Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 25 ; olll miklum skemmdum norðanlands. Á þessari Ijósmynd, sem Ijósmyndari Mbl., i við hreinsun Sætúnsins í Reykjavík, en því varö að loka um tíma í fyrrinótt og r á land. morgun á flóðinu, brotnuðu tveir ljósastaurar á norðurgarði hafnarinn- ar, en þegar brotin voru mest þar risu þau í allt að 15—20 metra hæð yfir garðinn. Nú er þekjan á þeim garði byrjuð að brotna, þannig að enn er ekki séð hve mikið tjón verður á hafn- armannvirkjum í veðrinu sem nú gengur yfir. Hafrótið náði að rífa grjótfyllingu úr suðurgarði hafnarinn- ar að innanverðu, allt frá landi og að stálþili, u.þ.b. 50 metra kafla og verður nauðsynlegt að fyila þar að nú þegar, ef garðurinn á ekki að hverfa í vetur. Fjórir bátar eru í höfninni og laskað- ist einn þeirra ofan þilja. Margir bátár eru í uppsátri á fjörukambi, þurfti að flytja alla þá minnstu burtu, því aldan var farin að henda þeim til. Heima- menn segja mer að þetta sé mesta brim hér í höfninni, síðan 1959, en þá fórst þar bátur ásamt þremur mönnum. —Ófeigur. Blönduós: Varð lítið vart við óveðrið Klönduósi, 16. nóvember. BLÖNDUÓSBÚAR urðu lítið varir við óveðrið sem gekk yfir landið sl. sól- arhring. Hér á Blönduósi var veðrið verst á milli 4.30 og 7 i morgun, en þá hvessti töluvert. Ekki var veðurhæðin þó það mikil að vandræði hlytust af. Lítil snjókoma fylgdi hvassviðrinu og var greiðfært um götur bæjarins í morgunsárið. Allt athafnalíf var með eðlilegum hætti í morgun og kennt var í grunnskólanum. Að sögn Frímanns Hilmarssonar lögregluvarðstjóra, hafði lögreglan á Blönduósi töluverð- an viðbúnað vegna slæmrar veður- spár. I gærkveldi fór hún til dæmis um bæinn og gætti að því að lausamunir, sem hætta gæti stafað af, væru ekki á víðavangi. Einnig voru Hjálparsveit skáta og björgunarsveitin Blanda í viðbragðsstöðu, ef á aðstoð þeirra þyrfti að halda, en ekki kom til þess að þær yrðu kallaðar út. Mjög mikið brim var á flóðinu i dag og braut það úr sunnanverðum Blöndubökkum. Bakkinn brotnaði þá upp að tveim eldri húsum, sem standa yst á honum. Einnig brotnaði mikið úr fjörukambinum sunnan við ána og er jafnvel búist við að gamalt íbúðarhús sem staðið hefur autt um tíma, verði briminu að bráð á kvöldflóðinu. Tölu- vert hefur einnig brotnað úr fjöru- kambinum við bryggjuna og ána norð- anverða. I dag hefur verið norðvestan átt hér á Blönduósi. Fyrst gekk á með skafrenningi, en með kvöldinu hefur kyngt niður þónokkrum snjó. __ til aukinnar friðunar smáfisks, ganga af Grænlandsmiðum auk stofnstækk- unar vegna hins sterka árgangs frá 1973, sem er sterkasti árgangur, er fram hefur komið í þorskstofninum í nokkra áratugi. Þorskstofninn fer nú minnkandi, þar sem allir árgangar frá 1977 virðast undir meöallagi og árgangurinn frá 1973 fer að hverfa úr veiðinni. Nokk- urrar óvissu gætir um raunverulega ins 1983—1985 miðaö við mismunandi Ársafli Ársafli 350 300 1.420 1.420 1.370 1.430 1.320 1.440 i) (7 ára og eldri) þorsks 1983—1985 lonna). Ársafli Ársafli 350 300 560 560 510 550 ins að hlufa'til kynþroska áriÍ'1'983. stærð 1976 árgangsins, en jafnvel þótt sá árgangur sé stór fer þorskstofninn minnkandi. Á árinu 1981 dró úr vaxtarhraða þorsks um 10% miðað við árih 1979 og 1980, og hefur vaxtarhraðinn ekki auk- ist í ár. Hægari vöxtur hefur í för með sér seinkun á kynþroska og minni stofnþyngd. Heildarstærð þorsk- stofnsins er nú áætluð 1.420.000 til 1.570.000-lestir og fer það eftir því hve stór árgangurinn frá 1976 reynist. Samkvæmt þessum niðurstöðum er stofninn 10% til 20% minni en gert var ráð fyrir í síðustu skýrslu um ástand nytjastofna, einkum vegna þess, að árgangarnir frá 1975 og 1976 eru sennilega lakari en gert var ráð fyrir. Nýliðun þorskárganga árin 1977 til 1981 er talin vera á bilinu 150 til 220 milljónir þriggja ára fiska, eða fremur léleg að jafnaði og byggjast þær