Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 45

Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 --t . .. . í Eusebio (fæddur 25. janúar 1942), sksrasta stjaraa félagsins i gegnum tíðina, á æfíngu með ungum piltum hjá Benfíca. En hann starfar nú sem unglingaþjálfarí hjá liðinu. Höfuðstöðvar Benfíca f Lissabon, PortngaL Að sjálfsögðu er örninn, merki félagsins, utan á húsinu. Benfica var stofnað áríð 1904, 28. febrúar. Meðlimir í dag eru um 60 þúsund. Heimavöllur félagsins, Estadio da Luz, tekur 70 þús. áhorfendur. Það hafa aldrei í sögu LaugardalsvaDarins komið fíeiri áhorfendur en þegar Valsmenn léku gegn Benfíca f Evrópukeppninni árið 1968. Þá seldust 18.243 miðar á völlinn. Lstur nsrri lagi að allt í allt hafí 19 þúsund manns verið á vellinum og séð Benfíca með Eusebio í broddi fylkingar leika hér á landi. Eins og sjá má á þessari mynd var völlurinn þétt setinn. telja besta miðherjann á þessum árum. Aguas hafði einnig dregið sig út úr liðinu til að vífeja fyrir hinum hávaxna Torres. Niðurleiðin Tveimur árum síðar komst Benfica aftur í úrslitaleik um Evr- ópubikarinn. Inter var mótherjinn og skyldi leikurinn, skv. ákvörðun UEFA, fara fram í Róm. Aldrei kom nein skýring fram á því hvers vegna leikurinn var faerður frá Róm til heimavallar Inters, San Siro í Mílanó — óneitanlega gaf sú ákvörðun illum sögnum byr undir báða vængi; eins og þeirri að ef ítalirnir nái ekki takmarki sínu á sanngjarnan hátt þá geri þeir það með svikum og prettum. Mótmæli Benfica stoðuðu lítt. Vegna óhemju mikilla rigninga var grasvöllurinn eins og „Þús- undvatnalandið" og sigur Inters 1—0 var aldrei í hættu. Óþarft er að lýsa vonbrigðum Benfica-liðs- ins, sem fannst því misboðið og íþróttin farin að taka háskalega stefnu. Ófarirnar héldu áfram næsta keppnistímabil á eftir. Ofan á það bættist að stjórn Benfica var mjög völt í sessi og réðu þeir aftur sinn fyrrverandi þjálfara, Bela Gutt- man, til starfa. Banahöggið fékk svo Benfica frá Manchester United er liðin kepptu í fjögurra liða keppni meistara- liða, en þar tapaði Benfica 5—1. Mikið var rætt og ritað í kjölfar leiksins og fór svo að Bela Gutt- mann sá sér þann kost vænstan að flýja í „útlegð“ til Sviss á meðan ófriðurinn gekk yfir. Ymsar mannabreytingar áttu sér stað innan liðsins sjálfs sem og utan þess áður en kyrrð komst á aftur undir forystu Otto Gloria, framkvæmdastjóra. Gloria hafði áður unnið fyrir Benfica í kringum 1950 og skipaði þar fljótt heiðurssess er hann kom liðinu í 3.‘ sæti í heimsmeistara- keppninni í Englandi. Bæði Coluna og Simoes hafði gengið illa að halda í stjórnar- taumana þegar Gloria tók við árið 1968. Nokkrum vikum síðar tók Ben- fica í fimmta skipti þátt í úrslita- leik Evrópubikarhafa, en nú án fyrri frægðarljóma. Síðasti kapítuli í úrslitaleiknum, sem var á móti Manchester United á Wembley, var Benfica áskipað þremur leik- mönnum, sem höfðu tekið þátt í sigurleiknum á móti Barcelona sjö árum áður: Cruz, Augusto og Col- una. Einnig voru í liðinu þeir Eusebio og Simoes. Þrátt fyrir 4—1-ósigur á Wembley hélt Ben- fica virðingu sinni eftir fram- lengdan leik. En þetta var þeirra lokaframlag eftir langa og dygga þátttöku í keppnum Evrópuliða. Þrátt fyrir að stjórn