Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
Hinn gullni
medalvegur
Um taóisma, trúarbrögð og talsvert fleira
eftir Þorstein
Eggertsson
Helstu trúarbrögö
nútímans
„Ef Guð væri ekki til, þá væri
bráðnauðsynlegt að finna hann
upp,“ er haft eftir franska heim-
spekingnum Voltaire og víst er að
trúarþörfin hefur fylgt mannkyn-
inu a.m.k. síðastliðin 10.000 ár.
Ekki hafa menn heldur afneitað
trúarbrögðum sínum öðruvísi en
að fara að trúa á eitthvað annað í
staðinn. Fyrir 200 árum var
kristni fjölmennust allra trúar-
bragða. Hún er það reyndar enn í
dag, en nokkur nýrri trúarbrögð
virðast nú ógna veldi henna s.s.
vísindatrú, kommúnismi, kapítal-
ismi eða peningatrú og hreint og
beint trúleysi (sem er trú útaf
fyrir sig).
Þessir keppinautar kristninnar
eiga a.m.k. tvennt sameiginlegt:
efnishyggju og skynsemisdýrkun.
Margir telja mikla skynsemi bera
góðum gáfum vitni en ég er ekki
sammála því. Imyndið ykkur
„skynsamlega" samið tónverk.
Hvað ætli hefði orðið úr Mozart ef
hann hefði alltaf beitt skynsem-
inni? Gáfur eru eitt — skynsemi
annað og í sumum tilvikum er
skynsemin fremur lágkúruleg
hvöt. Að vísu getur hún magnað
upp gáfur, en hún getur líka -for-
heimskað menn. Hún blindaði
annan eins gáfumann og Leonardo
da Vinci sem reyndi áratugum
saman að finna upp flugvél eða
sviftæki en tókst ekki (ef fallhlíf-
in, sem er hans verk, er undanskil-
in). Hefði hann, með alla sína
þekkingu, látið skynsemina gossa í
nokkrar vikur, þá hefði hann ör-
ugglega fundið upp svifdrekann.
Og það er etv. mjög skynsam-
legt að trúa ekki sköpunarsögunni
í Fyrstu Mósebók. Hvernig gat
heimurinn orðið til á 6 dögum þeg-
ar það tekur 10 tunglmánuði að
skapa eitt ósjálfbjarga manns-
barn? Engu að síður er sköpunar-
sagan sönn og var þar að auki
skrifuð af Guði sjálfum. Þetta vita
jafnvel gáfuðustu vísindamenn.
Einstein vissi það til dæmis. En
auðvitað er sagan út í hött ef hún
er tekin bókstaflega og Guð skrif-
aði hana ekki með penna á bókfell.
Hann skrifaði hana í sjálfa nátt-
úruna og með eigin hendi, tíman-
um.
I sköpunarsögu Mósebókar er
þess reyndar getið að einn sköpun-
ardagur hafi getað verið 1000 ár
að lengd, en það köllum vér nú-
tímamenn tímabil. Þeir sem
skráðu frásögnina (líklega sam-
kvæmt guðlegum innblæstri og at-
hugunum) voru bara ekki farnir
að hugsa í milljonum, því að ann-
ars hefðu þeir eflaust sagt að
„hver dagur hafi varað um hundr-
uð milljónir ára“. Og ef við gerum
ráð fyrir að Adam hafi ekki verið
einn maður, heldur heil þjóð, þá
verður strax skiljanlegra hvernig
Eva varð til „úr síðu hans“.
Vísindamenn hafa komist að því
að í upphafi hafi verið algert
myrkur í tóminu en síðan varð ein
allsherjar sprenging („Verði ljós“)
sem alheimurinn varð til úr. Þeir
vita líka að fiskarnir, fuglarnir og
dýr merkurinnar voru öll sköpuð á
undan manninum. Svo hvíldi Guð
sig á sjöunda degi. Við skulum
ekki velta þeirri staðhæfingu mik-
ið fyrir okkur því að vegir Hans
eru órannsakanlegir.
Hálf skynsemi er því verri en
engin og of mikið af henni spillir
lífsgleðinni.
Svo er þetta með trúleysið — en
jafnvel algert trúleysi er líka
sprottið af einhverskonar trúar-
þörf, eða hvað finnst ykkur t.d. um
mann sem grípur til eins heimsku-
legra örþrifaráða og að sletta
skyri á prúðbúið fólk til þess eins
að vekja athygli á að hann trúir
ekki á Jesúm Krist? Sannfæring
þessa manns hlýtur að vera mikil.
Eg hef þekkt mann sem er svo
sannfærður um að ekkert líf sé
eftir dauðann, að hann ætlar að
láta brenna líkama sinn, að sér
látnum, og sjá til þess að öskunni
verði dreift yfir Faxaflóa. Þetta er
maður með fulla skynsemi — en
hvað ætlast hann fyrir með þess-
ari uppákomu eftir að hann verður
að eilífu horfinn úr veröldinni?
