Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Hefðbundin leik- listargagnrýni Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigurður A. Magnússon: í S VIÐSLJÓSIN U Leikdómar 1962—1973. Mál og menning 1982. Sigurður A. Magnússon var leiklistargagnrýnandi Morgun- blaðsins frá 1961—1968, en skrif- aði eftir það um leiklist í Alþýðu- blaðið eða til ársins 1974. Nú mun hann hafa tekið að sér leiklistar- gagnrýni fyrir Þjóðviljann. Þegar Sigurður A. Magnússon hóf leiklistargagnrýni í Morgun- blaðinu hafði Sigurður Grímsson lengi annast hana. Miklar breyt- ingar urðu ekki með skrifum Sig- urðar A. Eins og nafna hans voru honum bókmenntir ofarlega í huga samanber greinina Um leik- listargagnrýni (Sáð í vindinn, 1968): „I annan stað virðist mér mikilvægt að leikdómarar séu bókmenntamenn, sem hafi lag á að kryfja hugmyndir og brjóta leikhúsverk til mergjar, því enda- þótt sjálfur leikurinn á sviðinu sé meginatriði, má þó ekki gleyma því að leikhúsverk eru líka bók- menntir — eða ættu minnstakosti að vera það.“ Nú eru uppi háværar raddir meðal leikara sem snúast gegn bókmenntalegri leiklistargagn- rýni og er það skiljanlegt. En minna má á að óumdeildur grand old man leiklistargagnrýninnar, Ásgeir Hjartarson, var mjög bókmenntalega sinnaður maður. Þótt hann væri óspar á að gefa leikurum einkunnir eins og Sig- urðarnir tveir, eyddi hann venju- lega miklu rúmi í bókmenntalegar skilgreiningar verkanna. Eftir Ásgeir Hjartarson hefur Mál og menning gefið út tvö bindi leiklistargagnrýni. Það er því mjög við hæfi að leikdómar Sig- urðar A. Magnússonar komi út á bók, en aðeins er um úrval að ræða sem Þorleifur Hauksson mun bera ábyrgð á. Eins og margoft hefur verið bent á eru leikdómar ein helsta heimild um leiklistina. Vel mætti kalla þá þremenninga sem hér hafa verið nefndir fulltrúa hefðbundinnar leiklistargagnrýni, en ýmislegt bendir til að leikdóm- ar séu að taka aðra stefnu. Leik- listargagnrýnendur skrifa nú ekki eins ítarlega og áður og leggja meiri áherslu á heildarmyndina en til dæmis frammistöðu ein- stakra leikara. Segja má að leik- dómar nú fjalli ekki síst um leik- stjórn þótt leikstjórinn sé ekki alltaf nefndur. Heildarmynd sýn- ingar er hans verk, stjórnsemi hans eða stjórnleysi ráða örlögum sýninga. Þeir Ásgeir Hjartarson og Sig- urður Grímsson voru ekki blaða- menn. Þeir sinntu öðrum störfum jafnframt leikdómarastarfinu. Sigurður A. Magnússon var að minnsta kosti blaðamaður meðan hann skrifaði leikdóma í Morgun- blaðið. Hann ber fram afsökunar- orð í formála: „Naumast þarf um það að fjöl- yrða að leikdómar starfandi blaðamanns eru einatt samdir á hlaupum í bland við önnur aðkali- andi verkefni, og bera þess ósjald- an merki, bæði um orðafar og fljótaskrift á röksemdum og niðurstöðum. Ég hef ekki séð ástæðu til að breyta dómunum frá upphaflegri gerð, þó víða bregði fyrir hvimleiðum glósum og endurtekningum sömu eða svip- aðra frasa, en treysti því að meg- inefni þeirra haldi athygli lesand- ans vakandi og veki hann jafnvel til umhugsunar um þau grundvall- arspursmál sem víða er drepið á.“ Ekki hef ég orðið var við þessa fljótaskrift sem Sigurður talar um. Hjá endurtekningum verður naumast komist þegar sami mað- ur fjallar í meira en áratug um sama efni. Hann þyrfti að vera töframaður til áð endurnýjast sí- fellt með hverri grein. Að vísu skiptir hann um skoðun ef allt er með felldu, en tæplega svo ört að lesandinn hrökkvi við. Höfundur og lesendur verða því að sætta sig við frasana þótt þeir geti verið leiðinlegir. Sjöundi áratugurinn var eins og Sigurður segir „afarmerkilegur í íslenskri leiklistarsögu". Meðal nýrra höfunda sem komu fram á þessu tímabili voru í þeirri röð sem Sigurður nefnir þá: Jökull Jakobsson, Oddur Björnsson, Guð- mundur Steinsson, Erlingur E. Halldórsson, Matthías Johannes- sen, Svava Jakobsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Birgir Sigurðs- son og Birgir Engilberts. Sigurður Sigurður A. Magnússon minnist á „merkan þátt leik- flokksins Grímu i þessu blóma- skeiði innlendrar leikritunar", en sú tilraunastarfsemi sem