Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
Var með villt gælu-
dýr á heimilinu
Fréttabréf frá Tryggva Helgasyni í Texas KZÍSSÍÍ
I’EGAR menn hittast á fórnum vegi
berst talið oftast að veðrinu, hvernig
það hafi verið, og svo framvegis.
Veðrið hér í Texas hefur verið mjög
gott í sumar en frekar þurrt, og hef-
ur uppskera ekki orðið svo góð sem
skyldi, í sumum sveitum.
Miðað við íslenzkan mælikvarða,
má segja að veður sé mjög gott hér
allt árið um kring, nema helst á vor-
in að þrumuveður ganga hér yfir,
aðallega á timabilinu frá marz til
maí. í verstu þrumuveðrunum mynd-
ast stundum skýstrokkar sem geta
valdið skaða, ef þeir ná til jarðar, og
síðastliðið vor bar talsvert á ský-
strokkum.
Landbúnaður er geysimikill hér í
Texas, en iðnaður fer þó mjög ört
vaxandi. I'rátt fyrir lágt verð á land-
búnaðarvörum virðist framleiðslan
lítið minnka, og jafnvel vex á sum-
um vörum, en bændur eru hvattir til
að draga úr framleiðslu. Til dæmis
má nefna að árleg framleiðsla í
Bandaríkjunum af kjöti allra teg-
unda er um 24 milljónir tonna, eða
rúm 100 kiló á mann.
Texas skiptist í 254 sýslur eða
sveitir, og sú sveit sem framleiðir
raesta mjólk er Erath-sveit (Erath
County) sem er tæpir 3000 ferkíló-
metrar að stærð. Þar er framleiðslan
160 milljónir lítra árlega. Út úr búð
kostar lítri af mjólk 50 til 70 sent,
eftir umbúðum og gæðum. Stærsti
bóndinn er með 800 mjólkandi kýr,
en margir eru með 200 til 500 kýr.
Villt gæludýr
Hér á dögunum bar það við að
jagúar réðst á fjögurra ára barn
og beit það illa. Þetta væri varla
stórfrétt ef væri frá frumskógum
Suður-Ameríku, en þetta gerðist
hins vegar inn í miðri Fort
Worth-borg. Amma barnsins
réðst vopnlaus á jagúarinn og
tókst að ná barninu og koma því á
sjúkrahús.
En forsaga málsins er sú að
hálfrugluð kona, 27 ára gömul,
móðir barnsins, geymdi jagúar í
húsi sínu nr. 3401 við James
Avenue. Móðir konunnar (þ.e.
amman) átti síðan að fara og gefa
dýrinu í fjarveru eigandans, og
tók hún dótturdóttur sína með sér.
Dýrið átti að vera í búri í húsinu,
en þegar þær komu inn í húsið,
skipti engum togum að jagúarinn
stökk á barnið utan úr myrkrinu.
Eftir að amman náði barninu og
komst burt, gekk jagúarinn laus
utan dyra sem innan, og hljóp urr-
andi kringum húsið alla nóttina,
nágrönnunum til lítillar ánægju.
Varð uppi fótur og fit meðal yf-
irvalda, þegar þeim loks skildist
að jagúar en ekki hundur hefði
slasað barnið, og var skotið á
skyndifundi í borgarstjórn, þar
sem jagúarinn var snarlega
dæmdur til dauða, þótt það væri
ekkert í lögum sem bannaði
mönnum að halda villidýr í búrum
heima hjá sér.
Var nú gerður út nokkurskonar
herleiðangur, hópur manna búinn
alls kyns vopnum, deyfilyfjabyss-
um og bareflum, og voru þar á
meðal lögregla, borgarfulltrúar,
lögfræðingar, dýralæknar og
dýraeftirlitsmenn, til að fanga
dýrið, en eigandinn var þá kominn
heim og hótaði að skjóta hvern
þann sem vogaði sér inn í garðinn.
