Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 eða heift til að vinna þeim mein er þeir hötuðu í lífinu. Uppvakningar eða sendingar nefndust þeir draugar sem fjöl- kynngismenn höfðu vakið aftur til lífs og neytt í þjónustu sína. Þegar í heiðni er getið um uppvakninga og í aidanna rás hafa verið uppi ýmsar kenningar um bestu aðferð- ina til að vekja upp draug. Ein er sú, að taka skuli dauðs manns bein og magna það með göldrum svo að það fái mannsmynd og senda síð- an þeim er maður vill mein gjöra. Þetta skal gert á nóttu milli föstu- dags og laugardags og skal það vera 18. og 19. eða 28. og 29. ein- hvers mánaðar. I einni útgáfunni segir að særingarmaðurinn skuli kvöldinu áður snúa „Faðir vor“ öfugt og rita það á blað með keldu- svínsfjöður úr blóði sínu er hann vekur sér á vinstri handlegg. Yms- ar fleiri útgáfur mætti nefna en aðferðirnar voru reyndar misjafn- ar eftir því hver tilgangur sær- ingarmannanna var. Mórar og Skottur Samkvæmt hugmyndum manna voru fylgjur annaðhvort aftur- göngur eða uppvakningar, sem þó höfðu á sér sérstakan blæ svo rétt þótti að flokka þær sérstaklega. Fylgjurnar mátti svo flokka í ein- staklingsfylgjur eða ættardrauga auk þess sem fylgjurnar voru flokkaðar eftir kynferði í Skottur og Móra. Reyndar voru einnig dæmi um að fylgjurnar væru í dýralíki og þóttu þær þá jafnan illar. Það er athyglisvert við fylgj- ur, að þeirra varð ævinlega vart á undan þeim sem þær fylgdu, en ef fylgjan fór á eftir manneskju mátti ganga að því vísu að sú væri feig. Til eru einnig sögur af draug- um sem bæði hafa fylgt ættum og einstökum mönnum og jafnvel bæjum eða byggðarlögum. Fylgj- urnar voru ýmist kvenkyns eða karlkyns og af sögum má ráða, að meira hefur kveðið að kvendraug- um en karldraugum. Eins og draugar þessir voru ólíkir að eðli eins höfðu þeir ólíkan búning. Karldraugarnir voru oftast í mó- rauðri peysu eða mussu, með barðastóran hatt, kolllágan á höfði eða lambhúshettu og „hengdu smala" eins og kallað var, þ.e. stungu öllum hausnum út um hettuopið og létu hettukollinn skúta aftur á bakið. Kvendraug- arnir voru með mórauð skaut á höfði, gamla kvenhöfuðbúnaðinn íslenska, en það bar á milli að kvendraugarnir létu faldkrók sinn n, beygjast aftur eða þær létu skautið lafa niður á milli herð- anna þar sem konur höfðu faldinn frambeygðan. Draga kvendraug- arnir nafn af höfuðbúnaði sínum og eru kallaðar Skottur af því að skautið lafir aftur á bakið eins og skott, en karldraugarnir heita margir Mórar af mórauðu peys- unni eða úlpunni sem þeir eiga að vera í. Svo var Solveig handfljót, aó hún var búin aó skera sig á háls í tóftinni er hann kom aó. í íslenskum munnmælum hafa draugar hlotið misjafna frægð eins og gengur. Af draugum sögu- aldar er Glámur, sá er glímdi við Gretti Ásbjarnarson, sennilega þekktastur og af nafntoguðum seinni aldar draugum má nefna Miklabæjar-Solveigu og djáknann á Myrká. Sögur af þessum draug- um bera allar með sér nokkuð þjóðsagnakenndan blæ sem og flestar draugasögur úr þjóðsagna- safni Jóns Árnasonar. Fyrir okkur sem nú lifum eru því draugasögur Skottur drógu nafn af höfuóbúnaði sínum, en þær létu faldkrókinn beygjast aftur eins og skott. En í því vaknar hann og liggur þá á gólf- inu ofan á ein- hverju hrúgaldi, þreifar fyrir sér og þykist finna að það sé lík. úr samtímanum öllu áhugaverð- ari, þótt þeim fari nú ört fækk- andi, sem hafa