þar átti sér stað hefði mátt vera langlífari. í lok áratugarins kom svo Leik- smiðjan til sögunnar, ef ég man rétt. Sigurður A. Magnússon tekur yfirleitt nýjum leikritahöfundum vel, en agar þá engu að síður. Einna verst fer hann með þá Agn- ar Þórðarson (Sannleikur í gifsi) og Matthías Johannessen (Fjaðra- fok). í umsögninni um Fjaðrafok virðist hann beinlínis halda uppi kappræðu um hvernig félagsleg ádeila í leikritun eigi að vera. Þessi leikdómur er fyrst og fremst dæmi um hugmyndafræðilegan ágreining. I leikdómum um erlend verk koma fram margir kostir Sigurð- ar, ekki síst hvernig hann í stuttu máli getur gefið innsýn í viðleitni höfundanna og skrifar oft af góðri þekkingu um þá. Ég nefni Harold Pinter, Jean Genet, Edward Albee og Bertolt Brecht. Leikarar held ég að megi vel við það una sem Sigurður hefur um þá að segja til lofs og lasts. Eins og fyrirrennarar hans reynir Sigurð- ur að gera sem flestum skil. í sviðsljósinu eru góðar heim- ildir um leikbókmenntir og leik- list, en eins og Sigurður A. Magn- ússon víkur að í formálanum er leiklistarsaga aldarinnar ókomin. Hver „moli“ er því nokkurs virði. í nálægð og fjarlægð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Árni Bergmann: GEIRFUGLARNIR Skáldsaga. Mál og menning 1982. Ein minningaskáldsagan enn? Já, að vissu marki. Drengurinn Egill Grímsson á margt sameig- inlegt með Árna Bergmann. Staðurinn er Selatangar „sem er jafnvel enn frægari bær á íslandi en Reykjavík og Vestmannaeyj- ar“. Þessi bær er á Suðurnesjum skammt frá Keflavík og Grinda- vík. Og herinn kemur vitanlega við sögu. Lífið á Selatöngum er eins og gengur í íslenskum þorpum. Árni Bergmann dregur upp geðfellda mynd ungs drengs, af foreldrum hans, skylduliði og öðru fólki. Fæst af þessu fólki er eftirminni- legt nema drengurinn sjálfur og kannski Jóhannes, bróðir hans sem oft er vitnað til. Ein persóna sker sig að vísu nokkuð úr, sígild- ur taóisti íslenskrar skáldsagna- gerðar: Tóti frændi. Egill segir sögu sína á notalegan hátt. Hann er kíminn, en sjaldan beinlínis fyndinn; þó kemur það fyrir. Sérstöku hlutverki gegna neðanmálsgreinar í sögunni sem er nokkuð óvenjulegt í skáldsög- um. Þær eru stundum hnittilegar, en oftar óþarfar. Kveðskapur er birtur og er ekki beinlínis til vitn- is um mikla bókmenntaþjóð, enda yfirleitt um skopstælingar á al- þýðukveðskap að ræða. Skemmtilegur er kaflinn um mikilvægi leikdóma, en þar er sýnt fram á hve sakleysislegar umsagnir í bæjarblaði geta haft mikil áhrif, jafnvel orðið stórpóli- tískar. Meðal bestu kaflanna í Geir- fuglunum er Ólafur reið með björgum fram. I honum er sagt frá ástarævintýri Egils með tveimur stúlkum, annarri þeirra verður hann bálskotinn í, en hún reynist ekki öll þar sem hún er séð. Það er rómantískur blær yfir frásögn- inni, en um leið er hún meinhæðin skilgreining æskuástar. Þegar Eg- ill segir Tóta frænda frá raunum sínum er svarið: „Það er þó bót í máli að þetta ævintýri fórst ekki fyrir." Og hinn sorgmæddi dreng- ur fær eftirfarandi huggun: „Þú ætlast þó ekki til þess að lífið sé tóm sætsúpa?" Geirfuglarnir er öðrum þræði skýrsla um pólitískar og bók- menntalegar hræringar, drengur- inn hallast að sósíalisma og dregst að róttækum höfundum. Svo verða hellarnir, „mesta snilldarverk náttúrunnar á Selatöngum", höfn fyrir varnarliðið og þangað má rekja sprenginguna miklu eða jarðhræringarnar sem að lokum þurrka út Selatanga svo að þeir eru ekki lengur til. Drengurinn er þá staddur á heimavist Mennta- skólans á Akureyri og verður einn þeirra sextíumenninga frá Sela- töngum sem eftir lifa. Þegar hér er komið sögu eru Geirfuglarnir orðnir þrælpólitísk saga með smá- smugulegri þjóðmálaumræðu í anda dagblaða. Þjóðviljinn og Morgunblaðið standa í hörkudeil- Árni Bergmann um um tildrög þess að Selatangar hurfu af landakortinu. I upphafi Geirfuglanna er talað um „sögu sem er sífellt að slíta sjálfa sig í sundur með útskýring- um og athugasemdum og tefur fyrir höfundinum, lesandanum og sjálfri sér“. Það er greinilegt að Árni Bergmann er með þessum orðum að lýsa aðferð sinni sem í senn