Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
257. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
Prentsmiöja Morgunblaðsins
Mikið mannfall í
leiftursókn írana
Nicosia, Kvpur, Ifi. nóvember. AF.
ÍRANSKl HERINN gerði í gær, að sögn írönsku fréttastofunnar Irna,
tvær leiftursóknir á varnarlínu íraka og réðst inn í íraska landamærabæ-
inn Mandali og olli þar miklu tjóni. í sókn sinni náði íranski hcrinn að
sögn fréttastofunnar Irna mikilvægum hæðum á sitt vald og náði aftur
stóru eigin landsvæði, sem írakar höfðu áður náð í sókn sinni.
í frásögn Irna sagði, að um 500
hermenn íraka hefðu látið lífið í
sókn írana og að fjöldi hermanna
hefði verið tekinn höndum. Tókst
írönum að ná um 300 ferkíló-
metra landsvæði á sitt vald, jafn-
framt því að hrekja íraka af 550
ferkílómetra landsvæði, sem þeir
höfðu náð í síðustu sókn sinni. Að
sögn fréttastofunnar eru hæðirn-
ar mikilvægu suðvestur af landa-
mærastöðinni í Abu Ghoryab.
Irakar hafna þessum fregnum
alfarið og segjast hafa hrundið
sókn Irana og reyndar „þurrkað
árásarherinn út“ eins og það er
orðað í fréttaskeytum. Segjast ír-
akar ennfremur hafa náð miklu
magni vopna.
Fjórir menn skotnir
til bana á N-írlandi
Bcirast, 16. november. í\F.
FJÓRIR MENN voru í dag skotnir til bana í deilum trúarbragðaflokka á
Norður-írlandi. Tveir þessara voru lögreglumenn, sem voru myrtir með
vélbyssuskothrið, þar sem þeir stóðu við götubúkka í bænum Markethill.
Hinir voru óbreyttir borgarar. Byssumennirnir komust undan í öllum tilvik-
um.
Þar með er tala þeirra, sem látið
hafa lífið í átökunum á N-írlandi
komin upp í 16 á undanförnum
vikum. Alls hafa 72 látið lífið í
átökunum það sem af er árinu.
Annar óbreyttu borgarana var
maður að nafni Lennie Murphy,
mótmælandi, sem þekktur var
fyrir viðbjóðsleg morð á kaþólikk-
um og nefndur „slátrarinn". Var
skotið á Murphy þar sem hann var
á gangi i norðurhluta Belfast. Lést
hann af sárum sinum á leið á
sjúkrahús. Hinn var verslunareig-
andi, sem skotinn var í verslun
sinni.
Þá var ennfremur gerð tilraun
til að skjóta hermann á frivakt, en
honum tókst að sleppa úr fyrirsát
sem honum var gerð er hann kom
í bifreið til heimilis síns.
*
•c Ssate-j
Geimskutlan Kólumbía lendir I gmr.
Simamyndir AF
Geimfararnir fjórir: Allen, Lenoir,
Overmayer og Brand.
Fullkomin
lending
Kólumbíu
Kdwardsnugvelli, Kaliforníu, 16. nóvember. AF.
Skipulagðar sprengingar
frelsissveitanna í Kabúl
N'ýju Delhí, 16. nóvembt'r. AF.
FRELSISSVEITIR AFGANA sprengdu á fimmtudag í siðustu viku sprengjur
í fjórum veitingahúsum i Kabúl með þeim afleiðingum að fjöldi manns lét
lífið og á þriðja tug slasaðist. Heimildum um tölu látinna ber ekki saman, en
talið er að á bilinu 16—25 manns hafí farist.
Sprengingar þessar urðu allar á
aðeins 45 mínútna tímabili í veit-
ingahúsum í Share Nau-hverfinu í
Kabúl. Hverfið er þekkt fyrir öfl-
ugan vændishúsarekstur og eru
háttsettir menn úr stjórnarliðinu
sagðir tíðir gestir þar.
Sprengingar þessar virðast hafa
verið þaulskipulagðar með það
fyrir augum að vekja sem mesta
athygli erlendra ráðstefnugesta,
sem dvöldu í landinu þegar
sprengingarnar urðu. Talið er víst
að þeim hafi verið ætlað það hlut-
verk að sýna fram á, að lífið í Kab-
úl væri ekki eins friðsamlegt og
stjórnvöld vilja láta líta út fyrir.
Hefur innrásarher Sovétmanna
ítrekað hamrað á því, að allt sé
með kyrrum kjörum í borginni
undir leppstjórn hans.
Frekari fregnir hafa nú borist
af slysinu, sem varð í Salang-
jarðgöngunum í norðurhluta Afg-
anistan þann 3. nóvember sl. með
þeim afleiðingum af hundruð
manna létust. Tala látinna virðist
ekki vera eins há og ætlað var í
fyrstu. Er talið að 300—400 sov-
Frekari við-
rædur boðaðar
Moskvu, 16. nóvember. AP.
