Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 21 „Heiöri fylgir skylda“ — eftir Guðmund H. Garðarsson Afleiðingar verðbólgu Illar afleiðingar verðbólgu eru upplausn. Það hafa margar þjóðir reynt. Þekktast dæmi þessa eru örlög Weimar-lýðveldisins þýska, sem leiddi til valdatöku nazista árið 1933. Óstöðvandi verðbólga með þar af leiðandi rýrnun á verð- gildi þýsks gjaldmiðils, lokun þús- unda fyrirtækja og gífurlegt at- vinnuleysi stefndi í algjört efna- hagslegt hrun í Þýskalandi á þess- um tíma. Þetta ástand veikti trú manna á lýðræðinu og ýtti undir öfgaöfl frá hægri til vinstri. Sorgleg urðu örlög þýzkra jafn- aðarmanna, sem lentu á milli kommúnista og nazista. Veikleiki þýzku jafnaðarmannanna, sem mynduðu einn lýðræðislegan jafn- aðarmannaflokk, var m.a. fólginn í því, að þeir gátu ekki sannfært þýzku þjóðina nægilega um, að eftir lýðræðislegum leiðum væri unnt að snúa ofan af verðbólgunni og skapa efnahagslegt jafnvægi. í skjóli þessa risu ofbeldisöflin upp og framkölluðu enn meiri upp- lausn og ótta hjá öllum almenn- ingi. Ófyrirleitnir menn notfærðu sér ástandið og tryggðu sér völdin, afnámu lýðræðið og innleiddu ein- ræði. Persónudýrkun hófst. Tugir þúsunda manna voru fangelsaðir. Auðvitað var atburðarás þessara miklu örlaga miklu stærri í snið- um og flóknari en að framan greinir. En segja má, að þannig hafi hlutirnir gerst í hnotskurn. Auðvitað mun ekkert þvílíkt ger- ast á íslandi þótt verðbólgan geysist áfram. ísland er ekki Þýskaland. Hættuástand En það breytir ekki þeirri stað- reynd að mikilli verðbólgu hérlendis getur fylgt upplausn, sem mun veikja trú manna á lýðræðislcgum stjórnarháttum. Gjaldþrot fyrir- tækja, greiðsluþrot einstaklinga, vanskil, óreiða, skuldasöfnun og atvinnuleysi; í stuttu máli sagt, hugsanlegt efnahagslegt gjaldþrot þjóðarinnar býður upp á hættu- legt ástand, sem á einni nóttu gæti breytt Islandi úr fyrirmyndar lýð- ræðisríki í ríki stjórnleysis og ör- væntingar. Litlar líkur eru á því að einræði fái fest hér rætúr. Því ræður skapferli og lífsviðhorf íslendinga, en hins vegar er hætta á tíma- bundnu stjórnleysi með miklum þjáningum fyrir þorra lands- manna samfara þjóðfélagsbreyt- ingu sem hugsanlega kann að hafa í för með sér skerðingu á persónu- frelsi manna miðað við það frelsi, sem íslendingar búa við í dag. Stjórnarfarsleg upplausn Núverandi óðaverðbólga á ís- landi, 70—80% á ári, er þegar farin að sýna hættumerki fyrir lýðræðið í landinu. Fyrstu merki stjórnar- farslegrar upplausnar eru þegar komin í ljós. Ríkisstjórn landsins á í vök að verjast á Alþingi. Hún kemur ekki í gegn nauðsynlegum lögum (að hennar mati) til að hemja verðbólguna eitthvað, þ.e. að afstýra því að hún fari í 100% á næsta ári í stað þess að vera 60% eins og verðbólgan hefur verið á þessu ári. En samt skal setið. Stjórnarandstaðan segir: Bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar eru skammtíma lausnir og ná ekki til- ætluðum árangri. Þess vegna veit- um við þeim ekki brautargengi. Afleiðing: llpplausnarástand á Al- þingi. Seðlabanki íslands ákveður vaxtahækkun á grundvelli laga um vaxtabreytingar í samræmi við verðbólgustig. Ríkisstjórnin tefur framgang málsins og er klof- in í afstöðu sinni til vaxtabreyt- inga. Afleiðingar: Upplausn á pen- ingamarkaðnum, viðskiptabankar og lánastofnanir eiga í miklum erfið- leikum. Sparisjóðseigendur eru