Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 28

Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 honum að vélinni. Við vorum svo veðurteppt þarna í tvo daga.“ Er ísing ekki vandamál í þotu- flugi? ^ ísing og „CAT“ „Nei, þoturnar fljúga oftast nær fyrir ofan ský og þar að auki er hraðinn svo mikill að ísing nær ekki að hlaðast á þær. Hins vegar getur ísing hæglega hlaðizt á þot- ur í flugtaki og er því aldrei farið í flugtak ef hætta er á ísingu. Það er alveg ótrúlegt hve ísinn er fljót- ur að hlaðast á flugvélar þegar skilyrði eru þannig — það er kom- ið um fjögurra tommu lag á glugg- ana og á vængina og skrokkinn á skammri stundu. Á skrúfuvélun- um reyndi maður á allan hátt að komast hjá henni, t.d. með því að lækka flugið sem reyndar er óvíða gerlegt hér á landi útaf því hve hér er hálent." En eru þá einhver vandamál í þotuflugi sem ekki hefur verið komizt fyrir? „Það er a.m.k. eitt sem ekki hef- ur verið komizt fyrir að fullu — svonefnt „CAT“ (clear air turbu- lance), sem er geysiöflugt niður- streymi og uppstreymi strax á eft- ir. Eg lenti einu sinni í þessu á Rolls Royce-vél — hún hrapaði um 5 þúsund fet fyrirvaralaust og rauk svo upp aftur, en þetta hefur gerzt á rúmlega mínútu. Töskurn- ar sem við vorum með frammi í stjórnklefanum fóru alveg upp í loft en -skullu svo í gólfið þegar vélin þeyttist upp á við. í farþega- rýminu fór allt í bendu, ein flug- freyjan fótbrotnaði og einnig einn farþeganna. Það urðu þó engin meiriháttar meiðsl. En það er mjög erfitt að varast „CAT“ — það fylgja þessu engin ský, en þeir eru farnir að spá þessu og svo tilkynna flugvélar strax ef þær lenda í svona. — Annars hafa orðið gífurlegar framfarir varðandi siglingatæki í flugvélum sem hafa aukið öryggið mikið — mann óraði ekki fyrir þessu þegar maður var að byrja flug. Nú höfum við tölvur sem sjá alfarið um stjórnina eftir flugtak — það þarf ekki annað en mata þær á lengdar- og breiddargráðum og sjá þær svo alfarið um sigling- una. Þetta eru í rauninni tvær tölvur sem bera sig sífellt saman og tengjast þær sjálfstýringunni. Af þeim má jafnframt lesa hversu mikill vindur er, hvaða átt, drift vélarinnar, hversu hratt hún fer og hversu iangt er til ákvörðun- arstaðar. Nú eru meira að segja komin tæki sem geta lent flugvél- unum með fullkomnu öryggi þótt þau séu ekki notuð almennt í far- þegaflugi enn sem komið er.“ Nú hefur þú verið í leiguflugi víða um heim — er það ekki tölu- vert öðruvísi en að vera í áætlun- arflugi? „Jú, það reynir töluvert meira á, sérstaklega í Afríku. Þar er flug- umferðarstjórn víða bágborin og maður þarf jafnvel að vekja starfsmennina í flugturninum fyrir flugtak. Þá eru þeir víða mjög strangir með yfirflugsheim- ildir, sumstaðar þarf að greiða mútur og svo kynnist maður ýmsu þarna sem manni finnst skrítið til að byrja með. Ég hef þó ekki nema einu sinni verið verulega hætt kominn þarna en þá munaði líka litlu." Og hvernig vildi það til? Héldu að flugvélin hefði sprungið í loft upp „Það var í fyrsta pílagrímaflugi Flugleiða og vorum við að fara fyrstu ferðina með pílagríma frá Oran í Alsír það árið. I þessari ferð voru með mér Skúli Guð- jónsson aðstoðarflugmaður og Ólafur Pálsson flugvélstjóri. Þarna var saman komið margt stórmenni ásamt sjónvarps- mönnum og tilheyrandi, og var mikil athöfn á flugvellinum áður en við lögðum upp. Við leggjum svo af stað út á brautina og erum komnir á mikinn hraða þegar allt í einu rís eins og ský fyrir framan flugvélina, var þetta fuglager svo þétt að vart sá í gegnum það. Of steint var að stoppa og urðum við að taka upp inn í fuglagerið og héldum allir að það yrði okkar síð- asta stund — feikna sprengingar heyrðust þegar fuglarnir fóru í hreyflana og blóð og fiður safnað- ist á rúðurnar þannig að tók fyrir allt útsýni. Þeir sem voru niðri á flugvellinum héldu fyrst að vélin hefði sprungið í loft upp því bloss- arnir