Ekki reiknar hann með að geta
fylgst með þessu og því síður að
geta fengið fréttir af atburðinum.
Má þá ekki alveg eins aka líkinu út
á hauga þar sem enginn gefur því
frekari gaum?
Á öllum tímum og um allar
jarðir hefur fólk orðið vitni að
ótrúlegustu hlutum. Sum þessara
fyrirbæra hafa verið sérstæð og
einangruð en önnur eru að gerast
á hverri einustu sekúndu um heim
allan — t.d. barnsfæðingar.
Þorskurinn á það til að éta
börnin sín nýfædd, jafnvel í tuga-
tali, enda hugsar hann líklega ekki
mikið um trúmál eða hinstu rök
tilverunnar. Maðurinn er öðruvísi
gerður (skyldi maður ætla) og þess
vegna hefur hann, á þúsund alda
vegleið sinni, komist á snoðir um
eitthvað sem sumir kalla Guð.
Öldungurinn spaki
Guð skrifaði sköpunarsöguna
með eigin hendi en það er langt
síðan mennirnir skrásettu fyrstu
samþjöppuðu útgáfuna að
verkinu. Hugsanagangur og þekk-
ing nútímamannsins er allt önnur
en sú vitneskja sem þjóð Móse bjó
yfir og þess vegna er auðvitað orð-
ið tímabært að skrásetja frá-
sögnina upp á nýtt. Og einmitt það
hafa vísindamenn síðustu kyn-
slóða gert vel og dyggilega. Að
vísu hafa flestir þeirra talið sig
vera að hrekja sköpunarsögu
Mósebókar, en niðurstöðurnar eru
þær sömu. Rit Darwins og Ein-
steins, auk margra annarra, eru
mun ítarlegri en verk þeirra sem
skráðu Genesis (Fyrstu bók Móse)
og meira í anda nútímans, en í
grófum dráttum er þetta sama
sagan, enda verið að lýsa sama
sköpunarverkinu.
Það er m.a. af þessum ástæðum
sem sumir af mestu hugsuðum
allra tíma hafa talið Biblíuna full-
komnasta ritverk allra tíma. Satt
að segja er bókin svo yfirgrips-
mikil að ég efast um að nokkur
einn maður geti gert henni full
skil þótt honum entist öll ævin til
þess.
Reyndar er hægt að segja þetta
um fleiri bækur, jafnvel um rit
sem eru margfalt minni en Biblí-
an.
Tao Te King, sem á íslensku hef-
ur verið nefnd Bókin um veginn,
er ekki nema rúmlega 100 blaðsíð-
ur í mjög litlu broti. Hún er svo
samþjöppuð, hnitmiðuð og blátt
áfram að það er aldeilis yfirgengi-
legt. Hún hefur verið þýdd a.m.k.
tvisvar á íslensku en útgáfurnar
af henni eru orðnar mýmargar um
víða veröld og mismunandi að-
gengilegar. Þessi bók er eitt af
höfuðverkum taóismans, ásamt I
King og ritsafni Kwang Tze.
I King hefur talsverða sérstöðu
meðal bóka. Hún er einskonar
samræðufélagi sem menn geta
ráðfært sig við. Sumir kalla hana
spádómabók og eflaust hefur hún
komið mörgum að gangi sem slík,
en sérstakar serimóníur eru við-
hafðar þegar hún er notuð og hún
hefur alltaf svar á reiðum höndum
við hverri spurningu. Sum þessara
svara geta að vísu virst nokkuð
háfleyg í fyrstu, en öll búa þau
yfir djúpri speki sem hollt er að
fara eftir.
Rit Kwang Tze (sem var uppi á 3.
og 4. öld f. Kr.) er safn dæmisagna
og útskýringa á verkum Lao Tze
(öldungsins spaka sem var uppi
um 600 f. Kr.).
Tao Te King (Bókin um veginn)
er eina verk Lao Tze (en auk þess
eru varðveittar margar af setning-
um hans í ritsafni Kwang Tze).
Meistari Lao Tse fer í hinstu fór sína.
„Hvað er taóismi? —
Þegar stórt er spurt verður
oft lítið um svör, en úr því
ég er að fjalla um taóisma
verð ég að reyna að svara
þessu — þó ekki sé nema
með því að vekja nýjar
spurningar.“
Sagt er að öldungurinn hafi ritað
bókina á einni nóttu í litlum
landamærabæ, sem laun fyrir
næturgreiða. Síðan hvarf hann yf-
ir landamærin og sást aldrei aft-
ur. Þessi bók (sem er aðeins um
1.300 línur að lengd) er einskonar
biblía taóista og þótt hún sé stutt
og skorinorð er endalaust hægt að
leita sér nýrrar þekkingar í henni.