er angurvær mynd bernsk- unnar og varnaðarsaga handa andvaralausu fólki. Með Geirfuglunum hefur Árna Bergmann tekist að sjá „mann- eskjur í nálægð og samt í nauð- synlegri fjarlægð" eins og nauðsyn er hverjum skáldsagnahöfundi. Það má deila um árangurinn, en með kostum sínum og göllum er þetta hnýsileg saga. RóÖurinn er köllun Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Hjörtur Pálsson: SOFENDADANS. Almenna bókafélagið 1982. Sofendadans er ljóð í sam- nefndri bók Hjartar Pálssonar og er til vitnis um fremur mælskan ljóðstíl hans. Þar er ort um fólk sem dansar og skemmtir sér uns birtir, farð- aðar hórur og svefndrukkna glaumgosa, fjöreggið er í lófa hjalandi óvita. Þetta er heims- slitaljóð um hið andvaralausa og sjúka mannkyn því eins og segir í lokaerindi: - Sú stunri nálj'a.sl, Klektra sú stunri nált;ast þ< l»ar þyni»darloi»máliÁ t itt helriur í líkami vora á lítilli reikistjörnu st>m hverfist um möndul sinn Kcislavirkri reikistjörnu á tils'angNlausu svifl um gciminn. Þetta er spámannlegt ljóð, en ekki beinlínis frumlegt. Oft hefur verið ort um svitadropa hins ágjarna sem baka honum kvöl, ljósa aura sem verða að lögnum trega og hið þrönga nálarauga. Engu að síður er hér kunn- áttusamlega ort, ljóðstíll Hjartar nýtur sín hér til fulln- ustu. Annað ljóð skylt Sofenda- dansi er Hafvillur. Þar yrkir Hjörtur um vegferð mannsins á úfnu hafi, þrjóskuna sem stjórnar því að róðrinum er haldið áfram og freistinguna að láta fallast fram á árina. En róðurinn er köllun: „Þreytt og veðurbitin/ höldum vér áfram að smíða árnar/ sem vér dýf- um í grængolandi haf óviss- unnar/ sólarhring eftir sólar- hring". í fyrrnefndum ljóðum er há- tíðlegt andrúmsloft í samræmi við efnið. En nokkur ljóð í Sof- endadansi eru í hversdagslegri búningi, sýna viðleitni skálds- ins að yrkja frásagnarljóð í anda tímans. Eitt þessara ljóða er Á Grænlandsmiðum, langur bálkur. Það er létt og skemmtileg stemmning í þessu ljóði, en einhvern veginn ber mælskan það ofurliði. Mælska er sjaldan kostur í ljóðagerð, en getur verið réttlætanleg. Annað Ijóð í þessum anda er Albufeira, snoturt ferðaljóð, en er of yfirborðslegt til að verða meira en frásögn, skýrsla. Sama er að segja um Septemberdag í Santiago, póli- tískt ljóð þar sem fulltrúi „vonar og réttlætis", frelsari þjóðar, er séður í hlutverki skurðlæknis með „lög og lýð- ræði að vopni". Eitthvað þykir mér ógeðfellt við samlíking- una. En það skiptir í raun ekki máli heldur hitt að niðurstað- an verður ofnotuð orð eins og „draumur þinn lifir", „dags- brún vonarinnar rís“ og „hug- sjón þín mun glóa sem nýfægð- ur kopar“. Það er aldrei of oft brýnt fyrir skáldum að pólitísk ljóð þurfa að vera annað og meira en stefnuyfirlýsingar. Hjörtur Pálsson Líklega er mælskum skáldum hættast við því að yrkja marklaus baráttuljóð. Styttri ljóðin í Sofendadansi eru mörg hver Ijóðræn, mið- leitin, snúast um ást og dauða, spurninguna um tilvist manns- ins. Þau eru mörg laglega ort, smekklega orðuð, en ná ekki verulegum tökum á undirrit- uðum lesanda. Eitt þessara ljóða og ekki lakasta sýnis- hornið er Vitjun: l»aö var dauöinn sem vitjaði mín í svefni stúlka með Ijósa lokka og hlæjandi augu í svifléttum dansi en þcgar ég ætlaði að hlaupa í fang hennar hrökk ég upp með andfælum sá móta fyrir anrilitsriráttum hins eldforna steinguðs tortímingarinnar unriir hvítu hörundinu. í Sofendadansi eru nokkur dæmigerð tækifærisljóð, af- mæliskveðjur og eftirmæli, ort í hefðbundnum stíl. Þessi ljóð hafa eflaust glatt afmælisbörn og aðstandendur látinna manna, en eru bókinni ekki styrkur. Þau þvælast eiginlega fyrir viðameiri ljóðum bókar- innar. Slíkur kveðskapur fer vel í dagblöðum, en ástæðu- laust er sennilega að amast við þeim af því að skáldið telur þau eiga heima í bók sinni. Sofendadans er þriðja ljóða- bók Hjartar Pálssonar, áður komu Dynfaravísur (1972) og Fimmstrengjaljóð (1977). At- hyglisverðust þótti mér fyrsta bókin, en því ber ekki að neita að Sofendadans sannar þroska skáldsins og aukin tök hans á formi Ijóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.