Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 Sjóliðarnir fengu sig ekklfullsadda á að horfa: Eftir að hafa aðeins haft karlmenn fyrir augum í fulla fimm mánuði var það notaleg tilbreyting þegar fjórar fallegar dansmeyjar úr sýningarflokknum „Draumurinn" voru leiddar inn í samkomusal flugvéla- móðurskipsins „Invincible". Að eigin frumkvæði höfðu þær komið fljúgandi beint frá Englandi til þess að gefa ungu mönnunum, sem sigrað höfðu í Falk- landseyjastríðinu, forskot á sæluna, sem biði þeirra, er heim kæmi. Einn þeirra naut hennar í rík- um mæli, liðsforingi í sjóliðinu, Andrew Windsor, 22ja ára. Lag- legi þyrluflugmaðurinn er kunn- asti glaumgosi þjóðar sinnar og einn eftirsóttasti piparsveinn ver- aldar. Hann er næstelzti sonur El- ísabetar II. drottningar. Ung: prinsinn, sem er orðinn þjóðhetj: fyrir þátttöku sína í FalklanaLjyjastríðinu og yndi fjölskyldu sinnar um leið, lét það ekki nægja að bjóða meyjunum fögru inn í mötuneyti liðsforingj- anna, heldur skemmti þeim í þrengri hring. Með sínu alkunna breiða æskubrosi hélt hann utan um tvær þeirra, Carole St. James og Carole Hungerford, hálfa nótt- ina, unz hann varð að sleppa þeim og hverfa að skyldustörfum klukk- an þrjú. Daður hans við þær stöll- ur vakti umtal í enskum blöðum og styrkti jafnvel samúð Eng- lendinga með þessum lífsglaða prins. Hin rauðhærða Carole St. James, 28 ára, var alls ófeimin við að tala um hann: „Hann er dað- ursins verður, og það dylst ekki, að hann hefur mikla kvenhylli." Með ánægju gerðu félagar hans sér það ljóst, að Andrew er að vísu „blár“, — en ekki kaldgeðja. „Hann gerði óspart að gamni sínu frá eyra til eyra þegar meyjarnar komu fram í sínum örvandi dansklæðum," segir einn við- staddra. í lokin tók hann meira að segja undir með Carole St. James, er hún söng: „You made me love you“ (þú gerðir mig ástfanginn) og horfði um leið djúpt inn í augu hennar. Þegar dansmeyjarnar flugu seint morguninn eftir, fylgdi prinsinn þeim að þyrlunni og kvaddi þær með ósk um að fá að hitta þær aftur í London. Seytjánda september kom „In- vincible" til hafnar í Portsmouth í Englandi. Að sjálfsögðu var hetj- unum fagnað ákaflega. Elísabet drottning og maður hennar, Filip prins, fóru langa leið á móti skip- inu — áreiðanlega ekki til þess eins að fagna þúsund manna skipshöfninni, heldur fyrst og fremst til að faðma soninn að sér. Fyrir Falklandseyjastyrjöldina leit fjölskyldan og almenningur á prinsinn sem hálfgerðan glaum- gosa, sem hugsaði mest um það að skemmta sér. Hann stóð stöðugt í skugga Karls, eldri bróður síns, sem er gætinn og alvörugefinn að áliti fólks og hafði lokið háskóla- námi og herskyldu með fullum sóma. Það kom óþægilega við Andrew að standa að baki Karli um konungdóminn, verða aðeins að gegna staðgönguhlutverki. Nú er hann laus við áhyggjur af því — varð föðurbróðir meðan hann var á Falklandseyjum. — Og nú geng- ur Vilhjálmur brjóstmylkingur næst Karli föður sínum að tign. Allt frá því „Invincible" hélt úr höfn í Portsmouth 5. apríl með Andrew prins innanborðs, hefur orðið mikil breyting á lífi þessa konunglega vandræðabarns. í fyrsta skipti var prinsinn nú án lífvarðar og án forréttinda. Sem liðsforingi hafði hann að vísu til umráða litla íburðarlausa einka- rekkju á öðru þilfari undir þyrlu- lendingarstaðnum, en hann varð að gera sér að góðu sameiginlegt þvottahús og fékk sama mat og aðrir, er hann settist að borði. Yf- irmaður hans sem réð yfir 820 manns, þar af fjörutíu liðsforingj- ar og tvö hundruð menn af ýmsum stigum, lýsti yfir á eftirfarandi hátt: „Andrew er hermaður eins og hver annar og komi til bardaga verður honum hvergi hlíft.“ Einn félaga hans skaut inn í: „En hann er þó sá eini sem fréttaritarar fá ekki að tala við.“ Prinsinum var ekki um þá gefið, sízt til að byrja með. Nú fyrst tók alvaran við, er hann var sendur í herinn til þess að elta kafbáta, bjarga særðum og eyðileggja tundurskeyti. „Sá atburður sem hafði mest áhrif á mig,“ segir Andrew, „var þegar brezka tundurspillinum „Sheffield" var sökkt. Þá fórust tuttugu menn.“ Hvað eftir annað steypti þyrlan sér, sem Andrew stýrði, niður í svartan reykmökk- inn yfir skipinu, sem stóð í ljósum Andrew príns um bord í herskipinu Invincible með þeim Carole St. James og Carole Hungerford. Þau skemmtu sér saman fram eftir nóttu, eða þar til prins- inn varð að fara og gegna skyldustörfum sínum. Á myndinni hér til hliðar er Andrew í búningi þyrluflug- manns en t.v. eru dans- meyjarnar... logum, til þess að bjarga sjóliðun- um, sumum mikið særðum. And- rew segir: „Við vorum allir skelf- ingu lostnir." 4. maí varð hann áhorfandi að því, þegar „Shef- field" sökk í ískalt Atlantshafið. Þrem vikum síðar varð flutn- ingaskipið „Atlantic Conveyor" fyrir miklum skemmdum og týnd- ust þá tuttugu og fjórir menn. „Það var hræðilegt," segir And- rew. Hvað eftir annað hafði honum tekizt að bjarga félögum sínum. Eins og þegar þyrla ein lenti í sjónum í stormviðri miklu. And- rew og félagi hans fengu bjargað flugmanninum, en annar drukkn- aði. Mörgum sinnum varð hann að hætta lífi sínu til varnar móður- skipinu. Á þyrlu sinni sveif hann þá á bak við Invincible alveg við sjávarflötinn og bauð eldflaugun- um argentínsku, ef svo mætti segja, upp á kjörið skotmark. Er eldflaugarnar, sem þutu rétt yfir bylgjukömbunum, nálguðust, urðu vélarnar að hefja sig hátt og leita með því öryggis. Andrew komst svo að orði: „Dálítið áhættusamt og ég varð oft hræddur." Hann gagnrýndi verulega „sæ- úlfa“-eldflaugarnar brezku og hlaut ámæli fyrir. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Lond- on varð sárgramur: „Fyrir blaðrið í prinsinum kom ein eldflauga- árásin að engu gagni." Meira að segja hans eigin hersveit kunni honum litlar þakkir fyrir fram- hleypnina. Við landgönguna í Port Stanley reiddist yfirmaður her- lögreglunnar prinsinum: „Þér hagið yður kæruleysislega. Hvern haldið þér yður vera?“ Þegar hinn vandræðalegi lögreglustjóri hafði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.