hlunnfarnir. Gengisleiðréttingar í samræmi við tilkostnaðarhækkanir í 60% verðbólgu eru dregnar mánuðum saman. Afleiðingar: Stórfelld töp í útflutningsatvinnuvegunum, við jaðrar alísherjargjaldþrot í útgerð, við óbreyttar aðstæður blasir við stöðvun í útgerð og fiskiðnaði í byrj- un árs 1983. í peninga-, fjár- og gengismál- um hefur ráðið röng stjórnmála- stefna sl. 3 ár, stefna jafnvægis- leysis. Afleiðingar: Sparifjármynd- un dregst saman. Sjóðir landsmanna tæmdir. Stórfelld erlend skuldasöfn- un. Hvarvetna blasa við erfiðleik- ar. Teikn upplausnar eru víða á lofti. IIlu heilli. Flokkar og verðbólga í stjórnmálaumræðu kemur víða fram ótrú á þá miklu þýð- ingu, sem núverandi stjórnmála- flokkar hafa fyrir viðhald lýðræð- islegra stjórnhátta á íslandi. Ung- ur jafnaðarmaður, sem ýmsir bundu vonir við, sagði í sjónvarps- fréttum, aðspurður, að allir núver- andi stjórnmálaflokkar í landinu væru úr sér gengnir og bætir svo við, að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkur þjóðarinnar, sé Guðmundur H. Garðarsson „Þjóðin veit, að þrátt fyrir liðna stundarerfið- leika, er Sjálfstæðis- flokkurinn, sjálfstæðis- fólk, sá kjarni, sú kjöl- festa, sem aldrei bregst, hvernig sem árar. Það er þess konar staðfesta sem skiptir máli, sér- staklega þegar málefn- um þjóðarinnar er stefnt í óefni af vinstri mönnum.“ ekki marktækur. Að vísu bætti hann síðan við setningunni „Við erum hrædd." Mun hann þá hafa átt við það hrikalega efnahagslega ástand, sem þjóðin er komin í. Þar hafði jafnaðarmaðurinn ungi lög að mæla, en ályktun hans varð- andi stjórnmálaflokkana var ekki allskostar rétt. Þrátt fyrir ýmsa ágalla núverandi flokka er ekki unnt að kenna þeim öllum um það ófremdarástand, sem nú ríkir og þjóðin lítur heldur ekki þannig á málin. Traustsyfirlýsing á Sjálfstæðisflokkinn Fólk veit, að núverandi ríkis- stjórn er til orðin fyrir samstarf tveggja flokka, Alþýðubandalags- ins og Framsóknarflokksins, og fjögurra alþingismanna, sem viku frá stefnu Sjálfstæðisflokksins við myndun stjórnarinnar. Sjálfstæð- isflokkurinn verður ekki kallaður til ábyrgðar fyrir gjörðir þessara aðila. Þetta undirstrikuðu kjós- endur í borgar- og sveitarstjórn- arkosningunum. Þeir fylktu sér um Sjálfstæðisflokkinn og veittu frambjóðendum hans glæsilegt brautargengi. Sigrarnir í Reykja- vík og Vestmannaeyjum voru eft- irminnilegir. Ekki verður Alþýðuflokkurinn heldur kallaður til ábyrgðar á nú- verandi ástandi í efnahagsmálum. Hann, eins og Sjálfstæðisflokkur- inn, hefur allt aðra grundvallar- stefnu um lausn efnahagsvanda þjóðarinnar en núverandi ríkis- stjórn. Að Alþýðuflokknum vegn- ar illa en Sjálfstæðisflokknum vel, samanber borgar- og sveitar- stjórnarkosningarnar sl. vor, staf- ar m.a. af því að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur aftur öðlast sinn fyrri styrk. Nýir menn hafa verið kall- aðir til forystu á mikilvægum sviðum. Þjóðin veit, að þrátt fyrir liðna stundarerfiðleika, er Sjálf- stæðisflokkurinn, sjálfstæðisfólk, sá kjarni, sú kjölfesta, sem aldrei bregst, hvernig sem árar. Það er þess konar staðfesta sem skiptir máli, sérstaklega þegar málefnum þjóðarinnar er stefnt í óefni af vinstri mönnum. Leiðin út úr ógöngunum er ekki fólgin í því að brjóta upp lýðræðis- flokkana, síst af öllu Alþýðuflokk- inn og Sjálfstæðisflokkinn. Manndáö og dugur Við sjálfstæðismenn brutum blað í