Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
15
IÐUNN hefur gefið út nýja ljóða-
bók eftir Þorstein frá Hamri sem
nefnist Spjótalög á spegil. Er þetta
áttunda ljóðabók Þorsteins, en
auk þess hefur hann samið þrjár
skáldsögur og bók með sagnaþátt-
um, auk þýðinga. í þessari nýju
bók eru fjörutíu ljóð, þar af þrjár
þýðingar á ljóðum eftir þýska
skáldið Hermann Hesse. Um bók-
ina segir svo í kynningu forlags á
kápubaki: „Þessi nýja bók Þor-
steins frá Harmi er enn einn vott-
ur þess hversu djúpum rótum
skáldskapur hans stendur. Málfar
hans, auðugt, hnitmiðað og blæ-
brigðaríkt, sækir styrk sinn í
gamlar menntir sem skáldinu
tekst til æ meiri fullnustu að hag-
nýta í eigin þágu. Galdur ljóðanna
felst í því hvernig hinn innhverfi
heimur þeirra verður lesandanum
nákominn. Því ræður listfengi
INNLENT
Strengjabrúður eftir
Jón Óttar komin út
Ljóðasafn Hannesar
Sigfússonar komið út
(•ardi, 14. nóvemher.
l' FYRKI viku kom upp eldur í bíl á
gatnamótum Skólabrautar og
Lyngbrautar.
Slökkviliðið í Keflavík var kall-
að til en á meðan reyndu heima-
menn sem að komu að slökkva eld-
inn. Ekki tókst fyrr en um síðir að
opna vélarhúsið en þar logaði m.a.
glatt í varadekki bifreiðarinnar.
Bifreiðin sem er af Citroén-gerð,
má heita ónýt.
ÚT ER komin hjá Bókaútgáfunni
Helgafelli skáldsagan „Strengja-
brúóur“ eftir Jón Óttar Ragnarsson
og er þetta fyrsta skáldsaga hans.
Jón Óttar Ragnarsson fæddist í
Reykjavík árið 1945. Hann stund-
aði nám í Bretlandi og Bandaríkj-
unum og lauk PhD-prófi árið 1976.
Hann er dósent við Háskóla ís-
lands og forstöðumaður Fæðu-
deildar Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins. Var formaður
Lífs og lands frá stofnun til 1982.
í frétt frá forlaginu segir meðal
En uppgjör Reginu verður ekki
þess eðlis sem hún sjálf hefði kos-
ið. Til þess er hún of óþolinmóð,
um of rekin áfram af eigin metn-
aði, of mikið leiksoppur umhverfis
síns og uppeldis, með takmarkaða
þekkingu á sjálfri sér og því litla
möguleika á stjórn á lífi sínu. Áð-
ur en nokkur fær rönd við reist,
með óvæntum hætti, fer líf hennar
úr böndunum og atburðarásin
verður hraðari og hraðari uns
hraðar verður ekki komist...“
Sigurður Pálsson
„Ljóð vega gerd
ný ljóðabók eftir Sigurð Pálsson
Jón Ottar Ragnarsson
annars: „Strengjabrúður gerist á
örlagastundu í ævi bandarískrar
óperusöngkonu og vísindamanns
sem hún er gift. Sagan fjallar um
metnaðarfullt fólk, sem er eins og
við flest — þrælar eigin umhverf-
is, strengjabrúður. Sagan gerist á
því augnabliki þegar hún kastar
loks teningnum og gerir upp allt í
senn: Fortíð sína, einkalíf og
hjónaband og stígur um leið síð-
ustu spor á braut til heimsfrægð-
ar.
ÚT ER komin á vegum Iðunnar ný
Ijóðabók eftir Sigurð Pálsson. Nefn-
ist hún Ljóð vega gerð og er þriðja
Ijóðabók höfundar. Hinar fyrri
nefndust Ljóð vega salt og I.jóð vega
menn.
Sigurður Pálsson hefur lagt
stund á nám í bókmenntum og
leikhúsfræðum í Frakklandi.