Menn létu það þó ekki aftra sér, og
gerðu áhlaup á húsið. Eigandinn
sleppti þá jagúarnum lausum á
lögregluna, og þeim til mikillar
undrunar einnig fullvaxinni púmu
og litlum bob-ketti. Allur hópur-
inn var þó snarlega yfirbugaður
og fluttur burtu í búrum, nema
eigandinn sem tókst að laumast
burt.
Síðustu fréttir voru svo þær að
barnið væri á batavegi, en dýra-
eigandinn finnst hvergi.
Betra efnahagsástand
en í Noróurrlkjunum
Af öllum ríkjum Bandaríkjanna
hefur atvinnu- og efnahagsástand
verið einna best í Texas, og at-
vinnuleysi tiltölulega lítið. Ríkis-
stjórinn hér hélt því fram fyrir
nokkrum mánuðum í sjónvarpinu,
að í rauninni væri ekkert atvinnu-
leysi í Texas, ávallt væru einhverj-
ir sem ekki kæmu sér í vinnu og
þyrfti að hjálpa, jafnvel í bezta
góðæri. En atvinnuleysi hefur
Tryggvi Helgason
eitthvað aukizt síðan, og var talið
í september um 8% í Texas, en
9,7% í landinu í heild.
Verðbólga er nánast engin hér í
Texas, enda þekkjast varla
óraunhæfar launahækkanir, og
hér eru fá launþegafélög til að
þvinga fram kauphækkanir. Laun
hér eru samkomulagsatriði milli
atvinnurekanda og launþega, og er
heilbrigð skynsemi og geta hvers
fyrirtækis látin ráða.
í Norðurríkjunum er þetta
hinsvegar mikið vandamál, þar
sem verkalýðsfélög hafa með sam-
takamætti getað knésett fjölda
stórfyrirtækja með taumlausum
kaupkröfum og verkföllum, og
stóru bílaverksmiðjurnar ramba á
barmi gjaldþrots, vegna stór-
felldra og óraunhæfra launahækk-
ana. Verðið á bílunum hefur stöð-
ugt hækkað til að mæta auknum
launakostnaði, en salan hefur þá
jafnframt minnkað, enda margir
bílarnir illa smíðaðir. Finnst
mönnum hér, að gæðin séu lítt í
samræmi við launin sem menn fá
fyrir að smíða bílana.
Innfluttir bílar eru mun vand-
aðri að flestu leyti, og yfirleitt
gallalausir og eru japanskir bílar
þar fremstir í flokki.
*
Odýr en ólöglegur
vinnukraftur
Eitt er það vandamál sem
Texas-búar þurfa að glíma við, og
landið. Ain Rio Grande skiptir
löndum Mexíkó og Texas, og renn-
ur frá E1 Paso til sjávar nær 1500
km leið. Þurfa menn því yfir ána
til að komast til Texas. Sagt er að
menn syndi yfir ána Rio Grande
til að sleppa framhjá landamæra-
vörðum, og ef einhver er gripinn
hundblautur skammt frá ánni, þá
er það talin góð sönnun fyrir því
að sá hinn sami hafi verið að
laumast inn í landið á sundi, og er
hann þá sendur snarlega til baka.
Ólöglegir Mexíkanar hér í Texas
hafa því fengið viðurnefni, og eru
kallaðir „blautbakar".
En það sem rekur þessa menn
til Texas er neyðin í Mexíkó. Þar
er atvinnuleysi gífurlegt, jafnvel
50% eða meir, enda vinstri
mennska og ríkisafskipti sögð
allsráðandi, og einkaframtak fær
ekki að njóta sín, og afleiðingarn-
ar eru þar sem annars staðar að
efnahagslífið koðnar niður.
Þessir Mexíkanar sem sleppa
óséðir inn í landið, reyna að fá
vinnu á bændabýlum og taka
hverju sem býðst. Og þar sem þeir
eru ólöglegir mega þeir hvergi
koma fram á skýrslum, né heldur
borga skatta. Allt sem þeir kunna
að fá greitt er því skattfrjálst, og
sagt er að flestir sendi hvert ein-
asta cent heim til fjölskyldunnar í
Mexíkó, sem flestar búi við sár-
ustu örbirgð.
