Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 |> JLFruno Richard Hauptmann: Bréfi frá honum var stungið undan nna Hauptmann: Berst fyrir því að ný réttarhöld fari fram K _M_m.imberling ofursti: Stakk bréfinu frá Hauptmann undir stól „Glæpur aldarinnar“ tekinn fyrir að nýju LINDBERGH-málid er aftur komid á dagskrá í Bandaríkj- unum. Anna Hauptmann hefur hafizt handa um tilraunir til að hreinsa mannorð eiginmanns síns, Bruno Richard Haupt- manns, sem var sekur fundinn um ránið og morðið á syni flugkappans og þjóðhetjunnar Charles A. Lindberghs fyrir 46 árum og lét lífið í rafmagnsstólnum. Hún heldur því fram að athugun hafi leitt í ljós að sönnunargögnin gegn eigin- manni hennar hafi verið fölsuð og hann hafi verið hafður fyrir rangri sök. Anna Hauptmann, sem býr í nágrenni Fíladelfíu, er orðin 83 ára gömul, en er enn í fullu fjöri og staðráðin í að fá því framgengt að niðurstöðum „réttarhalda ald-, arinnar" verði hnekkt. „Eg verð að halda áfram,“ sagði hún í við- tali í fyrra, þegar hún hóf baráttu fyrir því að ný réttarhöld færu fram í málinu. „Þessu verður að koma í verk og ég ætla að gera það,“ sagði hún og barði í borðið til þess að leggja áherzlu á orð sín. Frú Hauptmann hefur lengst af þagað um „glæp aldarinnar", eins og barnsránið hefur verið kallað, en þrátt fyrir það segist hún aldr- ei hafa fengið frið í sálu sinni og hugsað um málið „á hverjum degi og á hverri nóttu" í tæpa hálfa öld. Hún hófst handa þegar hún kynntist lögfræðingi, Robert Bry- an, sem fékk leyfi New Jersey- ríkis til þess í september í fyrra að rannsökuð yrðu 90.000 sönnun- argögn í málinu, sem hafa verið í vörzlu ríkisins. Síðan höfðaði frú Hauptmann mál fyrir sambands- dómstóli í Newark í október 1981 til þess að fá því framgengt að málið yrði tekið upp að nýju, ný réttarhöld færu fram og hún fengi greiddar 100 milljónir doll- ara í skaðabætur. Hún er sannfærð um að kvið- dómur muni sýkna eiginmann hennar af öllum ákærum, en mál- ið er ekki enn komið fyrir rétt. Þótt hljótt hafi farið um það sagði frú Hauptmann á blaða- mannafundi með Bryan lögfræð- ingi sínum í sumar að sækjandinn í málinu hefði á sínum tíma stungið undan mikilvægum gögn- um, sem bentu til sakleysis eigin- manns hennar. Ekkjan kvaðst vera viss um að ''firvöld í New Jersey hefðu vitað * þau voru að lífláta saklausan mann þegar þau sendu Bruno Richard Hauptmann í rafmagns- stólinn. Lögfræðingur hennar sagði að margt merkilegt hefði komið í leitirnar þegar hann blað- aði í skjalasafni lögreglunnar, en gögnin hefðu ekki legið á lausu fyrr en höfðað var opinbert mál. „Saman heima“ „Ég vissi að ég varð að gera eitthvað, mér bar skylda til þess vegna mannsins míns,“ sagði Anna Hauptmann. Anna heldur því fram, eins og hún gerði í rétt- arhöldunum á sínum tíma, að þau hjónin hefðu verið saman á heim- ili þeirra hjóna í Bronx-hverfi í New York daginn sem 22 mánaða gömlum syni Lindbergh-hjón- anna var rænt, 1. marz 1932, í Hopewell, New Jersey. Fjárkúgari fékk 50,000 dollara lausnargjald. Eins og frú Hauptmann lýsir því lifðu þau hjónin mjög ham- ingjusömu lífi áður en maður hennar var handtekinn. Tiltölu- lega stutt var síðan þau höfðu flutzt búferlum frá Þýzkalandi (hún talar enn með þýzkum hreim). Hann var smiður og vann í húsum, sem voru í byggingu í Bronx, en hún vann í bakaríi. Þau áttu heima í íbúð ofarlega á Manhattan áður en þau fluttust til Bronx. Anna segir að aðeins einu sinni hafi skugga borið á hamingju þeirra. Hundur þeirra, Lottie, dó eina nóttina og hún vaknaði við það að Richard grét. Hinn 19. september 1934 voru frú Hauptmann og nágranni hennar úti í garði með barn þeirra hjóna þegar þeim heyrðist einhver vera inni í íbúðinni. Hún