stóðu aftur úr öllum hreyfl- um og hávaðinn var geysilegur. Það var arabískur flugþjónn frammí hjá okkur þegar þetta gerðist, ansi dökkur yfirlitum — en hann var áreiðanlega jafn fölur og við, þegar þetta var afstaðið. Þar sem hreyflarnir virtust fljót- lega jafna sig aftur ákváðum við að halda áfram til Jeddah og gekk ágætlega þangað — en þeim leizt ekki meira en svo á flugvélina þeg- ar þangað kom, því hún var öll útbíuð í blóði og fiðri. Það er ekki óalgengt að fuglar séu þarna á fiugbrautinni í Oran en þarna hafði einfaldlega gleymzt að kanna málið og fæla þá upp vegna hátíðahaldanna. Það hafði farizt þarna júgóslavnesk flugvél tveimur árum áður vegna þess að hún fór inn í svona fugla- ger — hún fór aldrei upp af flugbrautinni heldur hélt áfram út í eyðimörkina og held ég að allir hafi farizt, sem með henni voru.“ En þú minntist á mútur? Sex þúsund dollarar fyrir „engin mótmæli“ „Já, þær þarf að greiða í sumum þessara ríkja, annars kyrrsetja þeir flugvélarnar. Þeir kalla þetta ýmsum nöfnum. I fyrsta sinn sem ég flaug til Iran — það var fyrir Cargolux — mundu þeir hjá flug- félaginu eftir því rétt fyrir brott- för að þar þurfti að greiða sex þús- und dollara í mútur sem kallaðist „No objection fee“ (greiðsla fyrir engin mótmæli), og tókst að skrapa saman peningana skömmu áður en við fórum. Við lentum svo í Abadan og fengum alla af- greiðslu — þarna sat Arabi við eldgamla ritvél og rakti fyrir mér einstök gjöld og loks kemur hann að mútunum. Ég þóttist ekkert kannast við þær og datt í hug hvort ég gæti ekki losnað þannig við að borga. Hann gerðist þá ærið þungur á brún og spyr hvort ég hafi ekki peningana, en ég segist ekkert hafa vitað um þennan út- gjaldalið, því miður. Hann fer þá að tala við einhverja aðra ráða- menn þarna og er okkur sleppt eftir nokkurt jaml, og spöruðum við okkur með þessu 6 þúsund dollara." Nú skilst mér að oft verði alls konar vesen í sambandi við yfir- flugsheimildir? „Já, það er freistandi að stytta flugleiðina yfir einstök ríki þótt yfirflugsheimild hafi ekki fengizt. Það tekur langan tíma að fá þess- ar yfirflugsheimildir og ekki um annað að gera en að taka áhætt- una — erum við þá þegar verst gegnir reknir til baka eða neyddir til að lenda. Einu sinni þegar við vorum að fljúga frá Frankfurt til Abadan í Iran ákváðum við að stytta okkur leið yfir Grikkland og tókst okkur að fá yfirflugsheimild. Þegar við hins vegar komum yfir Sýrland kalla þeir okkur upp og varð engu tauti við þá komið — og var okkur skipað að lenda í Dam- askus umsvifalaust. Það var kola- myrkur og hafði ég þá aldrei lent þarna áður en lendingin gekk þó ágætlega. Flugvélin hafði ekki fyrr numið staðar en hermenn ryðjast um borð og voru þeir allir vopnaðir. Var ég svo dreginn fyrir fund einhverra háttsettra yfir- manna og virtist þá sem stefndi í meiriháttar vandræði. Það rættist þó úr þeim eftir að ég hafði spjall- að við þá nokkra stund og sögðu þeir að við mættum fara ef við borguðum lendingargjöldin. Ég spurði þá hvort ekki væri allt í lagi að við greiddum tvöföld lend- ingargjöld en slepptum lending- unni þegar við kæmum til baka — en það tóku þeir ekki í mál.“ „You are in trouble“ „Stundum tekst manni líka að gabba þá. Einu sinni vorum við á flugi yfir Súdan en höfðum enga yfirflugsheimiid og var kallað í okkur. Ég kallaði á móti og sagði að við hefðum yfirflugsheimild en hann heimtaði þá tilvísunarnúmer heimildarinnar. Ég gaf honum þá bara einhverja tölu sem mér datt í hug, og var hann svo lengi að kanna málið að við sluppum úr lofthelginni án þess að verða fyrir frekari áreitni. Einu sinni munaði þó litlu að illa væri er við flugum yfir írak án þess að hafa heimild. Þegar við vorum að fara yfir Bagdad var kallað á okkur og var okkur skipað að lenda umsvifalaust — var þeim greinilega mikið niðrifyrir því þeir kölluðu hvað eftir annað og virtust hinir verstu. Við