Og bændur hér sem margir
hverjir eiga í erfiðleikum með að
fá menn úr bæjunum til vinnu, og
eru sumir skuldum vafðir vegna
hins lága verðs á afurðum, grípa
fegins hendi að fá ódýran vinnu-
kraft, þótt ólöglegur sé.
Enginn veit með vissu, hve
margir ólöglegir Mexíkanar eru
hér í Texas, en heyrt hefi ég tölur
allt upp í rúmlega eina milljón.
Vegakerfið gott
Vegakerfið i Texas er talið mjög
gott, og með því bezta í Bandaríkj-
unum. Jafnvel afskekktir, fáfarnir
sveitavegir eru bikaðir eða olíu-
bornir. Stöðugt er verið að leggja
nýja vegi, byggja vegbrýr og
breyta einföldum vegum í tví-
skipta vegi með tveim eða fleiri
akreinum í hvora átt.
Vegamerkingar eru víðast hvar
fnjög góðar og því auðvelt að ferð-
ast um landið. Tillitssemi í umferð
er mikil, og sjaldan nokkur asi á
mönnum, nema helzt í stórborg-
unum.
Á ýmsum gatnamótum þar sem
engin ljós eru, er höfð stöðvun-
arskylda á allar hliðar. Sá sem er
fyrstur að stöðva bíl sinn við
gatnamótin, fer fyrstur af stað. Ef
tveir stöðva samtímis, þá dokar
annar við, og veifar hinum að
leggja fyrst af stað. Þetta gefst
ótrúlega vel, og yfirleitt er maður
fljótari yfir svona gatnamót, held-
ur en þar sem götuljós eru.
Á kvöldin og um helgar eru
mörg umferðarljós látin blikka
stöðugt. Önnur gatan er þá eins og
venjuleg aðalgata, og þar blikka
gul ljós, en á hinni götunni er full
stöðvunarskylda, og þar blikka
rauð ljós. Einhver sagði mér að í
Reykjavík væru ljós sem blikkuðu
gulu á báðar hliðar. Ég á nú raun-
ar erfitt með að trúa því að þetta
sé rétt. Ef slík ljós, sem blikkuðu
gulu á allar hliðar, væru sett upp
hér í Texas, þá væru það nánast
dauðagildrur, þar sem flestir
myndu aka hiklaust yfir gatna-
mótin á blikkandi gulu ljósi.
Aftur á móti eru sum ljós hér
látin blikka rauðu ljósi á allar
hliðar, og þá gildir sama reglan,
að aliir verða að stöðva til fulls við
gatnamótin, og sá sem er fyrstur
að stöðva fer fyrstur af stað.
téhá
störfum en að vinna úti
Frá llelgu Jónsdóttur, fréttaritara Mbl. í Hurgos, Spáni.
Hafi það verið þannig áður
fyrr, að konur skömmuðust sín
fyrir að láta lesa á persónuskil-
ríkjum sínum að þær væru hús-
mæður, þá er það liðin tið. Það
hefur nefnilega komið í ljós að
spænskar konur eru hæstánægð-
ar með hlutskipti sitt sem hús-
mæður. Þetta er a.m.k. það sem
kemur fram í nýafstaðinni könn-
un sem menningarmálaráðuneyti
Spánar lét fara fram og birti
ráðuneytið niðurstöður nýlega.
78,9% spænskra kvenna eru
hæstánægðar með lífið sem hús-
mæður; 55% segja að húsmóð-
urstarfið sé fyllilega nóg fyrir
þær, þótt 30% vildu gjarnan
starfa einnig utan heimilis með
heimilisstörfunum sem eiginkona
og móðir. Hálfsdagsvinna kæmi
sér mjög vel fyrir 78% kvenn-
anna; þannig gætu þær líka sinnt
heimilinu án nokkurra vand-
kvæða.
