsinu Simi 28566
44 KAUPÞING HF.
VERÐBRÉFASALA
Verðtryggö Gengi mv. 5%
spariskírteini ávöxtunarkröfu
ríkissjóðs: pr/kr. 100.
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. flokkur
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
1981 2. flokkur
1982 1. flokkur
9.713
8.347
7.767
6.227
4.748
4.653
2.990
2.330
1.721
1.542
1.307
1.119
948
747
605
517
387
299
231
198
148
139
Kaupþing hf. álítur að kaup-
endur á verðbréfamarkaðn-
um geri 5% ávöxtunarkröfu
til skuldabréfa ríkissjóðs.
Gengi spariskírteina ríkis-
sjóös sem hér er birt pr.
15/11 1982 tekur mið af því./
Tekiö skal þó fram að eftir-
spurn á verðbréfamarkaðn-
um ræöur gengi hverju sinni
og líta má á það gengi sem
hér birtist sem viðmiðunar-
verð. Veröbréfasala okkar er
því opin þeim kauptilboðum
sem berast.
Óverötryggð Veð-
skuldabréf m.v. 7—8%
ávöxtunarkröfu og spá um
68% veröbólgu.
12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 63 64 65 66 67 77
2 ár 52 54 55 56 58 71
3 ár 44 45 47 48 50 66
4 ár 38 39 41 43 45 63
5 ár 33 35 37 38 40 61
Tökum öll verðbréf í umboössölu. Hjá okkur eru
fáanleg verötryggð skuldabréf ríkissjóös, 2. fl. 1982.
Aá KAUPÞING HF.
^4 Húsl verzlunarlnnar, 3. haBÖ, siml 86988.
Fastetgna- og veröbréfaaala. leiflumlölun alvlnnuhúsn«Böis. I(árvanla. þjóöbafl-
fræöl-, rekstrar- og tölvuráög|ðf
Meirn en þú geturímyndaó þér!