Hann hefur samið leikrit og þýtt
allmörg. Um þessa nýju ljóðabók
hans segir svo í kynningu forlags
á kápubaki: „Ljóð vega gerð er
þriðja og síðasta bindi Ljóðvega-
safns Sigurðar Pálssonar. Hann
vakti snemma athygli fyrir per^
sónulegan og ferskan ljóðstíl. í
þessari bók eru, eins og í hinum
fyrri, ljóðaflokkar þar sem mis-
margar atrennur eru gerðar að
einhverju heildarviðfangsefni
enda þótt hvert ljóð standi sem
sjálfstæð heild. Yrkisefnin eru
fjölbreytt og skírskotanir marg-
víslegar. Við sjáum að bernsku-
slóðir, höfuðborg og heimsborg
eru enn á sínum stað og sömuleið-
is hugsun Sigurðar um tíma og
rými og ferðalag í margs konar
skilningi. Tungumálið er krafið
sagna um sjálft sig og okkur hin
og vegferð okkar á ljóðvegum."
Ljóð vega gerð skiptist í eftir-
talda kafla: Ljóðvegagerð, Hótel
vonarinnar, Segðu mér að norð-
austan, Rue Dombasle, Segðu mér
að sunnan, Hafið bláa miðjarðar,
Um trissur með mjalla og Tal-
myndastyttur. — Bókin er L06
blaðsíður. Prentsmiðja Friðriks
Jóelssonar prentaði. Þórður Haíl
gerði kápumynd-
ÚT ER komið hjá Iðunni Ljóðasafn
eftir Hannes Sigfússon skáld. Kjart-
an Guðjónsson listmálari gerði
rayndir í bókina. í kynningu forlags
á kápubroti segir meðal annars:
„Hannes Sigfússon er einn hinn
fremsti í hópi skálda sem ruddu
braut nýjum stíl í íslenskri ljóðlist
um miðbik aldarinnar og nefnd
hafa verið atómskáld. Fyrsta bók
hans, Dymbilvaka 1949, var eitt
nýstárlegasta verk í ljóðgerðinni
um þær mundir. Seinni bækur
Hannesar, Imbrudagar, Sprek á
eldinn, Jarteikn og Örvamælir hafa
staðfest enn frekar stöðu hans
meðal samtíðarskálda. Ljóð
Hannesar einkennast af frjórri
málgáfu, mikilli myndvísi og innri
spennu sem gæðir þau fágætum
þrótti. Yrkisefni sín sækir hann
héðan og þaðan, vítt um veröld.
Hann horfir næmu skáldsauga á
sundraða heimsmynd nútímans og
skynjar togstreitu andstæðra afla
í mannlegu samfélagi. Vart munu
önnur íslensk skáld hafa túlkað
með sannari og áhrifameiri hætti
kviku þess heims sem reis úr ösku
heimsstyrjaldarinnar síðari."
Ljóðasafn hefur að geyma allar
fimm frumortar ljóðabækur
Hannesar Sigfússonar sem að
ofan eru taldar, og auk þess nokk-
ur ljóð sem falla útan þeirra. Auk
frumortra ljóða hefur Hannes
þýtt stórt safn ljóða frá Norður-
löndum og allmargar skáldsögur.
Eina frumsamda skáldsögu hefur
hann gefið út, Strandið, og í fyrra
kom æskusaga hans, Flökkulíf.
„Spjótalög á spegil",
ný ljóðabók Þorsteins frá Hamri
KOMDU
KRÖKKUNUM Á OVAKT!
Farðu til þeirm umjólirt
Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur,
frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri
fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til
útlanda.
Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug-
leiðir bjóða til Norðurlandanna.
Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir:
Eldur í bíl í Garðinum
Þorsteinn frá Hamri
skáldsins og trúnaður við upp-
runaleg verðmæti máls og hug-
mynda. í einu ljóðanna yrkir
Þorsteinn um vanmátt skáldskap-
arins, sundruð skip dverganna í
naustum, — „og sú er mér römm-
ust raunin". Spjótalög á spegil er
Ijóðlist af því tagi sem eflir með
lesandanum þá trú að dvergaskip-
in muni ennþá heil.“
Spjótalög á spegil er 47 blaðsíður.
Guðrún Svava Svavarsdóttir gerði
kápumynd. Prentrún prentaði.
Kaupmannahöfn kr. 4.653.00
Gautaborg kr. 4.598.00
Osló kr. 4.239.00
Stokkhólmur kr. 5.304.00
Barnaafsláttur er 50%.
Fargjöldin taka gildi 1. des.
Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif-
stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
^ *
liUS l 1 i . IH
Arnór
. ílUill i J
■i >