hljóp upp á loft og sá þrjá menn leita íbúðinni og Richard sitj- andi á rúminu. Þeir sögðust vera lögreglumenn. Hún sagði að þeir hefðu farið með mann sinn og aldrei komið með hann aftur. Frú Hauptmann var viss um að þetta stæði að einhverju leyti í sambandi við það að hann var ekki bandarískur borgari og hafði farið í veiðiferðir, þar sem byss- um var beitt. Hún kvaðst hafa haft áhyggjur af þessu og varað hann við að fara í þessar ferðir. Nokkrum klukkustundum síðar sagði einhver henni af hverju hann hefði verið handtekinn. Sönnunargögn Sönnunargögn skorti ekki, til dæmis fundust um 15.000 dollarar af lausnargjaldinu í bílskúr Hauptmanns. En frú Hauptmann heldur því fram í málshöfðun sinni, sem byggir að verulegu leyti á úttekt á 34.000 blaðsíðna skjölum alríkislögreglunnar FBI um málið, að mikið af gögnunum hafi bersýnilega verið tilbúningur og mörgum gögnum verið stungið undir stól, þar á meðal gögnum sem studdu þá röksemd Haupt- manns að hann hefði fundið pen- ingana í bílskúrnum, en þeir hefðu ekki verið hans eign. Um nóttina þegar barninu var rænt segir frú Hauptmann: „Við komum saman heim úr vinnunni, glöð og ánægð, hann ók bílnum inn í bílskúr, ég beið eftir honum og við gengum saman inn. Við þvoðum okkur og fórum í rúmið. Fyrir okkur var þessi dagur eins og allir aðrir dagar — eins og 364 aðrir dagar. Bara að einhver hefði litið út um glugga og séð okkur, en við vorum ein. Þeir trúðu okkur ekki.“ Blöðin kölluðu mann hennar „Bruno.vélbyssuskyttu", þar sem hann hafði barizt í þýzka hernum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hún segir að hann hafi heitið Richard Hauptmann og hún hafi enga hugmynd um hvaðan viðurnefnið „Bruno" sé komið. Hearst-blaðaútgáfan greiddi lögfræðingi Hauptmanns stórfé fyrir einkaviðtöl. í málshöfðun frú Hauptmanns er því haldið fram að lögfræðingurinn hafi engan áhuga haft á málinu og sagt starfsmanni FBI að Haupt- mann væri sekur og réttast væri að senda hann í rafmagnsstólinn. Frú Hauptmann segir að þegar á réttarhöldunum stóð hafi hún fengið bréf frá konu, sem sagði að hún hefði verið í bakaríinu kvöld- ið sem barni Lindbergh-hjónanna var rænt og séð frú Hauptmann og eiginmann hennar þar, en væri of hrædd til að gefa sig fram. Frú Hauptmann kveðst hafa fengið fréttamanni bréfið, en segir að hann hafi ekki skilað því. Allt fram á þennan dag kveðst hún hafa haft blað og blýant við rúm sitt í von um að muna eitthvað, sem gæti orðið manni hennar að liði. Hún heldur því fram að nokkur vitni, þeirra á meðal Lindbergh sjálfur, hafi ekki sagt satt. Kvið- dómendurnir sögðu seinna að ör- lög Hauptmanns hefðu verið ráð- in þegar fram kom í vitnisburði Lindberghs að það hefði verið Hauptmarin, sem hann heyrði segja tvö orð í 200 metra fjarlægð þegar lausnargjaldið var sótt. „Hann var hetja,“ sagði Anna Hauptmann um mann sinn, „en hvað um okkur?“ Týnda bréfiö Það er ekki aðeins í skjalasafni FBI þar sem ný gögn hafa fundizt í málinu. Fyrir nokkrum árum var birt bréf, 5.000 orð að lengd, sem Hauptmann skrifaði til móð- ur sinnar og hefur að geyma rök hans fyrir því að hann sé saklaus. Pauline móðir hans fékk aldrei þetta bréf í hendur í Kamenez í Þýzkalandi, þar sem hún bjó. Mark Kimberling ofursti, yfir- maður Trenton-ríkisfangelsisins, stakk því undan og sagði í bréfi til Harold Hoffmans, ríkisstjóra í New Jersey: „Ég er þeirrar skoðunar að at- hugasemdir kynnu að verða gerð- ar um það í Þýzkalandi og þær kynnu að leiða til einhverra neikvæðra viðbragða, eða koma okkur að minnsta kosti í erfiða aðstöðu, þar sem það yrði sent frá ríkisfangelsi." Kimberling ofursti geymdi bréfið, sem var skrifað á þýzku,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.