Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
23
ásamt þýðingu fangavarða sinna
á því meðal persónulegra skjala
sinna þar til hann iézt 1964. Kona
hans geymdi það unz hún lézt síð-
ar og fréttastofan AP birti það 28.
marz 1977 (fréttaritari AP í
Trenton og blaðamaður New York
Daily News fengu það hjá ónefnd-
um heimildarmanni).
í bréfinu heldur Hauptmann
því fram að gögnin, sem voru not-
uð gegn honum, hafi verið tilbún-
ingur og að gögn, sem voru já-
kvæð fyrir hann, hafi horfið.
Hann hélt því fram að hann væri
„100 prósent viss um“ að aðalverj-
andi sinn, Edward Reilly, hefði
„starfað með sækjendunum" og
sagði: „hann kom einfaldlega ekki
til mín, eða var oft drukkinn, ef
hann var hjá mér í þrjár til fimm
mínútur."
„Guð minn...“
„Guð minn góður! Guð minn
góður! Er ekkert réttlæti til í
þessum heimi?" skrifaði Haupt-
mann móður sinni. Bréfið er dag-
sett 27. desember 1935, en honum
hafði borizt bréf frá henni á jóla-
dag. Hann bætti við: „Hvert
stefnir mannkynið, sem er í þess-
um heimi í nafni guðs?“
„Ég trúi því einfaldlega ekki að
þetta ríki brjóti niður líf saklauss
manns á þennan hátt,“ skrifaði
hann. Hann kvaðst vera með
hreina samvizku og lauk bréfi
sínu með þessum orðum: „I von
um að réttlætið sigri sendi ég þér
ástarkveðjur, þinn kæri sonur,
Richard."
í bréfinu fullvissaði Haupt-
mann móður sína um að „lygi get-
ur ekki hjálpað mér, heldur
mundi hún skaða mig.“ í bréfinu
koma m.a. fram þessar staðhæf-
ingar:
—Þegar hann var handtekinn
19. september 1934 fór lögreglan
burtu með alla skó hans. Eitt fót-
far hafði fundizt nálægt heimili
Lindberghs, en sækjendur lögðu
aldrei fram eftirlíkingu af því og
sækjendurnir sendu á hans fund,
hvort hann vissi hvar 30.000 eða
35.000 dollara væri að finna.
„Útlendingur“
„Þar sem ég var útlendingur og
auk þess óreglulegur innflytjandi
gátu þeir svalað reiði sinni á
manni eins og mér,“ skrifaði
Hauptmann móður sinni. „Mér
var aðeins lýst sem villidýri og
barið var inn í hausinn á fólki að
ég væri þýzk vélbyssuskytta,"
skrifaði hann.
Hauptmann sendi miða á ensku
með bréfinu til Kimberling
ofursta, sem bar m.a. ábyrgð á því
að ritskoða bréf frá föngunum.
Þar sagði hann:
„Ég yrði sannarlega mjög'
þakklátur, ef þetta bréf yrði þýtt.
Það sem ég hef skrifað er aðeins
sannleikurinn. Sömuleiðis yrði ég
mjög þakklátur, ef ríkisstjórinn
læsi þetta bréf líka. Ég veit, kæri
herra, að þetta yrði töluvert ómak
fyrir yður, en ég veit í rauninni
ekki til hvers ég á að snúa mér í
þessu máli. Þakka yður fyrir góð-
vild yðar. Með virðingu, R. Haupt-
mann.“
Hoffman hafði þegar svarað til-
mælum frá Hauptmann og talað
við hann í fangelsinu lö.október
1935. Skjöl ríkisstjórans gáfu
seinna til kynna að hinn dæmdi
maður hefði bent honum á nokkr-
ar röksemdir sínar og skorað á
hann þá — og aftur í bréfi í des-
ember — að leyfa honum að taka
„sannleikslyf" og gangast undir
einhvers konar lygamælingar-
próf, ef það mætti verða til þess
að styðja staðhæfingar hans um
sakleysi sitt.
Skömmu áður en bréf Haupt-
manns var birt opinberlega fyrir
fimm árum hafði komið út bók
eftir Anthony Scaduto, fyrrver-
andi blaðamann New York Post,
„Scapegoat: The Lonesome Death
of Bruno Richard Hauptmann".
Bókin byggðist m.a. á viðtölum
við Önnu Hauptmann, sem fram
Charles Lindbergh hjá flugvélinni „Spirit of St. Louis“ sem hann
flaug yfir Atlantshaf 1927.
ekki heldur af öðru fótfari sem
fannst í kirkjugarðinum þar sem
lausnargjaldið var greitt.
---Ríkislögregla New Jersey
tók handa- og fingraför hans
þrisvar sinnum, en í réttarhöld-
unum var því neitað að nokkur
fingraför eftir barnsræningjann
eða heimilisfólk Lindberghs hefðu
fundizt á stiga barnsræningjans
eða í barnaherberginu. „Hvergi
voru nokkur verksummerki eftir
mig að finna,“ skrifaði Haupt-
mann.
—Meitill nálægt stiganum var
sagður „alveg nýtt“ 3/4 þumlunga
verkfæri, en aðeins einn af meitl-
un Hauptmanns var horfinn úr
safni hans: 1 1/4 þumlunga meit-
ill, sem hann hafði notað nokkr-
um vikum áður, þegar hann var
að smíða skáp handa syni sínum.