sögu Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar með hinum miklu sigrum flokksins sl. vor. Þeir sigr- ar urðu ekki til fyrir tilviljun eina. I sigrunum birtist manndómur og dugur þeirrar kjarkmiklu sveitar, sem myndar Sjálfstæðisflokkinn. Enginn maður hefur lýst betur því besta sem í Sjálfstæðisflokkn- um býr en fyrrum formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, er hann í ræðu á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins 1965 mælti sem hér segir: „Öll vitum við þó, að við lifum einungis í upphafi tækni- og vís- indaaldar. Með því að nota okkur ávexti hennar og tryggja einstakl- ingunum til þess frelsi og mögu- leika, þá greiðum við fyrir meiri, örari og öruggari framförum, lífskjarabótum, ef menn svo vilja segja, en nokkur getur nú séð fyrir. Einangrunin hefur verið íslands mesta mein. Nú, þegar hún er end- anlega rofin, blasir við okkur þátttaka í samfélagi þjóðanna. Engu að síður munum við halda tryggð við trú og menningu for- feðra okkar og með þeim styrk, sem sigrar yfir óteljandi örðug- leikum hafa gefið kynstofni okkar, sanna, að hin minnsta þjóð á ekki Flensborg: Kyndiklefanum breytt í eldhús NEMENDAFÉLAG Flensborgarskóla i Hafnarfirði bauð bæjarbúum í kaffi og pönnukökur á laugardaginn í tilefni þess, að tekið var í notkun nýtt mötuneyti. Meðfylgjandi myndir tók Kristján Örn og er önnur af nokkrum gestum, en hin er af stjóm nemendasambandsins í nýju eldhúsi og afgreiðslu mötuneytisins, sem nemendur innréttuðu sjálfir, en þar var áður kyndiklefi. síður rétt á sér en hin stærsta. En okkur íslendingum tjáir ekki á sama veg og flestum öðrum að treysta á mannmergðina, heldur á manndáðina. Á Islandi þarf sjálfstæði allrar þjóðarinnar að eflast af sjálfstæði einstakl- inganna. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að tryggja, að sjálfstæði þjóðar og þegna færi saman. Að þessu hefur flokkurinn ætíð unnið og við, sem erum sam- ankomin hér í kvöld, teljum okkur heiður að því að skipa flokk, sem svo glæsilega hefur staðið við þau fyrirheit, er nafngiftin gaf. Heiðri fylgir skylda, og okkar skylda er að leggja okkur öll fram um að Sjálfstæðisflokkurinn verði ætíð í fararbroddi í hamingjuleit ís- lenzku þjóðarinnar." Það er heiður að fylla slíkan flokk. Sjálfstæðisflokkurinn er vegur þjóðarinnar úr upplausn til öryggis. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell .... 23/11 Arnarfell .... 6/12 Arnarfell .... 20/12 Arnarfell . 3/1 83 ROTTERDAM: Arnarfell .... 25/11 Arnarfell .... 8/12 Arnarfell .... 22/12 Arnarfell 5/1 '83 ANTWERPEN: Arnarfell .... 26/11 Arnarfell .... 9/12 Arnarfell .... 23/12 Arnarfell 7/1 '83 HAMBORG: Helgafell .... 6/12 Helgafell 27/12 HELSINKI: Disarfell 17/12 Dísarfell 15/1 '83 LARVIK: Hvassafell 29/11 Hvassafell 13/12 Hvassafell 27/12 Hvassafell 10/1 '83 GAUTABORG: Hvassafell 30/11 Hvassafell 14/12 Hvassafell 28/12 Hvassafell 11/1 '83 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 17/11 Hvassafell 1/12 Hvassafell 15/12 Hvassafell 29/12 Hvassafell .. 12/1 83 SVENDBORG: Helgafell 18/11 Hvassafell 2/12 Helgafell 8/12 Hvassafell 16/12 Dísarfell AARHUS: Helgafell 20/11 Helgafell 10/12 Helgafell 30/12 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell 1/12 Skaftafell 5/1 '83 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .......... 3/12 Skaftafell .......... 7/1 '83 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.