Þrátt fyrir að allar konurnar
kvarti yfir því að þær eigi ekki
hálfa mínútu lausa eftir að vera
búnar að skúra, vaska upp,
strauja og elda mat eru þær ham-
ingjusamar og segja að þær
þarfnist einskis frekar. Jú, ef til
vill þægju þær gjarnan að hafa
svolitlu meiri peninga milli hand-
anna.
Það kemur annað hljóð í
strokkinn þegar þær eru spurðar
um mat þjóðfélagsins á húsmóð-
urstarfinu. Allar með tölu eru
þær sammála um að starf þeirra
að vera „bara" húsmóðir sé lítils
eða jafnvel einskis metið. Þær
segja þó að eiginmenn og börn
meti vinnu þeirra innan veggja
heimilisins. Þetta eru helstu
niðurstöður skoðanakönnunar
menningarmálaráðuneytis Spán-
ar þar sem þátttakendur voru yf-
ir 2.000 spænskar húsmæður á
öllum aldri, úr öllum stéttum
þjóðfélagsins, búsettar víðs vegar
um Spán.
Ungar konur og konur úr lægri
stéttum eru þær sem helst kysu
að fara út á vinnumarkaðinn.
Hvað sem því líður segja 49,6%
að eiginmenn þeirra séu mjög
þröngsýnir og öfundsjúkir og
myndu banna þeim að starfa utan
heimilisins.
Það sem skýrt kemur fram er
að spænskar konur eru fullkom-
lega samþykkar hlutverki sínu
sem húsmæður og vilja ekki
neina breytingu hvað varðar
starfsskiptingu hjónanna. 59,3%
eru algjörlega mótfallnar að kon-
an ynúi úti og eiginmaðurinn
keypti í matinn, eldaði, vaskaði
upp o.s.frv. Tæp 20% hefðu ekk-
ert á móti því.
Konur búsettar í Barcelona-
borg eru án efa þær konur er
mestan áhuga hafa á kvenrétt-
indamálum á Spáni og berjast að
einhverju marki fyrir jafnrétti
kynjanna. Konur þar í borg hefðu
ekkert á móti því að menn þeirra
sæju um heimilisstörfin og þær
ynnu úti. Auk þess kemur fram
að karlmenn í Barcelona hjálpa
þó nokkuð til á heimilinu. Konur
annars staðar á Spáni (fyrir utan
hóp ungra nýgiftra kvenna) segja
að eiginmenn þeirra þvægju ekki
einn einasta disk þótt þeim væri
borgað fyrir það! Þeir stíga ekki
einu sinni öðrum fæti inn í eld-
húsið. En konurnar kvarta ekki.
Meira að segja eru margar sem
vilja alls ekki að eiginmaðurinn
komi nálægt matreiðslunni eða
hreingerningunum!!
Nokkrar þeirra er spurðar
voru, og skiptir þá ekki máli
hvort um ungar eða eldri konur
var að ræða, fátækar eða ríkar,
búsettar í Andalúsíuhéraði á
S-Spáni eða í Galisíuhéraði á
NV-Spáni, eiga saumaskap sem
uppáhaldstómstundaiðju. Lítill
hluti kvenna í Cataluna-héraði
kýs heldur að horfa á sjónvarp en
að sitja við hannyrðir. Aðeins
9,9% segja að þær lesi í frístund-
um sínum.
Rannsóknardeild menningar-
málaráðuneytis Spánar kemst
einnig að því að spænskar hús-
mæður taka yfirleitt ekki þátt í
félagsstarfi af neinu tagi, hvort
sem um er að ræða stjórnmála-
starf, kvenfélög, menningar- og
listasamtök eða íþróttastarfsemi.
I mörgum borgum Spánar kom í
ljós að 100% þeirra er voru þátt-
takendur í könnuninni eru ekki
meðlimir né hafa áhuga á að
starfa í neinu félagi, klúbbi eða
samtökum.
Heima er bezt
— spænskar konur kjósa
fremur að sinna heimilis-