—Rannsakendurnir sögðust
hafa haft upp á 49.986 dollurum,
sem hefðu verið greiddir, þannig
að aðeins vantaði 14 dollara af
öllu lausnargjaldinu, en „hálftíma
eftir dómsuppkvaðninguna"
spurði ríkislögreglumaður, sem
að þeim tíma hafði verið treg til
að tjá sig, þótt hún tryði alltaf
statt og stöðugt á sakleysi manns
sins.
Scaduto hélt því fram í bók
sinni að gögnum hefði verið
stungið undir stól, að önnur væru
fölsuð og að Hauptmann hefði
verið í vinnunni dagana sem
barnsránið var framið og lausn-
argjaldið greitt.
Lokaorðið hefur David Wilentz,
ríkissaksóknarinn í New Jersey,
sem sótti málið gegn Hauptmann.
Hann sagði haustið 1976 (þá var
hann áttræður, enn í fullu fjöri og
stundaði lögfræðistörf í Perth
Amboy, New Jersey):
„Að því er ég bezt veit og mig
minnir helzt hefur ekkert gerzt
frá þeim degi, þegar afskipti mín
af málinu hófust fyrst, og ekkert
gerzt síðan dómurinn var felldur,
sem hefur gefið til kynna á nokk-
urn hátt og að nokkru marki að
sakborníngurinn hafi ekki verið
sekur og dómurinn ekki réttlát-
ur.“
g.h. tók saman.
kráarknöll“
Á
&■
Nú eru það ensk kvöld — engu ööru lík, — enda
búiö aö gjörbreyta borðaskipan í Súlnasal, smíöa
enskan bar í Bláa salnum og fá fjölda enskra
skemmtikrafta í heimsókn. Og nú bjóöum viö
Lundúnafarþega sérstaklega velkomna.
Móttökuathöfn
Tekiö veröur á móti gestum með fordrykkjum og
tilheyrandi „serimóníum“ að hætti enskra heið-
ursmanna.
„English pub“
Þegar upp í Súlnasal kemur blasir viö enskur bar
meö öllum tilheyrandi veitingum eins og við eigum
þeim bestum að venjast. Andrúmsloftiö veröur í
takt við ósvikna kráarstemmningu, söngur og
hljóöfæraleikur, eöa eins og þeir ensku segja:
„Just like home“.
Matseðill
OXTAIL SOUP
ROASTED LEG OF POHC VORKSHIRE
WITH:
ROASTED POTATOES
YORKSHIRE PUDDINQ
GREEN PEAS WITH MINTFLAVOUR
DEEP FRIED CAULIFLOWER
CUMBERLAND SAUCE
APPLES SAUCE AND
PORC GRAVY
PLUMB PUODING
WITH ENGLISH CREAM
VERÐ AOEINS KR. 290.
Heiðurs-
gestur
Enskt kvöld verður varla
haldiö meö reisn nema
heiöursgestur veröi á
staönum. Víö létum okkar
ekki eftir liggja og fengum
Anneke Dekker frá Ferða-
skrifstofunni Scancoming,
í heimsókn. Hún hefur
annast alla fyrirgreiöslu
Lundúnafarþega okkar á
liðnum árum og þeir sem
reynt hafa, þekkja af frá-
bærri reynslu .stílinn"
hennar.
Fararstjórarnir við
stjórnvölinn
Fararstjórar okkar í London, þeir Magnús Axels-
son, Óli Tynes og Sigurður Haraldsson, verða viö
stjórnvölinn þetta kvöld. Þarf þá nokkuð aö fjöl-
yrða um fjörið meira?
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
l
Skemmti-
atriði
Viö fáum óvænta gesti
og skemmtikrafta í
heimsókn, m.a. töfra-
manninn og eldgleypir-
inn Nicky Vaughn,
söngkonuna Anne
Edwards, harmónikku-
leikarann David Holling-
ton og galdrakarlinn Will
Yorkstein.
Tískusýning
Model 79 undir stjórn Sóleyjar Jóhannsdóttur
sýna fatnað frá Blondie.
Tískusýningin verður með óvenjulegasta móti og
skemmtikröftunum að sjálfsögðu uppálagt aö
gefa sviöinu fri og ganga í staöinn á milli borö-
anna og taka þátt í stemmningunni i salnum.
Bingó kl. 11.45. Glæsilegir feröavinningar.
Hljómsveitin Upplyfting
leikur ekki bara fyrir dansi, heldur lagar sig að
enskum siöum á margan hátt og ábyrgist dúndr-
andi fjör á dansgólfinu og úti í salnum.
Fjöldasöngur
Stjórnandi Birgir Gunnlaugsson og píanóleikari
Jón Ólafsson.
Áskorun!
Nú skorum viö hér meö á alla Lundúnafarþega aö
fjölmenna í „enska“ Súlnasalinn, hittast þar á nýj-
an leik undir hárréttum kringumstæöum og rifja
upp gamla eöa nýlega góða daga. Allir eru samt
velkomnir — en eins gott er aö hafa húmorinn í
lagi og söngröddina á sínum stað. Klæðnaðurinn
er auövitaö frjáls og þægilegur — rétt eins og í
Englandinu góöal
Föstudagskvöld:
Húsiö opnar kl. 20.00. — Dansað til kl. 03.00.
Sunnudagskvöld:
Húsið opnar kl. 19.00. — Dansaö til kl. 01.00.
Miðasala og boröapantanir miðvikudag eftir kl.
16.00 í Súlnasal. Uppl. í síma 20221.
Við þökkum Flugleiðum samstarfið við
skipulagningu kvöldsins.