niður- stöður á rannsóknum á þorskungviði og seiðarannsóknum. Niðurstöður þessar eru þó verulegri óvissu háðar þar sem svo virðist sem umhverfis- aðstæður við mælingar á þorskungviði í marz 1982 hafi verið fremur afbrigði- legar og niðurstöður því pkki sambæri- legar við fyrri mælingar. Ekki hefur því reynst unnt að nota mælingar frá árinu 1982 við mat á nýliðun að þessu sinni, heldur stuðst við eldri niður- stöður. Seiðarannsóknir sumarið 1982 benda til þess, að nýllðun árgangsins frá 1982 muni verða óvenjulega léleg. í heild er því útlit fyrir að nýliðun ár- ganga 1977 til 1982 sé að jafnaði tals- vert undir meðallagi. Verði framvind- an í aðalatriðum í samræmi við útlit hefði það augljósar afleiðingar í för með sér með tilliti til þorskstofns og þorskveiða þegar á allra næstu árum. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup á kirkjuþingi: „Skálholt hefur það hlut- verk í nútíð og framtíð að vera vígi kirkjunnar“ SÉRA Jón Einarsson prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi gerði fyrirspurn til biskups á kirkju- þingi, sem nú stendur yfir í Reykjavík, um framtíð Skál- holtsstaðar. Herra Pétur Sigur- geirsson biskup svaraði fyrir- spurn Jóns, og fer hún hér á eftir: „I ritverki sínu Skálholt seg- ir Guðmundur Kamban: „Og Guð gerði Skálholt að fyrsta vígi kirkju sinnar á íslandi." Skálholt gegndi hlutverki þessu og var um aldaraðir ásamt Hólum í Hjaltadal, höf- uðvígi kristinnar kirkju og ís- lenskrar menningar. Þegar biskupsstóll í Skál- holti var niður lagður 1801 var niðurlæging Skálholts orðin mikil og skarð fyrir skildi á þessum fornhelga stað. Ríkisstjórnin afhenti Þjóð- kirkju íslands Skálholtsstað samkv. heimild í lögum nr. 32/1963. Það markaði tímamót í sögu staðarins. Þá sagði for- sætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson: „Það skiptir ekki máli, þó að hin kaþólska kirkja hafi miklu lengur en okkar evangelisk- lúterska þjóðkirkja haft bisk- upsstól í Skálholti. Hin síðar- talda er afsprengi og eftir ís- lenskum lögum arftaki hinnar fyrri. Siðaskiptin urðu raunar ekki með ljúfu samþykki lands- manna, en hafa fyrir löngu unnið sér hefð í hugum þeirra." Við vígslu Skálholtskirkju 21. júlí 1963 sagði Sigurbjörn Einarsson biskup: „Ég hef lengi verð sannfærður um, að Skálholt er sérstök vitjun frá Guði, náðargjöf handa kirkju nútímans á Islandi." Annað höfuðatriði varðandi framtíð Skálholts er lýðháskól- inn. Hugsjón Skálholtsfélags- ins og lýðháskólamanna komst í framkvæmd. Lýðháskólinn var stofnaður 1972 og hefur starfað í 10 ár. Framtíðaráætlun um Skál- holt hlýtur að byggjast bæði á kirkjunni og skólanum, og for- ustu þeirra, sem þar eru kall- aðir til starfa hverju sinni. Það skipti miklu fyrir Skálholt og framtíð staðarins, þegar sókn- arprestur prestakallsins flutt- ist í Skálholt. Með frumvarpi um biskupa og biskupsdæmi Þjóðkirkjunn- ar, sem er 17. mál núverandi kirkjuþings, er svo ráð fyrir gert að Skálholtsbiskup sitji í Skálholti. Þá tilhögun tel ég sjálfsagða. Verður þá aftur hægt að koma þeirri skij»an á, er fylgdi gjöf Gissurar Isleifs- sonar biskups, að í Skálholti yrði biskupsstóll varanlegur. Ætla má að fjölbreytt trúar- og menningarstarfsemi verði í Skálholti á vegum kirkju og skóla eins og þegar er byrjað á. Skálholtshátíðin er árlegur viðburður, sem æskilegt er að hafi sem víðtækust áhrif og kalli menn til kirkjunnar. Mik- ill straumur ferðafólks er til Skálholts á hverju sumri. Vinna skal að því, að þær heimsóknir hafi ekki aðeins al- mennt gildi fyrir ferðafólk, sem er að skoða landið, heldur veki hugi manna til helgihalds og vitundar um boðun kristn- innar, „að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð“. (2. Mósebók, 3,5). Ég vænti þess, að þeir, sem stunda nám í Skálholti, tengist staðnum áfram eftir að þeir hafa lokið námi. Þessi tengsl hafa þegar komist á með