Þótt hlutfall kristninnar hafi
minnkað í heiminum, miðað við
önnur trúarbrögð og lífsskoðanir
undanfarnar 2 aldir, hefur taóist-
um fækkað enn meir — ef mark er
takandi á skýrslum um þessi efni.
Hitt er svo annað mál, hvort nokk-
urt mark er takandi á þeim. Síðan
kommúnistar komust til valda í
Kína og Ráðstjórnarríkjunum er
ekki gert ráð fyrir að fólk trúi á
annað en kenningar Karls Marx,
Mao Tze Tung og Leníns í þessum
ríkjum. Staðreyndin er þó önnur. I
Ráðstjórnarríkjunum býr t.d. hátt
á þriðju milljón manna en þar eru
meðlimir Kommúnistaflokksins
innan við 20 milljónir eða minna
en 10% af þjóðarheildinni. Þar eru
hins vegar milljónir kristinna
manna og fólks af öðrum trúflokk-
um, þótt ríkistrúnni (kommúnism-
anum) hafi verið þröngvað upp á
fólkið. Trúarbrögðum hefur á öll-
um tímum verið þröngvað upp á
fólk og jfirleytt í pólitískum til-.
gangi. Islendingar köstuðu ekki
allir ásatrúnni þegar kristni var
lögleidd hér á landi fyrir u.þ.b.
1000 árum, en trúarsiðirnir
breyttust smám saman og það
gerði yfirvöldum auðveldara með
að ná fram ýmsum mikilvægum
málum.
Taóisminn er opinber trúar-
kenning á eyjunni Taiwan en ekki
á meginlandi Kína. Tugir ef ekki
hundruð milljónir Kínverja eru þó
enn taóistar í eðli sínu, en serim-
óníurnár og trúarsiðirnir hafa að
mestu leyti horfið. Hvort tveggja
er þó enn við lýði á Taiwan.
Trúarsiðir taóista eru orðnir
ansi flóknir og fara í mörgum til-
vikum langt út fyrir efnið, en
þannig er það oft með trúarbrögð
— sérstaklega ef þau eru orðin
margra alda gömul.
Hváö er taóismi?
Þegar stórt er spurt verður oft
lítið um svör, en úr því ég er að
fjalla um taóisma verð ég að reyna
að svara þessu — þó ekki sé nema
með því að vekja nýjar spurn-
ingar.
Taóistar nefna Guð aldrei á
nafn og sumir halda því fram að
trúarbrögðin séu algerlega guð-
laus. Samt gera þeir ráð fyrir ein-
hverju allsherjarafli sem heldur
himintunglunum gangandi, stuðl-
ar að óendanlegri fjölbreytni og
jafnvægi í náttúrunni og viðheld-
ur lífsaflinu. Þeir gera sér grein
fyrir því að dauðlegur maður sem
aðeins skynjar 3 víddir, 3 frumliti
og 3 tíma í senn (fortíð, nútíð og
framtíðarhugboð), hefur lítið sem
ekkert inngrip í almættið.
Leiðina til móts við almættið
kalla þeir tao, en það verður held-
ur ekki utskýrt að neinu gagni.
Orðið þýðir vegur, leið, aðferð og
ýmislegt í þeim dúr, en hefur
a.m.k. 400 merkingar í viðbót svo
að „það tao sem hægt er að nefna
með orðum er alls ekki tao“.
Með því að gera ráð fyrir að
tvær hliðar séu á hverju máli hafa
þeir komist að þeirri niðurstöðu
að eðli allra hluta sé þríþætt. Allt
heimskerfið byggist á andstæðum;
dagur og nótt, karl og kona, fortíð
og framtíð, heitt og kalt, svart og
hvítt, sársauki og sæla, þurrt og
blautt, stórt og smátt o.s.frv. Tví-
eðlið fæðir síðan af sér þriðja
kostinn. Milli fortíðar og framtíð-
ar er núið, en sá tími skiptir alltaf
mestu máli. Milli fæðingar og
dauða er lífið og milli sorgar og
gleði er hamingjan sem líka skipt-
ir miklu máli. Þar sem þriðji kost-
urinn skiptir alltaf mestu máli
eiga menn að stuðla að því að láta
andstæðurnar mætast.
Maður verður þó að þekkja til
andstæðnanna. Sá sem aldrei hef-
ur litið glaðan dag á ævinni veit
ekki hvað sorg er því að hann er of
nátengdur henni. Á sama hátt
þekkir maður ekki ástarkvalir
fyrr en hann hefur kynnst ástar-
sælunni. Andstæðurnar byggja
því upp alla hluti, hvers kyns sem
þeir eru.
Því meiri völd sem einn maður
hefur, því meira er öryggisleysi
hans. Því fleiri föt sem þú átt, því
minna veistu um hverju þú átt að
klæðast. Því fleiri skartgripi sem
þú eignast, því minni ánægju hef-
urðu af hverjum fyrir sig. Svona
er hægt að halda áfram endalaust.