Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
41
Smá skvetta þegar kapteÍBnian gveiflar goggnum og featir i þeim gula.
... og það er engin spurning, þorskurinn er i hji Grimi.
Morgunatemmning medan legió er yflr IfnunnL
Patreksfjörður:
Bjarg hf. kaupir fiski-
skip frá Noregi
1'alreksfirAi II. nóvember.
Á MIÐVIKUDAG kom til heimahafnar á Patreksfirði m/s Jón Þórðarson
BA, 180, 198 lesta fiskiskip keypt í Noregi, hét áður Stig Björnar N 26 Ö
og er tveggja ára gamalt. Skipið er í eigu hlutafélagsins Bjargs hf. á
Patreksfirði og kemur í stað samnefnds flskiskips, sem nú hfur verið
dæmt í úreldingu. I»að skip var 228 lestir, smíðað í Stralsund í A-Þýska-
landi 1959.
Hið nýja skip er vel búið fiskileitar- og siglingartækjum og búið
ársgamalli beitingavél, frá Mustað Autoline system. Miklar vonir eru
bundnar við vélina, sem reynst hefur vel í skipinu.
} skipinu er beituklefi með 4 tonna geymslurými, vel kældri fiski-
lest, sem gerð er fyrir kassa, og rúmar 1700 kassa.
Skipið er búið auto-trolli. Aðalvél af gerðinni NORMO, 1080 hest-
öfl, tvær ljósavélar eru af Scania-gerð, 128 hestöfl, 72 kílówött hver.
Skipið er mjög vel umgengið og eru í því kojur fyrir 12 menn í 6
tveggja manna klefum.
Skipið reyndist vel á heimsiglingunni, þrátt fyrir misjafnt veður
og reyndist ganghraði að meðaltali 10 sml á klst.
Framkvæmdastjóri og aðaleigandi Bjargs hf. er Héðinn Jónsson.
Skipstjóri verður Gísli Kristinsson, 1. vélstjóri Gestur Ingimar
Jóhannesson og 1. stýrimaður Jóhannes Héðinsson.
Skipið heldur til veiða með línu á föstudagskvöld. P/G
Jón Þórðarson BA 180 í Patreksfjarðarhöfn. l.jósm. Mbl. i>/<;
Unnið að endurbótum i hafnarbryggjunni. Ljósm. Mbi. Arni Helgason.
Stykkishólmur:
Endurbætur gerðar
á hafnarbryggjunni
Stykkishólmi, 8. nóvember.
HAFNARBRYGGJAN þarf mikilla
endurbóta við og var í sumar byrjað
að styrkja hana og gera við. Setja
staura í bryggjuhausinn og síðan
nýtt dekk á bryggjuna. Þetta verk
heflr sóst fremur seint, enda alltaf
að koma meira og meira í Ijós sem
þarf að endurbæta.
Þá er ekki vitað hvort aðilar
hafa nægilegt fjármagn til að
ganga frá þessum viðgerðum eins
og æskilegt væri, en það er séð að
mikið er eftir til að þessu verði
gerð viðunandi skil. En nauðsyn
þess að þessari framkvæmd verði
lokið fer ekki milli mála.
Stykkishólmshöfn er frá náttúr-
unnar hendi ein ákjósanlegasta
höfn á landi bæði vegna skjóls í
veðrum og dýpis. Eins er ef mikil
frost gerir, þá er hún nú nokkuð
fljót til að frjósa og því hefir verið
byggð hafnaraðstaða út í Skipavík
sem kemur þá örugglega að notum
og eins var þegar mikil þörf fyrir
hana. Fréttaritari
HITAMÆLAR
SQyoíðíuiSKUKr
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Léttar
handhægar
steypu
hrærivélar
Verö aðeins
kr. 5.310.-
Skeljungsbúðm <
Síöumúla 33
simar81722 og 38125
kVAREFAKTA,
Vottorð f ráv dönsku
neytendastofnuninni
um rúmmál, kælisviö
frystigetu, gangtíma
á klst, einangrun og
orkunotkun við raun-|
veruleg skilyrði.
/rQmx
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420