nem- endasambandi fyrrverandi nemenda skólans. Lýðháskól- inn er að því leyti til hugsjón, takmark, sem menn keppa að, ekki aðeins með vetrardvöl á staðnum, heldur ævilangt hafandi Skálholt í huga og sál. Skálholtsskóli er norrænt mennt-asetur, og vænti ég þess, að nemendur frá öðrum Norð- urlöndum sæki skólann til þess að stunda þar norræn fræði og íslenska tungu. Bókasafni skólans þarf að sjá fyrir húsnæði og fræði- mönnum útlendum sem inn- lendum aðstöðu til þess að geta þar lagt stund á fræðigreinar sínar og vísindastörf. Ég vil leggja áherslu á áframhald- andi sumarstarf í Skálholti, mót, námskeið, ráðstefnur og tónlistarflutning. í Skálholts- kirkju er vísir að minjasafni, sem þarf að vaxa og þar á að varðveita helstu minjar um sögu staðarins. Þau vegsummerki, sem enn eru til á staðnum, útlit hans og umhverfisins frá fyrri tíð, þarf að varðveita og auðkenna svo sem unnt er. Þar sem ekki hefur reynst vera grundvöllur fyrir rekstri sumarbúða í Skálholti, tel ég eigi að síður nauðsynlegt að nýta byggingarnar þar fyrir Skálholtsskóla, ef á þarf að halda. Þá kemur og mjög til greina að gera sumarbúðirnar að orlofshúsum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan Guð gerði Skálholt að fyrsta vígi kirkju sinnar á íslandi, þá hefur Skálholt í nútíð og framtíð það sama hlutverk, að vera vígi kirkjunnar, „sérstök vitjun frá Guði“ til þess að ljós kristinnar trúar megi lýsa sem skærast yfir land og þjóð.“ Alyktun Landverndar: Aðgerðum Hringormanefndar til fækkunar selum verði hætt — og nefndin leyst frá störfum AÐALFUNDUR Landverndar, sem haldinn var fyrir skömmu, samþykkti ályktun, þar sem þess er krafizt, að aðgeróum Hring- ormanefndar til að fækka selum verði umsvifalaust hætt og nefndin verði leyst frá störfum. f rökstuðn- ingi fyrir þessari afstöðu segir í ályktun Landvcrndar, að óvíst sé að hringormavandinn minnki, þótt selum verði fækkað. Þá segir að Náttúruverndarráð og aðrar stofn- anir, sem stunda rannsóknir á náttúru landsins hafi verið snið- gcngnar í sambandi við þessi mál og að vinnuaðferðir Hringorma- nefndar séu í hróplegu ósamræmi við þróun náttúruverndar- og um- hverfismála í heiminum. Ályktun Landverndar fer hér á eftir í heild: Aðalfundur Landverndar 1982 ályktar að aðgerðum Hring- ormanefndar til fækkunar á sel- um hér við land, skuli umsvifa- laust hætt og Hringormanefnd leyst frá störfum. Þrenns konar meginrök liggja að baki ályktuninni: hvernig staðið var að skipan Hringorma- nefndar, líffræðileg rök og nátt- úruverndarsjónarmið. Fundurinn telur óeðlilegt, að sjávarútvegsráðherra skuli hafa falið nefnd skipaðri hagsmuna- aðilum í fiskiðnaði, að hafa yfir- umsjón líffræðilegra rannsókna á selum. Með þeirri skipan eru Náttúruverndarráð og stofnanir sem stunda rannsóknir á nátt- úru landsins, gjörsamlega snið- gengnar. Hér er um siðfraeðilegt brot að ræða og einnig gróflega gengið á verksvið rannsókna- stofnana á borð við Hafrann- sóknastofnun, Náttúrufræði- stofnun og líffræðistofnun Há- skólans. Rannsóknir þær, sem fyrir liggja um samband sela og hringorma eru ófullnægjandi til að réttlæta aðgerðirnar. Þótt selum verði fækkað, er óvíst hvort hringormavandinn minnki. Samhengi hringorma- sýkingar og útbreiðslu og fjölda sela er flókið líffræðilegt fyrir- bæri. Nokkuð öruggt má teljá að sambandið sé ekki línulegt, að hringormatíðni minnki ekki í hlutfalli við fækkun sela. Auk þess er ósannað að aukning hafi orðið í tíðni hringorma í fiski undanfarna áratugi. Frá því lög um náttúruvernd voru fyrst sett á íslandi hefur alltaf verið gert ráð fyrir sam- stafi náttúrufræðinga, náttúru- verndarfólks og þeirra sem nýta auðlindir landsins. Viflnuaðferð- ir Hringormanefndar ganga þvert á ríkjandi hefðir og eru auk þess í hrópandi ósamræmi við þróun náttúruverndar- og umhverfismála í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.