þóttumst hins vegar ekkert heyra til þeirra og héldum okkar stefnu. Svissnesk flugvél, sem var þarna skammt frá, kallaði okkur þá uppi: „You are in trouble,“ (þið eruð í klípu) sögðu þeir. Við sögðumst vita það, en vorum búnir að ákveða að láta slag standa og treysta því að við kæmumst yfir landamærin áður en írakar kæmu orrustuþotum sínum á loft. Þannig leið svo um stundarfjórðungur að þeir kalla stöðugt i okkur en við þóttumst ekkert heyra. Þá finn ég að að- stoðarflugmaðurinn hnippir í mig og bendir út um gluggann. Eru þá tvær orrustuþotur komnar þétt uppað okkur báðum megin og fara svo nærri að maður gat nánast greint andlitsdrætti flugmann- anna. Okkur brá ónotalega fyrst, en áttuðum okkur svo fljótlega á því að þetta voru íranskar orr- ustuþotur — þeir hafa heyrt hvað var á seyði og haft þær til taks við landamærin. Þær fylgdu okkur svo alveg til Teheran þar sem við lentum.“ Hefurðu aldrei lent í skothríð þarna suðurfrá? „Jú, einu sinni skutu þeir óþægi- lega nærri okkur — það var 1974, hinn 22. nóvember, ég man það vegna þess að það er afmælisdag- urinn minn“ Og hvernig vildi það til? Skothríö og flugrán í Dubai „Við vorum á leið frá Bangkok til Lúxemborgar og millilenfim þá í Dubai í Persaflóanum til að taka eldsneyti. Þeir voru þá með mér Björn Thoroddsen aðstoðar- flugmaður og Ljótur Ingason flugvélstjóri. I þann mund sem v"!ð vorum að undirbúa brottför kerr'- ur farþegaþota frá British Aii- ways og var henni lagt við hliðina á okkur. Við veittum henni enga sérstaka athygli en sjáum að áhöfn og farþegar eru að ganga frá borði. Allt í einu heyrum við gelta í vélbyssum fyrir utan og var það feikna hávaði. Skömmu síðar kemur flugstjórinn hlaupandi upp í vélina til okkar og biður okkur að hafa samband við flugturninn, segja þeim að það sé verið að skjóta niður fólk þarna á stæðinu, og óska eftir her og lögreglu á staðinn. Við vorum í sambandi við flug- turninn og komum þessu þegar áleiðis en þeir skipa okkur þá að yfirgefa vélina strax. Við gerum það og hlaupum frá vélinni að flugstöðvarbyggingunni ásamt brezka flugstjóranum og Svía sem var farþegi hjá okkur. Það var samfelld skothríð fyrir utan og hlupum við eins og fætur toguðu. Á leiðinni niður úr flugvélinni sá ég að Arabi sem stóð við hægra hjólastellið varð fyrir skoti og hneig niður. Ég man að sú hugsun var mér ofarlega í huga meðan við hlupum, hvernig tilfinning það væri að fá í sig kúlu. Rétt þegar við komum að flugstöðvarveggn- um fór kúla það nærri Svíanum að hann fékk steinflís í kinnina svo blæddi undan. Er við komum inn í flugstöðvarbygginguna ruddist á móti okkur hópur hermanna með byssur á lofti — og vissum við ekkert hvað var að gerast meðan á þessu stóð. Fljótlega fengum við þó að vita að Palestínuarabar hefðu verið að ræna brezku flugvélinni — þeir höfðu komizt einhvern veginn inn á flugrvöllinn og skotið með vél- byssum á farþegana þegar þeir komu út. Var komið með fjóra særða menn inn í flugstöðvar- bygginguna, þar á meðal brezka flugfreyju sem hafði fengið skot í magann. Einhverjir höfðu verið skotnir til bana. Palestínuarab- arnir, sem voru með nokkra far- þega og áhafnarmeðlimi um borð sem gísla, kröfðust þess að fá flug- stjóra og aðstoðarflugmann um borð og eldsneyti á vélina, annars yrði fólkið um borð í vélinni skot- ið. Þeir fengu þessu framgengt og flugu eitthvað út í buskann, en ekki vildu þeir segja hvert þeir hygðust fara. Þegar þeir voru farnir fórum við að athuga vélina okkar og höfðu sex kúlur lent í skrokk hennar og hreyflum — engar verulega skemmdir höfðu þó hlotizt af þessu og gátum við haldið áfram til Lúxemborgar. Við fréttum það síðar að Palestínumennirnir hefðu flogið til Alsír. Þar skutu þeir einn farþegann og köstuðu líkinu út úr vélinni til að knýja á um kröfur sínar, og tóku Alsírmenn loks við þeim eftir nokkurt þóf.“ — bó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.