Utanrikisráðherrar Sovétríkj-
anna og Kina, Andrei Gromyko og
Huang Hua, hittust i dag á fundi í
Moskvu. Er þetta í fyrsta sinn í
mörg ár, sem svo háttsettir emb-
ættismenn þjóðanna koma saman á
fundi. Voru ráðherrarnir báðir ein-
huga um að stefna bæri að eðli-
legum samskiptum ríkjanna.
Á fundi ráðherranna var
ennfremur samþykkt að halda
viðræðum um bætt samskipti
áfram. Er talið víst, að næsti
fundur verði haldinn í Moskvu.
Ekki er langt síðan aðstoðarut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
Leonid F. Ilychev, sótti fyrsta
fund ríkjanna í þrjú ár, sem
haldinn var í Peking.
Báðir aðilar lýstu árangri á
fundinum í dag, sem „viðunandi",
en lögðu áherslu á, að ekkert
áþreifanlegt hefði komið út úr
viðræðunum.
éskir hermenn hafi látist og
500—800 afganskir borgarar. Upp-
haflega var talið að 700 sovéskir
hermenn hefðu látist og allt að
2.000 Afganir.
Flest dauðsfallanna urðu vegna
kolsýringseitrunar í göngunum
þegar bifreiðastjórar létu vélar
bílanna ganga til að halda á sér
hita. Ekki létu þó allir lífið á þann
hátt. Fregnir frá Kabúl benda til
þess að einhverjir hafi fallið fyrir
byssukúlum sovéskra hermanna.
Þá hafa borist fregnir af því að
sovéskir hermenn hafi látið greip-
ar sópa inni í göngunum og rænt
lík afgansks fólks. Voru jafnvel
dæmi um að þeir hefðu brotist inn
í bifreiðir fólks til þess að ná eig-
um þess.
GEIMSKUTLAN KÓLlíMBÍA lenti
um kl. 15.30 að íslenskum tíma, i dag
heilu og höldnu á braut 22 á
Edwardsfíugvellinum í Mojaveeyði-
mörkinni eftir fímmtu geimferð sina
á rúmu einu og hálfu ári. Hálfri
klukkustund eftir lendingu birtust
geimfararnir fjórir.
Lendingin var í einu og öllu full-
komin, en skutlan snerti jörð rúmri
hálfri mínútu fyrr en áætlað hafði
verið. Var lendingin svo mjúk, að
geimfararnir voru sjálfir efins um
að þeir væru lentir þegar þeim var
tilkynnt, að allt væri í besta lagi.
Skilyrði voru ekki eins ákjósan-
leg og vonast hafði verið eftir, en
það kom ekki að sök. Þykkt skýja-
belti lá yfir eyðimörkinni og nokk-
ur gola var. Fremur kalt var í veðri
er geimskutlan lenti, en það kom
ekki í veg fyrir að um 50.000 manns
fylgdust með lendingunni.
Baader-Meinhof leiðtogi
handtekinn við Hamborg
L' ^ L.. I í’ mm ^mi n mmmAm .. m A IV A I II * V fI VI , „ ■
Karlsruhe, 16. nóvember. AF.
VESTUR-ÞÝZKA lögreglan handtók í dag Christian Klar, einn
helsta forsprakka Baader-Meinhof hryðjuverkasamtakanna. Var
Klar handtekinn í skógi rétt sunnan Hamborgar.
Klar var leitað vegna aðildar
hans að morði bankastjórans
Jurgen Ponto í júlí 1977 og
mannránsins og morðsins á iðn-
jöfrinum Hans-Martin Schleyer
í september sama ár. Þremur
mánuðum fyrir morðið á Ponto
höfðu aðrir hryðjuverkamenn úr
Baader-Meinhof samtökunum
myrt saksóknara Vestur-Þýzka-
lands, Siegfried Buback.
Handtakan á Christian Klar
kemur í kjölfarið á handtöku á
tveimur öðrum eftirlýstum fé-
lögum Baader-Meinhofsamtak-
anna í Vestur-Þýzkalandi, sem
fram fóru sl. fimmtudag. Þá
voru þær Brigitte Monhaupt og
Adelheid Schulz gripnar af lög-
reglunni, en þær hafa um langt
skeið verið í samtökunum.
Þá hafa einnig fundizt segul-
bönd frá Baader-Meinhofsam-
tökunum, frá því að Hans-
Martin Schleyer var rænt 1977.
Fundust þessi gögn í útjaðri
Frankfurt og jafnframt fannst
þar mikið magn af vopnum.
Fjórða hryðuverkamannsins
úr samtökunum, Inge Viett, hef-
ur ákaft verið leitað að undan-
förnu, en hún gengur enn laus.