félagsins hafi aldrei legið á liði sínu við að afla félaginu nýjan liðsstyrk og erlenda framkvæmdastjóra, hefur Benfica ekki náð síðasta rúman áratug að komast í alþjóðakeppni knattspyrnuliða. Þeir tóku við stjórn félagsins hver af öðrum, Englendingurinn Jimmy Hagan, þá fékk landi hans, John Mortimer, tækifæri til að láta lukkuhjólið snúast og loks fékk Ungverjinn Lajos Baroti að taka í stjórnartaumana árið 1981 þegar Benfica komst í undanúr- slitakeppni verðlaunabikarhafa í dag starfar Eusebio sem þjálf- ari unglingadeildar Benfica, en hann var ekki bjartsýnn um fram- tíð félagsins þegar vestur-þýska blaðið „Kicker Sportsmagazin" tók hann tali í febrúar 1981: „Þeir gömlu góðu dagar þegar ég spilaði með liðinu koma ekki aftur. Þá vorum við sem ein stór fjölskylda og segja má að liðið hafi samanstaðið af 13—14 bræðr- um. Eftir leiki hittumst við ásamt fjölskyldum okkar til að fagna sigri eða harma ósigur. Slíkt ger- ist ekki í dag þar sem leikmenn fara hver sína leið og láta stjórn- ast af eiginhagsmunum einum saman." Sænskur þjálfari Ef til vill er það ósanngjarnt að bera hina nýju ungu leikmenn Benfica stöðugt saman við fræga fyrirrennara þeirra, en það virðist óhjákvæmilegt þar sem liðinu hef- ur ekki tekist undanfarin ár að komast í hóp bestu liða Evrópu eins og Benfica var áður. Meðal bestu leikmanna liðsins í dag má nefna markmanninn Manuel Galrinho Bento, varnar- manninn Coelho Humberto og sóknarmennina Manuel Baptista Nene og Mauricio Reinaldo. Kynslóðaskipti hafa orðið í Benfica-liðinu sem er nú. í höndum sænska þjálfarans Sven-Göran Eirksson frá IFK Göteborg en hann gerði IFK að UEFA-bikar- meÍSturun. t»ytt o» ( ndursagl SUÖRNUNARHUEflSU Erlent námskeið NÁMSKEIÐ FYRIR LEIÐBEINENDUR OG KENNARA Stjórnunarfélag íslands býöur nú aftur upp á nám- skeið um skipulagningu og undirbúning nám- skeiða. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem leiöbeina á ýmiss konar námskeiöum í hlutastarfi eöa starfa sem stundakennarar. Á námskeiðinu veröur m.a. fjallað um eftirfarandi atriði: — The Process of learning — Range of training methods — Some principles of program design — Visual aids — Being well organized — Barriers to communication — Using your strength. Recognizing your weaknesses. Námskeiðið verður haldið í Kristalsal Hótels Loft- leiða dagana 1. og 2. desember frá kl. 09—17 báða dagana. Leiöbeinandi verður John Nowill frá BACIE, British Association for Commercial and Industrial Education. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. A STJORNÖNARFÉLflG Æk ÍSLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 Takið eftir: Heimsins þynnstu kveikjarar: Nýkomnir í verslanir frá japanska fyrirtækinu Maru- man, heimsins þynnstu kveikjarar sem farið hafa sig- urför um heiminn ásamt fjölbreyttu úrvali af dömu- og herrakveikjurum, borö-, tölvu- og þennakveikjur- um. Allar tegundir eru í gjafakössum. Helstu utsölustaöir: Gilbert úrsmiður Laugavegi 67, Garðar Ólafsson Lækjartorgi, Bristol Bankastræti, Kornelíus Skóla- vörðustíg, Klukkan Hamraborg 1 Kóþavogi, Magnús Guðlaugsson úrsmiöur Hafnarfirði, Karl R. Guö- mundsson Selfossi o.fl. EINKAUMBOÐ G.H. ÁRNASON & CO. Sími 18545.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.