samtíma-drauga- sögur á hraðbergi. Við skulum þó líta fyrst á eina sögu sem á að hafa gerst á fyrri hluta þessarar aldar, sennilega 1918 og er hún birt í ritsafni Pálma Hannessonar eftir sögn Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Hverf er haustgríma Einhverju sinni síðla hausts bar svo til, að sjómaður nokkur kom með skipi til Reykjavíkur og ætl- aði hann að dveljast þar um sinn. Eigi er þess getið hvað hann hét. Skipið, sem hann kom með, varð seint fyrir, svo að langt var liðið á kvöld, er það lagðist við hafnar- bakkann. Steig maðurinn nú á land með föggur sínar, sem hann hafði í poka, eins og sjómönnum er títt. Ókunnugur var hann í Dreymir hann þá, að stúlk- an, förunautur hans, kemur þar til hans og er ær- ið gustmikil. Skiptir það eng- um togum, að hún ræðst á hann þegar, og takast með þeim harðar sviptingar. „Þar tók andskotinn við henniu Af íslenskum draugum fyrr og nú Draugatrú hefur löng- um átt marga trygga játendur á Islandi og má enn finna menjar hennar eftir, þótt raflýsing nútímans hafi að mestu hrakið hjátrúna úr sálarfylgsnum manna. En við, sem erum svo heppin að lifa á þessum „upp- lýstu" tímum, ættum að reyna að setja okkur í spor fólksins í land- inu hér áður fyrr, þegar myrkrið og fáfræðin setti mark sitt á dag- legt líf landsmanna. Sjálfsagt hafa draugar og forynjur hvergi í heiminum átt sér betri griðastað en hér á landi, enda var myrkrið hvergi svartara og umkomuleysi fólks hvergi átakanlegra. Drauga- gangur hefur birst í ýmsum myndum hér á landi og ósjaldan hefur hann reynst vera hrekkja- brögð lifandi manna og reyndar höfum við dæmi um slíkt úr sam- tímanum. I annan stað má benda á atvik sem erfiðlega hefur gengið að skýra og svo undarleg þykja, að ósjálfrátt setur að mönnum hroll og hræðslu, eins og oftast þegar staðið er frammi fyri hinu óþekkta. I munnmælum og þjóðsögum flestra þjóða er getið um dauða menn, sem trúað hefur verið að væru á reiki eftir að þeir eru dauð- ir eða grafnir. Fáar þjóðir eiga þó slíkan fjársjóð sagna af slíkum fyrirbænum sem við íslendingar. Þar eru þjóðsögur Jóns Árnasonar einna drýgstar þótt nefna megi fjölmargar aðrar skráðar heimild- ir um drauga á íslandi. í þjóðsög- um Jóns Árnasonar segir, að munnmælasögur um drauga skipt- ist eftir eðli sínu í tvo aðalflokka, það eru sögur um afturgöngur annars vegar og uppvakninga hins vegar. Þó þyki ekki illa hlýða að bæta við þriðja flokknum, sem eru sögur um fylgjur enda hafi þær á sér nokkuð sérstakan blæ. En áður en við rifjum upp nokkrar af þess- um sögum skulum við gera okkur örlítið nánari grein fyrir þessum þremur flokkum draugasagna. Afturgöngur og uppvakningar Af afturgöngum er það að segja, að eðlilegt þótti að þeir gengju aftur, sem höfðu í lífinu svo miklu heimsláni að fagna, að þeir gátu ekki skilið sig fyllilega við það eft- ir dauðann. Þó voru það miklu fleiri sem munnmælin gerðu að afturgöngum og má þar nefna út- burði, þ.e. hráblaut börn, sem út voru borin jafnharðan og þau fæddust, menn sem dáið höfðu vo- veiflega, þá sem illa þótti fara um bein sín eftir dauðann, dauða menn sem hermdu loforð á lifend- ur, þá sem voru illmenni í lífinu, maurapúka er elskuðu fé sitt fremst af öllu og þá sem annað hvort unnu þeim sem lífs voru eða hötuðu þá. í íslenskum draugasög- um kveður þó einna mest að þeim sem gengu aftur af fúlmennskú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.